Vísir - 14.07.1962, Page 10

Vísir - 14.07.1962, Page 10
10 VISIR Laugardagur 14. júli 1962. Hrúturinn 21. marz tii 20, apríl: Fullt tungl um miðja vikuna bendir til að hagsmunir heimiiis- ins og atvinnunnar kunni að rek- ast á, þannig að erfitt kunni að reynast fyrir þig að ákveða hvemig þú átt að skipta tíma þínum milli þessara tveggja þátta í lífi þínu. Gerðu það sem nauðsyn krefur mest í þessu málj. Þrátt fyrir þessa vankanta vikunnar ættirðu ekki að láta á neinu bera við aðra utan fjöl- skyldunnar, þannig að vinsældir þínar minnki ekki. Nautið 21. apríl til 21. maí: Fólk nær og fjær kemur mikið við sögu í vikunni hjá þér. Ekki þætti mér ótrúlegt þó þú þyrftir að standa í stöðu nokkurs konar sáttasemjara til að leiða til lykta deiluefni annarra. Ferðalag gæti verið nauðsynlegt 1 sambandi við þetta allt. Siðari hluti vik- unnar verður skemmtilegri, þvi þú verður þá meðal vina og kunnin'gja. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Vikan ætti að færa þér tækifæri til að gera upp ýmsa reikninga, sem ekki hafa verið hreinir tií skamms tíma og aðrir skuída þér. Horfurnar eru sérlega heppi iegar í sambandi við innheimtu sérstaklega þó miðhluti vikunn- ar. Yfirleitt virðist meirihluti vik unnar vera hagstæður fyrir fjár- málin og því rétt að sinna þeim málefnum eftir beztu getu nú. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Af- staða nú bendir til að þér sé nauðsynlegt að samrýma skoð- anir þfnar og áhugamál skoð- unum maka þíns og félaga. Þú ættir að auðsýna þeim fullt til- lit ef þú villt ekki eiga á hættu að sprenging eigi sér stað. And- stæðingar þínir koma nokkuð við sögu einmitt í þessari viku og þér er nauðsynlegt að taka þá föstum og ákveðnum tökum. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Fullt tungl nú mun að öllum líkum leiða til lykta eitthvert það verk efni, er þú hefur nú fengizt við um nokkurt skeið, eða a.m.k. þá muntu sjá lausn vandamáls, sem þú hefur glfmt við nú um tíma. Þér er nauðsynlegt að hafa gott samstarf við yfir og undir- menn þíná nú um þessar mundir ef þú átt að ná tilætluðúm ár- angri. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Vikan mun reynast þér mjög skemmtileg varðandi vini og kunningja. Á hinn bógihn eru ýmsar blikur á lofti fyrir þá, sem eru ógiftir og innan við tvítugt, því vikan bendir til1 ástarævin- týris, sem lítið er hægt að leggja upp úr að haldist nema skamnrt og að það reynist illa. Vogin, 24. sépt. til 23. okt.: Vik- | an bendir til mikilla athafna á j vinnustað, einnig er heimilið und 1 ir nokkuð magnaðri afstöðu og kann að þurfa þín með að meira eða minna leyti. Annars j verður vikan góð upp úr miðri vikunni og skemmtanalífið kem- ur þá inn í líf þitt. Ferð á skemmtistaði er þvf mjög líkleg og í vikulokin mun einhver | verða til að leita ráða hjá þér í vandræðum sínum. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Ekki er ótrúlegt að þú leggir upp -3 st-/% ///ám///////mrr^/////. ^tí^ W//////A LJ *////////m s. í eitthvert langt eða skammt ferðalag f vikunni, en hins vegar er þér nauðsynlegt að gæta sér- stakrar varkárni nú í umferðinni þar sem þú-ert nokkuð pirraður á taugum. Laugardagurinn og jafnvel föstudagurinn eru sér- lega heppilegir til skemmtana og ástarævintýra, sérstaklega fyrir þá sem eru ekki búnir að ákveða um lífsförunaut sinn enn. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þér mun reynast nauðsyn- legt að gefa nokkuð eftir f fjár- málunum nú í vikunni og þú ætt ir að vera reiðubúinn til að verða að semja um skuldaskil síðar, Fjölskyldulífið er undir • hagstæðri afstöðu í vikulok- i in og þér gefst gott tækifæri til að prýkka eitthvað upp á heimilið. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Fyrri hluta vikunnar ættirðu að vera sem mest á ferðinni út á við að hitta fólk ef þú átt éitt- hvað óuppgert við það. Afstað- an bendir til að málaleitanir þínar fái í flestum tilfellum hag- stæðar undirtektir. Nú er tæki- færi til að byrja á ýmsu nýju, sem þig hefur aðeins dreymt um undanfarið. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr. Þú ættir að nota þessa viku sér- lega fyrri partinn til að slá botn inn í ýmislegt það, sem setið hefur á hakanum hjá þér undan farið að gera. 3íðari hluti vik- unnar bendir til að þú munir eignast einhvern langþráðan hlut. Það er í sambandi við við- urkenningu fyrir vel unnin störf eða snilldarlega lausn á málefni. Fiskarnir, 20. febr, til 20. marz: Vikan mun reynast þér mikil- væg í samskiptum þínum við vini og kunningja. Samkomur og „partý“ í miðri viku eru mjög líkleg og allt bendir til að allt slíkt verði mjög skemmtilegt. Hins vegar ættirðu ekki að hætta á neina sérstaka spennu við makann eða ástvini, því þeir eru ekki undir heppilegum áhrif- um núna, lífið er þeirn nokkuð leitt nú. Þrír spennandi kikir / fyrstu deild um kelgiua ÍSLANDSMÓTIÐ heldur áfram | um þessa helgi eftir nokkurt hlé og verða leiknir þrír leikir. Allir fara leikimir fram á sunnudaginn, á Akranesi, fsafirði og I Reykja- vík. Á Akranesi leika Fram og heimamenn. Eins og stendur, er Fram efst f mótinu, en Akranes hefur beztu vígstöðuna, hefur tap- að fæstum stigum f deildinni, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Hér er því um stórleik að ræða, stórleik sem erfitt er að spá um, hvernig lýkur. Akurnesingar hafa löngum verið erfiðir heim að sækja, og aldrei hafa þeir tapað fyrir Fram í leik á Akranesi. Hins vegar verður að álíta að Fram eigi nokkra möguleika, sérstaklega þeg ar litið er á frammistöðu liðsips fyrr á sumrinu. Með sigri sínum, mundu Akurnesingar aftur á móti styrkja aðstöðu sína geysimikið. Vestur á fsafirði, leika Vaiur og Isfirðingar. Af fyrri leikjum ísfirð inga að dæma, ætti Valsmönnum að vera nokkuð auðvelt að krækja sér í tvö stig, stig sem koma sér vel á þessu stigi málsins. Allt get- ur þó komið fyrir, og bíða menn eftir úrslitum þessa leiks með jafn mikilli eftirvisntingu og hinum tveim. ! KR og Akurtyri‘:leika í Reylcja- vík og verður það án efa geysi- spennandi ieikur. Akureyringar fara stöðugt vaxandi og með sigr- um sínum yfir Valsmönnum sýndu þeir, að þeir eru hvaða liði sem er hættulegir. Þessi leikur er einn- ig mjög afgerandi fyrir bæði lið- in. í þessum þrem leikjum er teflt um sex stig. Hvert einasta þeirra er dýrmætt skref f áttina til meist- aratitilsins. Sem dæmi um hörk- una og keppnina í mótinu, má benda á, að Valur, sem hefur tap- að 6 stigum, hefur enn mikla möguleika á að ieika í úrslitum. Er mótið rétt rúmlega hálfnað, og Valsmenn 'hafa leikið 6 leiki! Sex ÍR-ingar í Noregsfár KNATTSPYRNAN hefur verið alls ráðandi i íþróttaheiminum hér heima að undanfömu. Þær fréttir bárust um daginn að Valbjöm hefði stokkið 4.40 með nýju stöng inni, en að öðru leyti hefur verið hljótt yfir frjálsiþróttamönnum okkar. 6 ÍR-ingar í Noregi. Flestir af þeim sem virkir eru á annað borð eru þó í fullum gangi, þótt engin mót hafi verið hér nýlega. Flestir beztu menn ÍR eru á keppnisferðalagi í Noregi og KR-ingar hyggja á utanför í næsta mánuði. Er utanför iR-ing- hwerfii Framh af bls 9 skrifstofur Skeljungs, sem byggði þessa hæð og á hana. Á þriðju hæð eru skrifstofur H. Benediktsson & Co. Á ann- arri eru skrifstofur verkfræð- inganna Stefáns Ólofssonar og Gunnars Guðmundssonar, skrif stofa Byggingariðjunnar og Smith & Norland, heildverzl- un, með skrifstofur og lager. Á neðstu hæð í byggingunni er sv o byggingavöruverzlun FI. Ben. og vörulager, svo og í báð um hæðum f bakhúsinu. Húsinu fylgir' lóð, sem nær allt upp að tAésmiðjunni Meiði Er það svæði notað fyrir vörur. sem ekki eru settar inn í hús, svo sem steypujárn. Þetta hús er það eina i hverí inu, sem talizt getur að fuliu frágengið, í því ástandi sem bað er nú. ISLANDSMÓT kvenna í handknatt ieik