Vísir - 16.11.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 16.11.1962, Blaðsíða 10
10 VTSTR . P35tagggw imwwwwwi Föstudagsgreinin — yHramhajd at ois. u andvaraleysi. Nehru virðist hafa treyst þvf, að ef hann. aðeins sýndi kínverskum kommúnistum vináttu og hreinskilni, þá myndu beir sýna honum vináttu í stað- inn. Og landvarnaráðherrann Khrisna Menon hefur beinlínis komið í veg fyrir að varnir Ind- lands væru styrktar á norður- Iandamærunum, af því að hann óttaöist að með því yrðu komm- únistar styggðir. Þar kom enn fram sama uppgjafarhlutleysið og e. t. v. hefur blandazt saman við það keimur af landráðum, því að Khrisna Menon er sjálfur gamall, yfirlýstur marxisti, úr róttækasta armi brezka Verka- mannaflokksins, sem löngum hefur gengið erinda Rússa m. a. f baráttu sinni gegn eðlilegum varnarsamtökum Evrópu. Grái diplómatinn. Ég minnist þess er ég sá Krishna Menon fyrir sex árum, þegar ég kom á fund AUsherjar- þingsins einmitt um það leyti sem Súez-deilan og Ungverja- landsmálið stóðu sem hæst. Manni varð starsýnt á þennan gráa fulltrúa hlutleysisstefnunn- ar, sem barðist eins og grenjandi ljón gegn Bretum f Súez-málinu, en þegar kom að því að ræða Ungverjalandsmálið neitaði hann að fordæma framkomu Rússa í því. Ég man að á þeirri stundu varð „hlutleysisstefna" Indverja lítilfjörleg í augum áheyrenda. Sérstaklega fannst manni fram- koma þeirra lítilmótleg, þegar þess var gætt, að byltingarstjórn- in í Ungverjalandi lýsti einmitt • yfir hlutleysi landsins. Seinna breyttu Indverjar af- stöðu sinni og það virtist koma í ljós, að hér höfðu fyrirmæli frá Nýju Delhi ekki ráðið afstöðu Khrisna Menons heldur hafði gripið hér inn í hin gamla per- sónulega samúð hans til komm- únista. Eftir þetta hafði Khrisna Men- on fyrirgert því trausti sem hann hafði notið í samtökum Samein- uðu þjóðanna. Leið ekki á löngu áður en hann fluttist heim til Indlands, en þar fól vinur hans Nehru honum enn þýðingarmeira starf, embætti herra. landvarnarráð- Stríðsundirbúningur Kínverja. Ekki varð honum heldur rótt f því. Fremstu herforingjar Ind- lands sáu að hverju kínv. komm- únistar stefndu. Þeir lögðu stað- reyndirnar á borðið fyrir land- varnarráðherrann, bentu á hinn öfluga herstyrk sem kommúnist- ar hefðu í Tíbet og hinar feiki- legu framkvæmdir við vega- gerðir og flugvelli, sem gat ekki verið stefnt gegn öðrum en Ind- verjum. Þeir kröfðust þess, að ráðherrann viðurkenndi hættuna og Indverjar styrktu varnir sínar á norðurlandamærunum og ynnu sérstaklega að bættum samgöng- um. Þá yrði að fá hergögn frá Bretlandi og Bandaríkjunum. En Khrisna Menon streittist á móti. Það væri brot á hlutleysis- stefnunni, brot á vináttu Indverja og Kínverja að hafast nokkuð að. Deilurnar um þetta hörðnuðu stöðugt og Khrisna Menon beitti m. a. valdi sfnu til að reka úr störfum hershöfðinja sem skildu ekki innihald hlutleysisstefnunn- ar. Þetta gerði hann í samráði við Nehru, sem einnig vildi forð- ast að móðga kommúnistana. Uppskera heimskunnar. Uppskera heimskulegrar hlut- leysisstefnu verður aðeins ósigur og þannig fór uppi í Himalaya- fjöllum þegar Kínverjarnir réðust inn í Indland. Indverjarnir voru þessu óviðbúnir og hröktust und- an stríðsbúnum kommúnistunum. Nú er ástandið slíkt, að Indverj- ar eru svo að segja varnarlausir. Smáríkin Nepal, Sikkim og Bhutan liggja opin fyrir komm- únískri innrás. í örvæntingu sinni grípur Nehru loks til þess ráðs að víkja Menon úr embætti og biðja um hernaðaraðstoð í ýmsum áttum. Þannig hefur hlutleysisstefnu og andvaraleysi margra þjóða lokið. Þorsteinn Thorarensen. 