Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. ágúst 1962. VISIR „Það sem fegrar bseinn mest er sjálft mannlífið Aðalhátíðahöldin á 100 ára afmæli Akureyringa fóru fram í gær með mikl- um glæsibrag. Um morgun inn fór fram vígsla elli- heimilisins á Akureyri, en síðdegis setti Jón Sólnes forseti bæjarstjórnar úti- hátíðahöldin með ræðu á Ráðhústorgi. Þar sungu karlakórar bæjarins sameiginlega en síðan var farið í skrúðgöngu til íþróttavallarins. Voru mörg þúsund manns þar sam- an komin og hlýddu m. a. á ræðu Daviðs Stefánssonar skálds, sem Gísli Jónsson menntaskólakennari flutti og ræðu forseta íslands og Ólafs Thors forsætisráðherra. í ræðu Davíðs Stefánssonar var brugðið upp svipmyndum af Akur- eyri frá liðnum tíma og rakin saga þjóðarinnar og sambúð fólksins við Iandið, aðdragandi byggðar á Akureyri. — Hver kynslóð setur sinn svip á bæinn, sagði Davíð, leggur sitt af mörkum til vaxtar hans og þroska. En það sem fegrar hann mest eru þó hvorki stórhýsi né turnar, held- ur sjálft mannlífið, að ógleymdu umhverfinu, fjöllum og firði. Við þurfum Kvorki sjónauka né löng ferðalög til þess að sjá fegurð nátt- úrunnar, undur skaparans. Forseti Islands Ásgeir Ásgeirs- son minntist þess í ræðu sinni þeg- ar hann sá Akureyri í fyrsta sinn, kom fótgangandi að austan niður Vaðlaheiði, hausthrakinn. Minntist hann þess, er hann kom niður úr þokunni í miðjum hlíðum, þá blasti bærinn vingjarnlegur Jiandan við Pollinn. Ólafur Thors forsætisráðherra minntist þess einnig í ræðu sinni hvernig Akureyri birtist honum fyrst þegar hann sá hana. Það var á sólbjörtum sumarmorgni fyrir hálfum sjötta áratug, að hann kom róandi á smákænu frá Svalbarðs- eyri. Hann kvaðst aldrei gleyma því hversu blíð, friðsöm og ósnort- in Akureyri blasti við honum, þeg- ar komið var fyrir Oddeyrartanga og hann leit hana fyrsta sinni aug- um. Hér bjó þá gott fólk og fallegt eins og nú. Hann minntist m. a. skáldjöfurs- ins Matthíasar Jochumssonar og sr. Geirs vígslubiskups og hinnar fögru söngraddar hans og hélt síð- an áfram: — Síðan hef ég oft komið til Akureyrar og ýmissa erinda, en oftast verið í pólitískri víking, átt vinum að fagna og andstæðingum Skaut ref að mæta. Það hafa skiptzt á skin og skúrir, en alltaf hefur mér þótt Akureyri því fegurri og tignarlegri sem ég hef oftar sótt hana heim. En aldrei þó fremur en síðustu ár- in, þegar þessi mikli menningarbær gnæfir sem foldgnátt fjall yfir flest annað í þjóðlífinu. Síldin - Framh. af 16. síðu: hann. Þegar hér var komið sögu slógu ferðalangamir hring um svæðið þar sem refurinn hélt sig, en komu þá fljótlega auga á annan ref innan hringsins. Einar sagðist venjulega hafa skot vopn með sér í ferðalög ef svo bæri undir að hann sæi minka á leið sinni. Hann kvað það einu sinni hafa hent sig þegar hann var á leið norður í land að sjá mink í dauðafæri við Ferjukotssíki í Borgarfirði. Þá var hann byssu laus og gat ekkert aðhafzt. En honum þótti þetta miður og fékk sér lánaða byssu fyrir norðan til að hafa með sér á suðurleið ef ske kynni áð hann yrði einhvers staðar minks var. Þegar hann kom suður að Ferjukotssíki nam hann staðar, skyggndist um, en varð lengi vel einskis var, énda gífurleg umferð um veginn, ekki sízt vegna þess að íþróttamót Borgfirðinga var háð þennan dag á Ferjukotsbökkum. En allt í einu, þegar hlé hafði orðið á umferðinni í nokkrar mínútur, sá Einar hvar þrír minkar skutu samtímis upp