Vísir - 05.07.1962, Page 10

Vísir - 05.07.1962, Page 10
/0 VISIR sSmSnííðiíí Hildegaard Knef hin heims- fræga þýzka kvikmyndaleik- kona og enski kvikmyndaleik arinn David Cameron voru um helgina gefin saman í hjónaband f þorpinu Parcha f Suður-Þýzkalandi. Fjöldi ljós myndara safnaðist f kring- um, en fáum hafði verið boð- ið til athafnarinnar. stefnt DEAN MARTIN hefur fengið stefnu frá kvikmyndafélaginu 20th Century Fox. Félagið krefst stórfelldra skaðabóta af honum vegna þess að hann neit- aði að Ieika í kvikmyndinni „Something has got to give“ á móti Lee Remick, eftir að Marilyn Monroe hafði verið rek- in úr starfi. meiddist ANITA EKBERG meiddist illi- Iega á fæti og varð að skera í ilina á henni. Hún hafði verið í tízkubúð f Rómaborg að máta kjóla og gekk berfætt um gólf- ið, þegar saumnál stakkst fast upp í ilina á henni og brotnaði. t sumarfrí AMINTORE FANFANI forsætis- ráðherra ítalfu hefur ákveðið að setja nýjar reglur um sumarfrí ítalskra embættismanna. Héðan í frá fá þeir aðeins þriggja vikna sumarfrí en hafa allt að þriggja mánaða frí á ári. V smjörduft PAUL HANSEN heitir dansk- ástralskur vísindamaður, sem iiefur fundið upp aðferð til að breyta smjöri í duft. Kemur það innan skamrns á markaðinn og verður selt eins og mjólkurduft. Þannig er hægt að geyma það ótakmarkaðan tíma. í Bandaríkjunum voru á sl. ári send 250 þúsund jólakort og önnur heillaóskabréf til hunda. sykursýki NASSER forseti Egyptalands þjáist af sykursýki. Hann leitaði eftir lækningu hjá sykursýki- sérfræðingi í New York, sem er af Gyðingaættum. Læknirinn neitaði að taka þennan mesta fjandmann Gyðinga til meðferð- ar. giftist MOUNE SOUVANNA PHOUMA dóttir hins nýja forsætisráð- herra Laos, giftist við hátíðlega brúðkaupsathöfn í St. Pierre de Chaillot kirkjunni f París fyrir skömmu. Brúðguminn er fransk ur aðalsmaður að nafni Hubert de Germiny greifi. V veiktist EDWARD G. ROBINCDN 68 ára gamall kvikmyndaleikari, sem frægur hefur orðið fyrir að leika harðskeytta karla veiktist skyndilega er hann vann við upp töku kvikmyndarinnar Sammy Going South f fjallshlíðum Kili- manjaro-fjalls í Afríku. Hann fékk hjartaáfall og var fluttur í skyndi í sjúkrahús í Nairobi. Hann var sár og reiður yfir þessum veikindum og hrópaði úr sjúkrarúminu: „Á allri minni lífstíð hef ég aldrei tafið kvik- myndaupptöku, ég mæti til vinnu á morgun“. En læknar ráðlögðu honum að hvíla sig í þrjár vikur. í Stokl^hólmi fékk lögreglan bréf frá Iækni í Hong Kong. Hann sagðist dást að sænsk- um konum og bað lögregluna um að útvega sér eina sænska sem eiginkonu. Þetta | komst í fréttir í sænskum blöðum. 13 konur sóttu um giftinguna. Hong Kong lækn- irinn valdi eina úr hópnum. Hún er nú gift honum og far- in til I-Iong Kong. fluttur ART BUCHWALD hinn frægi Parísar-fréttamaður New York Herald Tribune, sem hefur dval- izt í París í 15 ár og skrifað hvem grínþáttinn á fætur öðr- um um lifið í Evrópu mun nú flytja til Washington og byrja að gera gys að löndum smum heima í Bandaríltjunum. f æviminningar RAOUL SALAN hershöfðingi set situr í fangelsi í París hefur gert samning við Fayard-bóka- útgáfuna um útgáfu æviminn- inga. Fyrsta bindið á að kallast „Sjö ára stríðið í Indó-Kína“. í því mun Salan m. a. birta