Vísir - 17.09.1962, Side 16

Vísir - 17.09.1962, Side 16
Mánudagur 17. septen KULDAKAST Mikið kuldakast gerði um alit land um helgina. Mesta frost var f Mý- j vatnssveit G stig. Á Akureyri var 3 | st. frost í nótt, en í morgun var kominn 5 st. hiti. RéttinduSnusir og drukkn- ir í stolnum bíl Lögreglan i Reykjavík tók þó nokkra ölvaða ökumenn um síð- ustu helgi og þ.á.m. menn sem ekki höfðu réttindi til aksturs. í nótt voru tveir ungir sjómenn teknir í stolinni bifreið. Við at- hugun kom einnig f ljós að auk þess sem þeir höfðu stolið farar- tækinu, vora þeir í senn drukknir og réttindalausir. Þá viðurkenndu þeir að hafa þá rétt áður hlaupizt Stórbruni — Framhald af bls. 1. að dælan var biluð hjá slökkviliðs- bflnum úr Reykjavík, svo að það varð að síma eftir öðrum bíl. Þessi bið varð örlagarík, því að eldurinn magnaðist óðfluga og báðar hlöð- urnar brunnu ásamt fjósinu. Eld- urinn var byrjaður að læsa sig í þakskegg íbúðarhússins. En slökkvi liðinu tókst að verja það svo, að það má teljast óskemmt. Slökkvi- liðið úr Reykjavík hélt heimleiðis upp úr miðnættinu en slökkvilið- ið frá Álafossi vann f alla nótt og fram eftir morgni. Ég fór með tvö yngstu börnin á næsta bæ, Skraut- hóla,“ sagði Guðrún að lokum, „þegar verst leit út. En til allrar hamingju tókst að verja íbúðar- húsið og við erurp þar nú öll. Við höfum orðið fyrir miklu tjóni, sem erfitt er að bæta. En við færum ölium innilegar þakkir, sem lögðu hart að sér í nótt við björgunar- starfið og björguðu því sem bjarg- að varð.“ Samkvæmt upplýsingum frá á brott frá leigubílstjóra eftir að I hafa ekið drjúglengi með honum og skulduðu honum 250 krónur. Þeir voru fluttir í fangageymsluna. Um helgina voru a.m.k. þrír aðr ir ökumenn teknir fyrir ölvun við akstur. Einn þeirra var aðeins 16 ára gamall og þar með réttinda- laus. • • Orendur götu Undir kvöld s.I. Iaugardag fannst örendur maður á götu í Klepps- holtinu. Maður þessi, Magnús Jónsson, Kambsvegi 7, hefði orðið 73 ára gamall í dag, ef honum hefði enzt aldur til. Hann hefur um nokkurt skeið kennt hjartabilunar, sem heldur hefur ágerzt með aldrin- um. Síðdegis á laugardaginn hafði hann á orði að skreppa til bróð- ur síns, sem býr á Hrafnistu, en hann komst aldrei alla leið og hef- ur hnigið út af fljótlega eftir að hann fór að heiman. Strax og Magnús fannst var hann fluttur í Slysavarðstofuna og var hann þá örendur. Myndin sýnir hinar fáu hræður, — auða Lækjargötuna á útifundi kommúnista í gær. ÖMURLEGUR ÚTIFUNDUR Slökkviliðinu í Reykjavík háði vatnsskortur björgunarstarfi þess í Sjávarhólum, auk þess sem dælan bilaði, og dælan hjá slökkviliðinu frá Álafossi stöðvaðist nokkrum sinnum vegna slýs og óhreininda úr vatninu, sem settist í hana, en vatninu mun hafa verið dælt upp úr skurði. Um þessa helgi efndu komm- únistar eða hin svo kölluðu samtök hemámsandstæðinga til einnar hópgöngu enn og úti- fundar í Lækjargötu. Hefur aidrei sézt fámennari og ömur- legri samkoma og er svo að sjá, að þessi samtök séu að liðast í sundur vegna algers áhugaleysis. Hópganga kommúnista hófst við Þinghól í Kópavogi og flutti Sverrir Kristjánsson þar ávarp yfir örfáum hræðum. Síðan var arkað í bæinn og var hópurinn svo fámennur, að vegfarendur héldu í fyrstu er þeir sáu hann, að þetta væri aðeins hópur sem safnazt hefði saman til að horfa á bílslys eða eitthvað þess hátt- ar. Áfram var haldið pislargöngu kommúnista og loksins niður Bankastræti og til Miðbæjar- skólans. Ekki höfðu fleiri bætzt í hópinn en svo, að alls munu um 200 manns hafa staðið í hæðingnum við Tjörnina og hlustað á innihaldslausar ræður kommúnistanna. Ben Guríon á heimleii Bauð Ólafi Thors í opinbera heimsókn fil ísraels Eins og áður hefur komið fram David Ben-Gurion forsætisráð- herra hélt heimleiðis í morgun með farþfegaþotu frá ísraelska flugfélaginu E1 Al. Upphaflega átti að leggja upp frá Keflavíkurflug- velli kl. 10, en þotunni, sem kom frá New York, seinkaði lítið