kollinum úr gjót- um í vegabrúninni. Einar var fljótur að bregð? byssunni á loft og hæfði tvo þeirra í skoti, en sá þriðji komst inn í holuna og var ekki vit- að um örlög hans. En þetta atvik hefur m. a. orðið til þess að Einar hefur jaiuan með sér skotvopn í ferðalög, og s. 1. laugardag var bæði haglabyssa og riffill með í ferðinni, enda líka tvær skyttur. Nú víkur sögunni aftur að Frosta staðavatni þar sem leiðangursfarar höfðu kvíað báða refina af á til- tölulega þröngu svæði við vatnið. Óttaðist fólkið mest að refirnir kynnu að komast einhvers staðar í hraungjótu og fela sig þar, en á þessu svæði er sandorpið hraun. Þegar hringurinn utan um ref- ina tók að þrengjast urðu þeir æ ókyrrari og kvikari og erfitt fyrir skytturnar að miða á þá, en ekki síður vegna þess að fólkið var svo nálægt að ekki var þorandi að hleypa skoti úr byssu. Voru leið- angursfarar allir mjög spenntir hvernig leikar myndu fara og létu sitt ekki eftir liggja að þrengja hringinn utan um tófurnar. Þó kom þar að að þær sluppu báð ar út úr hringnum og lögðu á flótta, sín í hverja áttina. En svo heppilega vildi til að skytturnar voru báðar nálægar þar sem refirnir sluppu, hvor á sínum stað, skutu báðir og hæfðu, Einar J. Skúlason með haglabyssunni, en Baldur Guð- mundsson með rifflinum. Önnur tófan hafði þó áður lítilega særzt við það að steini hafði verið kastað að henni. Einar sagði að þetta hafi verið stórir blárefsyrðlingar frá vorinu hvort tveggja læður. Á heimleiðinni til Reykjavlkur komu leiðangurs- farar við hjá oddvita Landsveitar, Sigurjóni Árnasyni í Hrólfsskála- helli, sem greiddi þeim 350 krónur í skotlaun fyrir hvorn ref. ÍBÚÐ ÓSKAST Ibúð óskast til Ieigu 2jar eða 3ja herbergja. Árs fyrir- framgreiðsia. Uppl. í síma 16212 í kvöld og á morgun kl. 6—9 e. h. Framhald af 16. slðu: Svanur, Helga Björg, Áskell, Grundfirðingur, Snæfell, Hafþór, Málmey, Sigurður, Mánatindur, Þorlákur, Friðb. Guðmundsson, Bllðfari, Höfrungur, Sigurður Bjarnason, Hólmanes, Helgá, Guð- björg, Fróðaklettur, Sæfari, Skipa- skagi, Smári, Guðfinnur, Guðm. Þórðarson, Jón Finnsson, Vatta- rnes, Ámi Geir, Björn Jónsson, Guðbjörg, Vörður, Sigurkarfi, Run- ólfur, Sigrún, Þorl. Rögnvaldsson, Sæþór, Gylfi Guðbjartur Kristján, Skarðsvík, Fákur, Guðr. Þorkelsd., Sigurfari, Steingr. trölli, Arnfirð- ingur, Þórkatla, Baldur, Muninn, Draupnir, Árni Þorklesson, Rán, Faxaborg, Bjarni Jóhannesson, Ás- geir, Dofri, Jón Garðar, Viðir II, Halldór Jónsson. Akraborg. Akureyri - Framhald af bls. 1. ustu borgara Akureyrar bregða sér í dans. Fjöldi manna var einnig £ Lysti- garði Akureyrar, sem var fagur- lega skrautlýstur líkast Tívoli I Kaupmannahöfn. I dag er svipað veður og I gær á Akureyri, gott veður ,en sólar- laust. Hátíðahöldin £ dag hefjast með söng finnska kórsins Muntra Musikanter og um kvöldið mun sá kór og Karlakórar Akureyrar syngja. Kl. 10,30 £ kvöld verður farin blysför frá gömlu Akureyri eftir Hafnarstræti og út á Ráðhústorg. Ríða hundrað hestamenn úr: hestamannafélaginu Létti þessa leið og vænta menn mikils af svo mikilfenglegri sýningu. íþróttir — Framhald af bis. 2. að hrista af sér slenið og skora, sem tókst, þó ekki strax. Bæði lið- in sóttu nokkuð. Framarar þó öllu meira. Það var svo ekki fyrr en að um 8 minútur voru til leiksloka sem Fram tókst að skora. Var þar Ásgeir Sigurðsson að verki. Baldur tók horn og knötturinn lendir hjá Guðmundi Óskarssyni á miðjum