Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 30.08.1962, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 30. ágúst 1962. Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Rítstjórar Hersteinn Palcson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn 0. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegj 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. . I lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. V--------------------------------------------------------j Smekkvísin er söm við sig Á 100 ára kaupstaðarafmæli Akureyrar í gær helguðu öll dagblöðin í Reykjavík, að einu undan- skildu, höfuðstað Norðurlands mikið og verðskuldað rúm, bæði á forsíðum og annars staðar, og aukablöð voru gefin út í því tilefni. Undantekningin frá þessu var Þjóðviljinn. Moskvuliðið, sem ræður efni þess blaðs, hafði aðra forsíðufregn, sem þurfti að setja hærra og með stærra letri. Það var hin gamla upp- tugga um afstöðu íslenzku ríkisstjórnarinnar til Efna- hagsbandalags Evrópu og hvað Adenauer eigi að hafa sagt um aðild íslands að bandalaginu. Undir þessari stóru fyrirsögn Þjóðviljans var að sönnu mynd frá Akureyri og undir henni orð um af- mælið, en það var auðsjáanlega hitt, sem lesendum blaðsins var fyrst og fremst ætlað að taka eftir, þótt tæplega verið komizt hjá þeirri ályktun, a ðsú frétt hefði að skaðlausu mátt bíða næsta dags, einkanlega fyrir þá sök, að Þjóðviljinn hefur sannarlega ekki van- rækt að fræða lesendur sína um þetta mál undan- farið. Og margt er líkt með skyldum! Tíminn gaf að sönnu út myndarlegt aukablað um Akureyri, en í aðal- blaðinu var notuð sama uppsetningaraðferðin og í Þjóðviljanum, að klessa fréttinni um ræðu Adenauers fyrir ofan heillaóskina til Akureyrar. Samvinnan og sálufélagið milli þessara blaða bregzt sjaldan. Það er engu líkara en sami heilinn sé þar oft að verki. Og smekkvísin er ævinlega söm við sig. Tíminn hefði vel mátt hafa frásögn sína um ræðu Adenauers á öðrum stað í þetta skipti, því að öllum þorra þjóðarinnar er það fullkomlega ljóst, að ekkert mark er takandi á skrifum blaðsins um þetta efni. Þau eru öll miðuð við það, að sverta ríkisstjórnina, en alls ekki sprottin af því, að um nokkurn teljandi ágrein- ing sé þar að ræða milli Framsóknar og stjórnarflokk- anna. Lítið dregur vesælan Þjóðviljinn hefur nú fundið óræka sönnun þess, að hagkvæmara sé að skipta austan járntjaldsins en vestan: Maður fór inn til Ziemsen að kaupa sér skæri. Og viti menn — þau tékknesku kostuðu aðeins 32 kr. en vestur-þýzk skæri kr. 64,90. Maðurinn kvaðst hafa skoðað skærin í krók og kring og ekki getað séð að hin tékknesku stæðu hinum á nokkurn hátt að baki. Og svo keypti hann víst þau tekknesku, þótt blaðið segi það ekki beinum orðum. Vonandi reynast skærin vel, og mikil hlýtur nú gleðin að vera í herbúðum Þjóðviljans, ef þessi sál skyldi hafa frelsazt frá þeirri villutrú, að vörur séu betri vestan járntjalds en austan. En mikið þarf að flytja inn af tékkneskum skærum til þess að allir þeir vantrúuðu frelsist! VISIR Hans Rowold ☆ Gengiö á vit biaðafulltrúú i fjárum sendiráöum Hinn almenni borgari, Pétur og Páll, rekst ekki á þá né hefur nokk- urt samneyti við þá menn. Samt eru þeir sendir hingað af erlend- um stórþjóðum, með konur og börn, eru ærið kostnaðarsamir og njóta meiri réttinda en flestir aðrir á þessu landi. — Hvaða menn? Jú: Blaða- fulltrúar sendiráðanna. Okkur er ókunnugt um, hversu mikið þeir hafi að gera dag hvern, en hitt er víst að starf þeirra er óhjákvæmilegur liður í öllum meiriháttar sendi- ráðum. Þeir sjá um alla þá hluti, sem að íslendingum snúa, framkvæmdaratriði og væntan- lega öll hin daglegu verk. Þeir taka á móti gestum frá þjóðum sínum og hafa samband við blöðin fyrir höndjs<mdiráö3isiKl»ri Þess végna vissmflOfíp þeisv hétu , — og þess vegna váknaðf' áhuginn fyrir að forvitnast um þeirra daglega líf, og þá sér- staklega lífið utan vinnutímans. Við fundum út að fimm sendi- ráðanna hafa svokallaða blaða- fulltrúa, sendiráð Bandaríkj- anna, Þýzkalands, Rússlands, Bretlands og Frakklands. Því miður var fulitrúi þess síðast- talda ekki staddur hér á landi um þessar mundir svo hann verður ;.ð ciga viðtalið inni hjá okkur — eða við hjá honum. íslenzkir blaöamenn ábyrgir Við lögðum fyrst leið okkar í upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna á annarri hæð í Eænda- höllinni. Okkur þótti það tím- anna tákn að þurfa að leggja leið okkar í höll þá er íslenzkir sveitabændur hafa byggt, til að finna sérlegan fulltrúa Washing- ton-stjórnarninar á íslandi! Þar tók á móti okkur við- kunnanlegur miðaldra maður og kynnti sig sem Mr. Stover. Hér var kominn „okkar maður“ og af allri þeirri enskukunnáttu sem tilkippileg var, gerðum við þegar harða hríð að Mr. Stover. Hann er Texasbúi í húð og hár, starfaði lengi í heimaborg sinni sem blaðamaður við eitt stærsta blaðið þar, E1 Paso. Hann gekk í utanrikisþjónust- una eftir stríðið, búinn að vera í henni í 12 ár, að undanskild- um þeim þrem árum (1951 — 1954) sem hann starfaði sem blaðamaður. Herra Stover hefur dvalið í Danmörku og Þýzka- iandi og hingað kom hann fyr- ir þrem árum og „vonast til að verða hérna minnsta kosti hálft annað ár í viðbót". Eftir þvi sem kunnugir menn segja okkur þá hefði Stover átt að vera far- inn héðan fyrir löngu, en hafði farið fram á framlengingu á dvöl sinni hér. — Líkar þér þá svona vel hérna? — Líkar vel, já það máttu reiða þig á. Ég skal segja þér, þið eruð alls ekki svo ólíkir Texasbúum þegar á allt er litið. Ég þarf ekkert að skýra þá skoðuna mína frekar. — Og hvernig hefur þér fundizt að vinna hér? — Hvergi betra. Sá kostur íslendinga, eða sú árátta, að hafa áhuga fyrir öllu, smáu og stóru, gerir það að verkum að hér er mjög auðvelt að vinna. — Er jafn auðvelt að eiga við Islendinga í frístundunum? — Ég fæst nú aðallega við silungana í frístundunum. Ég hef mikinn áhuga fyrir veiði- skap, hef stöngina helzt alltaf með mér, þegar ég hreyfi mig eitthvað. Hins vegar veiði ég helzt aldrei lax, miklu frekar urriða og bleikju, mér finnst það mun meira gaman. Annað get ég sagt þér. Ég hef farið víða um landið og alls staðar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.