Vísir - 17.09.1962, Blaðsíða 4
■/ r
SIR
Mánudagur 17. september 1962.
y
n
Þurfum ekki
Vi8 hittum að máli fjóra af
blaðamönnunum frá ísraei, sem
hér eru staddir i tilefni af komu
Ben-Gurion, forsætisráðherra,
hingað til lands. Menn þessir
eru Amos Gordon, sem er yfir-
maður fréttadeildar rikisút-
varpsins I ísrael, er nefnist
„Rödd ísraeis", Y. Ben Porat
er frá eftirmiðdagsblaðinu
Yediot Ahronot, auk þess sem
hann er fulltrúi fréttastofu, A.
Maron er frá fréttastofu rikis-
ins og sér um aö senda fréttir
til blaða sem ekki hafa sent
menn í ferðina, Ari Rath, sem
segist mundi heita Ari Jósefs-
son, ef hann væri íslendingur,
er frá Jerúsalem Post, sem er
eina dagblaðið f ísrael, sem gef-
ið er út á ensku.
B. G. STJÓRN-
SKÖRUNGUR.
— Flokkur Ben-Gurions hef-
ur ekki meiri hluta á þingi?
Gordon: — Flokkur hans,
sem er verkamannaflokkur, er
sá stærsti, með einn þriðja
þingsæta. Hann hefur stjómar-
samvinnu við þjóðlega trúar-
flokkinn, sem er hægfara
vinstri flokkur.
— Er Ben-Gurio vinsæll
meðal almennings I Israel?
Maron: Það er einn þeirra
hluta sem ekki er auðvelt að
mæla. Þó er enginn vafi á því,
og jafnvel andstæðingar hans
viðurkenna, að hann hefur unn-
ið landi sínu mikið gagn og ver-
ið mjög einbeittur þjóðemis-
sinni.
Gordon: — Ben-Gurion, eða
B. G. eins og hann er jafnan
kallaður I Israel, er í þeirri erf-
iðu aðstöðu að taka þátt í dæg-
urþrasi stjórnmálanna og vera
auk þess okkar elzti stjórnskör-
ungur. Sem stjórnskörungur
nýtur hann mikillar virðingar,
en ekki verður hjá því komizt
að menn sem eru í stjómmálum
hafi andúð margra, sem eru á
annarri skoðun í stjómmálum.
Maron: — Það dregur þó
enginn í efa að B. G. er einn
helzti leiðtogi sjálfstæðisbar-
áttu okkar og hefur átt meiri
þátt í því en flestir aðrir, að
ísrael er til I dag.
— Það hefur vakið athygli
hve vandlega hefur verið geng-
ið frá öllum öryggisráðstöfun-
um í sambandi við komu for-
sætisráðherrans hingað. Er ótt-
azt um líf hans?
Rath: — Það verður ekki
sagt að beinlínis sé óttazt um
líf hans. Hins vegar er alltaf
möguleiki á að sú hætta skap-
ist, þegar um er að ræða þjóð-
arleiðtoga ríkis, sem umkringt
er óvinsamlegum ríkjum.
Gordon: — Aðeins einu sinni
hefur lif hans verið f veru-
legri hættu. Þá var kastað
handsprengju í þinginu og
meiddust nokkrir menn. Það
var gert af ungum pilti í brjál-
æðiskasti og alls ekki af póli-
tískum toga spunnið, enda var
því ekki frekar stefnt gegn B.
G. en öðrum þingmönnum.
SAMBÚÐIN VIÐ
NÁGRANNANA.
— Hvemig er sambúðin við
Arabaríkin?
Gordon: — Á sínum tíma
var undirritaður vopnahléssátt-
máli við öll Arabaríkin og var
hann undirritaður við Egypta-
land fyrst. Samt hefur reynzt
erfitt að búa með þeim. Vopna-
hléssáttmáli er ekki annað en
fyrsta skref I átt til friðar, en
Arabaríkin hafa ekki fengizt til
að stíga fleiri skref.
Rath: — Við höfum landa-
mæri að fjórum ríkjum. í
norðri er Libanon og hefur
samkomulag þar verið ágætt
síðan 1948. Það stafar meðal
annars af því að um helmingur
þjóðarinnar er kristinn og á
talsverðum erfiðleikum með
Múhameðstrúarmennkia heima
fyrir.
1 norð-austri er Sýrland og
hata það verið ófriðlegustu
landamærin. Það stafar meðal
annars af því að þeir eru á móti
áætlun okkar um að nota vatn-
ið úr Jordan og Galileuvatninu
til áveitu á suðurhluta lands-
ins. Þriðju landamærin eru við
Jórdaniu og þau lengstu. Þar er
sambúð yfirleitt góð, þó að lítils
háttar óþægindi hafi orðið.
Verða þau yfirleitt án vilja
Y. Ben Porat.
stjórnar Jórdaníu. Fjórðu landa
mærin eru svo við Egyptaland
og hefur allt verið friðsamlegt
þar síðan 1956, er Sinai herferð-
in var farin. Eftir það hafa
Sameinuðu þjóðirnar haft þar
gæzlulið.
— Hvað viljið þið segja um
eldflaugar Nassers?
Ben Porat: — Þær eru mjög
hættulegar fyrir okkur, þó að
þær séu ekki eins hættulegar
og Nasser vill vera láta. Eins
og Ben-Gurion sagði í Osló
verðum við að gera eitthvað til
að vega á móti þessu.