markteig, sem leggur hann fyrir Ásgeir og skaut hann góðu skoti, sem hafnaði i neti Valsmarksins. Vegna forfalla komu nokkrir nýir menn inn £ Valsliðið og ekki er hægt að segja annað en þeir hafi sloppið nokkuð vel frá leikn- um. Annars er framh'nan alls ekki nógu ógnandi og fylgin sér. Kant- arnir eru ekki notaðir sem skyldi og þvl dreifist spilið ekki nógu mikið, oftast er reynt að brjótast upp á sama hátt, fram miðjuna. Framarar áttu skilið að vinna leikinn, en ekki með miklu meiri mun, og ómögulegt er að segja um hvernig farið hefði, ef Valsliðið hefði verið fullskipað. Einna bezta leikinn í liði Fram átti Hrannar, og Geir stóð fyrir sinu sem fyrr. Áreiðanlega verður gaman að sjá þá leika gegn K.R. úrslitaleikinn, þvf þeir munu ábyggilega ekki Iáta hlut sinn eftir liggja. — ?. Forsætisráðherra Ólafur Thors flytur ræðu á Akureyri. Kynníng á námi erlendis í kvöld (fimmtudag) efnir Sam- band fslenzkra stúdenta erlendis til kynningarkvölds í íþöku, bóka- safni Menntaskólans, fyrir þá, sem hug hafa á námi erlendis. Munu verða þar stúdentar, sem stundað hafa nám £ flestum þeim löndum, sem íslenzkir stúdentar hafa verið í, og munu veita þeim sem koma þar, allar upplýsingar um kostnað og námstilhögun. Samband þetta er stofnað með tvenns konar markmið £ huga. í fyrsta lagi að kynna fslenzkum stjórnarvöldum þarfir og kjör stúd enta erlendis og til að kynna þeim, sem hug hafa á námi erlendis hvar þeir geta fengið þá menntun, sem þeir æskja og hvernig bezt er að standa að þvi. Hefur sambandið i hyggju að halda kynningarkvöld sem þessi eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Auk þess hefur sambandið ráð- ið Þóri Bergsson, tryggingafræð- ing, til að sjá um starfsemina hér heima að vetrinum og standa von- ir til að hægt verði að hafa viss- an viðtalstfma, þar sem hann get- ur veitt nauðsynlegar pplýsingar. Þeir, sem hyggja á nám erlendis, burfa yfirleitt mikinn tima til und- irbúnings og þurfa að byrja að at- huga þetia strax á siðasta ári í menntaskóla. Fyrsta kynning sambandsins verður haldin í Iþöku kl. átta til ellefu í kvöld. Verður þar kynnt nðmstilhögun i ýmsum háskólum, möguleikar á húsnæði, kostnaður, lengd náms, aðstaða til að fá styrki og lán, bæði heima og erlendis, hvert bezt er að snúa sér, þegar út er komið og yfirleitt reynt að svara þeim spurningum, sem fram kunna að koma. ! Öllum er heimill aðgangur að kynningu þessari og skal mönn- um bent á, að þeir standa því bet- ur að vígi, því fyrr sem þeir hefja i undirbúning að námi erlendis. \ Sambandið var stofnað árið 1961 og hefur meðlimi á flestum stöð- I um, þar sem islenzkir stúdentar ■ stunda nám. Eru meðlimir um 200 talsins. Kúrekalondið ••• Framhald af bls. 6. og trúarvenjur, eru Zigaunar ekki svo hátt uppi í tilbeiðslunni og helgihaldinu, að þeir renni ekki augum til jarðneskra hluta í eigu náungans. Þér farið sennilega ekki til La Camargue i ár, en ef yður dytti f hug að fara þangað að ári, er vorið tilvalinn árstími og fyrri hluti sumars. Mýbit þurfa menn ekki að óttast á þeim tíma, það byrjar ekki árásir sfn ar fyrr en um miðbik ágústmán- aðar. iitaveitan ••• Framhald af bls. 1. kvæði með vinnukraft, enda þarf samtals rúmlega 70 menn við þessar framkvæmdir ef vel á að j vera. Fyrirtæki þau sem vinna að hitaveitulagningu eru Véltækni h.f., Verk h.f., Sandver og Almenna I byggingarfélagið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.