Vísir - 14.11.1962, Blaðsíða 15
VÍSIR . Miðvikudagur 14. nóvember 1962.
(5
fá greidda reikninga sína.
Karólína bað de Tourville að
fara í bankann og kom hún með
þær fréttir, að eftir væru að-
eins 50 pund af innstæðunni,
og nánustu ættingjar hins fallna
sjóliðsforingja gætu ekki vænzt
neinna eftirlauna frá brezku
krúnunni, þar sem hann hafði
ekki verið enskur ríkisborgari.
En svo hefði komið í ljós, að í
hans hlut félli herfangshluti —
sem nam að verðmæti 150 pund-
um.
— Það, sem þér nú eigið,
Karólína, nemur því aðeins 130
pundum, og systir yðar á 85
pund. Ef þér notið peningana til
lífsviðurvistar mun brátt ekkert
verða eftir. Hið hyggilegasta
væri, ef þið systurnar keyptuð
aitthvert smáfyrirtæki, t. d.
verzlun...
Og hún dró upp úr vasa sín-
um samning um kaup á hatta-
verzlun nokkurri fyrir 140 pund.
— Systir yðar leggur allt sitt
fé í fyrirtækið, en þér eigið 25
pund eftir. Sölubúðinni fylgir
lítil íbúð. Réttast væri, að við
flyttum þangað undir eins. Við
gætum enda haft ráð á að hafa
þernu. En við verðum að fara
hið allra fyrsta úr þessu gisti-
húsi, því að ef við yrðum hér
áfram, stæðum við uppi slyppar
og snauðar mjög fljótlega.
Karólína skrifaði undir sinnu-
leysislega, án þess að athuga
plaggið nánar. Og hún féllst á
að selja vagn sinn, til greiðslu á
lokareikningi gistihússins.
Morgun nokkurn var vagni
ekið að litlu grænmáluðu húsi í
Morgan-stræti. Karólína horfði
áhugalaus á hattana á afgreiðslu
borðinu, heilsaði fyrrverandi
eiganda, gildvaxinni konu, sem
flutzt hafði til Englands sem
flóttakona, og var þar næst boð-
ið inn í lítið, dimmt herbergi
inn af sölubúðinni. Herbergið
var gluggalaust. í því voru tvö
rúm, annað ætlað Louise og de
Tourville, hitt Karólínu.
Karólína hallaði sér út af á
rúminu. Hún var þreytt og lasin.
Síðar um daginn varð að sækja
lækni. Karólína hafði' raunar
verið sárlasin seinustu daga og
nú gat hún ekki dregið lengur
að segja Louise og de Tourville
að hún væri ófrísk. Hún gaf
þeim í skyn, 'að hún og Georges
hefðu verið saman í marz.
Nokkrum mánuðum áður hefði
Karólína látið reka á reiðanum
og lofað öllu að hafa sinn gang
án þess að hafast neitt að, en
nú varð hún brátt áhuga- og
atorkusöm. Hún leitaði uppi ljós
móður og spurðist fyrir um hver
kostnaður myndi verða af dvöl
hjá henni mej^n hún lægi á
sæng. Samdist með þeim, að
hún skyldi greiða henni 8 pund.
Karólína hugði, að hún gæti var
ið 25 pundunum, sem hún átti
eftir þannig: Ljósmóðirin fengi
8 pund, 1 pundi yrði hún að
verja til kaupa á barnafötum, 12
pund yrði hún að greiða barn-
fóstru, er tæki að sér barnið
fyrsta misserið, og þá hefði hún
4 pund eftir, sem hún yrði að
lifa á meðan hún leitaði sér
vinnu. Ákvað hún nú að fara
í bankann og sækja þessi 25
pund, og kom það yfir hana sem
reiðarslag, að ekki var grænn
eyrir eftir af innstæðunni. Hún
hafði látið de Tourville fá um-
boð til þess að taka út úr bank-
anum og hafði hún notað sér
heimildina svo rækilega.
Það var þoka og farið að liða
á dag, er hún gekk heim. Hve
allt var breytt frá því hún bjó
hjá Sir John Cleyton og konu
hans, Sulpiciu. Nú er leið henn-
ar um skuggalegar götur, þar
sem hún mætti drukknum mönn
ur.i og ósvífnum götudrósum við
hvert fótmál. — Annað veifið
gekk hún hratt, hugur hennar
, uppnámi út af peningastuld-
inum og áköf í að láta reiði sina
bitna á de Tourville — hitt svo
þreytt og lömuð, að hún rétt
gat dragnazt áfram, og varð á
stundum að styðja sig við hús-
veggi, því að það ætlaði hvað
eftir annað að líða yfir hana.
Og eitt sinn, er hún þannig
var í þann veginn að bugast,
ákvað hún að slá á frest að láta
reiði sína í ljós. Hún fór inn
bakdyramegin, er heim kom,
læddist inn, fyllti handtösku
með fatnaði og öðru, og laum-
aðist svo burt.
