Vísir - 10.09.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 10.09.1962, Blaðsíða 6
VISIR - Mánudagur 10. september 1962. Myndir þessar gefa nokkra hugmynd um, hvemig ástandið er á jarðskjálftasvæðinu í Persíu. Þær eru teknar í rústum bæjarins Dan Isfahan. Á annarri sést hálfnakið barn, sem misst hefur báða foreldra sína, á hinni sér yfir rústir og fólk, sem eigrar um götuna. — Dan Isfahan varð verst úti allra bæja á jarðskjálftasvæðinu. Þar eru eftirlifandi aðeins 700 af 4200 íbú- Styrkleiki jarðskjálftans var helmingi meiri en í Agadir í Marokko fyrir nokkrum árum. Hörmungarástafid er enn á jarðskjálftasvæðinu í Persíu, þar sem einhverjir mestu jarðskjálftar þessar- ar aldar skullu yfir um fyrri helgi. Enn er f jarri því að heildaryfirsýn hafi feng izt um tjónið, en áætlað er að 20—30 þúsund manns hafi látið lífið undir hrund- um húsum. Vatnsleysi hættulegast Alger örvænting er ríkjandi U sumum þeim bæjum sem verst urðu úti og ógnar nú þorsti, hung ur og sjúkdómar. Verst er vatns- leysið og munu hundruð manna nú láta lífið daglega úr vatnsleysi. Lýsing sjónarvotts á jaróskjálftasvæðinu: eftir mestu jarðskjálfta er komið hafa á þessari öld Eyðileggingin alger Fréttamaður United Press fréttastofunnar í Teheran, Josef Mazandi, ferðaðist um jarð- skjálftasvæðið fyrir vestan Te- heran og sendi frá sér þessa lýsingu: Aldrei fyrr hef ég séð þvílíka eyðileggingu, dauða og neyð. Ég ferðaðist um þetta svæði í sex klst. í hópi með for- sætisráðherra Persíu Assadoll- ah Alam. Það er umhverfis gömlu borgina Quasvin um 20 km vestur af Teheran. Við ókum gegnum tugi þorpa þar sem ekki stóð steinn yfir steini, - Þeir sem eftir lifðu komu grát andi og kveinandi á móti okkur. Sumt af þessu fólki, sem sjálft hafði sloppið var blóðugt og föt þess f tætlum. Það hafði rifið sig til blóðs við að reyna að draga grjótið með berum hönd- um ofan af ástvinum sínum. Svo virtist sem enn væri deyj- andi fólk í leirsteinshaugunum og heyrðust neyðaróp frá því. Sumir sem eftir lifðu gengu um rústirnar með starandi augu, höfðu misst vitið af örvílnun og hugarlosti. í Bouine, sem er bær suðaust ur af Quasvin virtist eyðilegg- ingin alger. Ég sá ekki einn einasta kofa uppistandandi. Við rústirnar af einu húsinu hafði hópur fólks safnazt kringum gamlan gráskeggjaðan mann, sem sat efst á hrúgunni er einu sinni hafði verið heimili hans. Hið hrukkótta andlit hans var stirðnað af skelfingu. — Hann hefur misst allt, sagði fólkið, konu sína, börn. Hann á ekkert eftir. Annars staðar voru hermenn og björgunarlið að vinna við að grafa í rústir. Þeir unnu svo að svitinn bogaði af þeim í þeirri von að einhverjir leynd- ust lifandi í hrúgunni. Þeir grófu upp mörg lík, en ég sá þá einnig grafa upp fólk sem lífsmark leyndist með. En þýðingarmest er að flytja vatn til jarðskjálftasvæðisins. Allir tankbílar í Teheran eru teknir í notkun til þess. Hérað þetta fékk-áður vatn með hin- um gömlu neðanjarðarskurðum og var vatnið oft leitt þannig langar leiðir. 1 jarðskjálftunum hafa neðanjarðarleiðslur þessar brotnað og stíflazt og geta liðið margir mánuðir áður en það kemst aftur í lag. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Persíu. En þetta eru aðrar meiri háttar jarðhræringar sem verða þar á tveimur árum og eru þessar meiri. Jarðskjálftarnir nú eru meðal kröftugustu jarðskjálfta er mælzt hafa eða 7,2 stig og má geta þess, að jarðskjálftinn sem lagði Agadir í Marokko í rústir var helmingi vægari. Keisarinn á jarðskjálftasvæðinu Persíukeisari kom i vikunni til bæjarins Dan-Isfahan sem verst fór í jarðskjálftunum. 1 honum bjuggu 5 þúsund manns, en 4 þús und létu lífið. Þegar keisarinn gekk um rústirnar safnaðist fólk í kring um hann. Þar varð hann var við gamla konu, sem grét og flóði öll í tárum. Hann sneri sér að henni og reyndi að hugga hana: — Ég hef misst allt sem ég átti, veinaði konan, manninn minn, tvo syni og fjórar dætur. Tveir bræður minir fórust líka og níu börn þeirra. Þarna átti ég heima, kveinaði konan og benti á múr- steinshrúgu. Keisarinn dvaldist eina nótt í tjaldbúðum sem hafa verið reist- ar þarna fyrir fólkið. Næsta dag fór hann til bæjar- ins Bouine. Þar fórust nærri 3 þúsund af 4 þúsund fbúum. Skóli bæjarins hvarf með öllum börnun um niður í jarðsprungu sem mynd aðist í jarðskjálftanum. Hjálp er farin að berast víða að með flugvélum frá öðrum lönd- um. Eins og svo oft áður er að- stoð Bandaríkjamanna drýgst, en þeir hafa komið á fót loftbrú með 50 flutningaflugvélum til að flytja vistir og hjálpargögn til þeirra staða þar sem ástandið er verst. © ©JjS síS • nær 30 • þúsund • manns • hnfi forizt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.