Vísir - 30.08.1962, Side 6
VISIR
Fimmtudagur 30. ágúst 1962.
Þegar minnzt er á kúreka flýg
ur vafalaust hugur flestra til
„villta vestursins" í Ameríku,
því að þar gerðust kúrekareyf-
arar, sem menn Iásu á því ævi-
skeiði, er slíkar bókmenntir eru
girnilegastar — og þaðan eru
allar kúreka — eða „cowboy“-
myndimar amerísku. — Og ef
við förum að velta fyrir okkur
hvort ekki séu nú til fleiri kú-
rekalönd dettur okkur sennilega
helzt í hug Argentína, — en
allra sízt Vestur-Evrópa. En þar
er til kúrekaland, stórgirnilegt
til fróðleiks, og mundi þar gam-
an að koma. Og þetta kúreka-
land er La Camargue í Frakk-
land. Þar er villinautpeningur,
hvítir hestar ,sjóðvitlausir í f jöri
— og þar eru kúrekar. Hér fer
á eftir frásögn dansks fréttarit-
ara:
Við stöndum við zink-diskinn
í litla barnum. Dreypum á glas-
inu og bíðum þess, að eitthvað
gerist. Það hefur sem sé lagzt í
okkur, að eitthvað gerist þá og
þegar. Og — nú gerist það.
Hurðinni er sparkað opinni og
inn veður sá, sem það gerði,
limalangur náungi með 10-gall-
óna hatt á höfði. Hann er í reið-
stígvélum með sporum, aðskorn
um bláum brókum og i leður-
vesti, lætur Winchester-riffilinn
sinn detta á furuviðargólfið, ýtir
hattinum aftur á hnakka og seg-
ir kæruleysislega, án þess að
missa út úr sér tannstöngulinn
. . . . já, hvað segir hann?
horfði á kúrekamyndir úti á
Vesturbrú á æskuárunum.
Maður gæti næstum því hald-
ið, að hreppstjórinn með stjörnu
á brjósti, sem er ómissandi
persóna í öllum kúrekamyndum,
skjótist inn þá og þegar.
En hér gengur allt friðsamlega
til, — Midi-vínið svalar og
manni finnst það Ijúffengt, þótt
maður hefði rétt áður litið á
það sem „eldvatn", en það var
meðan hugmyndaflugið hljóp
með mann í gönur — svo eru
þarna útstoppaðir fuglar, — þá
vantaði vist annars í bara villta
vestursins. Og svo er skjaldar-
merkið yfir dyrunum — það er
víst félagsmerki nautaatsmanna
í héraðinu. Hér stunda menn
nefnilega líka nautaat — og
með öðrum hætti en á Spáni.
Og svo minnist maður þess allt
í einu, að það er ekki nema
tveggja stunda akstur í bíl til
Marseille. Og allt þetta ætti að
koma í veg fyrir, að hugmynda-
flugið haldi áfram að hlaupa
með mann í gönur.
LA CAMARGUE
En hvað sem þessu líður er
hér að finna, hina sönnu kúreka
Evrópu, hér í La Camargue —
hér eru gresjur, villinautpening-
ur og hvítir, fráir fákar — hér
er landslag frábrugðið því, sem
er annars staðar í álfunni, hér
í ósalandinu, þar sem Rhone
rennur i Miðjarðarhaf. Hér er
breið landspilda, sem nær um
40 kílómetra inn í Provence.
Landfræðiheitið er La Camar-
gue og hér er merskiland og
mýrar og gresjur — og mýbit,
— síðari hluta sumars. Grikkir,
sem á sinni tfð reistu hér
minnsta kosti voru franskir opin
berir embættismenn snarir í
snúningum og svo kappsamlega
var unnið að undirbúningi
öllum og hrfsgrjónaræktinni
að Frakkar fengu þarna
fyrstu hrísgrjónauppskeruna í
siðari heimsstyrjöld. í dag er
sáð þarna hrísgrjónum í 30.000
hektara lands og ársframleiðsl-
an nemur 130.000 lestum eða
dálítið meira en Frakkland þarf
til eigin nota.
EN MARGT MINNIR
Á VILLTA VESTRIÐ.
En það er margt, sem minnir
á villta vestrið. Kúrekarir með
barðabreiðu hattana sína, hvítu
hestarnir villtu, sem fangaðir
eru til tamninga, villtu tarfarnir,
sem fangaðir eru til sölu til
nautaats á Spáni, eða til nauta
atleiks (Corridae), sem þykir
mikil skemmtun að og fram fer
á hringsviðum í Provence. Nauta
at án skepnupyndinga mætti
kalla þessa skemmtun, sem oft
er skringilegur og í senn hríf-
andi eltingaleikur, en hinir ungu
menn sem fást við nautin eru
alveg ótrúlefea fimir og fráir á
fæti.
HVÍTU VILLI-
HESTARNIR.
Hvaðan þessir fráu, hvítu fák
ar í La Camargue, eru upprunn-
ir virðist engipn vita, en þeir
og Perschwalski-hesturinn í Mið
Evrópu, sem líkist íslenzka hest
inum, eru einu „villihestar"
meginlandsins — stóðið lifir
sínu frjálsa lífi á gresjum og
sléttum, og svo fanga nienn álit-
lega fola til tamningar. En hvítu
hestarnir í La Camargué eru ó-
Kúrek
La
Ég hafði sannast að segja bú-
izt við, að hann mundi biðja um
einn double rye on the rocks
— og ef afgreiðslan gengi ekki
nógu fljótt, tæki hann upp sex-
hleypuna sína og hleypti af á
spegilinn fyrir aftan allar flösk-
urnar, sem þar voru á hillu —
en þess í stað sagði hann á
„púra“ frönsku:
UN PERNOD, MADAME.
