Vísir - 16.11.1962, Blaðsíða 6
6
V í SIR . Föstudagur 16. nóvember 1962.
' Þjóðleikhúsiö:
Marteinn skógarmús (Baldvin Halldórsson), Lilli klifurmús (Árni
Tryggvason) og Mikki refur (Bessi Bjarnason). Ekki verður sagt,
að mýsnar hafi alltaf unað sér svona vel í návist rebba.
Eftir THORBJÖRN EGNER - Leikstjóri KLEMENZ JÓNSSON
■ETöfund þessa leikrits, Thor-
björn Egner, er óþarfi að
kynna fyrir leikhúsgestum í
Reykjavík svo margir hafa séð
hið vinsæla leikrit hans, Karde-
mommubæinn. Dýrin í Hálsa-
skógi er að því leyti svipaðs eðl-
is að það er bráðskemmtilegt
gamanleikrit fyrir börn með mik-
ið af söngvum og alls kyns
skringilegum tiltektum. Persónur
eru fjölmargar og að sama skapi
fjölbreytilegar þar sem hér er
um að ræða fbúa í heilum skóg
og daglegt líf þeirra og vanda-
mál.
Það er eins ástatt fyrir dýrun-
um í Hálsaskógi og mönnunum í
veröldinni. Það virðist erfitt að
fá eindrægni og almenna vináttu
fram f daglegu lífi þeirra. Mýsn-
ar geta varla hætt sér út fyrir
hússins dyr því ólukkans refur-
inn er óðar tilbúinn að hremma
þær. Það verður því úr að Mar-
teinn mús semur lög í þrem
greinum sem gilda eiga fyrir öll
dýrin í Hálsaskógi: öll dýr eiga
að vera vinir, ekkert dýr má éta
annað dýr, sá sem er latur og
nennir ekki að afla sér matar má
ekki taka mat frá öðrum.
IJér er kominn boðskapur
Egners, sem gengur eins og
rauður þráður í gegnum öll hans
verk: að ekki megi deyða neitt
sem lifir, að menn eigi að vera
hver öðrum góðir. Þetta er kann-
ski ekki flókinn og marg-
brotinn boðskapur, en nákvæm-
lega sá boðskapur sem okkur
ríður mest á að tileinka okkur.
Ef hugsun manns beindist ævin-
lega fyrst að því að vera öðrum
góður þá væri áreiðanlega öðru
vísi umhorfs í veröldinni.
Dýrin í Hálsaskógi er heimur
f hnotskurn. Þegar lögin eru
kömin fram er næsta skrefið að
kalla saman fund með öllum
dýrum skógarins og þar eru lög-
in samþykkt. Ekki eru þó allir
sem ánægðastir, að minnsta kosti
er Mikki refur hálfstúrinn á svip.
En þá gerist atburður sem verð-
ur til þess að þjappa dýrunum
saman og kenna þeim í raun að
eindrægnin fær mestu áorkað.
Bangsa litla er nefnilega rænt.
Og honum er ógerlegt að bjarga
nema Mikki refur, Marteinn mús
og Lilli kiifurmús leggist á eitt.
Með náinni samvinnu tekst þetta
þð og þá leikur allt í lyndi. Það
þurfti með öðrum orðum utanað-
komandi hættu til þess að dýrin
lærðu að lifa f sátt og samlyndi.
Öll er þessi saga krydduð hin-
um spaugilegustu atburðum,
kannski ekki öllum sprenghlægi-
legum en launkímnum. Manni
hlýnar um hjartarætur við að
horfa á þetta leikrit.
T brauðgerðarhúsi héranna var
mikil kátína og léttlyndi' við
vinnuna. Ævar Iivaran og Gísli
Alfreðsson léku Hérastubb bak-
ara og bakaradrenginn á skopleg-
an hátt, Gísli engu síður en Ævar.