mörg bréf sem fóru á milli hans og de Gaulles, þegar Sal- an barðist í Indó-Kína. „jazz“ MARGRÉT PRINSESSA af Snowdon hafði nýlega faliizt á kastali ELISABETH ARDEN hinn heimsfrægi fegrunarsérfræðing- ur keypti sér kastala í írlandi sem er 70 ára gamall. í Seoul höfuðborg Suður- Kóreu dæmdi dómarinn Choe Man-haeng í 5196 málum á 12 kist. Hann dæmdi 4534 af hinum ákrerðu seka og rukk- aði inn 370 þúsund krónur í sektum. það að leika jazz-lög á píanó í fínu samkvæmi hjá Ted Leather einum þingmanni íhaldsflokks- ins. Hún hætti þó við þessa fyr- ir ætlun, þegar hún heyrði að jazz-stjörnur eins og Chris Bar- ber og Johnny Dankorth yrðu meðal veizlugestanna. Hún unni ekki við að leika jazz, þeg- ar „snillingar“ í þeirir list hlustuðu á. t ökugikkur STIRLING MOSS, brezki öku- gikkurinn sem slasaðist er hann ók út af Goodwood akbrautinni á ofsahraða hefur síðan ivalizt tvo mánuði í sjúkrahúsi. Hon- um er nú að batna og hefur hann strengt þess heit, að fyrsta verk hans er hann fer af sjúkra- húsinu, verði að fara á Good- wood-brautina og slá það brautarmet sem hann setti þar 160,5 km meðalhraði á hring. aðdáandi ALEXANDRA PRINSESSA af Kent, (en hún og Elisabet drottning eru bræðradætur) er mikill aðdáandi Frank Sinatra. Nýlega var Frank á ferð í Lond- on. Alexandra heimsótti hann á hótelið. Frank heilsaði henni með því að hrópa „Hiya honey“ (Halló elskan). Hún sat í hálftíma á tali við Frank og hlýddi hjá honum á nýjustu Frank Sinatra plöturnar. Fimmtudagur 5. júlí 1962. Fimmti dogur móts norrænna íþróttafréttnritara í Reykjvik Þann 16. júní ræddu fulltrúar um efnið „Á að banna hnefa- leika?“ Einar Bjömsson las þýðingu á mikilli grein Thorolfs Smith úr íþróttablaðinu frá 1955, þar sem hann gerir hnefa- Ieikana að umtalsefni og ræðst harkalega að þeim og telur það skyldu að afnema þá þá þegar. Evvald Andersen frá blaði danska íróttasambandsins taldi að í grein Thorolfs væri um mikinn misskilning og fáfræði að ræða því takmörkin milli atvinnumennsku væm mjög glögg, t. d. væri það næsta fátítt að í áhugamennsku væm menn slegnir út. Margir ræddu þetta mál og voru flestir þeirrar skoðunar að banna bæri atvinnuhnefaleika, en áhugahnefaleikar leyfðir. Margir vom þó með algeru banni líkt og við íslendingar höfum þegar komið á hjá okkur. Síðar þennan laugardag héldu „úrvalsmenn“ mótsins ásamt þeim, sem ekki gátu talizt úrvalsmenn í knattspyrnu uppi í Mosfellssveit og var þar háður landsleikur í knattspymu1 milli íslands og úrvals hinna Norðurlandanna og er þess skemmst að minnast að ísland vann þama sinn stærsta og eina sigur í sumar í leik við erlend lið og var hann ekki minni en 4:1, sem þótti verðskuldað. íþróttafélag Reykjavikur bauð svo þreyttum og hungruðum1 knattspymuhetjunum og áhorfendum til kvöldverðar í hinn glæsi lega skíðaskála sinn í Hamragili við Kolviðarhól. Var þarna borið fram „kaldasta kalt borð“ sem menn höfðu séð, svo notað séu orð eins hinna erlendu fulltrúa. Stjórn ÍR og ýmsar frægustu „stjörnur“ félagsins, formnar og] nýjar voru þarna kynntar fyrir mönnum og var kvöldstundin í ÍR-f skálanum hin ánægjulegasta. Þýðir Hrafnkötlu — Framh. af 7. síðu. ar Nordal um söguna. Ritgerð mín mun koma út í Belgíu á næstunni, en auk þess hefi ég þýtt