Vísir - 30.08.1962, Page 9

Vísir - 30.08.1962, Page 9
Fimmtudagur 30. ágúst 1962. 9 VISIR sem ég hef séð lækjarsprænu sem vænleg er til veiða, þar hef ég beðið viðkomandi bónda eða eiganda um leyfi til að renna Aldrei hjfur mér verið neitað og oftastjneira að segja boðið upp á kaffi, það finnst mér táknrænt! — Hvað vilt þú, Stover, segja um samskipti þín við íslenzka blaðamenn? — Ég hef oft rætt við þá, það er mitt starf og aldrei, ekki einu sinni, hafa þ.eir haft rangt eftir mér. Það er hægt að reiða sig á þá. Og hana. nú. © Dáist að islenzku vegunum Við höfðum hringt daginn. áður f þýzka sendiráðið, beðið um viðtal og um morguninn var okkur sagt að koma klukkan 15.15. Blaðafulltrúi þeirrá er dönsku eða ensku, og fjölmargir býzku einnig. — Hvað hafið þér verið lengi hér? — Ég er búinn að vera 5 ár á íslandi, en ég byrjaði í utan- ríkisþjónustunni strax eftir stríð. — í hverju er starf yðar fólgið? — Mitt hlutverk er að fræða íslendinga um þýzk málefni og sjónarmið. Þjóðverja á hinum ýmsu máium sem snerta Islend- inga einnig. Ég tel það þýðing- armikið, það kemur oft í veg fyrir misskilning. Við leggjum okkur einnig fram um að kynna fyrir ykkur .íslendingum sjónar- mið okkar í stærstu málum í dag, en þau eru Berlínarmúrinn og sjálfstæði og saméining Þýzkalands. Rowold sendiráðsfulltrúi hafði undirbúið sig undir komu okkar, bauð upp á vindil og dró síðan upp úr skúffu sinni plagg þar sem hann hafði skrifað nið- ur það er hann vildi helzt geta í viðtali við Vísi. Þýzk skipu- lagning. ■ Á veggnum fyrir aftan sig hafði hann risastórt íslandskort og þar sýndi hann okkur hvar vekjandi ef svo mætti segja. Það sem mér finnst mest um vert er víðáttan, það er svo sjaldgæft að sjá svona mikið ónumið land. Eins eru það lit- irnir sem heilla mig. Ég tek ekki svo á móti erlendum gesti, að ég fari ekki með hann upp á öskjuhlíð og sýni honum þar hið dásamlega útsýni — það er eitthvað til að tala um. — En hvað um sjálft fólkið hér? — Mest einkennandi við ís- lendinga er þolinmæði þeirra, og mættum við Þjóðverjar sann- arlega læra af þeim í þeim efn- um. Annars eru menn hér mis. jafnir eins og gengur og það er aldrei hægt að dæma heila þjóð í einu, eða segja að hún sé svona eða hinsegin. — Og hvað gerið þér svo í frístundunum, Rowold, fyrir utan ferðalögin auðvitað? — Ég hef mjög gaman að lit- skuggamyndum, og eins er ég áhugamaður f Ijósmyndum, tek mikið af myndum. — Meira? — Ég hef yndi af því að veiða, silung en ekki lax. Veiði ég þá í öllum nálægum vötnum hér, helzt í Meðalfellsvatni. Mennirnir í Jouri Rechetov, valdi á íslenzkunni og er þá mikið sagt. — Hingað kom ég fyrst 1944, var þá í hernum. Hingað kom ég svo aftur í utanríkisþjónust- unni 1947, og hef verið hér síð- an. — Og hefur ekki hugsað þér að fara aftur? —. Nú er ég búinn að ná mér í konu, börn, og tengdamömmu, hér er ég, og hér vil ég vera. — Þú ert þá ekkert óánægð- ur með veðrið okkar hérna? — Veðrið hér er ágætt. Það eina sem að er, er hversu ís- lendingar tala mikið um það. — Gerir þú þér eitthvað meira til dundurs en að byggja sumarbústað, Brian? — Ég skýt svartbak, les bækur, minnst eina á kvöldi og stunda veiðiskap, veiði silung. — Ekki lax? — Nei, bara silung. — Hvað viltu segja mér um íslenzk stjórnmál? — Þið Islendingar talið um stjórnmál, eins og írarnir, land- ar mínir, tala um trúmál. Menn eru flokkaðir niður eftir flokk- um, bölvaður kratinn og bann- settur