eitt, og þess vegna tafðist brottförin í í morgun þegar Pósthúsið opnaði hafði allmikil biðröð safnazt saman við anddyrið og voru menn komnir til að kaupa nýju Evrópufrímerkin. Áhuginn fyrir þessum nýju merkj- um var minni en í fyrra, en þó munu frímerkjasafnarar telja þessi eins og önnur Evrópu- merki í tölu betri merkja til söfnunar. Minni eftirspurn eftir frímerkjum Póst- og simamálastjðri skýrði blaðinu svo frá í morgun, að niiklu minni eftirspum erlendis frá væri el'tir Evrópufrímerkj- unum núna en i fyrra. Ekki hefur verið tekið saman hve mikið það er, en hann telur að það muni jafnvel ekki ná helm- ingi þess sem þá var. ÁstEsðan fyrir hinni miklu eftirs^urn í fyrra var sú, að gefið var upp að upplag væri ein milljón og var ekki hægt að breyta því eftir að farið var að selja þau. Hefði það verið gert, hefði póststjórnin verið skaðabótakræf frá aðilum sem keyptu merkin í þeirri trú að þau yrðu ekki nema milljón. Það ráð • hefur verið tekið núna að gefa ekki upp hve mikið er prentað og er þá hægt að bæta við upplagið eftir því sem þörf krefur, auk þess sem upplagið er meira en það var í fyrra. Mikið' var að gera á póst- stofunni í morgun og hafði nokkur biðröð myndazt klukkan níu. Virðist eftirspurnin innan- lands ekki vera minni en í fyrra. rúman klukkutíma. Áður hafði ver- ið gert ráð fyrir því, að Ben- Gurion færi héðan í gærmorgun, en brottförinni var frestað sam- kvæmt hans eigin ósk. Hann ósk- aði eftir að fá að hvíla sig hér í einn dag fyrir heimferðina, en hann hefur verið á stanzlausu mánaðarferðalagi um öll Norður- löndin fimm. Forsætisráðherrann lagði af stað ásamt föruneyti sinu frá Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu laust fyrir kl. 9 í morgun og ók til Keflavíkurflugvallar, en Ólafur Thors fylgdi hinum tignu gestum sínum til flugvallarins og kvaddi þá þar. Hinni opinberu heimsókn for- sætisráðherrahjónanna frá ísrael lauk á laugardagskvöld, og þá bauð Ben-Gurion Ólafi Thors f op- inbera heimsókn til ísraels, og hef- ur hann þekkzt boðið. Gerðist þetta í kvöldverðarboði ísraelsku forsætisráðherrahjónanna í Þjóð- Ieikhúskjallaranum, en við sama tækifæri var einnig skipzt á gjöf- um. David Ben-Gurion hlaut að gjöf Ijósprentað eintak af Flateyj- arbók, en kona hans, frú Paula, hlaut sijfurafsteypu eftir Leif Kal- dal af hinni frægu Þórsstyttu, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni. Dótt- ir þeirra hjóna fékk að gjöf kera- mikmuni eftir frú Steinunni Mar- teinsdóttir. Ben-Gurion gaf Ólafi Thors 2200 ára gamalt skrautker í olíuviðarskríni, en frú Paula gaf frú Ingibjörgu Thors skál með skjaldarmerki Israel og áletrun frá Paulu Ben-Gurion. í blaðafregnum, hefur heimsókn Ben-Gurions tekizt mjög vel í alla staði, enda hefur hann unnið hug og1 hjarta allra með Ijúfmannlegri framkomu sinni. Umferðar- óhöpp Umferðarslys varð hjá Kiðafelli í Kjós um helgina. Bifreið lenti þar út af vegin um og bæði ökumaður og far þegi hans meiddust eitthvað, en ekki neitt að ráði að talið var Þá varð 5 ára stúlkubarn fyrn bifreið móts við Sólheima 30, en mun ekki hafa slasazt alvarlega. í gær var ekið á kind við Sili urtún og varð að aflífa hana eftn ákeyrsluna. Dogsbrún Framhald af bls. 1 sem var eitt traustasta virki komm únista fyrir aðeins nokkrum árum Þá var kjörið í Múrarafélaginu í gær og fengu lýðræðissinnar 114 atkvæði, en kommúnistar og Fram sókn aðeins 53 atkvæði. Hefir fylgi þeirra aldrei verið minna í þessu félagi. Áskrifendur á Akureyri Áskrifendasöfnun Vísis hefúr staðið yfir að undanfömu á Akureyri og eru áskrifendur nú orðnir um 350. Blaðið er borið út tii kaupenda á kvöldin og vantar böm eða fullorðið fólk til að bera það út. Afgreiðsla Vísis á Akureyri er hjá Nýju sendibílastöðinni við verzlunina Höfn og er síminn 2395. Nýir áskrifendur, sem fá blaðið ekki með skilum, eru beðnir um að láta vita um það í síma afgreiðslunnar. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.