Vísir - 24.07.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 24.07.1962, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 24. júli 1962. 70 ___________________________ — Veiðilíf Framh. af ois 4 ir eru veiddir. Haustselirnir ern geymdir í heilu líki með innyfl- um og öllu saman og eru látnir úldna og morkna. Þá þykja beii hnossgæti hið mesta eru þá borðaðir upp til agna með inn- yflunum og öðru tilheyrandi. Svipuðu máli gegnir þegar eskimóarnir veiða hákarl, sem Kemur ósjaldan fyrir. Þeir þræsa hann, nota sennilega við það áþekka aðferð og við Islend ingar og éta hann kæstan. Líkr er til í dæminu að þeir sjóða hann nýjan og eta þannig, Ann- ars er hákarlinn að mestu not- aður sem hundafóður. Fiskur er nokkuð veiddur i Angmaksalikfirðinum og eink- um er það fisktegund ein, eins konar dvergurriði eða murta sem veður í torfum inn Angs- makalikfjörðinn og hvergi þekk ist f jafn ríkum mæli sem þar. Af honum dregur fjörðuri'.in líka nafn. Þessum fiski er ausið upp með háfum, að því búnu breiddur út á klappir og holt og þurrkaður, síðan bundinn i knippi og geymdur til vetrar- ins. Það er líka matur. Þótt fornar sagnir íslenzkar hermi um mikla fuglamergð við Krosseyjar er sú ekki raunin á í dag. Þar er fátt um fugl og sfzt til nytja. Stundum eru þó skotnar rjúpur til matar. Loks eru það bjarndýraveið- ar, sem eitthvað eru stundaðar, en þó ekki í eins ríkum mæli og ætla mætti eftir lýsingu 1- vars Bárðarsonar. Þó getur ver- ið að þar hafi verið meira af bjarndýrum heldur en nú. Þess er þó skemmst að minnast frá síðastliðnum vetri þegar ein fjölskyldan á Krosseyju fó'r að kvöldi til í skemmtigöngu út í ísinn og mætti þá hungruðuni og grimmum hvítabirni. Munaði þá minnstu að hlutverkaskipti yrði um veiðina, þannig að pað yrði bjarndýrið sem veiddi mannfólkið en ekki öfugt. Bjarndýrakjöt er eftirsóttasta fæða f augum hvers eskimóa, hið mesta hnossgæti sem kemur inn fyrir hans varir og loks eru feldirnir eftirsótt verzlunarvara og fæst góður skildingur fyrir. Sá sem fyrstur kemur auga á bjarndýr fær eignarréttinn á þv/ samkvæmt gömlum grænlenzk- um venjum, enda þótt hann vinni það ekki. Sá sem fyrstur verður til að særa það hlýtur læri þess að launum en bana- maðurinn fær hausinn og fram rif. Við bjarnadýraveiði svo sem við aðra veiði þeirra Græn- lendinga eru hundamir mikils- verð hjálpardýr. Grænlenzki hundurinn er í eðli sínu grirmn- ur og blóðþyrstur þó þess gæt' ekki fyrr en hann er soltinn orðinn. Þá mega jafnvel tnenn gæta sín fyrir honum. En það er einmitt svoleiðis dýr sem sr heppilegt til bjarndýraveiði. Þegar skyttan er í veiðiferð úti á ísnum i sleða sínum með 7-3 hundum fyrir og verður hvíta - ChurchilS... Framh. af 6. sfðu. stóÖ Hugh Gaitskell foringi Verkamannaflokksins upp og lýsti yfir ánægju og stolti þing- manna yfir því að þessi gamla hetja æeti nú enn einu sinni meðal þeirra. Á eftir fylgdi stutt þögn. Þá reis hinn aldni maður erfiðiega úr sæti sínu. Aftur kvað við lófatak. Loks bærði Churchill varimar og sagði með sinn láeu drafandi röddu: „Ég þakka ykk ur öllum hjartanlega." Þetta voru sennilega siðustu orð hans í þinginu, en á gólf’ VÍSIR • • bjarnar var er ]jað segin regla að sleppa Iausum einum eða fleiri hundum, þeim sem grimm astir eru. Þeir láta heldur eklö á sér standa að þefa uppi bjarr. dýrssporin og síðan elta það unz þeir ná því; Þá ráðast þe'- að því með gelti og gauragangi og reyna að glefsa í það ef þeir sjá sér færi. Þótt björninn takí í fyrstu á rás og reyni að flýja Iyktar leiknum jafnan með