Vísir - 14.07.1962, Page 7

Vísir - 14.07.1962, Page 7
Laugardagur 14. júlí 1962. VISIR Fegurð andlitsins varðveitt W) w t Horfið þér nú á yður i spegl- inum. ímyndið yður að þér sé- uð með röntgen-gleraugu og getið séð gegnum húðina á það dásemdarverk sköpunarinnar sem andlitið er. Hugsið þér yður, að á þessu litla svæði líkamans fyrir fram- an eyrun og milli ennis og höku eru hvorki meira né minna en 55 vöðvar af ýmsum stærðum. Slíkur vöðvafjöldi er ekld á neinum öðrum stað líkamans. Menn kalla þá svipbrigðavöðv- ana. En eitt meginhlutverk þeirra er að gera manninum kleift að sýna ótölulega mörg svipbrigði. ANDLITIÐ SÝNIR SKAPLYNDIÐ. Flestir vöðvar líkamans hafa það hlutverk að tengja saman tvö bein og hreyfa liðamótin. En þannig er það ekki í andlit- inu nema þeir sem hreyfa neðri kjálkann. Andlitsvöðvarn ir liggja í ströngum línum og röndum um allt andlit og eru festir innan á innsta lag húðar- innar. Þar sem þeir eru fastir við húðina kemur t. d. spé- koppur, andlitsdráttur eða hrukka , Andlitið sýnir skap yðar og lundemi. Ef þér eruð hamingju- söm, bjartsýn og glaðlynd, þá stefna flestar h'nur í andliti yð- ar upp á við. Ef þér lifið hins vegar í táradal sorgar og tauga- spennu þá sýnir andlitið það einnig. Andlitsvövðarnir eru fljótir að talia við sér ef sálarástand yðar batnar. Margar konur sem halda að þær þurfi sérstaka andlitsfegrunaraðgerð þurfa ekkert nema að breyta um um- hverfi til að yfirvinna sálræna erfiðleika. BROSIÐ í SPEGLINUM. Sjáið þér sjálf, þér getið meira að segja á einu augnabliki gert andlitssvipinn fegurri, — lítið þér í spegilinn og horfið vingjarnlega á yður sjálfa og brosið. Sjáið hinn skyndilega mun, hvernig munnvikin bein- ast upp á við og léttir yfir öllu andlitinu. . Andlitsvöðvarnir eru mjög fíngerðir og þunnir, en þeir eru líka mjög sterkir. Eða réttara sagt, þeir geta verið sterkir, þegar þér gefið þeim rétta með- ferð. Það sama gildir um þá og aðra vöðva líkamans, þegar þeir fá næringu og þjálfun haldast þeir bústnir og viðhalda unglegum andlitssvip yða: Fái þeir hins vegar ekki nægi- lega næringu og ef blóðrásin til þeirra truflast verða þeir slappir og andlit yðar svo að segja lekur niður. Skyldu allar þær konur sem sífellt em að narta í konfekt- mola, súkkulaði, rjómatertur og önnur sætindi gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta matar- æði hefur á andlit þeirra? Ef þær vissu það borðuðu þær minna af sælgæti en meira af hollri fæðu, auðugri af eggja- hvítuefni, steinefnum og bæti- efnum, en það er hin rétta fegrunarfæða. BLÓÐRÁSí ANDLITIÐ. Næsta sporið er svo að koma næringunni til andlitsvöðvanna, það er að segja, að bæta blóð- rásina til hinna hungrandi and- litsvöðva og húðfruma. Hvernig væri þá að gefa þeim frískandi gufubað, En gufubað er það EKTAR RÓSIR. Siðan lokið þér svitaholun- um með köldu, já ísköldu vatni, en ekki skuluð þér leggja fs við andlitið. Kálgufa er enn þá mildari en regn og gerir húðina dásamlega mjúka. Rósirnar sem nú springa út á vöngunum eru ekta, — og það sem betra er, svona gufubað flytur blóðið skjótast að andlitsvöðvunum með þeirri næringu sem þeir þurfa. REYNIÐ ÞESSAR REGLUR. Ef þér viljið fegra andlit yð- ar á einum mánuði þurfið þér ekki alltof mikið fyrirtæki og þér sjáið fyrir yður ferð í ein- hverja gufubaðstofu. En þess þarf ekki með, þér þurfið ekki nema matarpott af venjulegri stærð. Þér setjið vatn í meðal- stóran pott