Vísir - 17.09.1962, Síða 5
Mánudagur 17. september 1962.
Ben Gurion —
Framhald af bls. 1.
virtist aldrei þurfa að hugsa
sig um andartaksstund, og
þegar hann svaraði, talaði
hann hiklaust og af miklu ör-
yggi, og enskan varð honum
aldrei til trafala, að því er
bezt varð séð. Hann undir-
strikaði mál sitt gjaman með
Iiandarhreyfingum, einkum
var það hægri höndin, sem
hann beitti fyrir sig, og þeg-
ar hann sagði frá landi sínu,
Ijómuðu augu hans af tilfinn-
ingahita og stolti. Hann hef-
ur líka ríka ástæðu til að
vera stoltur af ríki sínu, því
saga Israelsríkis, sem nú er
aðeins 14 ára, er eitt af
kraftaverkum veraldarsög-
unnar.
Sterk þjóð og dugleg.
Ben-Gurion var fyrst beðinn
um að segja nokkur orð um
heimsókn sína hér, áður en
beint yrði til hans ákveðnum
spurningum. Ben-Gurion kvað
það mundu vera hættulegt að
segja of mikið eftir svo stutta
veru. Hann kvaðst hafa lesið
mikið um Island áður en hann
kom hingað, en ég vissi samt
ekki mikið. íslendingar byggja
harðbýlt land eins og ísraels-
m< í, og hér eru miklar auðn-
ír ekki síður en þar. Sá er þó
munur á, að hér eru auðnirnar
af guði gerðar, en í ísrael eru
auðnirnar af manna völdum,
þær eru afleiðingar af land-
vinningum fjandsamlegra þjóða.
Islendingar hafa víða nýtt land
sitt vel og ræktað til fulls. Það
eru andstæðurnar sem athygli
vekja, samband elds og ísa.
Þ'ess gætir einnig hjá þjóðinni.
Þetta er sterk þjóð og dugleg
og skapmikil. Gott fólk. Og
þjóðin er einnig friðsöm, ís-
Iendingar hafa aldrei ráðizt á
nokkra þjóð, og engin þjóð
hefur ráðizt á ísland frá því
sögur hófust. Hin eina styrjöld,
seni hér er háð, gerist á ritvell-
inum. Það er sú styrjöld, sem
þið heyið blaðamennirnir, það
er betra að berjast með pennan-
um en atórnsprengjum. Og ég
hef verið mjög ánægður með
skrif íslenzku blaðanna um
heimsókn mína hér, þau hafa
verið mjög vinsamleg og ýtar-
leg.
Fagurt landslag.
Ben-Gurion var þá spurður,
hvernig honum hefði líkað
landslagið á Þingvöllum. Hann
svaraði: Landslagið var fagurt,
ég mundi ekki vilja breyta því.
Ég tók eftir því, að sólin er
hin sama og í ísrael, en vötnin
og árnn höfum við því miður
ekki þar. 1
Næsta spurning var um það,
hvort hann hefði tekið eftir
nokkrum sameiginlegum ein-
kennum á Norðurlandaþjóðun-
um fimm. Hann taldi það eftir-
tektarvert, hve Norðurlanda-
þjóðirnar væru líkar, en þó ó-
líkar. Hann lýsti I fáum orðum
hverri þjóð fyrir sig og minntist
meðal annals á hið mikla afrek
Fim , er þeir fluttu fólk burt
úr heilum héruðum vegna yfir-
ráða Rússa. Það er einkum
þrennt, sem einkennir Norður-
landaþjóðirnar, sagði Ben-
Gurion, það er einlægur friðar-
vilji, velmegun og þjóðfélags-
Iegt öryggi.
Kibbutz.
