Vísir - 17.09.1962, Síða 8

Vísir - 17.09.1962, Síða 8
8 Mánudagur 17. september 1962. Otgefandi: Blaðaútgafan VISIR Ritstjörar Hersteinn Pálcson Gunnar G. Schrani Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Porsteinn O fhorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðslg Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er a5 krói.ur á mánuði. f lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. v______________________________________________J Hrökkluðust frá með háðung Engin ríkisstjórn á íslandi hefur hrökklazt frá völdum með annarri eins háðung og vinstri stjórnin illræmda. Flestir muna enn ,þegar Hermann Jónas- son kom í útvarpið, í byrjun desember 1958, og til- kynnti þau válegu tíðindi, að ný verðbólgualda væri að skella yfir þjóðina, en engin samstaða hefði náðst í ríkisstjóminni um úrræði til bjargar. Það hljóta að hafa verið þung spor fyrir þennan stjórnmálaleiðtoga, sem hafði lofað svo miklu — ætlaði að gera „úttekt í þjóðarbúinu“ og taka upp nýja stjórnarhætti - að fara upp í útvarp og játa þennan ósigur fyrir alþjóð. En hann hafði uppskorið eins og hann sáði. Vinir hans, kommúnistamir, höfðu séð um það. Nokkm áður en þetta skeði hafði forsætisráð- herrann beðið þing Alþýðusambandsins um frest á því, í stuttan tíma, að 17 stiga hækkun vísitölunnar kæmi til framkvæmda. Þessi sami forsætisráðherra hafði áður, um leið og stjóm hans settist að völdum, lögbundið allt kaupgjald um nokkurt skeið og síðar laumað að landsfólkinu nýjum álögum og sköttum, sem námu um 1000—1100 millj. kr. á ári. Það kom því engum á óvart, nema ef til vill for- sætisráðherranum sjálfum, þótt viðtökurnar yrðu kald- ar, þegar hann kom inn á þing Alþýðusambandsins og bað um samþykki þess til að vega enn í sama kné- mnn. Og ekki voru vinir hans og sálufélagar, komm- únistarnir, að hjálpa honum þá. Þeir fylktu öllu sínu liði gegn honum. Kommúnistar vissu ,eins og Hermann Jónasson, að efnahagskerfið þoldi ekki þessar sífelldu víxlhækk- anir kaupgjalds og verðlags, en þeir vildu hrun, þá eins og nú, og töldu sig hafa búið svo vel um hnútana með vem sinni í ríkisstjórninni, að verðbólgualdan yrði ekki stöðvuð, en hins vegar mundi þessi nýja hækkun flýta nokkuð fyrir hruninu - og þá var auð- vitað sjálfsagt að velja fljótvirkustu leiðina. Lærðu ekki at reynslunni Eftir þá dýrkeyptu reynslu, sem Framsókn fékk af samstarfinu við kommúnista í vinstri stjórninni, voru ýmsir svo bjartsýnir, að þeir gerðu sér vonir um að leiðtogar Framsóknarflokksins mundu hafna allri samvinnu við þá, a. m. k. næstu árin. Og þegar for- mannsskiptin urðu í Framsókn s.l. vetur, töldu margir víst að nú yrði breytt um stefnu. En þessar vonir hafa brugðizt. Eysteinn Jónsson virðist ekki ætla að verða eftirbátur fyrirrennara slns í þjónustunni við komm- únista. Þeir hafa sömu völd í Framsókn nú og í for- mannstíð Hermanns. Þau hörmulegu tíðindi, að foringjar Framsóknar- flokksins skuli ætla að fylkja liði sínu til stuðnings við kommúnista í kosningunum til. Alþýðusambandsins sanna það, að þjóðin getur hvorki treyst Framsóknar- flokknum til ábyrgrar afstöðu í innanlandsmálum, né heilinda í samstarfi vestrænna lýðræðisþjóða. VISIR Tilræðismenn dæmdir Þessir fimm herramenn hér á myndinni, sem eru reyrðir í handjárn reyndu fyrir ári síð- an að myrða de Gaulle Frakk- Iandsforseta, er hann ók eftir þjóðveginum frá París til sveit- arseturs síns í Comobey-les- Deux-Eglises. Höfðu þeir komið sprengju fyrir við vegarbrún, en svo tókst til, þegar bifreið forsetans ók framhjá sprengj- unni sprakk hún ekki, heldur brann með neistaflugi og var talið nálgast kraftaverki að forsetinn skyldi sleppa þannig ómeiddur frá tilræðinu. Nú í vikunni voru þessir fimm menn leiddir fyrir rétt og hittist einkennilega á, að um sama Ieyti slapp forsetinn i annað sinn með undraverðum hætti frá morðtilræði. Þeir voru dæmdir en fengu tiltölulega væga dóma. Á myndunum hér fyrir ofan eru þeir talið frá vinstri: Jean Rouviere sem bjó sprengjuna til, en varð það á að hafa efnasamsetningu henn- ar ranga. Þá kemur Armand Belvisi, í