Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 4
4 T Fimmtudagur 30. ágúst 1962. 'fS//? Ungi maðurinn, Christopher Flanders og einkaritarinn, Blackie, í hinu nýja leikriti eftir Tennessee Williams, sem frumsýnt var í Spoleto 10. júlí síðastliðinn. Stefnubreyting í list Tennessee Williams ? TTverju nýju leikriti eftir A Tennessee Williams er tek- ið með mikilli eftirvæntingu, en líklega hafa viðbrögðin tæpast verið nokkurn tíma eins óvænt og þegar sýningargestir stóðu upp úr sætum sínum að lokinni sýningu á síðasta leikriti hans, The Milktrain Does Not Stop Here Any More. Við þessu höfðu þeir ekki búizt, sízt af öllu hjá Tennessee Williams. Leikrit Williams hafa ævin- lega fjallað um ástríðufullt fólk og þetta leikrit er engin undan- tekning frá því. Andstæðar per- sónur vegast á í hatrammri sál- rænni baráttu, Iausn fæst í rauninni lítil sem engin. Síðasta leikrit Williams, Mjólkurlestin stanzar ekki hér lengur, birtir enn slíka glímu, þó ef til vill megi segja, að f þessu leikriti eigi aðalpersónan í baráttu við sjálfa sig fyrst og fremst. Aðal- persónan er Flora Goforth, duttlungafull, eigingjörn, óham- ingjusöm kona í ýktri, af- skræmdri mynd, kona, sem stendur frammi fyrir stærsta viðburði mannlegs lífs: hinni hinztu ferð mannsins — dauð- anum. Flora — eða „Cissie“, eins og vinir hennar kalla hana, — hefur lifað sex eiginmenn og sextfu sumur, og hún þjáist af ólæknandi sjúkdómi, sem ekki er nánar skilgreindur. Hún les einkaritaranum sínum, Blackie, (sem hún umgengst eins og hund) fyrir ruddalegar endur- minningar sínar og berst örvænt ingarfullri baráttu við tfmann til að geta Iokið þeim og sent til forleggjara sinna í London og New York, áður en dauðinn sæki hana heim. Cissie er ó- freskja, roskin kona, sem þjáist af sjúklegri sjálfselsku, og hún ber skelfingu dauðans í hjarta sér. Við fáum innsýn inn í hið eigingjarna líf hennar, um leið og við heyrum hana lesa einka- ritara sínum fyrir ■ eða tala inn á segulband. 1 eikritið er látið gerast á strönd Ítalíu milli Amalfi og Capri, þar sem Cissie á þrjú skrauthýsi. Dag nokkurn birtist allt í einu ungur maþur á hinni afskekktu landareign hennar. Hann er fagur sem grískur guð, fátækur og hungraður, og lifir á þvf að vera elskhugi fullorð- inna, einmana kvenna. Cissie sér svip með honum og fyrsta manni sfnum og gerir síðustu til raun sína til að tæla hann til fylgilags við sig þrátt fyrir hósta og fráhrindandi útlit. Aldrei fyrr hefur Tennessee Williams sýnt kvenkyninu jafn- mikið hatur og grimmd og í þessum atriðum, þar sem hann flettir miskunnarlaust ofan af sálarlífi þessarar ófreskju — og líkama, því að f síðasta atriðinu leggst hún jafnvel svo lágt, að reyna að freista hans á beinan líkamlegan hátt. Hér birtist slíkt kvenhatur, að jafnvel Strind- berg gekk ekki lengra, þegar hann var haldin sínu ákafasta kvenhatri. |7r það þá þetta hatur og lítils- virðing á kvenþjóðinni, sem hefur komið leikhúsgestum svo mjög á óvart? Er það þessi nakta sálarafklæðing síðasta atriðisins, sem veldur því, að farið er að tala um stefnubreyt- ingu f leikritsgerð Tennessee Williams? Þar kemur annað til. Það er á enn annan hátt, Williams kemur nú leikhúsgest- um svo mjög á óvart. Ungi maðurinn, maðurinn, sem lifirunámástum roskinna kvenna og er upp- gjafaskáld, hinn amerfski flæk- ingur, sem þvælist sníkjandi milli ríka fólksins á strönd Italíu er ekki allur þar sem hann er séður. Hann hafnar hin- um auðmýkjandi og móðgandi ástartilburðum Cissie, þó ekki vegna þess, að útlit hennar sé honum svo ógeðfellt, heldur af þvf, að hann er kominn til að veita henni frið: láta hana kynn- ast guði, áður en hún deyr. Svo að hún geti dáið í friði. Tjessu síðasta atriði er tekið mjög misjafnlega. Gagn- rýnendur kalla það jafnvel