komminn og svo eru þeir dæmdir eftir því. — Ég sé að hér er ærið nóg af plöntum í garðinum. Þú hefur það kannske líka fyrir „hobby“ að gróðursetja tré? — Já, mikil ósköp, ég er búinn að gróðursetja yfir 1000 plöntur síðan ég fékk þessa jörð og þegar tekið er tillit til þess, að ég er kortér með hverja holu, þá geturðu reiknað út tímann sem fer í það „hobby“. — Og með hverjum ætlar þú að halda í landsleiknum á sunnudaginn, Brian? — Báðum, þótt þér að segja hafi ég lítið vit á fótbolta. Ætli ég fari þó ekki með strákinn minn og hann heldur með ís- landi, það máttu reiða þig á. Rússinn v hefut heimþrá Upp í Túngötu eru franska og þýzka sendiráðið vinstra megin við götuna, þegar gengið er niður eftir, og hægra megin það rússneska. Spölkorn þaðan í Garðastrætinu hafa Rússarnir annað aðsetur og þar bönkum við upp. Við spurðum eftir hr. Residorf, og þegar liann er kynntur fyrir okkur, rákum við upp stór augu, Rússinn talaði íslenzku. Ekki nóg með það, hann var ljós á brún og brá, og ekkert nema breiðleitt and- litið gaf tils kynna hvers þjóð- ernis hann væri. — Já, það er mikill misskiln- ingur meðal íslendinga að h'alda að allir Rússar séu dökkhærðir. Mjög margir Rússar eru einmitt ljóshærðir. Við spurðum Residorf hvernig í veröldinni stæði á því að hann talaði íslenzku. — Já, það er nú mqst fyrir tilviljun. Ég nam þýzku, og Iagði mikla stund á þýzlr fræði. Kennari minn kunni nokkuð í norrænu og vakti áhuga minn fyrir íslenzkunni. Lærði ég þar Framhald á bls. 13. Tala of mikiö um veðrið Brian Holt er í sumarfríi þessa dagana, svo við þurftum að leggja leið okkar upp f sum- arbústað hans, Brjánsholt, til að hitta hann. Brjánsholt er við Meðalfellsvatn, í brekkunni sunnan megin. — Þennan bú- stað byrjaði ég að byggja 1958, og hér hef ég verið síðan, í öll- um mínum fríum, öll kvöld^og allar helgar, sagði Brian Holt á fljúgandi íslenzku. Hann er nefnilega einn af þeim fáu út- lendingum sem náð hafa fullu sendiráðsfulltrúinn ftans Ro- wold. Við héldum í fyrstu að við hefðum villzt á sendiráði. Ro- wold talaði dönsku svo meist- aralega, að það virtist sem hann hefði ekki gert annað alla ævi. — Ég dvaldist í Danmörku í 20 ár og konan mín er dönsk, sagði Rowold, — svo það er engin furða þótt danskan sé góð. Ég hef ekki gert mér far um að læra íslenzku, því hér talar annar hvor maður ýmist hann hefði ferðast um landið. Frá því er fljótsagt, Rowold sendiráðsritari hefur farið um alla þá vegi Iandsins sem öku- færir eru — og ég verð að segja að ég dáist að þeim. Ef tekið er tilit til stærðar landsins og svo fjölda íbúanna, þá er nánast furðulegt, hve ykkur hefur tek- izt að leggja víða vegi. Ég er hrifinn af þeim, en mér finnst á mörgum stöðum þeir hættu- legir. Það er eins og landið og náttúran sjálf. Hún er stórkost- leg, en um Ieið ógnandi, hroll- — Segið mér, Rowold. Hafið þér nokkurn tíma orðið var við kulda í garð yðar vegna stríðs- ins og nazismans? Hafið þér nokkurn tíma goldið þess, að vera sömu þjóðar og Hitler og Göring? — Nei, hvort sem menn hugsa það hér eða ekki, þá hef ég aldrei orðið var við það. Um það get ég sagt, að við Þjóð- verjar finnum okkur með- ábyrga en ekki seka. Við biðj- um þess ekki að fólki gleymi, en það má ekki ásaka þýzku þjóðina í dag, sem skeð hefur, fyrir afglöp annarra. Fjölskyld- an er ekki glæpafólk, þótt einn meðlimur hennar sé það. s ■; I Brian Holt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.