Vísir - 17.09.1962, Síða 10

Vísir - 17.09.1962, Síða 10
Klukkan kallar Framh. af bls. 9 tók að sér að geyma klukkuna ásamt bi;æðrum sínum þar. Þar er klukkan enn í dag og verður afhent. nýju kirkjunni á Mos- felli, þegar hún verður vígð. Sonardóttir Hrísbrúarbónda, El- inborg Andrésdóttir, býr nú á Hrísbrú, og þar tók ljósmynd- ari Vísis myndina af henni með hina sðgufrægu og sigursælu kirkjuklukku á dögunum. Þótt Mosfellingar töpuðu fyrstu orustunni í stríðinu fyrir kirkju sinni, hafa aldrei þagnað að fullu þær raddir, sem gerðu tilkall til þess að Mosfellskirkja yrði endurreist. Fyrir þremur árum andaðist hreppstjóri Mosfellssveitar, Stefán Þorláksson í Reykjahlíð, og kom í ljós, er erfðaskrá hans var opnuð, að þessu kirkjumáli var borgið. Stefán hafði alizt upp á Hrísbrú með gömlu kirkjuklukkunni og undir áhrifa mætti þeirra minninga, sem við hana og Mosfeliskirkju voru bundnar. Hversu máttug þau áhrif hafa verið, má bezt marka af því, að Stefán, sem var ó- kvæntur og barniaus stóreigna- maður, stofnaði með erfðaskrá sinni sjóð af þorra eigna sinna og skyldi verja honum til að endurreisa kirkju á Mosfelli Þar með var hið mikla tilfinn- inga- og metnaðarmál dalbú- anna komið f höfn. / Stefán lét eftir sig svo mikl- ar eignir, að tflið er að þær hrökkvi eigi aðeins fyrir bygg- ingarkostnaði, heldur og fyrir viðhaldi og reksturskostnaði kirkjuhússins í framtfðinni. Með al eigna þeirra, er Stefán arf- Ieiddi kirkjusjóðinn að, er gróðr arstöð, þar sem einvörðungu eru reektuð blóm og kirkjubygg ingarsjóður rekur f samvinnu við garðyrkjumann, og má þvi með sanni segja, að blómin leggi sitt af mörkum til kirkju- byggingarinnar. Á sl. ári var efnt til verð- launasamkeppni um teikningu að nýju kirkjunni og þrenn verðlaun veitt að tillögu dóm- nefndar, sem fjallaði um teikn- ingamar. Ekki var þó byggt eftir neinni verðlaunateikning- unni, heldur eftir teikningu, sem Ragnar Emilsson gerði Framkvæmdir við kirkjubygg- inguna hófust strax og klaki fór úr jörðu í vor. Nú hefur verið steyptur grunnur undir kirkj- una og verið er að slá upp fyr- ir kirkjuskipinu og kórnum. Nokkur hluti kirkjunnar er byggður inn f gamla kirkjugarð- inn. Þar kom upp töluvert mik- ið af mannabeinum. Þeim var öllum safnað saman f stóra kistu, sem grafin var undir kór- gólfi nýju kirkjunnar. Stjórn dánargjafar Stefáns Þorlákssonar skipa sóknarprest- urinn, sýslumaður og biskup landsins. Þá starfar og sérstök kirkjubyggingarnefnd, sóknar- presturinri, séra Bjarni Sigurðs- son, formaður, og sést af þvf, hve mikið hvílir á hans herðum við þetta endurreisnarstarf. Með honum eru f byggingar- nefndinni Jónas Magnússon safnaðarfulltrúi í Stardal. Ólaf- ur Þórðarson, sóknarnefndar- formaður Varmalandi, Ólaffa Andrésdóttir, húsfreyja, Lauga- bóli, og O’dur Ólafsson, lækn- ir, Reykjalundi. Mikil og almenn ánægja og áhugi ríkir fyrir þessari kirkju- smfði í Mosfellssveit, eins og allur aðdragandi þessa bygginp armáls gefur tilefni til, og mun vart ofmælt, að fáar nútfma- kirkjur á fslandi eigi sögulegr aðdraganda. Hin nýja kirkja á Mosfelli á að rúma 110 manns í sæti. Hún stendur á brekkubrún og sér þaðan yfir dalinn. Grunnflötur forkirkjunViar myndar þríhyrn- ing, forhliðin er þríhyrnd og allir fletir byggingarinnar þrí- hyrndir. Turninn verður 23 metra hár og víkur frá venju að því Ieyti, að hann rfs upp af austurenda kirkjunnar, það er að segja upp af kórnum. í samræmi við aðrar línur kirkj- unnar, er turninn þrístrendur og opinn að nokkrum hluta. ★ Hér verður