Tölvumál - 01.12.1996, Side 18
■ ®'
T
Ö L V
U
Á L
4IÁ
ingatækni er brýnt verkefni og
forsenda þess að á Islandi dafni
öflugur upplýsingaiðnaður.
Upplýsingatækni opnar sí-
menntun og sjálfsnámi almennt
nýjar víddir sem ekki takmarkast
af búsetu. Styðja þarf við rann-
sóknir og þróun á sviði upp-
lýsingatækni. Einnig skal standa
vörð um íslenska tungu í upp-
lýsingasamfélaginu og nýta upp-
lýsingatæknina til fræðslu og
kynningar á íslenskri menningu
og til varðveislu menningar-
verðmæta.
Heilbrigöismál
Auka þarf möguleika almenn-
ings til að axla ábyrgð á eigin
heilsu. I þeim tilgangi verður
settur upp gagnabanki með
upplýsingum um heilbrigða lifn-
aðarhætti, forvaxnir, möguleika til
sjálfshjálpar og önnur heilsu-
farsmál. Einnig þarf að gefa
almenningi kost á að reka ýmis
erindi við heilbrigðiskerfið gegn-
um tölvunet.
Tölvuvæðing heilbrigðisstofn-
ana er mislangt á veg komin.
Byggja þarf upp samhæfð og
samræmd upplýsingakerfi sem
gera þeim kleift að vinna saman
sem ein heild. Fjarlækningar eru
fýsileg leið til þess að jafna að-
gengi að heilbrigðisþjónustu.
Fjarskipti
Eitt mikilvægasta verkefnið sem
stjórnvöld standa frammi fyrir
vegna upplýsingasamfélagsins er
að tryggja greiðan aðgang að
öflugu gagnaflutningskerfi innan-
lands og til útlanda. Öryggi
kerfisins og flutningsgeta þarf að
vera fullnægjandi.
Koma þarf á frelsi í fjarskipt-
um, opna aðgang að opinberum
dreifikerfum og skapa skilyrði
fyrir aukna samkeppni.
Efla skal samkeppnisstöðu
íslands með aðgangi landsmanna
að fjarskiptakerfum heimsins á
samkeppnishæfu verði.
Fjölmiðlar
í upplýsingasamfélagi gegna
fjölmiðlar stærra hlutverki en áður.
Búast má við mikilli alþjóðlegri
samkeppni á sviði fjölmiðlunar.
íslenskum íjölmiðlum þarf að
skapa starfsumhverfi sem geri þeim
kleift að taka virkan þátt í sam-
keppni á alþjóðavettvangi. Tryggja
þarf frjálsa samkeppni á sviði fjöl-
miðlunar og endurmeta hlutverk
Ríkisútvarpsins.
Samgöngu- og ferðamál
Með tilkomu upplýsingatækni
opnast nýir möguleikar til að
bæta upplýsingamiðlun til lands-
manna og auka þannig öryggi
þeirra í samgöngum. Komið
verður upp samræmdu upp-
lýsingakerfi um samgöngu- og
umhverfismál í þessum tilgangi.
Einnig verður settur upp
upplýsingabanki fyrir ferðaþjón-
ustu þar sem hægt verður að
nálgast upplýsinga um ferða-
þjónustu á íslandi, veður, færð,
siglingaleiðir og þess háttar.
Löggjöf
Vegna upplýsingatækninnar
og þeirra breytinga sem hún hefur
í för með sér þarf að aðlaga
íslenska löggjöf breyttu umhverfi.
Breytingarnar snúa m.a. að
höfundaréttindum, skattamálum,
tollum og rafrænum skjölum.
Endurskoða þarf meiðyrða- og
hegningarlög, lög um tjáningar-
og prentfrelsi, lög um fjarskipti,
persónuverndarlöggjöf og reglur
um gögn í heilbrigðiskerfi.
Siðferði
Stuðla ber að útbreiðslu
hugbúnaðar og annarra varnar-
vopna sem fólk getur notað til að
takmarka öflun og móttöku efnis
á tölvutæku formi sem bersýni-
lega grefur undan almannaheill.
Stofnuð verði siðanefnd um
upplýsingatækni á íslandi og
stuðlað að því að starfsstéttir og
stofnanir setji sér siða- og
notkunarreglur.
Framkvæmd stefnu
Forsætisráðuneyti mun fara
með yfirstjórn þeirra þátta sem
lúta að heildarsýn yfir fram-
kvæmd stefnunnar. Ráðuneytin
munu móta varanlegan farveg
fyrir framkvæmd stefnunnar t.d.
með því að koma upp virkum
vinnuhópum um upplýsinga-
samfélagið.
Komið verður upp tölvu-
þingum fyrir bein skoðanaskipti
og upplýsingamiðlun til almenn-
ings. Ríkisstjórnin mun koma
upp sérstökum fjárlagaliðum
innan ráðuneyta til verkefna á
sviði upplýsingatækni og beita
sér fyrir því að sjóðir atvinnulífs
og rannsóknarsjóðir veiti auknu
fé til verkefna á sviði upplýsinga-
tækni.
Forgangsverkefni
í framkvæmd stefnunnar hafa
verið skilgreind þrjú forgangs-
verkefhi. Þau eru:
- Átak á sviði menntamála
sem stuðlar að auknu tölvulæsi.
- Flutningsgeta- og flutnings-
öryggi tölvutækra upplýsinga
verði fullnægjandi.
- Útboðsstefnu ríkisins verði
framfylgt við kaup á hugbúnaði
fyrir ríkisstofnanir og ráðuneyti.
Guðbjörg Sigurðardóttir
er tölvunarfræðingur
18 - DESEMBER 1996