Tölvumál - 01.01.1990, Qupperneq 16

Tölvumál - 01.01.1990, Qupperneq 16
Tölvumál janúar 1990 V.32 mótald búið MNP-5 gæti náð 19.200 bitum-á-sekúndu út úr upphringilínu við bestu aðstœður, en talið er að meðaltali sé hraðaaukningin 60% og hraðinn því15.300 bitar-á-sekúndu. Með „protocol spoofing " kvitta sendimótöldin fyrir pakkana í stað móttökutölvunnar og senditölvan sendir því hraðar en ella. Mótöldin nota hinsvegar sín á milli eigin villuvörn og samskiptareglu. Athyglisverð þróun hefur átt sér stað í þeirri tækni sem notuð er í samskiptum á milli mótalda yfir símalínu. Eitt af einkennum ósamhæfðra gagnasendinga er að þær eru að öllu jöfnu ekki villuvarðar þannig að séu truflanir á símalínunni þá eyðileggjast gögn þau sem fyrir henni verða. Sérstakur innbyggður búnaður í mótöldum kallaður MNP á að bæta úr þessu. MNP er skammstöfun á Microcom Networking Protocol, frá fyrirtækinu Microcom, og er tækni sem notuð er til að villuverja gögn sem fara um símalínur á milli ósamhæfðra lölva. MNP er til í 7 stigum, en stig 4 og 5 eru gjaman innifalin í þeim upphringimótöldum sem eru á markaðnum í dag. MNP-4 gerir það að verkum að þegar tölva tengd þannig mótaldi sendir frá sér gögn þá eru þau sett í pakka af mótaldinu með útreiknaðri vartölu og hann sendur yfir línuna. Móttökumótaldið tekur við pakkanum og endurtekur útreikninginn og sé niðurstaðan ekki sú sama er sendimótaldið beðið um að endusenda pakkann, sem það hefur geymt í minni. Þannig er tryggt að gögn berist ekki í brengluðu formi til móttökutölvu. í MNP-5 er einnig villuvöm og búnaður sem þjappar gögnum saman jafnharðan og þau eru send út á línu. Móltökumótald, einnig búið MNP-5, endurbyggir gögnin síðan í upprunalegt horf. Mismunandi er eftir formi þeirra gagna sem send eru á línu með MNP-5 hve mikið er þjappað en við kjöraðstæður er hægt að tvöfalda hraða línunnar frá endabúnaðinum séð. V.32 mótald búið MNP-5 gæti náð 19.200 bitum-á-sekúndu út úr upphringilínu við bestu aðstæður, en talið er að meðaltali sé hraðaaukningin 60% og hraðinn því 15.300 bitar-á-sekúndu. í tilraunaskyni hafa mótöld búin MNP-5 verið sett upp í gagnaflutningsnetinu í síma 006 fyrir hraðann 2400 bitar-á-sekúndu. CCITT hefur gefið út alþjóðlegan staðal fyrir samsvarandi villuvöm á ósamhæfðum sendingum og kallast hann V.42 LAPM, Link Access Procedure Modem. Þar sem MNP er í víðtækri notkun þá er viðauki í staðlinum þess eðlis að mótöld búin LAPM geti einnig tengst mótöldum búnum MNP-4. MNP og LAPM gera samskipti ömggari og hraðvirkari en þekkst hefur á upphringilínum. Þetta kemur sérstaklega þeim til góða sem þurfa að flytja forrit og skrár yfir upphringilínur eða þar sem útiloka þarf truflanir. Tvær athyglisverðar nýjungar í upphringimótöldum komu fram á árinu. Önnur er svonefnt „answerback*1, sem kallað hefur verið andsvar á íslensku. Hún byggir á því að innbyggður í mótöldin er kóði, að vali notanda, sem sendur er yfir línuna þegar mótöld eru samtengd. Þannig verða tækin að fá rétt andsvar frá hvort öðru svo samtenging sé heimil, ella rofnar línan strax. Samtenging annarra mótalda en þeirra sem hafa rétt andsvar er útilokuð, þó svo að þau fylgi að öðru leyti sama staðli. Þeir sem krefjast mikils öryggis í gagnatengingum ættu að gefa þessu gaum. Hin nýjungin varðar skráaflutning á lengri leiðum, svosem yfir gervitungl. Þessi tækni kallast á ensku „protocol spoofing“ og þannig búin mótöld taka þátt í skráaflutningnum með því að bregðast við tilteknum stýritáknum sem koma frá tölvunum. Ef algeng samskiptaaðferð við skráaflutning er noluð, t.d. XMODEM, þá senda tölvumar kvittun sín á milli á eftir hverjum mótteknum pakka. Á löngum samböndum tekur þetta umtalsverðan tíma en með „protocol spoofing" kvitta sendimótöldin fyrir pakkana í stað móttökutölvunnar og senditölvan sendir því hraðar en ella. Mótöldin nota hinsvegar sín á milli eigin villuvöm og samskiptareglu. 16

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.