Vísir - 16.11.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 16.11.1962, Blaðsíða 16
Leikfímistími hjá útvarpinu Föstudagur 16. nóvember 1962. 100 sovét- skip í vari Nærri 100 sovézk skip — síldveiðiskip og móðurskip — vörpuðu akkerum í gærkvöldi útl fyrir ströndum Kent, Eng- landi. Strandgæzlulið Breta gefur þessum flota nánar gætur, en þetta er stærsti slíkur floti, sem sézt hefur svo nærri strönd um Bretlands. Líklegast er, að flotinn hati leitað Iægis þarna vegna sjó- gangs á miðum. ■ • ♦Kennedy og Adenauer hafa iokið viðræðum í Washington. í sam- eiginlegri yfirlýsingu segja þeir, í að varðveita verði frelsi Berlínar j hvað sem í sölurnar verði að j Ieggja, og framtíð Berlínar verði ; að ákveða í samræmi við algeran i sjálfsákvörðunarrétt íbúanna. L 1 ■ 1 . SAS hótar að fíjúga á lág- um Norræna flugfélagið SAS hefir nú í raun og veru sent Loftleiðum formlega hólmgönguárás. Virð- ist sem stóri bróðir hafi alla til- burði til þess að ganga milli bols og höfuðs á litla bróður. Ráða- menn SAS segjast vera að verða gjaldþrota vegna samkeppninnar við Loftleiðir, sem það kallar ó- heiðarlega. Heitir SAS nú á IATA að duga sér sem bezt og hótar að taka ella upp ferðir yfir Atlants haf með hæggengum flugvélum á Iágum fargjöldum og fljúga um Grænland. Aftonbladet í Svíþjóð telur líklegt að hinar Norðurlanda þjóðirnar knýi fram sjónarmið SAS með því að beita ísland við- skiptaþvingunum. Vísir snéri sér til Ingólfs Jóns- sonar, samgöngumálaráðherra og Kristjáns Guðlaugssonar, hæsta- réttarlögmanns, stjórnarformanns Lofleiða í morgun í tilefni af þess- um fréttum. Ráðherrann kvaðst ekki hafa heyrt orð um það að ríkisstjórnir hinna Norðurlanda hefðu í hyggju að skerast í málið og beita ísland einhvers konar viðskiptaþvingun- um, það hlyti að vera rugl úr Aft- onbladet. Sér dytti ekki í hug að ríkisstjórnir SAS-landanna, bræðra þjóðirnar á Norðurlöndum, færu á hendur okkur með ofbeldishótun- um. Þar að auki væri það svo um viðskipti okkar við hin Norður- löndin að við keyptum meira af þeim en þau af okkur. Kristján Guðlaugsson kvað það hina mestu fjarstæðu hjá forstjóra SAS í New York að Loftleiðir rækju starfsemi sína eftirlitslaust. Hér væri um frjálsa samkeppni og fullkomlega heiðarlega að ræða innan ramma alþjóðlegra loftferða samninga, sem gerðu beinlínis ráð fyrir að fargjöld á flugleiðum væru misjöfn eftir gerð, hraða og þægindum flugvélanna, sem not- aðar væru. Árið 1954 fengu Loft- leiðir sín fargjöld með DC4 flug- vélum samþykkt hjá Loftferða- stjórn Bandaríkjanna og hafa alla tíð haft leyfi til þess að hafa þau eins og þau eru. Þau hafa ekki breytzt síðan þótt þoturnar hafi Framh. á bls. 5. Valdimar Ömólfsson íþrótta- kennari hefur um alllangt skeið annazt morgunleikfimi í útvarp- inu. Lengst af hefur hann ekki haft neina aðstoð aðra en und- irleik Magnúsar Péturssonar. Nú hefur brugðið svo við, að þrjár yngismeyjar, sem starfa við útvarpið, hafa gefið sig fram til hjálpar og þykir Valdimar miklu betra að kenna leikfim- ina, þegar hann hefur einhverja fyrir framan sig, sem gera æf- ingarnar. — Myndina tók ljósm. Vísis, I. M., við upptöku á morgunleikfimi útvarpsins. L. V. ORBID AD IIIAÐ A.S.Í. Enn eru Þjóðviljamenn reiðir vegna dóms Félagsdóms í LÍV- málinu. Hannibal Valdimarsson lætur hafa það eftir sér í blað- inu í morgun, að ummæli Vísis um að LÍV væri þegar búið að fá félagsrétlindi í ASÍ með dómnum, væru fleipur! Við kunn um enga aðferð til að taka fé- lög inn í ASÍ aðra en umræð- ur og lýðræðislega atkvæða- greiðslu, segir hann. Vitnar Hannibal síðan i lög ASÍ. Forseti ASÍ, er svo fávíslega mælir, ætti að gera gangskör að þvi að fá sér lögfræðilega aðstoð. Hann skilur greinilega ckki enn hvað felst í dómi Fé- Iagsdóms. Það vill ncfnilcga svo til, að dómurinn er rétthærri en lög ASÍ, einkum þegar dóm- stóllinn hefir komizt að þeirri niðurstöðu að sjálfur Hannibal og piltar hans hafi þverbrotið þessi sömu Iög ASÍ á LÍV. Þótt Hannibal kunni cnga aðra leið en atkvæðagreiðslu, þá hefir Félagsdómurinn þó markað aðra leið. Frá þeirri Ieið verður ekki snúið, nema Hannibal vilji brjóta Iög Iands- ins og hafa dóminn að engu. Með dómnum er LÍV orðinn aðili að ASÍ. Því verður ekki breytt með neinni atkvæða- greiðslu. r $ Askrtfendalmppdrættið Þann 27. þ. m. fer fram dráttur í áskrifendahappdrætti Vísis. Þátt- takendur eru allir áskrifendur blaðsins, gamlir sem nýir, og án nokk- urs aukagjalds. Er dregið úr nöfnum þeirra allra. Vinningurinn að þessu sinni er kr. 10.509 að verðmæti. Er hann í þremur hlutum, 3.500 kr. hver hluti. Eru það vörur í þremur verzlun- um hér í borg, Austurveri, Melabúðinni og útibúi Austurvers við Háa- leiti. Geta þeir, sem vinningana fá, valið sér vörur í verzlunum þessum eftir eigin vali. Á það skal bent, að aðeins áskrifendur taka þátt í happdrættinu, en ekki þeir, sem kaupa blaðið í lausasölu. Gerizt þess vegna áskrif- andi strax í dag og verið með. Síminn er 1-16-60. Áskrifenda...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.