Vísir - 24.11.1962, Síða 4

Vísir - 24.11.1962, Síða 4
I V í S IR . Laugardagur 24. nóvemt I y Á morgun, sunnudaginn 25. nóvember, eru liðin 60 ár frá því að vélbátaöldin hófst hér á landi með því, að sexæringur á ísafirði var búinn vél og fór í sína fyrstu för undir vélarafli. Báturinn hét Stanley en eig- endur hans voru þeir Árni Gísla- son, formaður á ísafirði og síðar árum saman fiskmatsmaður þar vestra, og Sophus J. