Vísir - 14.07.1962, Síða 16

Vísir - 14.07.1962, Síða 16
ISIR Laugardagur 14. júlí 1962. Krossgátan fyrir allt landið Vísir birtir í dag nýja verðlaunakrossgátu og eru verðlaunin eins og venju- lega 500 krónur. Það er nú liðið nærri því ár síðan blað ið fór að birta krossgáturn ar á laugardögum og hafa þær orðið mjög vinsælar. Er þátttakan í þeim nokk- uð breytileg eftir því hve þungar þær eru, oftast á milli 300 og 500 manns. í síðustu krossgátu var þátt- takan um 410 manns. Það hefur verið siður, að skila- frestur krossgátunnar hefur verið ein vika. En með aukinni útbreiðslu Vísis í kaupstöðum úti á iandi og með ferðum fólks um landið í sum- arfríinu hafa Vísi borizt tilmæli um að hafa skilafrestinn nokkuð lengri. Höfum við nú ákveðið að verða við þessum tilmælum tii reynslu, þann- ig að skilafrestur krossgátunnar í dag er hálfur mánuður fram að há- degi föstudaginn 27. júlí. Kross- gáturnar munu þó eftir sem áður birtast vikulega. Vísir vill gera þetta fyrir hinn aukna lesendahóp á stöðum eins og Akureyri, Siglufirði, Hafnarfirði og Seyðisfirði, svo að nú verða þeir jafnt settir og lesendurnir í Reykja vík og nágrenni. Þeir ættu nú að sýna hvað þeir geta í krossgátu fyr ir allt landið. ► Adoula hefur endurskipulagt sambandsstjómina og Iosað r.ig við ýmsa gamla samstarfsmenn. Fram af veginum, fjóra metra í lausu Iofti, niður á afturend- ann, á nefið, heila veltu og staðnæmdist loks á gaddavírs- girðingu á réttum kili. Samtals 40 metrar — og afleiðingin varð þessi. „Það er ekkert ann- að að gera en henda þessu járnarusli“, sögðu þeir hjá ( Vöku í gærkvöldi. „Bíllinn er gjörsamlegh ónýtur“. I Áður var þetta Opel Kai ^. \ Ökumaðurinn var einn í hon-1 um og var á leið austur. Hann var kominn fram hjá Selásnum af malbikinu, en gleymdi beygj unni, sem er rétt fyrir ofan Rauðavatn. Hraðinn var ofsa- legur. Ef dæma ætti eftir mynd ( inni og lýsingunni, er ótrúlegt, að nokkur skuli Jtomast Iífs af I úr slíkurn hildarleik. Bifreiðar- stjórinn, sem mun hafa verið undir áhrifum áfengis, slapp, ' en nokkuð slasaður. Ekki kominn til meðvitundar ENN situr allt við það sama með manninn sem slasaðist á Suður- landsbraut í fyrradag, Helga Magn ússon, Drekavogi 6. Hann var ekki kominn til með- vitundar í gærdag og er nú búinn að liggja meðvitundarlaus nðtt á 3. sólarhring. Þjóðdansar í KVÖLD kl. 6 fer fram sýning á vikivökum og þjóðdön^um á dans- pallinum við Árbæ. Er það ætlun- in að reyna að koma þeim sið á að hafa slíkar þjóðdansasýningar við og við í byggðasafninu. Árbæjarsafnið er opið milli kl. 2-7 og er kaffi veitt í Dillonshúsi til kl. 5. Er búizt við að fjöldi gesta komi þangað, en meðal þeirra er hópur borgarstarfs- manna frá höfuðborgum og öðr- um borgum Norðurlanda. Það eru félagar í Þjóðdansafél- aginu undir stjórn Dóru Jónsdótt- ur sem sýna þjóðdansana. Auka- ferðir strætisvagna verða upp að Árbæ kl. 2, 3 og 4 í dag. HeiUarsöltun52þús. tunnur bræðsla nyðra20lþús. múl 1 FYRRAKVÖLD, nam heildarsíld arsöltun Norðanlands og fyrir austan 52 þúsund tunnum og var hlutur Siglufjarðar 20.700 tunnur. í gærkvöldi nam bræðslusíldar- afli verksmiðjanna