því að hann snýst til varnar og reynir að ráðast gegn hundun- um. Til þess var leikurinn líka geröur. Um leið og hundarnir, sem draga sleðann heyra geltið og ýlfrið í hundunum sem eltu björninn uppi ærast þeir og hlaupa allt hvað af tekur í átt- ina til dýrsins. Sleðinn brunar með fleygihraða yfir ísbreið- una og skyttan verður að hafa sig alla við til að stjórna sleð- anum og gæta þess að hann velti ekki. Þegar hún er komin nógu nálægt og í skotfœri eru örlög bjarnarins ráðin og leikur inn unninn. Stundum ber það við að bjarndýr nær með hrammi slnum til hunds og ým- ist drepur eða særir. Takist að græða hund sem bjarndýr nefur sært, er enginn hundur betri né grimmari til bjarndýraveiða á eftir. Aftur á móti ef skyttan lemur hund sinn meðan á bjarn dýrsveiði stendur er þýðingar laust að npta þann hund til slíkra veiða framar. Hann dreg ur sig aðeins í hlé og hrærir ekki á sér. Hver veiðimaður í þorpinu á að minnsta kosti 7-8 hunda og jafnvel fleiri. Sumir ganga laus ir, þeir sem meinlausastir eru, en flestir eru þó festir við langa hlekkjakeðju, sem komið 'er fyr- ir utan við kofan. Nokkurt bif er á milli hundanna svo þeir nái ekki hver til annars. Áðui en þessar hlekkjakeðjur komu til sögunnar voru hundaorustur vandamál í hverju þorpi. Hund arnir eru nokkuð stórir og burft arfrekir á fóður. Talið er að - venjulegum veiðimannaþorpum á Austur Grænlandi séu yfir leitt fleiri hundar heldur en fóhc Ekki taldi ég hundana á Kross- eyjarþorpi, en margir voru þeir Þeir lágu víðast hlekkjaðir fyr ir framan kofana, böðuðu sig í sólskininu og bærðu lítið á sér. En þetta er líka þeirra sumar- frí. Þeir hafa ekkert annað að gera en liggja í leti og sleikja sólskin. — þ.e.a.s. þegar sói- skin er. En strax og hausta tekur og ísinn á firðinum er heldur orðinn er þeim beitt fyr ir sleðann, skyttan leggur út á ísinn í leit að forða fyrir vetur- inn. Ekki má duga ráðalaus né leggjast i aðgerðarleysi þegor einhverar bjargar er að vænfa. Komið getur það fyrir að skytt an er of bráðlát og hcettir sér út á veikan ís. Þá fer illa. Þó fer ver í augum skyttunnar ef hún kemur veiðilaus heim úr ferð. Það er smán sem ekki er unnt að bera. En þannig er líf þessara frumstæðu íbúa á Kross eyju eða Gunnbjarnarskeri hinu forna, ekkert annað en happdrætti og barátta upp á líf og dauða. — Gróður á.. Framb. af bls. 9. vinna aðrir við áburðardreifingu á vegum Sandgræðslunnar og ; Fóður og fræ, svo vinna nokkr- ir á verkstrðinu við steypu ræsaröra og smíði stokktrjáa fyrir útveginn. Þá hafa vist- mennirnir málað allar bygging- ' ar hér. — Mæta þeir til vinnu? — Hér eru allir fullvinnandi menn. Það er stefnt að þvf, að gera Akurhól að fullkomnum vinnustað með fullkomnar vinnu vélar og verkfæri, og hér sé heppileg framleiðsla. — Hvernig gengur að byggja upp manninn í einstaklingnum? — Að sjálfsögðu gengur það misja^fnlega. Hér eru menn með alls konar tilhneigingar — auk drykkjuskapar — haldnir stel- sýki, kynvillu, hefndarástríðu, andlega og líkamlega bæklaðir, en eina vonin er ástundun lík- amlegrar vinnu með heilbrigð sjónarmið í huga. 6 JJALDIÐ var upp á loft og gengið inn í setustofuna. Á hægri hönd þegar inn var kom- ið er píanó, það átti Ingi T. Lárusson tónskáld. Samdi hann flest Iög sín við þetta hljóðfæri, lögin, sem smugu inn í sál þjóð- arinnar. „Nú andar suðrið“ og „Blessuð sértu sumarsól“. Þetta fjöregg sitt hafði tónskáldið gef ið Jónasi Guðmundssyni, þeim Imannúðar og þjóðfræga vit- manni og hann sfðan gefið Akur hóli, líklega til að minna vist- menn á