Tölvumál - 01.12.1996, Page 14
TÖLVUMÁL
Framtíðarsýn í upplýsingatækni
Erindi flutt á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um
Nettengda Framtíð 12. september 1996
Eftir Frosta Siauriónsson
Hvert stefnir
upplýsingatæknin
Tækniframfarir í upplýsinga-
tækni eru með ólíkindum
hraðar og ekkert óeðlilegt að
menn spyrji sig hvar þetta endi
allt saman. Það er sama á hvaða
sviði upplýsingatækni gripið er
niður: Inntak, geymsla, vinnsla,
úttak, samskipti eða miðlun,
afköst og möguleikar aukast
sífellt. Nú er ekki eingöngu hægt
að geyma upplýsingar á texta og
töluformi heldur er þróunin í þá
átt að tölvurnar geta tekið við
flestu því sem maðurinn getur
skynjað og geymt það á stafrænan
hátt.
Nú er þekking mannsins á
hraðferð inn í tölvurnar, allar
bækur, myndir, málverk og
tónverk verða komin á stafrænt
form á næstu árum. Framfarir í
geymslugetu hafa verið miklar og
ekki er séð fýrir endan á þeirri
þróun. Við erum komin langan
veg frá gataspjöldunum góðu, nú
taka geisladiskar 630 mbæti og er
búist við að geymslugeta þeirra
muni margfaldast á næstu árum.
Vinnslugeta örgjörvanna hefur
aukist svo hratt að ef sama þróun
hefði orðið í rafgeymatækni
gætum við keyrt á rafmagnsbíl í
vinnuna á rafhlöðu sem væri á
stærð við krónupening. Stöðugt
berast fréttir af nýjungum í gerð
örgjörva og búast má við að þeir
verði í æ meiri mæli notaðir til að
leysa verkefni sem mannsheilinn
hefur einn ráðið við til þessa.
Gagnaflutningsgeta vex líka hratt.
Til að gera sér betur grein fyrir
þróuninni má líkja flutningsgetu
innhringisambands með 9600
baud módemi við gangstétt en
upplýsingahraðbrautinni sem
byggir á ljósleiðaratækni við 26
kílómetra breiða hraðbraut.
Tveggja tíma sjónvarpsefni
verður hæglega hægt að koma til
skila á nokkrum sekúndum.
Framfarir tölvanna í tjáskiptum
hafa einnig verið hraðar. Fyrst
gátu þær eingöngu tjáð sig með
ljósablikki, síðan prentun á skjá
eða prentara, svo á myndrænan
hátt, og nú eru þær farnar að geta
talað sæmilega og jafnvel birt
okkur heila sýndarveröld sem er
farin að nálgast raunveruleikann
æ meir. A næstu árum má búast
við því að tölvutækni, sjónvarp
og símtækni muni renna saman í
eitt tæki „þarfasta þjóninn" sem
allir, sem ráð hafa á, muni bera
með sér rétt eins og GSM síma í
dag.
Höfundar vísindaskáldsagna
láta hugann reika um hvar þetta
geti endað. Ein skemmtileg
smásaga segir frá því þegar
afkomendur okkar eru búnir að
setja alfa þekkingu jarðarinnar
inn í öflugustu tölvu sem til er og
spyrja hana spurningarinnar sem
brunnið hefur á vörum þúsunda
kynslóða: „Er Guð til?“ og tölvan
svarar djúpri röddu „Já, nú er
hann til!“.
Netvæðing tölva hefur tekið
stóran kipp með tilkomu
Internetsins. Mín skoðun er sú að
þessi þróun muni hafa víðtæk
áhrif á viðskiptalíf og þjóðfélagið
almennt á næstu árum. Tími og
rúm hefur skroppið saman með
tilheyrandi lækkun kostnaðar.
Þörf fyrir milliliði, sem ekki eru
að auka verðgildi vöru eða
þjónustu, mun hverfa að miklu
leyti. Nýjar leikreglur eru að
mótast og það verða tækifæri fyrir
nýja sigurvegara. Islendingar eiga
hér jafn mikla möguleika og aðrir
á að hasla sér völl á þessum nýja
leikvelli viðskiptalífsins. Fjar-
lægðin og smæðin skiptir ekki
svo miklu máli, heldur aðgang-
urinn að veraldarvefnum, vonum
bara að hann verði alltaf nægur.
Nú þegar fara 20% allrar
verslunar í Bandaríkjunum í
gegnum póstlistafyrirtæki af
einhverju tagi. Þar í landi kaupa
menn jafnt traktora sem hálsbindi
í gegnum póstinn. Verslun á
Internetinu mun fara vaxandi.
Hugbúnaður mun í æ meira mæli
verða seldur beint frá framleið-
anda til notanda Pantanir,
greiðslur og afhendingar verða
um Internetið. Áþreifanlegar
vörur verða einnig pantaðar beint
frá framleiðanda og greiddar um
Internetið. Hlutverk bögglapóst-
fyrirtækja sem koma vörunni
beint frá framleiðanda til neyt-
14 - DESEMBER 1996