nú settur punkt- ur. En byggingu Mosfellskirkju verður haldið áfram, unz hún verður fullgerð og vfgð, og gefst þá væntanlega tækifæri til þess að rekja þann kafla, sem enn er óskráður. Hér hef- ur óumdeilanlega gerzt sér- kennileg saga, og er að gerast „í henni speglast hjartsláttur dalsins", eins og séra Bjami á Mosfelli komst að orði, þegar við heimsóttum hann. E. Bj. Þurfum ekki Framhald af bls. 4. Rath: — Við eigum við þrjú megin vandamál að stríða. f fyrsta lagi að koma efnahagn- um á traustari grundvöll. í öðru lagi að halda uppi full- nægjandi landvörnum og í þriðja lagi að sjá fyrir mennt- un þeim þúsundum barna, sem flytjast til landsins á hverju ári. Þetta eru allt vandamál, sem ekki er séð fyrir endann á, því að við reiknum með stöðugum innflytjendastraumi í framtfðinni. — Hafið þið rióg landrými fyrir allt þetta fólk? Rath: — Tveir þriðju hlutar landsins er Negev eyðimörkin. Á henni búa aðeins 80 þúsund manns af tveim milljónum, sem eru f landinu öllu. Ef hægt er að rækta, þó ekki væri nema einhvern hluta þess svæðis, höfum við nóg land fyrst um sinn. Maron: Það er einmitt til þess, sem við ætlum að nota vatnið úr Galileuvatninu, sem hefur orsakað deilur við Sýr- land. REYKJAVÍK ER TÖFRANDI. — Hvað viljið þið segja um ísland eftir svo stutta við- kynningu? Rath: — Sem blaðamaður get ég fullyrt að okkar pressa gæti aldrei gert hluti eins og þið hafið gert hér, í sambandi við komu Ben-Gurions. Það er ótrúlegt en satt, að ykkar stærsta blað hefur nærri því eins mikla útbreiðslu og út- broiddasta blað okkar, þó að við séum meira en tíu sinnum fleiri. Maron: — Mér þykir það sér- lega merkilegt, að mér er sagt, að þið gefið út um 300 bækur á ári. Það er óskiljanlegt að þetta skuli vera hægt f svo fá- mennu landi. Ég var einnig mjög hrifinn af forsætisráðherr- anum Ólafi Thors. Hann er mjög sérstæður og skemmtileg- ur maður og auk þess hafði ég ekki hugmynd um að hár B. G. ætti svo skæðan keppinaut. Gordon: — Reykjavík er töfrandi borg. Þegar ég lít út um gluggann minn og sé öll þessi litskrúðugu og vel hirtu hús, kemst ég ósjálfrátt í gott skap. Þ’að er satt að segja ó- trúlegt hve Iítið ísland er framandi fyrir okkur, þó að við séum langt að. Ó. S. / Héraðsmót Framhald af bls. 8. félagsins, Egill Júlfusson, útg. m. Ræður á þessu móti fluttu Ingólf ur Jónsson, ráðherra, og Jónas G. Rafnar, alþingismaður. Var ræðu- mönnum mjög vel fagnað. Á báðum þessum héraðssamkom um var fluttur hinn ágæti gaman- leikur „Mótlæti göfgar“ eftir Leonard White, en með hlutverkin fóru leikararnir Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir. Enn fremur var til skemmtunar einsöngui og tvísöngur, en flytjend ur voru Kristinn Hallsson, óperu- söngvari, Þórunn Ólafsdóttir, söng kona og Skúli Halldórsson, píanó- leikari. Var listafólkinu sem ræðumönn unum mjög v'-' tekið á báðum þess um samkomum. ITALSKI BARINN OPÍNN í KVÖLD NEO-tnoið og Margit Calva Kl.l liBUilW GLAUMBÆR I kvöld leikur Glaumbæjartríó. Dinner - og dansmúsik. - Komið og látið yður líða vel. GLAUMBÆR SKRIFSTOFUR VORAR ERU FLUTTAR AÐ LAUGAVEGI178 TRYGGING hf. SIMAR 15434 - 16434 - 24496 - 24497 - 38280 ATVINNA Járniðnaðarmenn og aðstoðarmenn óskast strax. Vélsmiðjan Héðinn BIFVÉLAVIRKI \ eða maður vanur bifreiðaviðgerðum, óskast. Einnig maður vanur rafsuðu. i Bifreiðasföð Sfeindérs Sími 18585. RÖSKUR sendisveinn óskast. Vinnutími 8,30 til 12 f. h. Upplýsingar í prentsmiðjunni Laugaveg 178. Dagbldðið Vísir

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.