og þegar suðan kemur upp, setjið þér í hann kúfaða matskeið af nýju eða þurrkuðu káli eða öðru græn- meti.1. Síðan setjið þér pottinn á borðið og haldið andlitinu yfir honum, setjið yfir höfuðið hand klæpi svo það myndi eins og skál kringum andlitið svo að gufan fari ekki burt tii hliðar. Hin þægilega grænmetisgufa fer djúpt inn i svitaholurnar og hreinsar þær betur en nokkuð annað. Svitadroparnir sem renna út úr opnum holunum bera burt með sér á skömmum tíma dýpstu leifar af andlits- makeup og fitu. slöngubút á vatnskrana og lát- ið vatnið renna eða sprautast á þrjá þýðingarmestu staðina, hálsinn, hökuna og augun. Þetta hefur dásamlega hressandi og yngjandi áhrif. 5) Stælið andlitsvöðvana með því að hreyfa þá, alveg eins og menn stæla vöðvana á handleggj um, fótum og baki með því að reyna á þá. Venjulega hreyfum við ekki alla vöðvana og þá vilja nokkrir verða slappir af notkunarleysinu. Þannig hefur andlitið eins og aðrir líkamshlutar gott af and- litsleikfimi við og við. Við skul- um nú gefa hér nokkrar reglur um slíka andlitsleikfimi: HÁLS OG HAKA Setjist fyrir framan spegil. Virðið andlit yðar vandlega fyrir yður. Og hvað sjáið þér? Ef til vill of feitlagið andlit, kinnar. með tilhneigingu til að lafa nið- ur, hætta á undirhöku. Reisið höfuðið við og sitjið þráðbein í baki. Strax ber minna á andlitslýtunum. En þér getið alveg Iosnað við þau. Smyrjið andlitið með kremi éða olíu. Teygið nú hökuna fram, eh gæt- ið þess, að sitja áfram bein í baki og með beinan háls. Nú teygið þér neðri vörina líka fram, líkt og Maurice Chevalier gerir stundum í kvikmynduni sínum. Snúið nú höfðinu hægt til hliðar til skiptis til vinstri og hægri en gætið þess að teygja hökuna og neðri vörina alltaf fram. Með þessu hreyfið þér alla háls- og kjálkavöðva. Æfið yð- ur þannig á hverjum degi og snúið höfðinu tólf sinnum til hægri ogitólf sinnum til vinstri. Það tekur aðeins eina mínútu. MUNNURINN Vonandi stefna munnvik yðar upp á við en ekki niður á við. Vonbrigði, sorg og áhyggjur marka spor á andlit yðar, sér- staklega á munnvikin. Auðvitað verðum við öll fyrir vonbrigðum, en er nokkur þörf á að sýna um- heiminum það? Dugleg kona gefst aldrei upp. Takið þér nú varalitinn og málið varirnar þannig að það líti út eins og munnvikin stefni upp á við. Á meðan skuluð þér reyna | að hugsa úm eitthvað skemmtilegt og komast í gott skap. Nú skuluð þér leggja báðar hendur þétt á kinnarnar. Reynið síðan að hreyfa munnvikin fyrst upp á við til hægri, svo upp á við til vinstri eins langt og þér komizt. Þetta kemur því aðeins að notum, að kinnavöðvamir séu kyrrir á sínum stað og veiti mót- spyrnu. Þá skuluð þér athuga, að ef tennur vantar I munninn getur það haft slæm áhrif, kinnar og varir geta virzt innsokknar. Far- ið til tannlæknis og látið hann bæta úr því. UPPSPRETTA FEGURÐARINNAR Þrátt fyrir það sem hér er sagt má ekki vanmeta þýðingu snyrti- og fegrunarvara. En það er nauðsynlegt að gæta hófs í notkun þeirra. En aðalatriðið er að skilja það að uppspretta fegurðarinnar er fyrst og fremst lífræn. Þann grundvöll verur fyrst að treysta og síðan kemur andlitsfarði til að fullkomna verkið. 12 leiðangrar til íslands Munið að bezta fegurðarlyfið er kalt rennandi vatn úr krananum. aðeins að fylgja þessum fimm reglum: 1) Reynið að líta bjartari augum á lífið. Ef þér lyftið skapinu, lyftast andlitsdrætt- irnir. 