Því næst var rætt um hið
undarlega form sósíalisma, sem
framkvæmt hefur verið i Israel
með miklum og góðum árangri
að sögn. Um þetta hafði Ben-
Gurion eftirfarandi orð: Kibb-
utz er merkilegasta og full-
komnasta þjóðfélagsform, sem
framkvæmt hefur verið. Þar er
allt sameiginleg eign íbúanna,
og hverjum kibbutz (eins kon-
ar samyrkjubú) er stjórnað af
öllum meðlimunum, sem setjast
að í búinu af frjálsum vilja og
eigin hvöt. ÖIl vinna er skipu-
lögð á sameiginlegum grund-
velli. Menn láta í té vinnu sína
og hljóta að Iaunum hver eftir
s.num þörfum. Það er ekki far-
ið eftir vinnuafköstum eða
vinnugetu, heldur einungis eftir
þörfum manna. Sá, sem er sjúk-
ur og verr fallinn til vinnu, fær
engu minna en hinn, sem sterk-
ari er. En maður, sem hefur
fyrir sex manna fjölskyldu að
sjá, fær sexföld vinnulaun mið-
að við einhleyping. Menn hafa
ef til vill tilhneigingu til að
halda, að einhleypingnum hætti
þá til að slá slöku við vinnuna,
en reynslan er önnur. Hinn
fyrsti Kibbutz var stofnaður
1909.
Mesta vandamálið
er friður.
Þá var Ben-Gurion spurður
að því, hver væru hin mestu
vandamál í ríki hans. Hann
svaraði: Israel hefur við svo
mikil og erfið vandamál. að
stríða, að þau mundu nægja
heilli tylft ríkja. Mesta vanda-
málið er öryggi rikisins. ísrael
er eina ríkið í heiminum, sem
býr við þær aðstæður, að önn-
ur ríki hafi opinberlega lýst þvi
yfir, að þau vildu það feigt.
Þess vegna er friðurinn meiri
vandi hjá okkur en flestum öðr-
um ríkjum. Næst er svo inn-
flytjendavandamálið. Þegar ís-
raelsríki var stofnað voru íbúar
þess 650 þúsund, en eftir það
hafa komið til Iandsins ein
milljón innflytjenda til viðbót-
ar, og þar er við geysimarga
erfiðleika að etja. Innflytjend-
urnir, sem til landsins koma,
tala 84 mismunandi þjóðtungur,
og þessu fólki verðum við að
gefa eitt, nýtt mál. Þetta er til-
tölulega auðvelt viðureignar,
þegar um börn er að ræða.
Skólaskyldan er frá 6 — 14 ára
aldurs. En það eru margir, sem
koma, eftir að skólaskyldualdri
þeirra er lokið, og þeir hafa
kannski ekki átt kost neinnar
menntunar í fyrri heimalöndum
sínum. Þess vegna er það, að
herinn okkar er einnig skipu-
lagður sem menntastofnun, þar
lærir fólkið hið nýja mál sitt
unar. Og þetta er ákaflega erf-
itt viðureignar, vegna þess að
við höfum ekki nægilegt vatn.
Þetta mál er • reynt að leysa
með tvenns konar hætti. Ann-
ars vegar reynum við að leiða
vatn frá norðurhluta landsins
úr ánni Jórdan suður til Negev
eyðimerkurinnar og hins vegar
er verið að reyna að framleiða
ferskt vatn úr sjó, en það er
enn of dýrt til akuryrkju.
Erfiðasta stundin.
Næsta spuming fjallaði um
það, hvaða stund hefði verið
erfiðust í lífi hans. Ben-Gurion
svaraði að bragði, án þess að
hugsa sig um eitt andartak: Það
var ákvörðunin um stofnun rík-
isins. Bretar vora að yfirgefa
Iandið og höfðu afhent Samein-
uðu þjóðunum vandamál þess.
Ég vissi, að jafnskjótt og rikið
yrði sjálfstætt, mundu Araba-
rilíin hefja innrás f Iandið, enda
reyndist það svo, árásin hófst
aðeins fjórum stundum eftir
sjálfstæðis yfirlýsinguna. Þeir
vora margfalt fjölmennari og
miklu betur vopnum búnir. Við
höfðum áður myndað sjálfs-
varnarhreyfingu, sem kölluð
var Hagana, en það er hebreska
og þýðir vöm. Þessi hreyfing
okkar var fáliðuð miðað við
Arabana og lítt vopnuð. En það
var annað, sem réði úrslitum.