miðjunni er Henri Manoury sem var forsprakki samsærismannanna, þá kemur Martial de Villimande og loks Bernard Barbance. Saksóknari krafðist dauða- dóms yfir forsprakkanum en 20 ára fangelsis fyrir sökunauta hans, en dómurinn hljóðaði upp á 20 ára fangelsi fyrir Manouri en 10 og 15 ára fang- elsi fyrir hina. Sama daginn og dómur var upp kveðinn tiikynnti franska lögreglan, að hún hefði hand- tekið aðra fimm samsærismenn, þá sem stóðu að vélbyssutil- ræðinu við de Gaulle á dögun- um. Fjögur héraðsmót S j álf stæðismanna - iBönduós Sunnudaginn 2. sept. s.l. efndu Sjálfstæðismenn í Austur-Húna- vatnssýslu til héraðsmóts í hinu nýja félagsheimili á Blönduósi. Var mótið vel sótt og fór mjög vel fram. Samkomuna setti og stjórnaði Stefán A. Jónsson frá Kagaðarhóli. Dagskráin hófst með því að Guð- mundur Jónsson, óperusöngvarj, söng, einsöng, undirleik annaðist Fritz Weisshappel Þá flutti sr. Gunnar Gíslason, alþingismaður, ræðu. Síðan söng ■ frú Sigurveig Hjaltested, óperu- söngkona, einsöng. Þessu næst flutti prófessor Ólaf- ur Björnsson, ræðu. Fluttur var gamanleikurinn „Heimilisfriður“ eftir Georges Courteline og fóru með hlutverk leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Að leiksýningu lokinni sungu þau Guðmundur Jónsson og frú Siguryeig Hjaltested, tvísöng við undirleik Fritz Weisshappel Var ræðumönnum og listafólki ágætlega teki“ Lauk sfðan þess- ari samkomu með- dansleik. Sfðasliðinn laugardag efndu Sjálfstæðismenn á ísafirði til hér Héraðsmót á ísafirði 12346 : aðsmóts, er haldið var i Alþýðu I húsinu á staðnufn. Samkomuna setti og stjórnaði Eyjólfur Bjarnason, formaður Sjálfstæðisfélagsins á ísafirði. Dagskráin hófst með einsöng Guðmundar Jónssonar óperusöngv ara. Undirleik annaðist Fritz Weiss happei píanóleikari. Þá flutti Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra ræðu. Síðan söng frú Sigurveig Hjaltested, óperu- söngkona, einsöng. Þessu næst flutti Kjartan J. Jó- hannsson, aiþnigismaður, ræðu. Fluttur var gamanleikurinn „Heimilisfriður“ eftir Georges Courteline, og fóru með hlutverk- in leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Eftir leiksýningu sungu þau Guð mundur Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested tvfsöng við undirleik Fr Weisshappel. Var ræðumönnum og listafólk inu mjög vel fagnað. Var'mót þetta i hið ánægjulegasta og fór hið bezta fram. lirkjubæjar- klaustur Laugardaginn 8. september efndu Sjálfstæðismenn í Vestur-Skafta- f "'ssýslu ,til héraðsmóts, er haldið var í samkomuhúsinu að Kirkju- bæiarklaustri. Var mót þetta með fjölmennustu mótum, sem þarna hafi verið hald m Sótti það fólk víðsvegar að úr sýslunni. Samkomuna setti og stjórnaði Siggeir Björnsson, bóndi í Holti. Dagskráin hófst með því, að Kristinn Hallsson, óperusöngvari, söng einsöng. Undirléik annaðist Skúli Halldórsson, píanóleikari. Þá fiutti Sigurður Ó. Ólafsson, alþingismaður, ræðu. Síðan söng Þórunn Ólafsdóttir, söngkona, ein- söng. Þessu næst flutti Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra, reeðu. Fluttui var gamanleikurinn „Mótlætið göfgar" eftir Leonard White, og fóru með hlutverk leik ararnir Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir. Að leiksýningu lok- inni sungu þau Kristinn og Þórunn tvfsöng við undirleik Skúla Hall- dórssonar. Var ræðumönnum og listafólkinu mjög vel fagnað. Lauk síðan þess- ari samkomu með því að stiginn var dans fram eftir nóttu. Þótti héraðsmót þetta takast með ágæt- um op vera öllum aðilum til sóma Laugardaginn 1. sept. s. 1. héldu Sjálfstæðismenn á Ólafsfirð héraðs mót sitt f samkomuhúsi bæjarins. Var það vel sótt og fór hið bezta fram. Ræður á mótinu fluttu þe. Ing- ólfur Jónsson, landbúnaöarráð- herra, og Gísli Jónsson, mennta- ; skólakennari, og var gerður góður j rómur að máli þéirra. Á sunnudagskvöldið 2. sept efndu svj Sjálfstæðismenn á Dal- vfk einnig til .nnfagnaðar í sam komuhúsi sínu. Var mót þett® mjög fjölsótt og þótti takast með miklum ágætum. i Samkomuna setti og stjórnaf formaður Sjálfstæðis- Franíhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.