Vísir - 14.11.1962, Blaðsíða 16
I
HOðvikudagur 14. nóv. 1962.
Afbragðs
humar-
vertíð
Níutíu bátar, þar af 40 frá
Vestmannaeyjum, stunduðu sl.
sumar humarveiðar og öfluðu
afbragðsvel, miklu betur en í
fyrra. Þó varð úthaldið styttra
en þá, sökum þess að humarinn
var orðinn svo smár undir það
síðasta að ekki var leyft að
veiða hann lengur af umhyggju
fyrir stofninum. Tölur um heild
araflamagn eru enn eigi fyrir
hendi hjá Fiskifélaginu. Aðal-
veiðisvæði var við Eldey og
Vestmannaéyjar. Talið er að út-
koman hjá beztu humarbátun-
um slagi hátt upp i hæstu síld
arbátana fyrir norðan. Humir
er sem kunnugt er mjög verð-
nwetur fiskur. Hann er seldur
út frystur, aðallega til Banda-
rikjanna og Bretlands.
Kartöflumólið afgreitt:
FORSTJÓRISRÆNMETISSÖL UNN
AR FÆR ÁMINNINGU
Kartöflumálið var af-
greitt fyrir sjó- og verzl-
unardómi í gærdag með
áminningu til forstjóra
Grænmetisverzlunar
landbúnaðarins. — Vísir
hringdi til skrifstofu
sakadómara ríkisins í
morgun og fékk eftirfar-
andi yfirlýsingu:
Að fenginni umsögn land-
búnaðarráðuneytisins þá ákvað
saksóknari ríkisins að krefjast
ekki frekari aðgerða af ákæru-
valdsins hálfu en þeirra að for-
stjóri Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins sæti áminningu fyrir
dómi fyrir að hafa eigi gætt
sem skyldi ákvæða 7. gr. reglu-
gerðar nr. 96/1956 um Græn-
metisverzlun landbúnaðarins og
mat og flokkun á garðávöxtum.
Þá var haft í huga að nú
hefur verið gefin út ný reglu-
gerð um Grænmetisverzlun land
búnaðarins og mat og flokkun
kartaflna og grænmetis.
Valgarður Kristjánsson for-
maður sjó- og verzlunardóms
tjáði Vísi að dómurinn hefði af-
greitt málið að ósk saksóknara
í gær.
Birgir Ásgeirsson, lögfræðing-
ur Neytendasamtakanna kvaðst
ekkert vilja um málið segja, en
taldi að stjórn Neytendasam-
takanna mundi gefa yfirlýsingu
um málið.
RANKSOKN
LICGUR NIÐRI
Yfirsakadómari, Logi Einarson,
tjáði Vísi í morgun að rannsókn í
Brimnesmálinu lægi niðri um tíma
en yrði brátt tekin upp aftur.
Samstarf Norðurlanda
rætt á Oslóarfundinum
Fundur forsætisráðherra Norður
landa og Norðurlandaráðs var sett-
ur í gær í Osló. Ólafur Thors for-
RanaséknardómstóHslápað
ur út af Vassall-hneykslinu
Vassail-njósnamálið verður æ
umfangsmeira og afieiðingarík-
ara, rannsóknardómstóll hefur
verið skipaður og Macmillan lof-
að yfirlýsipgu.
Macmillan forsætisráðherra
Bretlands tilkynnti í gær í neðri
málstofunni, að stjórnin hefði á-
kveðið að setja á stofn sérstakan
rannsóknardómstól út af Vassall-
njósnamálinu, vegna þess sem í
ljós hefði komið eftir að bráða-
bifgðaskýrsla nefndarinnar var
birt á dögunum, en hún var birt
að beinum fyrirmælum Macmill-
ans. Hann kvað rannsóknardóm-
stólinn mundu fá víðtækt vald og
mundi hann til dæmis fá Ótak-
markaðan rétt til þess að kalla
menn fyrir réttinn til að bera
vitni, jafnvel ráðherra. Dómstóll-
inn mun táka til starfa eftir hálfan
mánuð og verður störfum hans
sennilega ekki lokið fyrr en eftir
nýár. Mikill hluti yfirheyrslna
verður fyrir luktum dyrum af ör-
yggisástæðum.
Macmillan iýsti yfir, að hann
mundi gera málstofunni grein
fyrir ýmsum atriðum nánar í
dag, m. a. orsökunum fyrir lausn-
arbeiðni Galbratis aðstoðarráð-
herra. Hann nefndi og Carrington
lávarð flotamálaráðherra. Og
hann gat þess, að eftir að Vassall
Framh. á bls. 5.
sætisráðherra situr ekki fundinn,
svo sem áður hefur verið frá skýrt,
og situr sendiherra Islands f Osló,
Haraldur Guðmundsson, fundinn í
hans stað.