á Norðurlandi 201 þúsund málum' og skiptist þannig: Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði 95 053 mál, verksmiðjan Dauðka á Siglufirði 29.466 og Rík- isverksmiðjan á Raufarhöfn 76.445 mál. MJÖG mikil síld barst til Krossa- nessverksmiðjunnar f nótt, eða nokkuð á 7. þúsund mál. í nótt kom Björgúlfur þangað méð 1191 mál, Súlan 1169 og Gunn ar SU með 1218 mál. Þá kom norska flutningaskipið Una þang- að með 3200 mál. Alls höfðu í morgun borizt 4 þús. mál til verk smiðjunnar en ekkert verið saltað þar til þessa. Btt stærsta iðnfyrirtæki landsins, Kassagerð Reykjavíkur þrjútíu úra Til Hjalteyrar hafa borizt 8 þús. mál. Askja kom þangað síðast skipa með 3023 mál, sem hún hafði tekið úr bátum fyrir Austurlar.di. í fyrradag var fyrsta síldin söltuð á Hjalteyri, 45 tunnur úr Gylfa. Á Ólafsfirði hafa verið saltaðar rúml. 2 þús. tunnur síldar til þessa þar af í söltunarstöðinni Stígandi 1700 tunnur og hjá Jökli sf. 398 Hjá Auðbjörgu hf. hefur enn ekk- ert verið saltað: Til Hríseyjar kom Sæfari í gær með 900 tunnur ,af því voru salt- aðar 570 tunnur, hitt fór f bræðslu. Þar er búið að salta f 1785 tunnur alls. Til Da’víkur barst engin síld í gær. 32 þúsund mál í gær hafði Vopnafjarðarverk- smiðjan tekið á móti 32 þúsund málum og lokið við að bræða 13 þúsund. Mörg skip biðu þar lönd- unar. Lítilsháttar hefir verið borið við að salta þar, en síldin sem bor izt hefir þangað er léleg til sölt- unar. > l Á mánudaginn á eitt stærsta og blómlegasta iðn fyrirtæki landsins þrítugs- afmæli. Er það Kassagerð Reykjavíkur, en forstjóri hennar er Kristján Jóhann Kristjánsson. Verksmiðjan er nýflutt í ný húsakynni við Kleppsveg og býr þar nú í stærsta verksmiðjuhúsi Iandsins. Veitir heldur ekki af rúmgóðum húsakynnum því að verksmiðjan gerir kassa utan um nær allan útfluttan fisk og hefir hún tvöfaldað afköst sín á síð- ustu fjórum árum. Nú starfa hjá fyrirtækinu um 100 manns og er heildar veltan um 50 millj. króna. Alls voru greiddar vinnu laun á síðasta ári rúmar 7 millj- ónir króna. Vönduð og ódýr framleiðsla. Kassagerð Reykjavíkur var þeim Kristjáni Jóhann Kristjáns- stofnuð sem sameignarfélag af syni og Vilhjálmi Bjarnasyni. Vil- hjálmur Bjarnason gekk úr félag- inu 1958 og stjórna þeir feðgarnir | Kristján Jóhann og Agnar sonur hans því. Skrifstofustjóri er Gísli V. Einarsson viðskiptafræðingur. Kassagerðin hefir lagt mikla á- herzlu á það að hafa jafnan nýjasta j og bezta vélakost sem fáanlegur er J til starfsins og nú er að finna þar : mjög mikilvirkar og nýtízkulegar | vélar. Fyrr á árum voru eingöngu framleiddir trékassar en nú eru! þeir aðeins 3% af framleiðslunni. Hitt eru allt pappakassar og öskjur og kemur hráefnið að lang mestu leyti frá Finnlandi. Öskjur eru i meir en helmingur af framleiðsl- j unni, bylgjupappi nær 40% og svo lítið eitt af trékössum. Athyglisvert er að þær pappaöskjur sem Kassá- gerðin framleiðir eru 40—80% ó- j dýrari en ef þær væru fluttar inn frá Bandaríkjunum. Framleiðir nú verksmiðjan allar pappaumbúðir, Framh. á 5. síðu. i> vélasal í Kassagerðinni. /

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.