Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 13
Tölvumál janúar 1990 Kerfið sjálft skiptist í nokkra afmarkaða þœtti sem allir nýta sér sameiginleg gögn til aðfanga. Strangar reglur voru settar um rithátt og frágang. Með því að lagskipta forrilun má búa til þróunarumhverfi sem er sterkt á öllum sviðum sem skipta máli. Verkefnislýsing. Lýsing kerfis: Kerfið sjálft skiptist í nokkra afmarkaða þætti sem allir nýta sér sameiginleg gögn til aðfanga. 1) Sölu og pantanakerfi: Tekur við pöntunum frá viðskiptavinum og sér um útskrift reikninga, farmbréfa ofl. Kerfið heldur einnig utan um viðskiptavini, verð og gengi. 2) Áætlanagerð: Gerir áætlanir um hvað skal framleiða, miðað við fyrirliggjandi pantanir. Áætlanagerðin miðast fyrst og fremst við að uppfylla allar pantanir á settum tíma og framleiða vöruna með sem minnstum kostnaði. 3) Framleiðslukerfi: Tölvuvæðir framleiðslugólf steypuskálans, allt frá því að deiglur með fljótandi áli koma í steypuskálann þar til steyptum álstykkjum er raðað inn á lager. Þungamiðja framleiðslu- kerfisins er vogarkerfið, sem sér um vigtanir á hinum ýmsu stigum framleiðslunnar. Annar hluti framleiðslukerfisins sér um "Hvað ef' greiningu og ofnaleiðréttingar, þar sem notanda er gert kleift að spyrja hvaða sé heppilegast að nota í hvem ofn, til að ná settum markmiðum um efna- samsetningu álsins. Þriðji þátturinn er yfirlitskerfi, sem er ætlaðu fyrir verksjóra, og gerir honum kleift að fylgjast með stöðu framleiðslu- gólfsins frá grafískri skjámynd sem uppfærir stöðuna jafnóðum. 4) Gæðaeftirlit: Tölvuvæðir gæðaeftirlit í steypuskálanum (Computer Aided Quality). Gæðaeftirlitið skráir gæði á ýmsum stigum framleiðslunnar, og tryggir að viðskiptavinur fái þá gæðavöru sem samið var um með útgáfu gæðamatsvottorða. 5) Lagerkerfi: Lagerkerfinu er skipt í tvo þætti, sölumálmslager og brotamálmslager. Kerfið heldur utan um alla þessa þætti og sér um fjölmargar skýrslur. Vélbúnaður: IBM PS/2, Vax, Ethemet, Rákalesarar, Toledo vogarkerfi. Stýrikerfi: MS-DOS, Ultrix, TCP/IP. Hugbúnaður: Oracle, Windows, C. Aðferðafræði: LSDM. Verkefnisstjóm Verkefnisstjóm hefur falist í því að skipta stórum verkefnum í smærri einingar. Stxangar reglur voru settar um rithátt og frágang, og lögð áhersla á að allt verkið væri sem ein heild. Tekin var sú ákvörðun að skrifa allt á ensku, og má segja að tvær ástæður hafi legið þar helst að baki. Sú fyrri var að forritun í gluggaumhverfi eins og Windows byggir mikið á notkun gagnagrinda og fyrirfram skilgreindra fasta sem allir eru á ensku auk þess sem nafngiftareglur sem notaðar eru við Windows forritun byggja einnig á ensku. Síðari ástæðan er markaðsleg, en TölvuMyndir vonast til að selja megi svipuð kerfi til annarra Alusuisse verksmiðja. Lagskipt forritun: Val á forritunarumhverfi hefur löngum einkennst af vali á umhverfi sem er sterkt á einu sviði, en veikara en æskilegt á öðrum. Þannig má segja að hefðbundin forritunarmál ("C" og Pascal) séu sterk ef rökhluti kerfis er stór, en gagnagrunnskerfi (dBase, Paradox, Clipper) ná yfirhöndinni ef kerfið vinnur mikið á gögnum í gagnagrunni. Enn önnur kerfi byggja á flóknum notendaskilum (teikniforrit, flóknar stýringar), þar sem gluggaumhverfi er heppilegasti kosturinn. Með því að lagskipta forritun má búa til þróunarumhverfi sem er sterkt á öllum sviðum sem skipta máli. Líkt og vélbúnaður skiptist í gagnastjóra og vinnustöðvar hefur allri forritun verið lagskipt. Forritun sem við kemur framsetningu er 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.