Vísir - 10.09.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 10.09.1962, Blaðsíða 10
Mánudagur 10. september 1962. 10 '''iSIR „Ég hef ekkert —'" Framfíald af bls. 9. verða menn að búa sér til hvort hún kemur niður aftur. Það er mikið í Strompinum af temanu að vera eða vera ekki. — Er strompurinn tákn ein- hvers sérstaks? Löng þögn. Skáldið starir fram fyrir sig. — Ja, það veit ég ekki. Hann er fyrst og fremst strompur. Fyrir einum er hann þetta, fyrir öðrum hitt, fyrir sumum skrít- in uppáfinning. Annars er það svo að það sem maður getur ekki sagt í verkinu sjálfu getur maður ekki sagt utan þess. Höfundurinn hefur ekkert lykla- kerfi að verkinu utan þess sjálfs. Ef verkið er óskýrt er ekki hægt að laga það með því að búa til einhvurjar útskýringar og orðabækur við það. — Finnst yður Strompleikur-_ inn hafa verið misskilinn? — Neinei, ég var mjög á- nægður með þær viðtökur sem hann fékk. Það er náttúrlega einn galli á Strompleiknum. Hann er alltof íslenzkur. Til dæmis í sambandi við viðskipta- mál. Hér hjá okkur er ýmislegt hlægilegt í sambandi við verzl- un og smygl sem ekki þekkist annars staðar. © — i~kg hvernig er með nýja ^ leikritið? Skáldið horfir þegjandi á hendur sér. Skoðar á sér negl- urnar. Svo styður hann vísi- fingri á ennið á ,sér og horfir á borðdúkinn. — Prjónastofan Sólin, já. Þetta er prjónastofa þar sem eitt og annað gerist. Já, gam- anleikur. Ég skrifa bara gaman- leiki. Stór persónuskrá, 10 til 20 manns. — Þrír þættir? — Já, þrír þættir, sama stærð og Stormpleikur. En þetta ér meiri leikur. Spannár yfir stærra svið. Stærri vefur. — Haldið þér að prjónastof- an vefjist eins fyrir mönnum og strompurinn? — Þetta á allt að vera auð- skilið bara ef menn skilja orðin. Prjónastofan er ekki jafn sér- staklega fslenzkt Ieikrit og strompurinn. — Það gerist samt á íslandi? — Það getur maður sagt. Annars er það ekkert höfuðat- riði. Þetta er prjónastofa í gam- alli franskri villu fyrir utan bæinn. Það eru alls staðar franskar villur til. Þetta er ekki þjóðlegt leikrit í þeim skilningi sem t. d. Skuggasveinn eða Is- landsklukkan. En það eru samt hinir og aðrir snertipunktar við íslenzka staðhsétti. Og fólkið tilheyrir minnsta kosti þessum stað sem það er á. — Einhver skyldleiki viði Strompleikinn? — Nei, allt annað málefni til umræðu. Það er allt annað sem að baki býr. — Er einhver kúnstner .Han- sen f prjónastofunni? — Það er einginn kúnstner Hansen. En það kemur fyrir kall sem hefur að vis'U leyti svipaða stöðu f leiknum. — Er hann bæklaður líka? grannt. Það kemur oft ósjálfrátt fram f verkum mínum. — Lesið þér enn bókina um veginn? — Ég kann hana svona meira og minna. Já, það slær fyrir ein- stöku glömpum úr Taó Te King. — Er ekki Steinar f Hlíðum taóisti? — Maður getur varpað fram þeirri spurningu hvort Steinar í Hlíðum hafi nokkurn tíma verið mormón, hvort hann hafi ekki bara verið taóiáti. — Hvað um nafnið á prjóna- stofunni? — Prjónastofan Sólin, já, það er einhvur bjartsýnisheim- speki í nafninu. — Þér eruð bjartsýnn? — Já, ég held það. Ö — Tjér eruð ekkert að hugsa um að hvíla yður? — Nei, ekki nema eins og ég geri annað slagið. — Það sagði einhver að þér hefðuð skrifað yður burt frá sósíalisma með Paradísarheimt. — Já, sagði einhvur það? Það er svo margt sem menn fílósófera. Ég veit nú ekki hvað menn meina með svona álykt- unum. Það verður að lofa mönn- um að draga ályktanir af skáld- verkum hverjum eftir sinni getu og ályktunargáfu án þess að gripið sé fram í fyrir þeim. Það er misjafnt hvað menn sjá í sama verki, það á oft ekkert skylt við hlutlægt mat á verk- inu. Sumir hefja það upp til skýjanna á einhvurjum grund- velli sem er gildur fyrir þá og aðrir úthúða þvf frá öðru sjón- armiði jafngildu. — Hvað segið þér um nýju bókmenntagreinina, samtals- bækurnar? — Ég las bókina sem Matt- hías Jóhannessen skrifaði um Þórberg og mér fannst gaman að henni. — Vilduð þér láta skrifa svona bók um yður? — Ég hef ekki þá frásagnar- hæfileika um mitt eigið líf sem sumir höfundar hafa, ég gleymdi jafnóðum og nenni ekki að rifja upp. Þar að