Vísir - 23.06.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 23.06.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. júní 1962. insiR Það var drukkin púns og dansaí § Gamlir hlutir missa notagildi sitt, þegar nýir og hentugri leysa þá af hólmi, en um leið öðlast þeir menningarsögulegt gildi. Árbæjarsafn er ekki gamalt, en það hef- ur þegar sannað tilveru- rétt sinn. Með tilkomu þess hefur mörgumgöml um minjum verið fund- in veglegur og varan- legur bólstaður og bjarg að frá að tímans tönn eyddi þeim. Elztu heimildir um Árbæ er að finna í bréfi, sem geymt er f Fornbréfasafninu. Bréf þetta er frá 1462 og skrifað af Ólöfu ríku, sem stödd var þá í Árbæ og sendi hún konungi gull og silfur upp í jarðir sem maður hennar Björn hirðstjóri hafði keypt og er bréfið vottað af ábótanum í Viðey. Árbær hefur alltaf verið í þjóðbraut og ásamt Kolviðar- hóli aðal áningarstaður austan manna, enda er hann fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa verið gisti og veitingastaður og í því ljósi ber að skoða hann nú. í seinni tíð var hann afar , vinsæll meðal Reykvíkinga og þangað voru farnar margar skemmtiferðirnar, drukkið kaffi og þáður annar beini. Bæjarhúsin sem standa nú eru byggð af hjónunum Mar- gréti og Eyjólfi Jónssyni, en hann andaðist á sínum fyrstu búskaparárum, en Margrét bjó þar í fimmtíu ár. Það var svo árið 1942, sem Reykvíkingafélagið fékk bæinn í sína vörzlu, en gat ekki hald- ið honum og árið 1957 tók bær- inn hann í sína umsjá og á- kveðið var að reisa þar minja- safn. Hugmyndina átti þáver- andi borgarstjóri Gunnar Thor- oddsen. Síðan safnið var opnað eru því liðin tæp fimm ár og hefur safnið vaxið ört með hverju árinu. STÓRAR GJAFIR. Safninu hafa borizt ótal gjafir stórar og smáar frá fjölda einstaklinga. Tvær fyrstu stórgjafimar voru þegar Silfrastaðakirkja og Smiðshús voru og gefin safninu. Hafizt var handa um að endurbyggja Silfrastaðakirkju 1958, en Smiðshús var flutt upp eftir haustið 1959. Silfrastaðakirkja hefur notið mikilla vinsælda, enda ein af þeim fimm torfkirkjum sem til eru á landinu, sama er að segja um Smiðshús, það prýðir nú fjöldinn allur af fallegum og skemmtilegum munum. I ágúst- mánuði í fyrra var opnað nýtt hús að Árbæ, Dillonshús. Nýlega skrapp fréttamaður blaðsins upp að Árbæ og fékk Lárus Sigurbjörnsson til að ganga með sér um Dillonshús og Smiðshús, Árbæ þarf ekki Lárus Sigurbjömsson fyrir framan Árbæ. að kynna fyrir lesendum það hefur verið svo oft gert áður. DILLONSHÚS. Fyrst lögðum við leið okkar í Dillonshús, það var byggt 1836 og á sér merkilega sögu. Lengi rak Síri Ottessen þar veitingar og gistihús, þar sátu menn að spilum og drukku „púns“ og þar voru haldin hin svokölluðu píuböll. Húsið var flutt upp að Árbæ 19-ufí}3hi5bÍ¥rr^or °S °Pnað 18^ágúst,,un?!.sumarið. Húsinu hefur verið breytt þannig að það er eins og það var, þegar rekin var þar veitingasala og nú er selt þar kaffi og aðrar góðgerðir. keypti á uppboði og sagt er, að kvæði. Þar er rúm, sem Grímur angur, sem kom hingað 1936. Merkilegasta hlutinn í húsinu má hiklaust teija eldstóna. Hún var falin í húsinu, undir þili, og kom í ijós þegar húsið var flutt, í henni voru einnig nokk- ur eldunaráhöld. Slík eldstó sem þessi eru mjög sjaldgæf á Norðurlöndum, en eitthvað þekkt í Englandi. Fyrir ofan hana er gömul kaffikanna, brennivínsmál, Siffar-flöskur frá Thomsen- Magasin, og gamlar sótavatns- flöskur, líkastar handsprengju í laginu. Og einu má ekki gleyma, segir Lárus, það er sótinu frá 1836, sem hann er svo oft búinn að fá í hattinn sinn. SMIÐSHÚS. Smiðshús var byggt 1820 af Simon Hansen og þar hafa ýms- ir frægir menn búið, t. d. Teit- ur Finnbogason, járnsmiður og sundmaður mikill, Jón Ámason bjó þar 1836,. einnig Sigurður Guðmundsson málari og heldur Lárus að hugmyndin um Þjóð- minjasafnið hafi fæðst þar. 1 svefnherberginu er svokölluð Kómeta eða lokrekkja, sem Framh. á 4. síðu. Áður fyrr var þar spilað og drukkinn puns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.