Nína Sveinsdóttir lék Önnu skóg-
armús snoturlega eftir því sem
hlutverkið gaf tilefni til. Af
smærri hlutverkum má nefna
Lárus Ingólfsson og Önnu Guð-
mundsdóttur í hlutverki manns-
ins og konunnar, Arnar Jónsson
í hlutverki hundsins, Margréti
Guðmundsdóttur sem húsamúsin
og síðast en ekki sízt Þorgrím
Einarsson í hlutverki Kráku-Pét-
urs sem setti skemmtilegan svip
á verkið þó hann kæmi ekki mik-
ið við sögu. \
TTýrin í Hálsaskógi er ekki mjög
dramatískt verk. Það á miklu
skyldara við ævintýri en leikrit.
Hitt er svo annað mál að sem
ævintýri nýtur þetta sín vel á
sviði. En til þess verður að halda
vel á spöðunum. Klemenz Jóns-
son hefur sett leikinn á svið og
fer jafnframt með hlutverk Patta
broddgaltar. Ofan á erfiðleika
hans vegna hins sérstæða ævin
týrablæs sem á verkinu er bætist
svo við ótöiulegur fjöldi leikara
því ekki koma þarna fram færrí
en 40 hlutverk. Þegar á allt þetta
er litið verður að segja að Klem-
þegar í upphafi að það var ein-
kennilega gaman að sjá leikara
Þjóðleikhússins í hlutverkum dýr
anna. Ég er viss um að þeim
hefur ekki síður þótt gaman að
þessum hlutverkum en mörgum
öðrum. Leikur þeirra í heild ein-
kenndist af mikilli gleði og inni-
leik.
Eitt stærsta hlutverkið (Lilli
klifurmús) er leikið af Árna
Tryggvasyni af mikilli kátínu.
Árna virðist eðlilegt að fara með
gamanhlutverk sem krydduð eru
með söng en svolítið verður hann
að vara sig á að verða ekki of
í brauðgerðarhúsi Hérastubbs bakara: Bakaradrengur (Gísli Alfreðsson) og Hérastubbur (Ævar Kvaran)
eru að baka piparkökur.
jj^etta verður að nægja að þessu
^ sinni. Hulda Valtýsdóttir og
Kristján frá Djúpalæk hafa þýtt
leikritið á snoturt mál en ekki er
ég viss um að þeim hafi alltaf
tekizt að takmarka sig við orða-
forða barnanna. Thorbjörn Egner
hefur sjálfur teiknað leiktjöld og
búninga og því má gera ráð fyrir
að náðst hafi sá svipur sem höf-
undur hefur sjálfur viljað.
í heild er sýningin lifandi og
skemmtileg og verður án efa vin-
sæl meðal hinna yngri leikhús-
gesta.
Iíkur Katli skræk. Baldvin Hall-
dórsson leikur Martein skógar-
mús. Þetta er erfitt hlutverk,
Marteinn er hugsjónamaðurinn
meðal skógardýranna, hann er
lagasmiðurinn, og það er mikiu
alvarlegri blær yfir honum en
öðrum. Ekki get ég séð annað en
Baldvin skili hlutverki sínu mjög
þokkalega.
enz hafi komizt prýðilega frá sínu
erfiða verki. Hann leggur áherzlu
á gáskann, lífskátína dýranna
kemur vel fram án þess að slak-
að sé á alvarleik boðskapar-
ins.
Tjví miður er ógerningur að gera
öllum leikurum skil að þessu
sinni. Það skal þó tekið fram
■Oangsafjölskyldan myndar mjög
skemmtilega heild í túlkun
Jóns Sigurbjörnssonar, Emilíu
Jónasdóttur og Kjartans Frið-
steinssonar. Þau Ieika öll prýði-
lega, einkum hafði ég gaman af
Jóni, hann túlkar einkar vel hinar
þunglamalegu og luralegu hreyf-
ingu bjarnarins. Bessi Bjarnason
fer með eitt stærsta hlutverkið en
hann leikur Mikka ref, skálkinn
þann, með miklum tilþrifum og
vakti mikla kátínu áhorfenda. Er
raunar undravert hve vel hann
heldur út því þetta er án efa erf-
itt og þreytandi hlutverk.
oftir Njörð P. Njarðvík
HALSASKOGI