Við vissum fyrir hvað við vor-
um að berjast, og við höfðum
járnharðan vilja. Arabamjr
vissu í rauninni ekki, hvers
vegna þeir voru að berjast, þeir
vora bara að berjast fyrir ein-
hvern konung, en við börðumst
fyrir tilvera okkar og frelsi.
Við höfum oft verið kallaðir
harðsvfruð þjóð. Og það kom
okkur að góðu gagni í þetta
sinn. En þið sjáið, að þetta hef-
ur verið erfið ákvörðun.
Nú spurði einn fréttamanna
Ben-Gurion, hvort hann áliti
enn, að Súezstyrjöldin hefði
verið réttmæt. Ben-Gurion
brosti við og mælti: Ég hef
aldrei efazt um, að styrjöldin
var réttmæt. Hins vegar hefur
margt fólk sem áður var á móti
Súezstyrjöldinni, nú skilið, að
hún var nauðsynleg.
Nú tóku aðstoðarmenn Ben-
Gurions að ókyrrast, en hann
lét sem ekkert væri og kvaðst
vel geta haldið áfram. En það
kom þá f Ijós, að hann hafði
öðrum skyldum að gegna, og
— hebreskuna. Þriðja stóra hér varð þvf að láta staðar
vandamálið er svo eyðimörkin. numið. Fréttamenn þökkuðu
Mikill hluti landsins er auðn, svörin og héldu burt fróðari en
sem verður að brjóta til rækt- áður.
Skrifstofustúlka
Viljum ráða nú þegar skrifstofustúlku til vél-
ritunar og símavörzlu. — Enskukunnátta
æskileg.
PÁLL JÓH. ÞORLEIFSSON
Lfmboðs- og heildverzlun h.f.
Skólavörðustíg 38 . Sími 15416
------------ ‘-------------
Miðstöðvarketill
14 fermetra miðstöðvarketill ásamt baðvatns-
hitara, kynditækjum og olíugeymi. Til sölu
vegna hitaveituframkvæmda. — Símar 34909
og 32749.
Sendisveinar
Nokkrir sendisveinar óskast frá 1. október.
Upplýsingar í síma 19460.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
á
* " ’ ■ “•>' ' ’ *• 1 ' *’ ■•-'■'■■ ' ■ ‘ '' ■ ?1
*V,.; . ‘ ' ;'. • ; . « ■ ■
v ■
Sími 35936
hljómsveit
svavars gests í. m \
leikur og syrigur
' borðið í lidó
skemmtið ýkkur i lidó
. 1 V-V. ••>•*■.
Pökkunorstúlkur óskust
hálfan eða allan daginn.
Hraðfrystistöð Keflavíkur
Símar 1105 og 1341.
Orðsending
frú efnuluuginni Björg
Við viljum vekja athygli viðskiptamanna
okkar á því, að dönsk kona mun starfa hjá
okkur í nokkurn tíma, sem er sérstaklega
útlærð í frágangi kvenfatnaðar og í karl-
mannahattahreinsun og einmitt í rúss-
skinnshreinsun.
EFNALAUGIN BJÖRG
Sólvallagötu 74 — Sími 13237
og Barmahlíð 6 — Sími 23337.
ÍBÚÐ
2ja—4ra herbergja íbúð óskast til leigu. —
Sími 23730.
Matráðskona og
starfsstulka
óskast að vistheimilinu að Arnarholti. Uppl.
í síma 22400.
Ákvæðisvinna
Menn óskast til að rífa og hreinsa steypu- N
mót á stórri hæð. Upplýsingar í síma 34849 I
í kvöld kl. 7—9.
Vélstjóra og háseta
vantar á m/b Breiðfirðing. — Upplýsingar í
síma 35105 eða um borð í bátnum við
Grandagarð.