4barnaogunglinga bækur frá ísafold Isafoldarprentsmiðja h.f. hefur nýlega sent frá sér 4 barna- og unglingabækur. Ragnheiður Jóns- dóttir ritar bókina Katla þrettán ára. Bókin er 147 bls., prýdd mörgum myndum eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur og öll hin smekk- legasta f útliti. Þá er komin út ný barnabók eftir Kára Tryggvason, nefnist hún Skemmtilegir skóladagar og er 16. bók Kára. Bókin er 98 blað- Húsmæður — einstaklingar Látið okkur annast skyrtuþvottinn. ÞVOTTAHÚSIÐ Skyrtur & sloppar Brautarholti 2. Sími 15790 síður að stærð, myndskrevtt af Oddi Bjömssyni. Hollenzki-Jónas eða drengurinn sem átti ekki sinn líka í víðri ver- öld heitir bók eftir Gabriel Scott, sem kemur út f íslenzkri þýðingu Sigrúnar Guðjónsdóttur. Bókin er 108 bls. að stærð og einkum ætluð börnum á aldrinum frá 9 til 13 ára. Loks er svo komin út bókin Af hverju er himinninn biár? eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur, þar sem rakin er þessi einkennilega saga um það, hvernig himinninn fékk sinn ágæta lit. Bókin er 31 bls. í stóru broti, prýdd mörgum myndum. SKALDSAGAN KARÖLlNA nvkomin í bókaverzlanir TILKYNNING UM JÓLAPAKKA Að gefnu tilefni er vakin á því athygli, að flugáhöfnum vorum hefir verið bannað að taka til flutnings pakka eða aðrar sendingar. Hins vegar skal á það bent að auðvelt er að senda jólapakka og annan varning, sem flugfélögin taka til flutnings gegn hóflegu gjaldi, ef pakkarnir berast afgreiðslum vor- um með góðum fyrirvara. Flugfélag íslands h.f. Loftleiðir h.f. Keflvíkingar auglýsið í Vísi tekið á móti auglýsingum smáum og stórum á skrifstofu Kyndils Hafnargötu 26. — Sími 1760. Dagblaðið VÍSIR. Duglega skrifstofustúlku vantar okkur nú þegar eða um næstu mánað- armót. G. J. FOSSBERG, Vélaverzlun h.f. Vesturgötu 3. Keflvíkingar Útsölumaður Vísis í Keflavík er Georg Orms- son, Túngötu 13, sími 1349. Þeir áskrifendur Vísis í Keflavík, sem ekki fá blaðið með skilum, geri útsölumanni aðvart. — Nýir áskrifendur eru vin- samlega beðnir að hringja í síma 1349 og tilkynna áskriftina. — B I L A V A L - Nýi sýningarbíllinn DKV (Das Kleine Wunder) frá Mercedes Benz-verksmiðjunum er til sýnis og sölu á sölusvæði okkar í dag. Kynnið yður hina hagstæðu skilmála. BÍLAVAL Laugavegi 90-92 . Símar 18966, 19092 og 19168 Hfolbardaverkstæðið Millan Opin illp daga frá fcl 8 að morgm til K1 11 að kvöldi. Viðgerðii á alls konar njólbörðum — Seijum einnig allar staerðir hjólbarða — VJ.iduð nnna — Hagstætt ve.'ð — BlLASALAN ALFAFELLl Hafnarfirði Sími 50518 Volkswager '57 59 '62 Opei Capitar 6C Merceder Benz tlestar ár- aerðið Chervolet 55 fólks ug station Góðit Dllat Skóda fólks- oe ítadionbflai Consu op Zepnyi 55 8ILASALAN ALFAFELLl Hafnarfirði Sími 50518 í>* ... SEUIR „i^Qv Fíat árgangur 1959 keyrður 22000 km. Plymouth station árgangur ’56 4 dyra. Verð kr. 90.000 . Greiðist með vel tryggðum víxlum eða vél tryggðu fasteignabréfi. Austin station árgangur ’55 í góðu standi kr. 50.000. Utborgun sem mest. Ford árgangur ’55 bólksbill i toppstandi 6 cil. beinskiptur kr. 70.000 útborgað. Ford sendiferðabíll árgerð ’55 I góðu standi. Samkomulág um greiðslu. Ford station árg. ’55 i góðu standi. Samkomulag um verð og greiðslur. Chevrolets station árg. ’55 í mjög góðu standi. Verð samkomulag. Rambler árg. 1957. 6 cil. sjálfskipt- ur. Verð samkomulag. Ford station árg. 1959 aðeins keyrður 30.000 km skipti koma til greina á 4—5 manna bíl árgerðum ’54, ’55, ’56. Verð bamkomulag. Chevrolet station árg. 1954. Verð kr. 25.000 útborgað. Dodge árg. ’48 minni gerðin kr. 25.000. Verð sam- komulag. Volvo station ’55 í fyrsta flokks standi. Verð kr. 70.000 útborgað. Gjörið svo vel komið og skoðið bilana. Bifreiðasalan Borgartúni 1 Símar 18085 og 19615. sími 20048. Heima- Gamla bílasalan hefir alltaf til sölu mikið úrval af nýjum og eldri bílum, af öllum stærðum og gerðum og oft litlar sem engar útborganir. Gamla bílasalan v/Rauðará Skúlagötu 55 Sími 15812. LAUGAVE6I 90-02 Volkswagen. allar árgerðir. Volkswagen ’58, verð 73 þ. útb Opel Rjcord ’56, 58, 60, 62 Opel Caravan ’55 58 60 62. Opel Capitan 56 57, nýkominn Ta. nus 2ja dyra 58 og 60. Taunus station 59 60, gðöir. Consul ’62 ára dyra, sem nýr Volvo station ’55, skipU mögul. á yngri bíl. Renn DoDhine 60 og 61. 6 manna bflan Ford 55 56 57 58 59 60. Chevrolet 53 54 55 56 57 59 Benz 220, 55 56 58 Sendibílar. Ford 55 56. Chevrolet 52 53 55 Volkswanen 55 56 57. Landrover diesel, 11 manna Giörið svo vel og skoðið bíiana. Þeir eru ð staðnum u

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.