Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 28
Ráðstefna um ÞÝÐINGAR Á TÖLVUÖLD Reykjavík, miðvikudaginn 24. janúar 1990 IBM á íslandi og Orðabók Háskólans efna til ráðstefnu undir yfirskriftinni „Þýðingar á tölvuöld” hinn 24. janúar nk. kl. 10:00- 16:45. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 5 ára samstarfsafmæli Orðabókarinnar og IBM á sl. ári. V andaðar þýðingar skipta miklu fyrir framvindu og rækt íslensks máls. Vel fer á því að ráðstefna um þetta efni skuli haldin nú í framhaldi af málræktarátaki því sem staðið hefuryfir að undanfömu að frumkvæði menntamálaráðherra. Undanfarin ár hefur Orðabók Háskólans unnið að umfangsmiklum þýðingum tölvuforrita og tölvubóka fyrir IBM á íslandi. Því þótti vel til fundið að samstarfsafmælisins yrði minnst með ráðstefnu þar sem fjallað yrði um þýðingar frá sem flestum sjónarhomum, mismunandi þýðingarsvið og notkun tölvutækninnar við þýðingar. Alls verða fluttir níu fyrirlestrar á ráðstefnunni þar sem fjallað verður um bók- mcnntaþýðingar, biblíuþýðingar, orðabókaþýðingar, íðorðaþýðingar, þýðingar forrita, vélrænar þýðingar, leiðbeiningar um þýðingar og þýðingaslarfIBM í alþjóðlegu samhengi. Ræðumennverða: Kristján Árnason, bókmenntafræðingur, Guðrún Kvaran, orðabókarritstjóri, Jón Hilmar Jónsson, orðabókarritstjóri, Sigrún Helgadóttir, tölfræðingur, Njörður P. Njarðvík, dósent, Stefán Briem, eðlis- fræðingur, Heiga Jónsdóttir, deildarstjóri, Höskuldur Þráinsson, prófessor, Heimir Pálsson, cand.mag. og Örn Kaldalóns, deildarstjóri. Ráðstefnustjóri verður dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur. Ráðstefnan fer fram í AKOGES-salnum í Sigtúni 3, en í því húsi er þýðingastöð Orðabókar Háskólans. Þátttakendum verður einnig kynnt starfsemi þýðingarstöðvarinnar. Þátttöku skal tilkynna til IBM í síma 91 - 69 77 90 eða til þýðingadeildar OH í síma 91 - 68 60 15 fyrir 22. janúar n.k.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.