Gordon: — Við vorum komn
ir með eldflaug, sem dregur 300
kílómetra fyrir meira en ári
síðan. Hún er að vísu ekki
þannig, að hægt sé að stýra
henni, en það er ekki hægt
heldur við eldfiau^ar Égypta.
EGYPTAR ERU
ERFIÐIR.
. Maron: — Okkur stafar ekki
mikil hætta af Egyptunum
sjálfum, heldur því að þeir
nota mikiS af erlendum sér-
fræðingum, aðallega Rússum,
sér til aðstoðar. Við höfúm
hins vegar gert allt sjálfir.
Ben Porat: — Önnur hætta
sem stáfar af þessu er sú, að
þetta komi af stað vígbúnaðar-
Amos Gordon.
kapphlaupi í nálægum Austur-
löndum.
Maron: — Ég er þeirrar
skoðunar að við þurfum ekkert
að óttast frá Egyptum á meðan
að þeir berjast einir. Það skipt-
ir ?kki öllu máli með hvaða
vopnum er barizt. Við höfum
miklu betur þjálfaðan her og
okkar her veit fyrir hverju
hann er að berjast. Hann er að
berjast fyrir réttinum til að
vera til.
Ben Porat: — Ef ekki væri
fyrir Egyptaland hefðum við
getað haft frið og sátt við nár
grannalöndin í mörg ár.
Gordon: — Það sem gerir
þetta mál flóknara, er það að
Egyptar hafa ekki aðeins áhuga
fyrir að vinna ísrael, heldur
einnig öll Arabarikin. Þó að
Nasser hafi mistekizt í samein-
ingunni við Sýrland, þýðir það
ekki að hann hafi gefizt upp við
draum sinn um Arabaheims-
veldi, sem nær allt að Persaflóa.
Ben Porat: — Þá stendur
« Pjérif blaða-
■’ menn frá ísrael
I
a segja fró
° viðbrfum
° í heima-
a landi sínu
það einnig í vegi fyrir friðsam-
legri sambúð að ekkert Araba-
ríkjanna þorir að semja við
okkur af ótta við að hin álíti
þá svikara.
ÁHRIF EICHMANN-
MÁLSINS.
— Hvaða áhrif teljið þið að
Eichmann-málið hafi haft út á
við?
Ben Porat: — Réttarhöldin
höfðu siðferðileg áhrif um all-
an heim.
Maron: — Þau gerðu mönn-
um ljóst hver hætta getur fylgt
stjórnkerfi eins og nazisman-
um. Það var ekki um að ræða
persónulega hefnd viðEichmann
heldur er þetta ámin ning til
heimsins um að gleyma ekki
þessum kafla mannkynssög-
unnar.
— Teljið þið það réttmætt,
að ræna mönnum í öðrum
löndum, eins og gert var við
Eichmann?
Rath: — Ég tel það fullkom-
lega réttlætanlegt. Það er líka
rétt að hafa í huga að hvorki
þýzk né argentínsk stjórnarvöld
reyndu neitt til að koma hon-
um fyrir rétt, þó að vitað væri
að maðurinn var stórglæpamað-
ur.
Gordon: — Við byggjum
mjög mikið á enskum lögum.
Þar er ekki talið skipta máli
hvernig manni er komið fyrir
rétt. Aðalatriðið er að réttlætið
fái fram að ganga.
Rath: — Þetta atriði kom
fram £ réttarhöldunum, en var
ekki talið skipta máli. Þvi til
stuðnings var vitnað í fordæmi
fyrir slíkum aðgerðum bæði frá
Bandarlkjunum Og Bretlandi.
— Teljið þið að Eichmann
hafi fengið réttláta meðferð frá
dómstólsins hendi?
Gordon: — Dómstólar okkar
eru mjög sjálfstæðir og alls
ekki undir pólitískum áhrifum.
Það er ekki hægt að segja þeim
fyrir verkum og algengt er að
ríkið verði að beygja sig fyrir
þeim. Hvað stríðsglæpamönn-
um viðvfkur eru lög okkar
mjög ákveðin.
Maron: — Ef um hefði verið
að ræða málamyndaréttarhöld
hefðu þau aldrei staðið í eitt
ár. Þá hefði mátt ljúka þeim
á nokkrum dögum.
HARMLEIKUR
DR. SOBLEN.
— Hvað viljið þið segja um
Soblen-málið?
Rath: — Það var mikill
mannlegur harmleikur, sem
við blönduðumst inn í gegn
vilja okkar. Það var allt mjög
dapurlegt.
Gordon: — Það er mjög ein-
falt. ísland vill ekki fá glæpa-
menn inn í landið og það viljum
við ekki heldur.
Ben Porat: — í stjórnarskrá
okkar er öllum Gyðingum
tryggður réttur til að koma til
ísrael og setjast að. Eina und-
antekningin eru glæpamenn.
EFNAHAGUR
BATNANDI.
— Hvernig er hagur ríkisins?
Maron: — Við gætum verið
mjög vel á vegi staddir ef við
tækjum ekki við öllum þessum
þúsundum innflytjenda. En þar
sem það er einn megintilgang-
urinn með stofnun ríkisins, ber-
um við þessa byrði með gleði.
Fyrstu árin voru mjög erfið.
Vöruskortur var mikill og bið-
raðir við búðir. Þetta er orðið
miklu betra núna, og er óhætt
að segja að velmegun sé í
landinu.
Framhald á bls. 10.
(