Vísir - 20.11.1962, Blaðsíða 1
WISIR
52. árg. — Þriðjudagur 20. nóvember 1962. — 267. tbl.
SIGURL YÐRÆÐISSINNA
IATKVÆÐAGREIDSLU
A.S.Í.-þtas
Lýðrœðissinnar unnu sigur i
fyrstu atkvæðagreiðslunni á
þingi Alþýðusambands íslands
Sær. Greidd voru atkvæði
varðandi kjörbréf tveggja fuli-
trúa verkamanna og sjómanna
í Sandgerði. Samþykkti þingið
að vísa kjörbréfum þeirra aftur
til kjörbréfanefndar, að tiliögu
Jóns Sigurðssonar, fulltrúa Sjó
mannasambandsins.
Þegar búið Var að afgreiða
rúmlega 320 ágreiningslaus
kjörbréf á þingi ASf í gær voru
tekin til meðferðgr kjörbréf 2ja
fulltrúa frá Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Miðneshrepps í
Sandgerði. Kjörbréfanefnd,
skipuð Eðvarð Sigurðssyni, Ósk
ari Hallgrímssyni og Snorra
Jónssyni, hafði sent þinginu
kjörbréfin, ásamt gögnum um
kæru vegna kosningar á þess-
um fulltrúum, og gerði kjör-
bréfanefnd enga tillögu til
þingsins um afgreiðslu málsins,
en fól fundarstjóra að lesa upp
meðfylgjandi gögn. Fundar-
stjóri var Hannibal Valdimars-
son, forseti ASf, sem gegnir
því starfi þar til þingforseti hef
ur verið kjörinn.
í gögnum kærumálsins kom
fram að fundurinn, sem kaus
fulltrúana frá Sandgerði hafði
ekki verið boðaður með lögleg-
um fyrirvara, sem er tveir sól-
arhringar. Vantaði rúman hálf-
an sólarhring á að .svo væri.
Fundurinn var engu að síður
Framhald á bls. 5
Þing Alþýðusambandsins var sett í KR-húsinu í gær kl. 4. Ljósm. Vísis tók þessa mynd er Hannibal Valdimarsson setti þingið með ræðu.
ÁBYR6 AFSTABA FRAM-
SÚKNAR I LtV-MÁLINU
Á fundi Alþýðusambandsins
sem átti að hefjast kl. 1,30 eftir
hádegi í dag var búizt við að
mál Landssambands íslenzkra
verzlunarmanna yrði tekið til
umræðu.
Það er nú ljóst orðið, að
Framsóknarmenn á Alþýðu-
sambandsþingi ætla að sýna á-
byrga afstöðu og hafa þeir m.
a. lýst því yfir, að þeir telji
Alþýðusambandinu skylt að
fara að lögum og hlíta dómi
Félagsdóms.
Vísir átti í morgun stutt sam-
tal við Sverri Hermannsson,
formann Landssambands verzl-
unarmanna. Þar sagði hann m.
a.: — Við verzlunarmenn erum
Nýr skólastjórí
Sjómannaskólans
tilbúnir að mæta til þingsins
hvenær sem kjörbréf okkar
verða afgreidd. Allir fulltrúar
okkar eru mættir.
Þá sagði Sverrir ennfremur:
— Við bíðum átekta meðan
Alþýðusambandsþingið afgreið-
ir kjörbréf okkar.
Á fundi miðstjórnar Alþýðu-
sambandsins, sem haldinn var
í gærmorgun til að undirbúa
þinghaldið koma mál LfV til
umræðu, Gerðist það þá á þess- .
um fundi, að tveir fulltrúar
Framsóknarmanna þeir Guð-
mundur Björnsson frá Stöðvar-
firði og Óðinn Rögnvaldsson
frá Reykjavík lýstu því yfir, að
þeir teldu að Alþýðusambandið
yrði að hlíta dómi Félagsdóms.
Með þessari yfirlýsingu sýna
Framsóknarmenn ábyrga af-
stöðu. Er þess að vænta að
þeir haldi henni á þingi Al-
þýðusambandsins og ætti það
þá pð tryggja að lög verði eigi
rofin, því að Framsóknarmenn
á þinginu hafa úrslitavald þar.
\
Talning
hefst
Orslit í atkvæðagreiðslunni í
síldveiðideilunni munu verða
kunn síðd. eða í kvöld. Talning
atkvæða mun sennilega hefjast
kl. 4 e. h. í dag. í morgun voru
ókomin atkvæði frá Vest-
mannaeyjum, en þar sem flogið
var í morgun voru allar horfur,
að talning gæti hafizt svo sem
a ðofan segir.
Bátar hér bxða tilbúnir að
fara á veiðar, verði úrslit at-
kvæðagreiðslunnar þau, að
báðir aðilar / samþykki samn-
ingsuppkastið, eins og það síð-
ast Iá fyrir.
Jónas Sigurðsson.
Jónas Sigurðsson, kennari,
hefir verið skipaður skólastjóri
Stýrimannaskóians i Reykjavík
frá 1. þessa mánaðar að telja.
Jónas skóiastjóri er maður
um fimmtugt. Hann iauk fiski-
mannaprófi árið 1940 og far-
mannaprófi frá Stýrimanna-
skólanum ári síðar. Eftir það
dvaldist hann um eins árs skeið
við framhaldsnám í Kalifornfu-
háskóla og lagði þar stund á
siglingafræði, stærðfræði og
stjörnufræði. Eftir heimkomuna
gerðist hann kennari við Stýri-
mannaskólann og hefir kennt
þar í 20. ár, aðallega siglinga-
fræði og stærðfræði.
Jónas Sigurðsson skólastjóri
hefirl verið skipstjóri á sumrum
um alliangt árabil á hvalveiði-
skipum frá Hvalfirði.
STJÓRNARKRCPPA
I V.-ÞÝZKALANDI
Stjórnar-samstarfið milli
Frjálsra demokrata og Kristi-
legra lýðræðissinna fór út um
þúfur i gær, — eins og búizt
hafði verið við, þegar fimm ráð-
herrar Frjálsra demokrata, er
sæti áttu í stjórninni báðust
lausnar.
Þetta gerðist eftir að sam-
þykkt hafði verið á fundi í
Niimberg, að miðstjórn fiokks-
ins og þingflokksins, að rjúfa
stjómarsamstarfið. Orsökin er
DER SPIEGEL-málið og á-
kvörðun Adenauers um, að
verða ekki við kröfunni um, að
láta Franz Josef Strauss land-
varnaráðherra fara frá vegna
afskipta sinna af því máli.
Það er ljóst, að Frjálsir
demokratar em fúsir til við-
ræðna um cndurskipulagða
samsteypustjórn, — vafalaust
þá án þátttöku Strauss.
Ollenhauer leiðtogi jafnaðar-
manna sagði, að við núverandi
aðstæður gæti ekki komið til
samstarfs milli jafnaðarmanna
og Kristilega lýðræðisflokksins.
Hins vegar vill hann, að
teknar vérði upp viðræður
um möguleikana á stofnun
samsteypustjórnar, er allir
þrír aðalflokkarnir eigi sæti
í, svo fremi að núverandi
stjórnarflokkar geti ekki
Jiomið á kyrrð og venjulegrí
ró í landinu.
VLM.
X ,’Jil i I i j . i l <i . r