Vísir


Vísir - 27.06.1962, Qupperneq 4

Vísir - 27.06.1962, Qupperneq 4
i//<;//? Miðvikudagur 27. júní 1962. VIÐTAL DAGSINS ER VID SR. PÉTUR SIGURGEIRSSON SOKNARPREST A AKUREYRI Kirkjan fær of lítið af stundum æskunnar Meðal kennimanna, sem sóttu synodus og aðalfund Prestafé- lags íslands, var síra Pétur Sig- urgeirsson, sóknarprestur á Ak- ureyri. Áður en hann fór norð- ur aftur, átti ég viðtal við' hann um æskulýðsstarfið á Akureyri og Norðurlandi yfirleitt innan vébanda þjóðkirkjunnar, en síra Pétur hefur frá barnsaldri haft áhuga á þeim málum og sinnt þeim af alhug alla tíð. Það var veturinn 1947, sem síra Pétur fluttist norður, en þá gerðist hann aðstoðarprestur síra Friðriks Jónassonar Rafn- ars, en árið eftir var prestakall- ið gert að tvímenningspresta- kalli, og fór fram prestkosning i hið nýja embætti miðsumars árið eftir, og var síra Pétur kjörinn. Hinn sóknarpresturinn á Akureyri nú er síra Birgir Snæbjörnsson. Hann er Akur- eyringur. Ég bað síra Pétur að segja nokkuð frá námsferli sín- um áður en hann fluttist norð- ur og kvað hann svo að orði: — Eftir að ég hafði lokið kandidatsprófi í guðfræði við Háskólann, fór ég til framhalds- náms við Mt. Airy-prestaskól- ann í Fíladelfíu og var við það nám einn vetur. Síðan dvaldist ég með Vestur-íslendingum sumarið 1945 og fór svo í Stan- ford-háskólann í Kaliforníu. Þar sótti ég námkseið í blaða- mennsku. Prestur á námskeiði fyrir blaðamenn. Ég minnist þess ekki að hafa áður heyrt getið um presta á námskeiðum fyrir blaðamenn og innti því slra Pétur n^nara eftir upplýsingum um þetta. — Það var blátt áfram vegna þess, að ég hafði ávallt haft á- huga á að sækja slíkt námskeið, ef tækifæri gæfist, að ég tók í þvf, en ég hafði starfað við Kirkjublaðið, sem faðir minn (Sigurgeir biskup Sigurðs- son) átti, en hann stofnaði það með prestum. Það lagðist nið- ur eftir dauða hans 1953. Eftir heimkomuna sá ég um útkomu blaðsins og var við hana, unz ég fluttist norður. Æskan og boðskapur kirkjunnar. — Alla tlð, frá því ég fór að hafa áhuga á málum kirkjunn- ar, hefi ég hugleitt og sann- færzt betur um, hve nauðsyn- legt það sé, að æskan hcillist af þeim boðskap, sem kirkjan flytur. Þegar ég fermdist á ísa- firði, þar sem faðir minn var sóknarprestur, var kominn til sögunnar félagsskapur með drengjum, sem hann stofnaði. Hér við Háskólann kynntist ég sunnudagaskólastarfínu, er við guðfræðistúdentar önnuðumst að tilhl. Háskólans, undir leið- sögn guðfræðiprófessoranna. Hvort tveggja, að kýnnast fé- lagslegu starfi kirkjunnar í þágu drengjanna á Isafirði og þátttakan í sunnudagaskóla- starfinu hér, reyndist gagnleg og dýrmæt reynsla. Ekki að eins fyrir hina fullorðnu. — Mér var farið að verða það betur ljóst, að kirkjan var ekki og átti ekki að vera fyrir hina fullorðnu eina, heldur fyr- ir fólk á öllum aldri og ekki sízt fyrir börn og unglinga. Og ég sannfærðist enn betur um þetta og það var þessari aðstöðu að þakka, að unnt var að hefja starf í þágu æskunnar. Ég er eindregið á þeirri skoðun, að ekki eigi að reisa kirkjur nú á tímum, nema sjá um leið fyrir skilyrðum til frjálslegs félags- lífs safnaðarins, og ég á þar við, að