Vísir - 16.11.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 16.11.1962, Blaðsíða 7
I >f Ný málverkabók Ásgríms Jóns- sonar, ásamt ævisögu hans er kom in í bókabúðir. Það er Heigafell undir stjórn Ragnars Jónssonar, sem gefur þessa bók út, eins og hina fyrri, sem nú er uppseld. Hin nýja Ásgrímsbók er frábrugðin þeirri fyrri að því ieyti að nú eru myndimar settar innan um texia ævisögunnar, en skipa ekki sér- stakan hluta bókarinnar. Mvndirn ar eru auk þess allar aðrar en þa;r scm voru í fyrri bókinni. Tómas Guðmundsson skáld ritaði ævisögu Ásgríms. Fyrsta málverkabókin frá Helga felli kom út árið 1959, einmitt Ásgrímsbók. Hún er nú eins og kunnugt er löngu uppseld. Helga- fell réðist strax í útgáfu annarrar bókar, með stærri og fleiri mynd- um og ítarlegra æviágripi lista- mannsins. í fyrri bókinni voru að- allega myndir frá síðustu árum listamannsins, að hans eigin á- bendingu, en í þessari nýju bók eru myndir Ásgríms frá öllum tím- um, alit frá aldamótum til síðustu myndarinnar, sem hann gerði. Seg ir Ragnar Jónsson að þessi nýja bók sé öll glæsilegri og betur úr garði gerð en fyrri Ásgrímsbókin. j Allar myndir eru prentaðar í Víkingsprenti, prentverki Helga- fellsforlagsins. Prentmót hf. gerði tmM>4 Ragnar Jónsson, forstjóri Heigafells, skoðar hina nýju Ásgrímsbók. Ofar og til hliðar við hann hangir ein af þeim myndum, sem Ragnar hefur iátið ramma inn fyrir börn. (Ljósm. Vísis, B. G.). Ný glæsile bók komin út rims myndamót. Bókin er bundin í striga af Bókfelli og er aukahlífð arkápa úr þykku plasti. Káputeikn ingu og titilblað gerði ungur teiknari, Tómas Tómasso'n, er unn ið hefur tvö undanfarin ár sem Ein af myndum Ásgríms í hinni nýju bók. Hún er úr Helgafellsskógi. // Því gleymi ég aldrei // Önnur jólabók Kvöldvökuútgáf- unnar, því Gleymi ég aldrei, er nú komin í bókaverzlanir fyrir nokl<ru. Eins og getið hefir verið í Vísi áður, er hér um að ræða safn frá- söguþátta — alls 21 — eftir marga þjóðkunna borgara, sem segja frá atburðum úr lífi sínu, at- burðum, sem þeir segjast aldrei munu gleyma. Fimm af þáttum þessum hafa verið lesnir í útvarp i sambandi við verðlaunasam- keppni þá, sem Ríkisútvarpið efndi 'il á sínum tíma, en allir hinir eru krifaðir sérstaklega fyrir Kvöld- 'ikuútgáfuna, og eru flestir höf- darnir þjóðkunnir. ægilegt er að grfpa niður af \ 'andahófi, til þess að sýna, að hér er um úrval höfunda að ræða, en þeir eru m. a.: Sr. Árelíus Níelsson, Árni Óla, Davíð Stefáns- son, Ingólfur Kristjánsson, Jochum M. Eggertsson, Páll Kolka, sr. Sig- urður Einarsson, sr. Sveinn Vík- ingur og Þórunn Elfa Magnús- dóttir. Hér verður ekki lagður dómur á einstaka þætti bókarinnar, en eins og útgefendur hafa vandað val höfunda, hlýtur margt fróðlegt og skemmtilegt að finnast á síðum hennar. Útgefendur lofa því, að meira muni verða gefið út af þessu tagi, verði þessari bók vel tekið, og eiga lesendur það þess vegna undir sjálfum sér, hvort þei fá „meira að neyra“. auglýsingateiknari í Hamborg. Er hann sonur Tómasar skálds Guð- mundssonar. LIST FYRIR BÖRN. — Börn eiga að geta fest falleg málverk í minni sér líkt og ljóð og vísur sem þau læra, segir Ragnar Jónsson. Til þess að vekja áhuga barna á fagurri list, hefur Helga- fell látið setja fáein eintök af stærstu myndum úr bókinni í snotra ramma til gjafa handa börnum og unglingum að prýða barnaherbergi sín og fá þannig lífsloft í herbergin, sem allt of oft eru með „sálarsljófgandi myndarusli". eins og Ragnar kall- ar það óvæginn, og á þá meðal annars við leikaramyndir og þess háttar. Eftir tvo rnánuði geta svo börnin komið í Unuhús Helgafells og skipt á myndum og farið með nýjar heim til sín án þess að greiða í milli. Þetta gerir Ragnar til að börnin fái tækifæri til að kynnast sem flestum myndum. —- Þær verða farnar að festast börnunum í minni eftir tvo mán- uði, sagði Ragnar þegar hann ræddi þessa hugmynd við blaða- menn. Ásgrímur Jónsson er áreið anlega öllum íslenzkum börnum traustur félagi og lærimeistari. Áskriftasími Vísis er 1 16 60 Glæsileg bók um Þjóðminj asafnið Bókaútgáfa Menningarsjóðs sendi í gær á bókamarkaðinn nýjustu og jafnframt veglegustu bókina, sem forlagið hefur gefið út. Það er safn 100 ritgerða um jafnmarga gripi í Þjóðminjasafninu eða sögulegar minjar í umsjá þjóðminjavarðar. Bókin er aiþýðleg lýsing, útlits, sögu og stöðu þessara minja. Það er dr. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, sem hefur ritað bókina. Verkið prýða 100 myndir, auk á- grips af sögu Þjóðminjasafnsins. Tilefni vitgáfunnar er 100 ára af- Dr. Kristján Eldjárn. mæli Þjóðminjasafnsins i febrúar næsta ár. Gils Guðmundsson, forstjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Helgi Sæmundsson formaður Mennta- málaráðs, dr. Kristján Eldjám og nokkrir aðrir sem koma víð sögu útgáfunnar héldu fund með'blaða- mönnum í gær.^ Þar, sagði Gils Guðmundsson að bókin væri sú bezta og veglegasta frá bókagerðarlegu sjónarmiði, sem Menningarsjóður hefði gefið út. Dr. Eldjárn lýsti sjónarmiðum sínum við gerð bókarinnar. Hann kvaðst hafa miðað val gripanna, sem fjailað er um, við það hvenær þeir bárust Þjóðminjasafninu. Skipti hann 100 árum Þjóðminja- safnsins í tugi, og valdi 10 gripi frá hverjum tug. Því væri ekki um 100 beztu gripi Þjóðminjasafnsins að ræða, þótt margir þeirra væru meðal þess sem fjallað er um. Þá er einnig fjallað um ýmsar sögulegar minjar, sem nú eru í umsjá þjóðminjavarðar og þar af leiðandi nátengdar Þjóðminjasafn- inu. Bókin er fyrst og fremst alþýðu- verk, rituð á fögru máli, sem dr. Eldjárn er kunnur fyrir af fyrri bókum sínum. Fjölmargar myndir setja fallegan svip á bókina. Útliti hennar hefur ráðið Hörður Ág- ústsson, listmálari, Gísli Gestsson hefru tekið flestar myndirnar, nema litmyndir, sem Mats Wibe Lund tók. Prentsmiðjan Oddi prentað, og Sveinabókbandið batt bókina inn. Myndamót gerði Prent mót h.f. . Verði bókarinnar er stillt í hóf. Hún kostar 378 krónur. Sveinbjörn á Strass- borgarráðstefnu Sveinbjörn Sigurjónsson, skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar í Reykjavík, er fyrir skömmu kominn heim frá Strassbourg, þar sem hann sat ráðstefnu, sem hald- in var á vegum Evrópuráðsins um fræðslustarf utan skóla. Á ráðstefnu þessari var um það rætt, hvað gert væri og gera þyrfti til menningarauka ungu fólki, sem ekki sækir þá skóla, sem eru hluti hirts lögbundna fræðslukerfis. Komu hin margvíslegustu mál hér að Iútandi til umræðu, t .d. starf námsflokka og lýðháskóla, tóm- stundastörf, námsferðir, fræðslu- kvikmyndir og fræðsla í útvarpi og sjónvarpi. Tillögur voru gerðar um ýmis efni, og komu m. a. þessi atriði þar fram: Mikil þörf er á, að fylgzt sé ! með menntun ungs fólks, eftir að I skólagöngu þess lýkur. Þarf starf i á þéssu sviði að njóta sömu fjár- | hagslegrar fyrirgreiðslu og hið lög I bundna skólastarf, en hins vegar á hið fyrrnefnda allt að vera með óbundnari hætti. Fræðslan þarf að miða að því að vekja áhuga meðal þeirra, sem hennar njóta, og að ala þá upp sem góða þegna. Þess vegna ætti þjóðfélagsfræði jafnan að vera hluti þess, sem kennt er. Háskólar mega ekki einangra sig við vísindastörf og vísindaleg kennslustörf. Þurfa þeir að taka þátt í hinni almennu Iýðfræðslu. Samstarf ríkja í milli getur haft mikla þýðihgu til eflingar fræðslu utan skóla. T. d. er æskilegt, að aðstoð verði veitt til að koma á við einangruð lönd og þróunarlönd skiptum á ungu fólki og kennur- um þess. Greiða þarf fyrir sumar- leyfaferðym landa í milli. Auka þarf kennslu í tungumálum Evr- ópuþjóðannq og gera kennqrum kleift að læra nýjustu kennsluað- ferðir. Halda þarf áfram að kanna fræðslurit um sögu og Iandafræði til að auka réttan skilning þjóða á milli. Umræður á Alþingi í gær spunnust enn um almannavarnir (sjá forsíðu).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.