auki hef ég ekkert tilbúið skoðanakerfi sem ég get dregið út úr álitsgerðir um alla hluti milli himins og jarðar. Ég læt nægja að beygja mig fyrir einni og einni staðreynd f einu. N. P. N. Að utan — Framhald af bls. 8. En þrátt fyrir það unir hún sér líka bezt í eyðimerkurkof- anum, þar sem hún klæðir sig í vinnuskyrtu, síðbuxur og sand ala. Og þó hún sé þannig klædd sezt hún við píanóið. Hljóðfærið tilheyrir fjölskyldulffinu, þvf að öll fjölskyldan er músíkölsk. CDYRT — óðru nær. Hann er virðu- legur einstefnumaður og heim- spekingur innan sinna tak- marka. — Er hann mikil persóna? — Hann hefur mikil áhrif á gang leiksins. Hann heitir Ibsen Ljósdal. — Enginn zenbúddismi? — Nei. Einginn zenbúddismi. — En taóismi? - Kannski ekki alveg ör- skóIafafiKiður skólatöskur Hef tii söiu m.a. 3ja herb. íbúð við Lindargötu. 3ja herb. íbúð við Sörlaskjól. Húsgrunnur við Fögrubrekku í Kópavogi. Grunn undir 2ja hæða hús t Vesturbænum, teikningar fyigja. 2ja hæða einbýlishús við Skóla gerði, mjög vandað og glæsi- legt, L veðr. gæti verið laus. 4ra herb. íbúð við Kársnesbraut rétt vi ðsjóinn. Lóð vel rækt uð með trjám og runnum. 3ja herb. hæð við Nýbýlaveg. 4ra herb. fokheld hæð við Mel- gerði. 5 herb. einbýlishús á einni hæð við Löngubrekku. Parhús við Lyngbrekku, 1. veðr. gæti verið laus. Hús með 2 fbúðum á sömu hæð. 2ja og 4ra herb. við Borgarholtsbraut. Einbýlishús við Lyngbrekku. — Tilbúið undir tréverk. 2ja hæða hús f Hraunsholti, gæti verið tvær íbúðir með öllu sér, 1. veðr. laus, rétt við Hafnarfjarðarveg. Hús og fbúðir af ýmsum stærð um í Hafnarfirði. ÍBÚÐIR ÓSKAST. Hef kaupendur af allskonar í- búðum, stórum og smáum, svo og einbýlishúsum. HERMANN G. JÓNSSON, hdl. Lögfræðiskrifstofa, fasteigna- sala, Skjólbraut 1, Kópavogi. Sími 10031 kl. 2-7. Heima 51245 frC,otfUR SICUío ^ELUR Volvo Stadion ’55 gullfallegur bíll kr. 85 þús. útborgað. Vauxhall ’58. Góður bíll kr. 100 þús. Vauxhall ’49. Mjög góðu standi. kr. 35 þús. Samkomulag. Opel Karavan ’55, ’56, ’57, ’59. Allir í góðu standi. Opel Capitan ’56 einkabill kr. 100 þús. Samkomulag. Volksvvagen ’60 kr. 95 þús.. All- ar árgerðir. Morris ’59 Fallegur bíll. Ford Stadion ’53. Samkomulag. Mary ’52. Topp standi. Sam- komulag. Moskwitch ’57. Mjög þokkaleg- ur bíll. Útborgun 25 þús kr. Morris ’47. Samkomulag. Hillmann ’47. Samkomulag. Ford Prefect ’47 f toppstandi. Verð kr. 20 þús.. Samkomu- lag. Volkswagen ’54 fallegur bíll. Vill skipta á Fiat stadion eða Rúgbrauð sendibíl. Vauxhall ’47 kr. 13 þús. Opel Papitan ’55 kr. 70 þús. eða skipti á Ford Anglia ’55. Hef kaupendur að rússneskum Iendbúnaðarjeppum, yfirbyggð. um. Skoda Stadion fallegur bíll. Gjörið svo vel og komið með bflana. bifreiðAsalan Öorgartún) t Símar 18085 19615. Heima eftir kl 18 20048 Pói! S. Pólsson liæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14 Sími 24200. yeggfesting Mælum upp Setjum upp 1Í1ÍW)N 5ÍMI 13743 LIMDARGÖTU 2.5 „Gumout" hreinsiefni tynr bíla-biöndunga. Hreinsar blöndunginn og allt benzinkerfið Samlagar sig vatni og botnfalli i benzingeyminum og hjálpar til að brenna það út Bætir ræsingu og gang vélar- innar. SMYRILL Langavegi 170 —• Sími 1 22 60. Monta Rafsuðutækin 200 amp. fyrirliggjandi Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Þessi tækt hafa verið i notkun •Jf :. IIU hér á landi i 20 ár og reynzt afbragðs vel. Rafiækioverzlun Islands hf Skólavörðustig 3 Simi 1795 '7t Vetrarsfarflð er að heffast Nemendur verða innritaðir til 21. sept. Kennsla hefst 24. sept. Haustnámskeiðum líkur 14. desember. — Skólinn hefir nú sem fyrr úrvals kennurum á að skipa. Áher^la er lögð á létt og skemmtileg samtöl í kennslu- stundum. Samtölin fara fram á því máli sem nemendur eru að læra, og venjast þeir þvi á það frá upphafi að tala tungumálin og hlusta á þau í sinni réttu mynd. Enska, þýzka, franska, spænska, ítalska, danska, sænska, rússneska. íslenzka fyrir útlendinga. Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 1-18 e. h. MÁLASKÓLINN MÍMIR Hafnarstræti 15 (Sími 22865) / !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.