gert sé ráð fyrir samkomu- sal ásamt eldhúsi o. s. frv. Ein- hverjir kunna að segja, að finna megi önnur salarkynni til slíks barnaguðsþjónustur, sem fram fara í sjálfri kirkjunni, og önn- umst við slra Birgir þær. Þar er prédikað og sungið og notað- ar ljósgeislamyndir. Við prest- arnir höfum okkur þarna til að- stoðar æskulýðsfélaga, og auk þess er sveit úr hópi barnanna, sem við köllum bekkjarstjóra, væntanleg fermingarbörn, er gæti þess hvert á sínum bekk, að allt sé kyrrt og rólegt, og Prestsfjölskyldan heima á Akureyri. Kona síra Péturs er frú Sólveig Ásgeirsdóttir kaup- manns Ásgeirssonar. eftir að vestur kom, og ég heill- aðist af hinu öfluga kirkjulífi. sem ég kynntist þar. Og var það löngun mín og ásetningur að geta unnið eitthvað á þessu sviði, þegar út í prestsstarfið kæmi. Akureyri. Talið barst að Akureyri, höf- uðstað Norðurlands, um 9000 mapna bæ, þar sem verið hefir aðalvettvangur síra Péturs hálf- an annan áratug, — íbúatala Akureyrar hefur ekki vaxið ört en stöðugt, en vandamál æskunnar segja til sln þar sem annars staðar — og er sú trúa mín, að þar — og annars staðar, þar sem kirkj an laðar til sín æskuna, verði greiðara að skapa henni góða framtíð. Og á Akureyri höfum við góða aðstöðu, þar sem er Akureyrarkirkja. Kirkjan er sjálf fögur og laðar að sér. Ég tel, að það hafi ■ verið mjög heppilega, ráðið, þegár hún var byggð, að gerður var salur und- ir kórnum, sem rúmar 70 — 100 manns. Við öllum hann kapell- una. Þetta skapaði góða að- stöðu til kirkjulegs félagsstarfs félagsstarfs, en það fengi þá á sig annan blæ og tengdist ekki eins kirkjunni, en það er mjög mikið atriði að tengja félags- starfið kirkjunni sem nánast, en tii þess að það geti orðið, þarf það að fara fram innan vébanda hennar, og það ger- breytir viðhorfi allra, ef #ienn hafa þetta á tilfinningunni. Tilgangurinn. — Þátttakan I sjálfri guðsþjónustunni. Takmarkið með hinu frjálsa safnaðarstarfi er að vekja fólk- ið til þátttöku I sjáifri guðs- þjónustunni. Messan er megin- þáttur hinnar kirkjulegu starf- semi. Þar slær hjartað. Safnaðar starfið‘á að leiða menn til guðs- þjónustunnar. Yngsta deild sunnudagaskólans. Ef við minnumst fyrst á yngstu börnin á vettvangi hins kirkjulega æskulýðsstarfs, þá eru það börn á aldrinum 4 — 6 ára — eða yngstu deildir sunnu dagaskólans. Um samkomur þeirra sér ungur maður, Rafn Hjaltalín kennari. Þar eru börn- unum sagðar sögur, þau læra vers og að syngja, og finnst mér það ánægjulegpr kliður, sem berst til mín úr kapellunni upp I s‘ rúðhúsið, þegar börnin eru á samkomu. Reglulegar barnaguðsþjónustur Svo eru hinar reglulegu' hefur það sína þýðingu að fela börnunum snemma ábyrgð I starfi. Sunnudagaskólinn er haldinn hálfsmánaðarlega, bæði I kirkjunni og kapellunni. Við orgelið á þessum samkomum er Birgir Helgason söngkennari. Fullgildir safn- aðarfélagar. Með fermingunni hætta börn- in að vera I sunnudagaskólan- um, en fermingin, er börnin staðfesta skírnarsáttmálann, er I rauninni vlgsla barnahna inn í kirkjuna, og eru þau þá full- gildir safnaðarfélagar, en til þess er æskulýðsstarfið, að þau losni ,ekki úr tengslum við kirkjuna, losni ekki undan