utanhúss, hefst á sunnudags- kvöldið. Mótið verður hóð að mestu leyti í Kópavogi, og fyrsiu leikirnir fara þar fram. Þó hefur verið ákveðið, að nokkrir leikir verði leiknir út1 á landi, sérstaklega til hægðarauka fyrir þau lið, sem þaðan eru og taka þátt í mótinu. Þannig fara fram leikir bæði í , Vestmannaeyj- um og á ísafirði, og mótinu lýkur ekki fyrr en 12. ágúst. í meistaraflokki eru 7 lið: ísbndsegtóf kvenna í útihand- sik hefst nnnnð kvöld Vestri frá ísafirði, Breiðablik. Kópavogi, Vestmannaeyingar, FH ! og Reykjnvíkurfélögin Ármann, KR og Víkingur. Einnig verður keppt í 2. fl. kvenna og þar eru þátttakendur frá 8 félögum. Leikirnir annað kvöld verða: KR — Breiðablik (meisarafl.) Ármann — Keflavík (2. fl.) Víkingur — FH (meistarafl.) Leikið verður á íþróttavellinum, sem stendur við barnaskólann á Digranesháisinum. j anna þess valdandi að ekki hefur verið haldið neitt mót hér nýlega. Þeir fóru utan 2Í júlí og eru vænt- anlegir aftur eftir helgina. Þátttak endur f förinni eru Vaibjöm Þor- láksson, Jón Ólafsson, Ólafur Unn steinssón, Skafti Þorgrímsson, Jón Þormóðsson og Halldór Jónasson. Þrír þeir síðast nefndu eru ungling ar. Vilhjálmur Einarsson fór einn ig utan ,en er kominn heim, tók aðeins þátt í einu móti. Litlar fréttir hafa borizt af ár- angri þeirra félaga, ef undan er skilið afrek Valbjámar með stöng- ina. Á mánudaginn kepptu þeir í Arendal og á miðvikudag í Al- gaard (báðir staðirnir í Noregi) og í gærkvöldi áttu þeir að keppa í Kristiansund. KR til Danmerkur. Eins og áður segir hyggjast KR- ingar senda 10-15 manna hóp ut- an x næsta mánuði. Enn er allt mjög óákveðið um ferðaáætlun, cn meiningin er að fara til Danmerk- ur. Félagið fer með stóran hóp frjálsíþróttamanna að Laugum nú um helgina til keppni þar. Engar aðrar utanferðir frjáls íþróttarnanna hafa verið skipulagð- ar eða áætlaðar í sumar, en að sjálfsögðu er Evrópumeiá’taramót- ið í Belgrad dagana 12.-16. sept. í haust, og þangáð komast allir, er náð hafa lágmarki. Einn íslend- ingur hefur tryggt sér þátttöku, Valbjörn Þorláksson. Jarðfræðikort Náttúru gripasafnsins Fréttamenn voru kvaddii á fund nýl. í tilefni þvl, að út eru komin tvö icort af jarSfræðikprti Náttúru gripasafnsins — Blað 3, Suðvestur- land, 1930. og nú Blað 6, Miðsuðpr iand 1952. Fyrir útgáfunni gerðu grein Giis Guðmundsson frkvstj. Bókaútgáfu Menningarsjóðs, dr. Sig urður Þórarinsson f. h. jarðfræði- og landfærðideildar Náttúrugripa- safns íslands. Guðmundur Kjartans son, sem hefur unnið að jarðfræði- korti af íslandi í 8 ár, Agúst Böð- varsson forstöðumaður Lnndmæl* ingastofnunarinnar. samstarfs- maður G. Kj. við allan undirbúning til prentunar, og Jakob Hafstein, frkvstj. Litoprents, sem tók að sér prentun, sem er hin vandasamasta, sem m. a. má marka af því að kort- !.r. verða að fara 14 sinnum gegnum vélarnar Gils Guðmundsson gerði m. a. grein fyrir þætti Bókaútgáfu Menn ir.garsjóðs, sem tók að sér útgáf- una, og fyrir útgáfunni almennt, en ;vo rakti dr. Sigurður i stuttu máli sögu kortagerðar íslendinga, upp- dráttar Bjöx-ns Gunnlaugssonar, og '■arðfræðikori ; orvalds Thorodd- 1 sens, sem út kom fyrir 60 árum. og verk þess sem nú er unnið að, ; og kom út í 9 hlutum. Lagði hann ! m. a. áherzlu á, að hér er um alger I iega íslenzkt verk að ræða að öllu ieyti. Guðmundur Kjartansson rakti þar næst sögu málsins, eins og nokkru nánar er vikið að hér á eft- ir, og kvað það mikinn feng, að Menningarsjóður tók að sér að ann ast útgáfuna. Þakkaði hann sérstak lega Ágústi Böðvarssyni fyrir hans mikilvæga verk að ,,koma þessu saman“ en Ágúst kvað þetta hafa verið „prófraun fyir okkur“ (þar sem um væri að ræða vandasam- asta kortverk, sem unnið hefur ver- ið hér á landi. Þakkaði hann sér- staklega Jakobi Hafstein góða sam- vinnu og lipurð og lauk lofsorði, ‘•ramn , á 5 síðu. i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.