Vísir - 10.09.1962, Blaðsíða 1
CfiK/J
Ung kona ók út af
bryggju og drukknaði
52. árg. — Mánudagur 10. september 1962. — 206. tbl.
Próf. Jón Steffensen
hefir rannsakað bein
Jóns biskups Vídalín
Á laugardaginn varð
PKSIR'' v; t % hörmulegt slys við höfnina
Skagaströn<f. Ung kona
Wmmm, búsett á staðnum Iris Jóns-
Hér birtist mynd af hinni ungu fallegu konu frú Iris Jónsdóttur, dóttir Ók bifreið fram af
sem fórst með svo sviplegum hætti á Skagaströnd. Með henni brvsaiuiini OP drukknaði
Ct riiiðUinfrr rnm irnvrSiif V SoJ ö
sjást dætur hennar tvær sem björguðust Guðbjörg sem verður
fjögra ára í þessum mánuði og Margrét sem er 6 ára.
Með henni í bifreiðinni
voru tvær dætur hennar
sexog þriggja ára og systir
hennar Dóra, er var gest-
komandi hjá henni. En þær
þrjár björguðust. Fjöldi
fólks safnaðist saman á
bryggjunni eftir að slysið
hafði orðið og eru íbúarnir
á Skagaströnd mjög slegn-
ir yfir þessu hrapalega
slysi.
Það er ekki vitað með vissu af
hvaða sökum slys þetta varð. Þeg-
ar tókst að ná bifreiðinni, sem er
Framhald á bls. 5.
Fyrir nokkrum árum
vissi enginn með vissu
hvar gröf Jóns biskups
Vídalín var í Skálholti,
sagði prófessor Jón Steffen
sen í viðtali sem Vísir átti
við hann í rannsóknarstofu
hans í Háskólanum í morg-
un.
Legsteinar allmargra
Skálholtsbiskupa höfðu
verið teknir af gröfum
þeirra áður fyrr, lagðir und
ir gólfið í litlu kirkjunni í
Skálholti, sem var rifin fyr-
ir nokkrum árum og grafir
þeirra týndust.
En þegar grafið var í
grunn Brynjólfsdómkirkju,
í sambandi við byggingu
nýju kirkjunnar í Skálholti,
var komið niður á kistur
þeirra meistara Jóns og
Sigríðar Jónsdóttur bisk-
upsfrúar, konu hans, áletr-
aðir skildir á kistulokunum
sönnuðu það svo að ekki
var um að villast.
Bein margra biskupa.
Kista biskups var smíðuð með
gömlu lagi en kista biskupsfrúar-
innar, sem andaðist nokkrum árum
seinna, var með öðru lagi, er síðar
varð'algengt. Þarna voru og grafin
upp bein ýmissa fleiri biskupa, svo
sem Þórðar Þorlákssónar, Jóns
Árnasonar, Finns Jónssonar og
Hannesar Finnssonar. Furðuhljótt
hefir verið um þennan stórmerka
og sögulega uppgröft, svo að heita
má að hann hafi farið fram hjá al-
menningi. Og ekki hafa myndir af
beinum Meistara Jóns komið fyrir
almenningssjónir fyrr en hér í
blaðinu í dag.
Það er þó kunnara en frá þurfi
að segja, að fólk hér á landi hefir
óvenju lifandi áhuga á öllum sögu-
legum fróðleik og fornminjum, og
þess vegna óskaði Vísir eftir þessu
viðtali við prófessor Jón Steffen-
sen, sem hefir mælt og rannsakað
bein biskupanna og veitti hann góð-
fúslega viðtalið og leyfi til að taka
myndirnar senl fylgja því.
Meistari Jón 167 cm. hár.
Það hefir að sjálfsögðu verið far-
ið einkar virðulega og nákvæmlega
með bein biskupanna, eins og fom-
minjum sæmir og mannabeinum
sérstaklega. Þau hafa verið I góð-
um höndum nærfærinna vísinda-
manna og mun fundur J. eirra og
þær rannsóknir, sem á þeim hafa
verið gerðgr, óefað verða til þess
að tengja þjóðina enn traustari
böndum við fortíð sína og sögu, og
Skálholt sérstaklega, eins og fund-
ur kistu Páls biskups hefir þegar
gert.
Framhald á bls. 5.
HUFUÐKUP
Marga orðlistarmenn hefir þjóð vor eignazt en þó aðeins einn Meistara
Jón. Fram á þennan dag hefir hann verið ímynd andagiftarinnar í þessu landi,
þjóðardýrlingur, sem skipað hefir verið á bekk með Hallgrími Péturssyni,
postillu hans við hlið Passíusálmanna. Andi þessara innblásnu manna
og lífsandi þjóðarinnar voru eitt. Hin andlegu afrek þeirra eru öllum kunn og
skipta mestu. En ávallt og ósjálfrátt hefir hin söguþyrsta þjóð, sem byggir
að varðveita a5 auki, eða grafa úr gleymsku, fróðleik
sem andans stórmenni hennar báru á sinni tíð.
Framhald á bls. 5.
VISIF
itfSÍHé T * iSSÉÍS.*'