Þegar út á götuna kom gat
hún með naumindum borið tösk-
una, en einhvem veginn komst
hún til krár nokkurrar skammt
frá, þar sem hægt var að fá
gistingu. Gestgjafinn tók undr-
andi en virðulega á móti henni,
því að hann vissi, að hún var
kunnug auðugum nágranna
hans. Gestir horfðu þögulir á
Karólínu. Hún bað um blek og
skriffæri og settist niður og
skrifaði bréf til Collins. Hún
minnti hann, á að daginn sem
hún varð að fara í skyndi úr
vinnustofu hans, hafði hún skil-
ið þar eftir málverk, sem var
hennar eign. Kvaðst hún vera
honum þakklát ef hann vildi
senda sér það hið fyrsta til
Dory’s Café við Morgan-stræti.
Hún bað gestgjafann að senda
með bréfið. Og svo beið hún
svarsins. Hún hafði ákveðið að
selja það til þess að fá peninga
til þess að greiða Ijósmóðurinni
umsamda upphæð og önnur út-
gjöld, sem hún hafði ætlað að
nota 25 pundin til að greiða.
Allt í einu opnuðust dyrnar
og inn komu þær gustmiklar
Louise og de Tourville.
— Karólína, hrópaði Louise,
hvað ert þú að gera hér?
— Ég er að bíða hér. Verið
svo vinsamlegar að láta mig í
friði. Ég vil ekkert hafa saman
við ykur að sælda. Þið hafið
misnotað góðvild mína. Nú er
nóg komið. Ég bið ykkur um að
fara.
— Ég þoli ekki að þú ásakir
okkur, sem ...
— ... Þið þurfið ekki annað
en að snáfa burtu og láta mig í
friði til þess að komast hjá að
ég segi allt sem mér býr í
brjósti. Ég vil ekkert hafa sam-
an við ykkur að sælda. Ég ætla
mér að hverfa.
De Tourville var orðin eld-
rauð í framan.
— Það er hægt að fara leið
sína með ýmsu móti. Þér ættuð
að minnsta kosti að sýna þakk-
læti systur yðar fyrir það, sem
hún hefur áður fyrir yður gert.
— Og ég á kannske líka að
vera yður þakklát fyrir að stela
frá mér 25 pundum?
— Við hvað áttu? spurði
Louise.
I
2
TEf5.KIFIE£7 SOZEmS A.KOUSEP’ THEV-.I I
COMfAUNITY OP 5ATEMSA. TARZAN
INVESTISATEI7 ANÞ P0UN7 A
VICIOUS <ILLEK ANI7 ITS <ILL! /VáSL.
! tmtr. by ÚnitH Featur* Syndicate. Ir.(
viEfc
-
.JOXiJ
CílA *.(•£?
there ivas a momsnt of tense silence—
THENy TWO SAVASE THROATS R.0AKE7 AT
ONCE AS THE ENEMIES CLASHE7! n.i
Mikill ótti hefur gripið íbúa izt að hvað það er sem óttanum dýrið. í fyrstu ríkir dauðaþógn, . báðir aðilar upp öskur.
Batemba og Tarzan hefur kom- veldur. I-Iann ræðst til atlögu við en þegar bardaginn hefst rcka
RAFGEYMAR
FYRIR
Barnasagan
KALLI
tót super-
filmu-
ffiskigriuu
Það var mikið áfall fyrir Kalla
að heyra að Feiti Moby, sem
hann átti að draga til Follywood
fyrir 50.000 dollara var það sama
og hvalurinn, sem hann átti
einnig að draga fyrir sömu fjár-
hæð. „Fyrirtækið Visiorama og
Súperskóp vilja þá bæði fá sama
fiskinn?“ spurði Kalli. J. Bizniz
öskraði af hlátri. „Þetta er sann-
arlega mjög fyndið, kvikmynda-
félagið, sem nær í Feita Moby
getur gert heimsins beztu mynd
-— og auðvitað verður það Súper-
skóp“. Nú skildi Kalli að mað-
urinn í lestinni var auðvitað
keppinautur Bizniz. „Náunginn,
sem vildi fá allar upplýsinganv
ar i lestinni er sá sami og sendi
okkur símskeytið", sagði Kalli
við meistarann. „Alveg rétt“,
sagði Bizniz, „og sá sami eyði-
Iagði brúna fyrir mér. Hann heit-
ir Joe P. Deal og er frá Visiorma
filmu félaginu". Á sama andar-
taki seig reipi niður úr helikopter
sem var á sveimi yfir verksmiðj-
unni og í öðrum enda reipisnis
hékk maðurinn frá Visiorma
filmu félaginu.
Volkswagen
P. STEFÁNSSON
Hverfisgötu 103
Sími 13450
Danskar
ullarpeysur
kr. 95.00