það, sem mönnum er heilagt. Tveir voru að spila bob, bíó- stjóri heimilisins, stallbróðir hans og herbergisfélagi. Sex sátu við pókerborðið, sem er orðið máð af notkun og komin í það svört krossmynduð slitrák. Svarti krossinn á borðinu var — i- rinr .................. eins og tákn áhættunnar. Póker, þetta svartagaldurs spil, var næstum búið að éta borðið í sundur. Einn við borðið reykir pípu vafna plasteinangrun, sýn ist fimmtugur að aldri, járn- smíðameistaralegur og hörkuleg ur. Tveir sitja í sófanum, ann- ar þeirra með liprar hendur, grípandi og leitandi, hann lít- ur sjaldan upp. Við annan borðs endann er þeldökkur maður, sæfaralegur, með brett upp að olnboga, tattóveraður á báðum framhandleggjum með hvorki meira né minna en 4 berar konur, að auki sverð, ríting, ankeri og dreka og áletrunina „I love you“, og að auki er einn bosmamill kvenmaður, án úni- forms og undir myndina letrað Elsa China. Þegar verið er að stokka, seg- ir sá silfurgrái: „Póker er göfugt spil“. — Spilið þið opinn eða lok- aðan? — Lokaðan. — Surtur, hvað segir þú? — Pass, segir sá tattóeraði. — Jói, — nei, pass, nei, nei. . — Mikið logandi svartasta helvfti ég hendi ásnum, segir jói. — Nú segjum við to kroner, Jói, segir sá tattóeraði. — Helvfti var það lítið.. — Ætlar ekki blaðamaðurinn að spila með? segir hreinlætis- vörður. * f >. — Nei, ég verð að eiga fyrir benzfni suður. — Þú veizt, að þú sezt ekki hér niður með minna en að tapa hundrað. — Ég er búinn að þéna fyrir bokku, segir rauðhærður mag- ur maður og hlær. 1 TTTAN úr einu herberginu á ^ göngunum berst söngur Maria Callas. Maður kvaddi Monte Carlo, gekk á hljóðið og barði að dyrum. búandi herberg isins bauð að hlusta. Hann á hljómplötusafn fyrir fimmtíu þúsund krónur. Þarna undu þeir sér löngum hann og Einar .sálugi Hjaltested, söngvari sem sagði „ef einhver dettur upp fyrir tjaldið á Meteropolitan, þá verður jarðarförin löng“. Sjálfur var Einar alltaf að halda jarðarför yfir eigin snilligáfu: Þetta glæsimenni, sem vann hug og hjarta allra, sem hon- um kynntust og endaði sfna daga þarna á staðnum í fyrra eftir langa Maraþonhólmgöngu við Bakkus. — Ég sakna Einars, sagði á- búandi herbergisins, — það er eitthvað tómt hér, síðan hann fór Þú hefðir átt að sjá hann, þegar hann sat við píanóið hans Inga Lár og spilaði á það og söng, eða þegar hann hlustaði á plötu, sem ég ætla að spila fyrir þig á eftir, þá kynntist maður honum. Og hann spilaði lagið... V Tíminn var undarlega fljótur að líða. Það var farið að skyggja og tími til kominn að fara heim til Reykjavíkur. — Þú drekkur kaffi, áður en þú ferð og talar við Jón Vigfús- son. — Hann lætur mig fá benzín, er það ekki? Við mættum Jóni á leið nið- ur. Hann virðist orðvar Sunn- lendingur og vildi ekki láta hafa mikið eftir sér, en sagði „ég tel, að vinnan sé númer eitt. Það þýðir ekkert að safna mönnum saman á einn stað, ef þeir hafa ekkert fyrir stafni“. — Er þetta lærdómsríkt starf spyrjum vér Jón. — Maður lærir alltaf eitt- hvað nýtt á hverjum degi. - stgr. - Mófið... Framh. af 7. sfðu. með góðu móti hægt að halda því fram að mótin séu ópólitísk ef þau eru öll haldin austan járn tjalds. Þess vegna hættu komm únistar á að halda sfðasta mót í Vfn. Austurríki er hlutlaust land, svo að ekki var hægt að útiloka áhrif annarra afla en kommúnista. Olli mótið þeim því nokkrum vonbrigðum. Samt telja þeir það svo mikilvægt, til að blekkja þátttakendur til að halda að mótið sé pólitískt, að þeir hafa aftur lagt í að halda það í hlutlausu landi. Því var Helsinki