Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 11
V í SIR . Mánudagur 29. október 1962. rt Neyðarvaktin, sími 11510, hvern virkan dag, nema laugardaga kl. 13-17. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin virka daga kl. 9—7, laugar- daga kl. 9 — 4, helgidaga kl. 1—4. Apótek Austurbæjar er opið virka daga kl. 9-7, laugardaga kl. 9-4 Næturvarzla vikunnar er 28. — 3. nóvember í Vesturbæjarapóteki (sunnud. í Apóteki Austurbæjar) Ymislegt Nú nýlega afhenti frú Bjarnfríð- ur Sigurðardóttir Vatnsnesi, Kefla- vík Sjálfsbjörg, dandsambandi fat- laðra, gjöf að upphæð kr. 5000 til minningar um Fal Sigurgeir Guð- mundsson skipstjóra í Keflavík. Sjálfsbjörg færir gjafenda beztu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf Faiúr^Sígúrgeir Guðmundsson skip stjóri var einn af stofnendum og fyrsti formaður Sjálfsbjargar í Keflavík. Stofnun kvilunyndaklúbbs æsku- fólks I Tjarnarbæ. Æskulýðsráð Reykjavíkur og Filmía hafa á- kveðið að beita sér fyrir stofnun sérstaks kvikmyndaklúbbs fyrir æskufólk 12 ára og eldra. Markmið ið er, að í klúbbi þessum verði ungu fólki gefinn kostur á því að sjá úrvalskvikmyndir frá ýmsum tímum og löndum og auk þess verði veitt. fræðsla um kvikmynda- gerð og kvikmyndaleik. í vetur mun klúbburinn hafa tíu sýningar á laugardögum í Tjarnarbæ, og eru fjórar þær fyrstu þegar ákveðnar. Æskufólk getur ritað sig í klúbb- inn daglega í Tjarnarbæ frá kl. 4-7 e. h. Klúbbgjald fyrir veturinn verð ur kr. 25,00. en aðalfundur klúbbs- ins mun verða haldinn innan skamms og þá fjallað nánar um starfsemi hans. irinái liin lapp" §ræðsiia éræfoeina Hið íslenzka náttúrufræðifélag hefur vetrarstarfsemi sína með - fundi í 1. kennslustofu háskólans • mánudaginn 29. október kl. 20,30. Þar mun dr. phil. Sturla Friðriks- son, erfðafræðingur, flytja erindi, er hann nefnir: Úr gróðursögu ís- lands og uppgræðslu öræfanna. — Eins og kunnugt er, hefur dr. ' Sturla Friðriksson að undanförnu • fengizt við að rannsaka gróður og uppgræðsluhorfur á hálendi Is- 'lands. Einn meginþáttur í þessum rannsóknum er sýning grasa í af- • girta reiti og samanburður á' •• sprettu þeirra á hálendi og lág- j lendi. Erindið mun m. a. fjalla um, athyglisverðan árangur af þessun: . tilraunum. Fyrirlesarinn mun ræða uppgræðslumálin í Ijósi gróðurski! , yrða og rekja í því sambandi : nokkra þætti úr gróðursögu. Vetrarstarí Æskulýðs- ráðs að hefjast Vetrarstarf Æskulýðsráðs Reykja víkur er að hefjast. Hefur borg- arstjórn kosið fulltrúa í nýtt æsku lýðsráð samkvæmt nýrri reglugerð fyrir Æskulýðsráð Reykjavíkur. Formaður og fulltrúi borgarstjóra er Baldvin Tryggvason, framkvstj. Varaform. er Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. Aðrir í Æskulýðsráði eru: Bjarni Beinteinsson lögfræð- ingur, Auður Eir Vilhjálmsdóttir cand. theol., Bendt Bendtsen for- stjóri, Böðvar Pétursson verzlun- armaður, Eyjólfur Sigurðssón prent ari. Ennfremur munu taka þar sæti tvö ungmenni, stúlka og piltur. Framkvæmdastjóri er séra Bragi Friðriksson. Starfsemin er nú að hefjast á ýmsum stöðum í bænum. I tómstundaheimilinu að Lindar- götu 50 verður starfað alla daga, og geta unglingar 12 ára og eldri tekið þátt f þessum viðfangsefn- um: Ljósmyndaiðja, mánud.