Hann bað þá ekki einu sinni
um einn „tvöfaldan". — En ann
ars er allt í lagi með umhverfið,
til dæmis til þess að kvikmynda
kúreka-slag. Margt innan dyra
gæti sem bezt verið í „villta
vestrinu", rifflar á veggjum 6-
heflaðar gólffjalir og allt fremur
óhreint — „andrúmsloft villta
vestursins", eins og mér fannst
það hljóta að vera, þegar ég
Artemis-musteri, kölluðu landið
„brennandi jörð“.
Út við sjóinn eru klettar til
verndar þessu furðulega flat-
lendi. Væri klettaströndin ekki
til verndar væri hér allt á floti.
Nú flæðir Rhone ekki yfir nema
einn fjórða hluta Iandsins.
HAGNÝTING
MERSKILANDSINS.
Þegar Frakkland var hersetið
og Þjóðverjar gengu í matarbúr
landsmanna og rændu , ar skipu
lega varð vitriim manni hugsað
til La Camargue. Hann vissi, að
ítalir kunna að nota merskiland
til hrísgrjónaræktar. Hvi mætti
ekki eins gera bað hér? Og af
því, að „neyðin kennir naktri
konu að spinna" var hafizt
handa — fyrir atbein- ríkis-
stjórnarinnar. í þetta skipti að
Kúrekar í La Camargue leggja af stað á tarfaveiðar. Þeir
eru eltir uppi á fleygiferð yfir gresjur, fen og flóa.
líkt fegurri en Perschwahki-
hesturinn og hafa ýms sérkenni
arabiskra hesta.
NAUTPENINGURINN
t LA CAMARGUE
Nautpeningurinn nýtur Iíka
hins mesta frjálsræðis, enda eru
nautin ætluð til sölu til Spánar
— til nautaats. Þessi nautpen-
ingur er látinn ganga úti allt
árið. Þegar törfunupi er smalað
saman til útflutnings er farið ríð
andi á fleygiferð og ekki notað-
ur slöngvivaður eins og í Texas
og Nýja Mexikó, heldur langt
oddlaust prik, sem beitt er til
að velta tarfinum á hliðina, og
þar næst henda veiðimennirnir
sér á hann. Þarf að hafa hér
snör handtök.
„CABANONS“
Býlin í La Camargue nefnist
„Cabanons“ og eru dreifð, og
minnir byggingastíllinn í senn á
bændabýlin í Baskalandinu á
Norður-Spáni og merskilandsins
á Suður-Jótlandi. Líka eru
stærri býli eins og þau, sem í
Bandaríkjunum nefnast „dude-
ranches" og þar geta ferðamenn
fengið sér leigða hesta, dável
tamda, og eru þeir einnig af
hinu^ gamla, hvíta stofni. Þarna
er hægt að fara í tveggja til
þriggja vikna -umarleyfisferða-
lag á hestbaki fyrir „skikkan-
legt“ verð, og mætt: ætla að
mörgum þætti eftirsóknarvert,
ef kunnara væri.
NÆRALLAR FUGLA-
TEGUNDIR ÁLFUNNAR.
Auk þess, sem getið hefur
verið, er La Camargue eitt af
undrasvæðum fuglarfkisins á
jörðu hér. Þar getur að llta
mikið af fuglum frá hinum norð
lægustu löndum á vetrum — og
jafnvel sagt, að þarna fyrir-
finnist flestar fuglategundir álf-
unnar — og jafnvel fleiri.
MAÍ-HÁTÍÐ í
LES SAINTES-MARIES.
Áhugafólki um þjóðvenjur
og siði ber að benda á hátíðina í
Les Saintes-Maries, sem er eini
bærinn að heitið geti i La
Camargue, en hann er á lítilli
ey, sem tengd er landi með
granda, sem notaður hefur verið
sem undirstaða bílavegar.
Þjóðsögn er til um kirkjuna
í þessum bæ, en hún er að
minnsta kosti 400 ára gömul.
Hún er á þú leið, að á árunum
eftir Krists burð hafi tvær syst-
ur Maríu guðs móður — en
þær áttu að hafa borið sama
nafn (sbr. nafnið Les Saintes-
Maries) hraktar úr landi á Iitl-
um báti (pramma) ásamt Söru,
þernu Maríu guðs móður, en
guðleg forsjón bægði frá þeim
öllum hættum, og skolaði báti
þeirra á land þar sem kirkjan
stendur. Af einhverjum ókunn-
um ástæðum líta Zigaunar á
Maríurnar og Söru sem helgar
konur, og þess vegna hittast á
vori hverju zigaunar hvaðan-
æva að úr Suður-Evrópu, til
þess að biðja fyrir sálum þess-
ara helgu kvenna, og ein af há-
tíðarvenjunum er sú, að svart-
hærðir menn og vörpulegir vaða
í land úr bátum og bera af
þeim myndir, og þannig koma
Maríurnar og Sara til eyjarinnar
á vori hverju.
LÁSAR ÞURFA AP
VERA I LAGI.
En ferðamönnum verður að
benda á, að þeir verða að hafa
örugga hurðalása á bílum sínum
— og trausta rennilása á vösum
— því að þrátt fyrir hátíðahöld
Framhald á bls. 5.