valin, frjáls borg, sem er nálægt Sovétríkj- unum og f veikri pólitískri að- stöðu gagnvart þeim, þrátt fyr- ir opinberan fjandskap þorra finnskra æskulýðssamtaka. öll blöð í Finnlandi, nema kommúnistablaðið Kansan Uuti- set, hafa mótmælt því að halda mótið f Finnlandi og telja það mjög óheppilegt vegna hlutleys is Iandsins. Þarna er því um að ræða mjög svipaðar aðstæður og í Vín 1 báðum tilfellum hafa Sovétríkin, sem raunverulega skipuleggja mótin, gengið á móti almenningsálitinu í land- inu. Það eina sem þau hefur skipt máli er að leyna sem bezt hinum raunverulega tilgangi mótsins. Á báðum þessum stöð- um hafa þeir getað þröngvað þeim, óvelkomnum, inn á hlut- lausar þjóðir, með pólitískri pressu. Margt sýnir að hér er um að ræða áróðursmót. Til dæmis er sendinefnd Sovétríkjanna 700 manns, sem er hlutfallslega miklu meira, en nokkurrar ann- arrar þjóðar. Þessir menn eru valdir af kommúnistaflokknum og hafa forystuhlutverk í flestu þvf sem gerist á mótinu. Einn fulltrúa, á mótinu í Vín, sem ekki er kommúnisti, segir: „Ég held að Sovétríkin hafi fasta menn, sem eru ferðamenn og námsmenn að atvinnu. Mað- ur s^r hér ekkert annað en sömu andlitin, sem þeir senda á öll mót og þing“. Þar að auki var ekki mikið um ungt fólk í hópi fulltrúa þeirra. Meðalald- urinn í pólitísku fundunum var milli 35 og 45 ára. Sakleysislegustu hlutir eru notaðir sem áróður. Hinir og þes<- ne f1- Rú«slanH’ kon. fram og vekja mikla athygli. Oft er þess þó ekki getið að þeir eru atvinnumenn. í fþrótt- um keppa þátttakendur frá ýms um löndum og notast við þá ' sem eru á mótinu. Það gera Rússar líka, en senda oft heil Olympíulið á mótin. Jafnvel list sýningar eru notaðar til áróð- urs. Til dæmis var á Berlínar- hátiðinni veggteppi, sem nefnd- ist „Barátta Kóreu þjóðarinnar, gegn ofbeldi Ameríkumanna“. Hátíð þessi hefur komið af stað mikilli rhótmælaöldu um allan heim. Flest æskulýðssam- tök, sem ekki eru undir stjórn kommúnista hafa mótmælt henni og varað meðlimi sfna við þátttöku. Þá hafa og ríkis- stjórnir margra landa varað menn við að láta ginnast. Ekki eru mótmæli þessi aðeins á Vesturlöndum. Hvernig til tekst er undir einu komið, því hvort menn láta blekkjast af þeim hlutleysis- hjúp, sem kommar reyna að hylja með þessa starfsemi sína. Þetta er ekki eina dæmið um að þeir reyni að kasta ryki í augu fólks. Þetta hefur oft ver- ið gert á íslandi og ætti þvf að vera óþarfi fyrir íslendinga að láta blekkjast af svo gagnsærri huli’ þess undi hann sér bezt. Þar voru stærstu stundir lífs rans. Samanborið við þau baráttuár er lff hans nú rólget. Grætur fögrum tórum. Hann dvelst ýmist í litlu húsi • sem hann á við Hyde Park •' London eða á sveitasetri í Kent. Hann hefur orðið ríkur maður á sagnfræðibókum sínum, er hafa selzt mjög vel. Auk bess hefur hanr um 250 þúsund kr eftirlaun ð ári, sem fyrrverand’ forsætisráðherra. Hann hefur farið á hveri ári til að vera viðstaddur skóla- slit í Harrow, en þar stundað' hann nám sem unglingur o<: var þá talinn einn heimskasti og lélegasti nemandinn. Mú grætur hann fögrum tárum, þeg ar skólasöngurinn hljómar um salinn. Þá fór hann oft á ári til Miðj- arðarhafsins og Karabiska hafs- ins og tók á móti þjóðhöfðingj- um á snekkju vinar síns Onass- is. Hann naut þess að dveljast i hæfilega miklum lúxus • Monte Carlo og Nissa Hann sat oft svo klukkutfmum skipti ' sólinni úti á svölunum Hann hafði unnið verk sitt og lífsstarf, Loksins gal hann látið fara ''el um sig. I i i f! i :,ii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.