á- hrifum hennar, því að það þarf að treysta það enn betur, að þau byggi tilveru sína og fram- tíð á þessum orðum: Ég vil leitast við af fremsta megni, að hafa frelsara vorn Jesúm Krist að leiðtoga lífs míns. Þessi eru einkunnarorð æsku- lýðsstarfsins innan kirkjunnar og jafnframt eru þau ferming- arheit barnsins. Æskulýðsfélagið. Hjá okkur koma fermingar- börnin inn I Æskulýðsfélagið, ef þau vilja, og sum staðar, þar sem slík félög starfa, jafnvei fyrr eða 12 ára, og tel'ég það rétt, gð þau séu með I svona fé- lögum frá þeim aldri, sérstak- lega þar sem ekki er um stóra hópa að ræða. Hjá okkur eru unglingarnir I æskulýðsfélaginu frá fermingu til 18 — 19 ára aldurs, eftir því sem ungling- arnir sjálfir kjósa. Það er mjög mikilvægt, að skólaæskan teng- ist starfinu, og hún hefur bezt skilyrði til þess, en aðrir ung- lingar eru einnig með og hafa ekki síður þörf fyrir slíkan fé- lagsskap en hin. Fundir erú hálfsmánaðarlega og ýmislegt gert til dægrastytingar. Þess ber að geta, að bæjarstjórn hef- ur veitt fjárhagslegan stuðning árlega. Æskulýðsráð Akureyrar er I undirbúningi — er það hliðstætt Æskulýðsráði Reykja- vlkur. — Síra Bragi Friðrikssoh framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur hefur komið norður og setið fundi og verið til leiðbeiningar. Sérstök nefnd hefur starfað að undirzúningi málsins, og mun hwn brátt skila áliti varðandi stofnun Æsku- Iýðsráðs Akureyrar. Átta félög • nyrðra. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að - æskulýðsstarfsemin á Akureyri standi með blóma. Hún er I nánum tengslum við æskulýðsstarfið I rtágrenninu og norðanlands yfirleitt. Æsku- lýðsfélagasamband Hólastifts var stofnað 1959 á fundi Prestafélags Hólastifts og eru I því félög úr 3 prófastsdæm- um, Skagafjarðar-, ’ Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta samband beitir sér fyrir sameig- inlegum æskulýðsfélaganna. Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Að mfnu áliti var hinn mesti ávinningur að því, þegar stofn- að var embætti æskulýðsfull- trúa þjóðkirkjunnar að tilhlut- an biskups. Með því var stigið hið mikilvægasta skref I æsku- Iýðsmálunum. Því starfi gegnir slra Ólafur Skúlason, og hefur hann innt af höndum mikilvægt starf fyrir æskulýðinn I landinu. Sumarbúðir við Vestmannsvatn. Ég bað síra Pétur að segja frá hinum áformuðu sumarbúð- um við Vestmannsvatn. — Það er eitt hinna mikil- vægu mála, sem við vinnum fyrir norðan, að koma upp sum- arbúðum við Vestmannsvatn I Aðaldal, Er smíði þeirra hafin. Þar er áformað að hafa nám- skeið fyrir börn og unglinga. Formaður bygginganefndar er síra Sigurður Guðmundsson prestur á Grenjaðarstað, en I hans prestakalli starfa 2 æsku- lýðsfélög og mikill áhugi á þeim annars staðar. Gert er ráð fyrir, að þarna geti verið 30 — 40 unglingar hverju sinni. Að- eins aðalskálinn verður byggð- ur I sumar. Svalbarðseyrar- kirkjan gamla. Þá stendur til, að Svalbarðs- eyrarkirkjan gamla verði flutt þangað austur, en óvíst er um, hvenær það verður gert. Vonir standa til, að unnt verði að flytja hana þangað I heilu lagi. Hún mun vera meira en aldar Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.