Markaðsmálin og afstaðan til
þeirra voru á dagskrá í gær og
gerðu þátttakendur grein fyrir af-
stöðu landa sinna. Einnig var rætt
um verkefni Norðurlandaráðs, er
það kemur saman í Osló í febrúar,
og samþykkt að ræða samvinnu
Norðurlanda á sviði rannsókna og
æðri menntunar, veltuskatt fyrir-
tækja á Norðurlöndum og sam-
vinnu Norðurlanda um aðstoð við
vanþróuðu löndin.
Á fundinum í gær var lögð á-
herzla á, að framfylgt yrði samn-
ingum um norræna samvinnu, en
hann var gerður í Helsingfors í
fyrra. Þá var rætt um að norrænar
stofnanir yrðu staðsettar þannig,
að það kæmi sem jafnast niður á
Norðurlöndin. í dag er norræn sam
vinna á dagskrá.
Án vitundar samn-
inganefndarinnar
Samninganefnd sjómanna í deil-
unni um síldveiðikjörin vill ákveðið
taka fram, að samningur sá, er
stjórn sjómannadeildar Verkalýðs-
félags Akraness hefur gert við út-
vegsmenn þar, um kaup og kjör á
síldveiðum, er gerður og undirrit-
aður án vitundar og án samráðs
við samninganefndina og vill nefnd
in taka það ákveðið fram, að hún
var ekki og er ekki reiðubúin að
gera samninga á þeim grundvelli,
er gert var á Akranesi.
Samninganefndin' heitir eindreg-
ið á öll þau félög, sem síldveiði-
deilan tekur til, að standa fast
saman þar til sameiginlegur samn-
ingur hefur verið gerður fyrir fé-
lögin öll.
Radartæki
Um þessar mundir er verið að \ ingi frá Bretlandi til ráðuneytis.
setja ný radartæki í nýju land-1 Búizt er við að fljótlegast og ör-
helgisflugvélina Sif og er gamla uggast verði að senda flugvélina
1 flugvélin Rán notuð við eftirlits- utan til þess að ganga frá þessum
j störf á meðan. útbúnaði utan á henni, sem ekki
Leitað hefir verið tilboða frá hefir fyrr verið settur á flugvélar
Evrópu og Ameríku í radarhlífina af þessari gerð. I sömu ferð mun
og útbúnað annan, í sambandi við vélin verða búin ýmsum tækjum
radartækin, sem þarf að koma fyr-
ir neðan á skrokk vélarinnar og
innan fárra daga er von á sérfræð-
Á skáfaæfingu
Á æfingu hjálparsveitar
skáta: Fjórir af meðlimum
hjálparsveitarinnar að æflngum
í sárabindingum. Æfingarnar
fara fram vikulega, á mánu-
dagskvöldum í Golfskálanum.
Kennari er Börkur Thoroddsen
en hann hefur kennararéttindi
í hjálp f viðlögum og er með-
limur hjálparsveitarinnar.
(Ljósm.: Vísir).
UMIIÞÚSUND JÓLA TRÉ
Jólatré eru nú væntanleg til
landsins á næstunni. Eru þau jóla-
tré þegar komin, sem sett verða
upp á torgum og gatnamótum. —
Mun skógræktin flytja inn um 11
þús. jólatré, auk greina og nemur
þetta um 90% alls innflutnings
jólatrjáa til landsins.
Verð á trjánum verður væntan-
lega örlítið hærra en í fyrra. Hækk
uðu þau þá nokkuð erlendis, en
tollar á þeim voru lækkaðir hér
á landi, þannig að þau lækkuðu
nokkuð frá árinu á undan. Hækk-
unin sem nú á sér stað, stafar
af hærri farmgjöldum. Bæði tré og
greinar, sem flutt er til landsins
er keypt af danska heiðafélaginu,
sem er einn stærsti framleiðandi i
á jólatrjám. Allur ágóði af sölu
trjánna rennur í landgræðslusjóð.
til viðbótar. .■
Pétur Sigurðsson forstjóri Land-
helgisgæzlunnar sagði í morgun, að
þessum breytingum á Sif myndi
verða lokið fyrir áramót. Þangað
til verður gamla flugvélin Rán not-
uð, en hún á ekki eftir nema 30
—40 flugtíma.
♦ Jakobi, einum af ritstjórum DER
SPIEGEL í Vestur-Þýzkalandi, er
handteknir voru, hefur nú verið
sleppt úr haldi.
> 625-línu sjónvarp verður tekið
í notkun á Bretlandi næsta vor.
I Gordon Cooper hefur verið val-
inn næsti geimfari Bandaríkjanna.
(f