Vísir - 20.11.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 20.11.1962, Blaðsíða 3
V1SIR . Þriðjudagur 20. nóvember 1962. BANDSÞINGI Myndsjáin birtír í dag nokkr- ar svipmyndir frá þingi Alþýðu sambands íslands en það var sett í KR-heimiIinu í gær. Þar var mikill fjöidi manna, um 330 fulltrúar, víðs vegar að af land- inu. Á tvídálk efst í v-homi má sjá Jón Sigurðsson og Eðvarð Sigurðsson ræðast við, og sést ekki betur en sæmilega fari á með þcssum baráttuglöðu and- stæðingum, þótt mikil rinima standi fyrir dyrum. Á myndinni við hlið þessarar myndar má sjá nokkra af fulltrúum Iðju, féiags verksmiðjufólks í Reykja vík, en forystumaður þeirra er Guðjón Sigurðsson, l'ormaður félagsins. Hér til hliðar er Hanni bal Vaidimarsson, formaður ASl að koma til þings. Hann hamp- ar aðgöngumiða, og þykist góð- ur, að ekki skyldi hafa verið ein hver, sem neitaði honum um lappann. Neðst tii vinstri eru nokkrar konur að prjóna, sér til dægrastyttingar, meðan Iítið ger ist á þinginu. Og í hægra homi situr Svavar Gests og þiggur kaffi hjá einni KR-konunni, en þær standa fyrir veitingum f fundarhúsinu. Svavar er ekki alveg viss um að komast á þing ið. Það var eitthvað bogið við fundinn, sem kaus hann sagði einhver. En Svavar lætur málið lítið á sig fá. Hann hefur kann- ske einhverjar baktjaldaupplýs- ingar um að alit fari vel.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.