Hrafnkötlu á frönsku og mun hún koma út mnan j skamms. Tungumálanám raunvfsindamanna. Þegar Pétur hóf kennslu í sænsku við Liegeháskóla var það fyrsta nútíma Norðurlanda- málið, sem kennt var við þann háskóla. Lítilsháttar kennsla er ; veitt í forníslenzku við háskól- j ann og er það í sambandi við kennslu í fornensku. Auk kennslu í sænsku eegnir Pétur Halleux störfum, sem yfirmaður námskeiðs í 'ungu- málum, sem háskólinn hefir stofnað til fyrir stúdenta, sem lesa aðrar greinar en tungumál : að aðalfagi. Læra þar t.d. 'ækn ! ar og verkfræðir.gar tungumál ! svo sem ensku og rússnesku, ! er þeir hafa gagn af sökum j aðalstarfs síns. Er þetta nýmæli en hefir gefizt mjög vel og eru j 6 tungumál kennd við dei'.dina. Starfa um 20 kennarar við 1 þessa sérstæðu tungumáladeild j en kennsla er þar ókeypis. Einnig er þar kennd franska fyrir erlenda stúdenta og er kennslugjaldið afar lágt. Málafjöldi. Talið berst að fyrirlestrmum á morgun og Pétur bendir á að í Belgíu eru töluð tvö tungu- mál. Hollenzka f norðurhluta landsins en franska í suðurhlut anum. Auk þess eru svo mál- lýzkur, flæmska i norðurhlutan- um og vallónslca sunnar í land inu. Belgía liggur þannig á tungumálamörkum, en þau mörk fylgja ekki hinum póli- tízku landamærum. Auk þess er enn að finna í norð-vestur- hluta landsins leifar rómversk- unnar og norðan og austan koma þýzk áhrif í málið Hin mörgu tungumál og mállvzkur skapa vandamál í daglegu h'fi. sem fyrirlesturinn mun gera skil. En auk þess er fróðlegt að rekja hinar ýmsu breyting- ar sem orðið hafa á tungumál- unum í landinu fram til þessa og orsakir þeirra. Undanfarið hefir Pétur rialle- ux dvalizt að Holti undir Eyja- fjöilum, í garði séra Sigurðar Einarssonar en þeir hittust á norræna þinginu í Cambridge 1956. — Það er mikið ævintýri að koma til íslands, segir Pétur að lokum. Og sérstaklega að hitta vini sína sem ég nefndi Og þá ekki síður menn eins og prófessor Sigurð Nordal og Ein- ar Ólaf Sveinsson — menn sem hvarvetna eru kunnir meðal fræðimanna á sviði norrænna fræða og hafa ritað bækur, sem ávallt munu verða lesnar. Kvennasíða — Framh. at 7. síðu. ættu foreldrarnir alltaf fremur að reyna að bræða mótþróann en að berja hann niður. Þetta er einmitt list, sem móðir Nonna kann. Daginn eftir atvikið á rakarastofunni var Nonni litli úti í sandkassa með nokkrum fleiri félögum sínum. Þeir byggðu hús og vegi í sand- inum og keyrðu bílana sína um vegina með brummi og vélar- suði. Það var kominn kaffi- tími og mamma Nonna kom út á svalirnar og spurði: — Hvernig er það hjá byggingar- meisturunum, hafa þeir engan kaffitíma? Nonni kipptist við. — Jú, þeir hafa kortér í kaffi. Það er kaffihlé, hrópaði hann til hinna strákanna og stökk inn. Fólkið segir að mamma Nonna kunni að amgangast börn. Og það er alveg rétt. Hún sér um það með lagni, að ekki komi til neinna stórfelldra á- taka. í stað þess að brjóta vilja Nonna litla með fyrirskipunum, boðum og bönnum kann hún að notfæra sér leik hans til að ná tilganginum og hún er gaman- söm. Hún veit að það er ekki ilgangurinn hjá Nonna með mótþróanum að gera hana reiða, heldur er honum aðeins að vaxa viljakraftur sem hann kann ekki enn að stjórna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.