-fimmtu daga kl. 7,30 e. h. Bast-, tága og perluvinna, þriðjudaga kl. 7 e. h. Bein- og hornvinna, mánudaga kl. 7 e. h. Leðuriðja, þriðjudaga kl. 7 e. h. Taflklúbbur, fimmtudaga kl. 7,30. Málm- og rafmagnsiðja, þriðjudaga kl. 7,30. Frímerkjasöfn- un, miðvikudaga kl. 6 e. h. Fiski- næktarkynning, þriðjudaga kl. 6 e. h. Flugmódelsmíði, fimmtudaga kl. 7,30. Kvikmyndasýningar fyrir börn 11 ára og yngri, laugard. kl. 4 e. h. „Opið ús“ 12 ára og eldri, laugard. kl. 8,30. I tómstundaheim ilinu við Bræðraborgarstíg 9, 5. hæð gefst kostur á margs konar fönduriðju, íeiklistaræfingum, kvik myndafræðslu, skartgripagerð o. fl. Auk þess verður efnt til skemmti- starfsemi. Nánari upplýsingar og innritun þriðjudaga og föstudaga á staðnum kl. 4. I Háagerðisskóla verður í samvinnu við sóknarnefnd starfað að bast-, tága og leður- vinnu mánudaga og miðvikudaga kl. 8,30. Upplýsingar og innritun á staðnum á sama tíma. Einnig verða þar kvikmyndasýningar fyrir börn á laugardögum kl. 3,30 og 4,45 e. h. I kvikmyndasal Austurbæjarskól ans verður kvikmyndaklúbbur fyr- ir börn sunnudaga kl. 3 og 5 e. h. í Áhaldahúsi borgarinnar við Skúla tún verður trésmíði pilta. Upplýs- ingar og innritun á staðnum mið- vikud. kl. : e. h. í viðgerðarstofu Ríkisútvarpsins, Sænska frystihús- inu, verður radíó-vinna miðviku- daga kl. 8,15 e. h. Klúbbstarfsemi: Leikhús æskunn ar. Félag fyrir áhugafólk 16 ára og eldra um leiklist. Klúbbfundir og innritun á miðvikudögum kl. 8,30 e. h. að Lindargötu 50. Leik- sýningar fara fram í Tjarnarbæ. Fræðafélagið Fróði. Málfundir á fimmtudögum. Ritklúbbur æsku- fólks. Fundir annan hvern föstud. kl. 8 að Lindargötu 50. Vélhjóla- klúbburinn Elding. Klúbbur fyrir eigendur vélhjóla, vikulegir fundir, hjólreiðaæfingar, fræðsla um um- ferð, hjálp 1 viðlögum og meðferð vélhjóla. Kvikmyndaklúbbur æsku- fólks. Fræðsla um kvikmyndir og sýningar úrvalsmynda. Starfsemin fer fram í Tjarnarbæ. Tilkynnt verður siðar um störf annarra klúbba. Æskulýðsráð vinnur að ýmsum málum, og munu verða birtar fréttir af þeim síðar. Útvarpið Mánudagur 31. október. Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Varnaðarorð: Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi talar um fyrstu hjálp á slysstað. 20.05 Göngulög. 20.20 Kvöldvaka. 21.45 íslenzkt Saga Rotchild-ættarinnar eftir mál (Dr Jakob Benediktsson) 22.10 Frederick Morton, I. (Hersteinn Pálsson ritstjóri þýðir og flytur). 22.30 Næturhljómleikar. 23.10 Dag- skrárlok. Árnað heilla Á laugardaginn voru gefin sam- an í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Ingibjörg Mar- gréta Ragnarsdóttir og Kristinn Óli Kristinsson bifreiðasmiður. Heim- ili þeirra verður að Mjósundi 16, Hafnarfirði. Fundahöld Fundur verður haldinn í Kven- stúdentafélagi íslands á morgun, þriðjudag 30. október i Þjóðleik- húskjallaranum kl. 8,30 e. h. For- maður félagsins, Ragnheiður Guð- mundsdóttir læknir, segir frá fé- Iagsskap amerískra menntakvenna. Önnur mál. Stjörnuspá morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú ættir að vera varkár við það sem þú segir eða skrifar í dag. Sérstaklega á það þó við ef þú skrifar til fjarlægra staða á landinu eða til útlanda. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þrátt fyrir að talsverð tilhneig- ing sé hjá maka þínum og nánum félögum til að ræða um fjármálin við þig í dag, þá ættirðu að fær- ast undan ákvörðunum í þeim efnum nú. Tvíburamir, 22. mai til 21. ,'ání: Allt bendir til að hreyfing ætti að komast á á vinnustað þínum varðandi viðurkenningu annarra á vel unnum störfum þlnum. Dagurinn hagstæður til góðra afkasta. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Góðar fréttir varðandi fjármálin varpa ánægjulegu ljósi yfir dag- inn. Bréfaviðskipti við fólk út á landsbyggðinni eða i fjarlægum Söfnin Arbæjarsafn lokað nema fyrir hópferðir tilkynntar áður i slma 180'" Bæjarbókasafn Reykjavíkur Sími 12308. Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A: Utlánadeild opin 2-10 alla daga nema laugardaga 2-7 og sunnu- daga 5-7. Lesstofan er opin 10-10 alla daga nema laugardaga 10-7 og sunnudaga 2-7. Utibú Hólmgarði 34: opið 5-7 alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Útibú Hofsvallagötu 16: opið 5.30-7.30 alla daga nema laugar- daga og sunnudaga. Tímarit Æskan, októberblað þ. á., er komið út. Efni m. a.. Tryggð eftir Björnstjerne Björnson, Davíð Copp erfield, framhaldssaga eftir C. Dickens, Listafólk Þjóðleikhússins (Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyj- ólfsson), Barnavinna, Pólland, 24. október, Ár i heimavistarskóla, Æska mín eftir Shirley Temple, Steinninn í götunni, Kínversk kfmni, Hvað fæ ég að lesa fyrir næstu jól?, Tóbak, Safnar högg- ormum, auk þess fjöldi smágreina, þrauta, mynda o. fl. löndum undir góðum afstöðum Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Rómantíkin er undir nokkuð hag- stæðum áhrifum í kvöld en gæti orðið nokkuð afdrifarik þeim sem óbundnir eru ef ekki er farið að með gát. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú ættir ekki að Iáta freisting- arnar leiða þig 1 gönur varðandi þá hluti, sem þér finnst þig vanta á heimilinu. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú ættir að taka þvl með ró ef þú skyldir þurfa að aka bifreiðum I dag. Láttu gjallarhorn óþolin- mæðra ökuþóra ekki setja þig úr jafnvægi. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Fjármálin eru nú undir talsverð- um áhrifum plánetanna og hent- ugt væri fyrir þig ef hægt væri að taka til endurskoðunar útgjöld fjölskyldunnar og draga úr þeim ef hægt er. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Máninn . þínu merki bendir til þess að þú eigir nú auðvelt með að eiga frumkvæðið að hlut- unum og getir stjórnað öðrum, sem undir þig eru komnir. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú ættir að sinna þeim verkefn- um, sem eru komin að lokastigi afgreiðslunnar, fremur en að hefja ný verkefni. Heimsókn til sjúkra kunningja vel til fallin í kvöld. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú ættir að forðast dýrt fé- lagslíf í kvöld eftir því sem kost- ur er á, en velja þér hins vegar einhverja ódýra dægrastyttingu. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þú ættir að halda þig að venju- legum viðurkenndum aðferðum við störf þín í dag fremur en að reyna eitthvað nýtt sem gæti brugðið til beggja vona. ' „Hvernig líður Inace, Victor. „Ég veit það ekki ennþá, Stella. „Við komum Campbell alveg ekki hvað hann á að halda“ Á ég að taka öll hin hlutverk Við sjáum nú til“. úr jafnvægi, svo að hann veit „Nú verður stórslys .. hennar?" Tsa* Copyright P. I. B. Bo* 6 Cooenhogen u\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.