2) Borðið betri fæðu, gefið andlitsvöðvunum nóg af bæti- efnum, steinafnum og nóg af eggjahvítuefni úr dýraríkinu, ket, fisk, mjólk og egg, sem endurnýja kraft þeirra og sveigj- anleika. 3) Ef þér eruð feitlagin og ætlið að megra yður, þá skuluð þér aðeins megra yður smám- saman og skynsamlega og gæta þess að andlitsvöðvarnir fái haldtði spennu smni með skyn- samlegu mataræði. 4) Notið þér vatn, sem alltaf er bezta fegrunarmeðalið, á and litið. Það má einnig auka blóð- streymið til andlitsins með köldu vatni, Setjið aðeins lítinn Hér birtist skrá yfir erlenda J rannsóknaleiðangra til íslands ár- iið 1962 á sviði náttúruvísinda, sem I samþykktir hafa verið af Rann- I sóknaráði ríkisins. „Samkv. lögum og reglugerðum ) um, sem hyggjast stunda rannsókn Mr hér á landi, að sækja um leyfi )ber öllum erlendum vísindamönn- 'til Rannsóknaráðs ríkisins. Slíkar Jumsóknir eru sendar til umsagnar ’viðkomandi aðilum hér á landi og 'er þess gætt, að ekki sé gengið ’inn á verksvið íslenzkra vísinda- \ manna og að náttúruverndarákvæð , um sé dyggilega framfylgt. Einnig jer þess gætt að veita ekki ókunn- . ugum leyfi til rannsókna á jökl- jum, þar sem slysahætta er mikil,“ ^segir í tilkynningu frá Rannsókna- i ráði ríkisins. i Frá Kanada. ; Mr. B.V. Peterson, ásamt aðstoð 1 armanni sínum, frá Entomology ) Laboratory, Ontario, væntanlegur ’ í júlí til skordýrarannsókna. ) ' Frá Engiandi. i 7 manna hópur ffá Society for ' Exploration til jökla- og grasa- jfræðirannsókna. Þeir munu dvelast )hér frá 13. júlí til 14. september I (Leiðangursstjóri verður Martin E. ) Adams. Hópur nemenda, ásamt kennur- 1 ) um, frá Allerton Grange School Mtoma hingað til lands í júlí í rann I sókna- og skólaleiðangur. Munu | ^þeir aðallega dveljast í Hvítárdal. ) Leiðangursstjóri verður H. R. East i (gate. Frá Girton College, Cambridge, ’koma Valerie Naynes ásamt tveim j ur aðstoðarmönnum sínum ti) jarð , og grasafræðilegra rannsókna við j Hagavatn. \ Hópur stúdenta frá Dudley Train Hng College er væntanlegur í júlí . til jarð- og grasafræðilegra rann- sókna í nágrenni Akureyrar. Leið angursstjóri verður John W. Gitt- ins. George P.L. Walker, Imperial College of Science and Technology ásamt 4 stúdentum, til áframhald- andi jarðfræðilegra rannsókna. Munu þeir dveljast vestur af Lóni, en undanfarin ár hefur George P L. Walker unnið þýðingarmikið verk með jarðfræðilegum rannsókn um á Austurlandi. 6 skordýrafræðingar frá Min- istry of Agriculture, Fisheries and Food, Herts, eru þegar komnir til landsins til söfnunar plantna, sem ákveðin skordýr lifa á. Frá HoIIandi. 6 manna hópur frá Mineralog- isch-Geologisch Institut, Utrecht, til áframhaldandi jarðfræðilegra rannsókna á norðurhluta landsins. Leiðangursstjóri verður dr. FI. Wensink. Frá Skotlandi. Helen Blackler, Gatty Marine Laboratory, kom hingað til lands 30. júní til rannsókna á þörunga- gróðri við strendur iandsins. Dvald ist hún hér til 10. júlí. Frá Glasgow University kemur Mr. Cyrii A. Halstead til jarðfræði- legra rannsókna á Vindheimajökli ásamt 9 stúdentum. Munu þeir koma um miðjan júlí og dveljast fram í miðjan ágúst. ' Frá Svíþjóð. í júlímánuði kemur hr. Bengt Jonsell frá Uppsalaháskóla til grasafræðilcgrc rannsókna og plöntusöfnunar. Til jarðfræðilegra rannsókna ' io Hvítárvatn og ^andvatn kemu* Áke Börr.stcn frá KvartargcC,- logiska institutionen, UppscJu. Mun hann dveljast hér 3. —15. ág- úst.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.