lodd- arabragð, sem á engan hátt sé hægt að viðurkenna eða sætta sig við. Þeim finnst það klæða Tennessee Williams heldur illa, að taka nú á sig gervi trúboða, það eigi Iangt frá því heima í list hans. En hvers vegna bendir Tenn- essee Williams þá á þessa einu leið í lok leikritsins? Er þarna aftur kominn lampinn Dharma úr Strompleik Laxness sem hin eina lausn mannsins frá glæp- um og óhugnaði mannkynsins? Eða er hér kannski einungis um að ræða nýtt bragð frá hendi Williams til að koma á- horfendum á óvart og vekja meðal þeirra hneyksli og deilur? Stórfelðt peningarán á götu úti í Osló Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því, að firam- ið hefði verið mesta pen- ingarán í sögu Bandaríkj- anna. En þetta virðist vera smitandi því að um síðustu helgi var framið í Qsló eitt mesta peningarán í sögu Noregs. Vopnaðir menn réðust á sendiboða er var að fara í banka og rændu af honum tösku með 150 þúsund norskum krónum, eða næstum milljón ís- lenzkra króna. Rán þetta virðist hafa verið skipulagt mjög nákvæmlega fyrir- fram. Ræningjarnir hafa verið bún- ir að kynna sér ferðir sendiboðans með peningana. Þá höfðu þeir stol- ið bíl og notuðu hann við ránið. Bíllinn fannst skömmu síðar, en ekkert er síðan vitað um ræningj- ana. Þeir hafa horfið sporlaust. Ránið var framkvæmt fyrir utan útibú Bændabankans í Grænlands- götu, gamla borgarhlutanum í Osló. Klukkan 10 um morguninn kom sendiboðinn sem var frá mjólk urstöð Oslóar að bankanum með sína úttroðnu peningatösku. Dökk- blár Fólksvagn stóð við gangstétt- ina. En rétt þegar sendiboðinn kom gangandi eftir stéttinni, stukku tveir ungir menn út úr Fólksvagn-' inum. Annar þeirra stefndi byssu- hlaupi að andliti sendiboðans og hleypti af. Þetta var þó ekki kúlu- byssa, heldur gasbyssa, sem blind- aði sendiboðann. Rétt f sömu mund gripu ræningjarnir í peningatösk- una og kipptu henni af manninum. Þeir stukku síðan inn í Fólksvagn- inn aftur og þeystu brott með ofsa- hraða. Áður en við var litið voru þeir horfnir úr augsýn. í fyrstu gerði lögreglan sér veika von um að geta haft upp á Fólks- vagninum. Höfðu sjónarvottar tek- ið eftir að á honum var skrásetn- ingarmerkið C og tóku eftir þrem- ur fyrstu tölustöfunum af fimm. Framkvæmdi lögreglan víðtæka leit að Fólksvögnum með líku núm- eri. En síðar um daginn barst henni tilkynning um að sams konar Fólks vagni hefði verið stolið um morg- uninn af torgi einu í borginni og fannst bíllinn síðar mannlaus. Stendur lögreglan ráðalaus gegn þessari nákvæmlega skipulögðu árás. 1 peningatöskunni voru sem fyrr segir 150 þúsund krónur. Mest var það f litlum peningaseðlum. Engin númer höfðu verið tekin af seðlun- um og er því mjög auðvelt fyrir ræningjana að notfæra sér féð. Sennilegt þykir, að þeir séu nú horfnir á brott úr Osló, e. t. v. til annarra landa. Sýning á hlutum til bifreiðaviðgerða Þessa dagana stendur yfir í húsakynnum Bílaskoðunarinn- ar við Skúlagötu, sýning, sem stórt, danskt fyrirtæki, V. Lowendir, efnir til. Á sýningu þessari eru hvers kyns vélar og verkfæri sem fyr- irtækið framleiðir og einnig eru sýnd þar verkfæri og vélar sem VLC hefur umboð fyrir. Dóttur- og systurfyrirtæki þess eru nú i Kanada, V.-Þýzkalandi, Sviþjóð og Noregi. VLC flutti út vörur sínar til 88 ianda á sl. ári, þar með talið ísland og sögðu umboðsmenn fyrirtækisins við fréttamenn að viðskiptin við ísland ykjust með hverju ári, einkum það sem við- kemur verkfærum til öifreiða- viðgerða og skoðunar. Á sýningu þessari er margt góðra og nýstárlegra tækja. Ættu allir bifvélavirkjar og þeir scm mikið fást við viðgerðir á bifreiðum að ieggja ieið sína á þessa sýningu. Myndin hér að ofan er tekin af tveimur starfsmönnum fyrir- tækisins sem eru staddir hér á iandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.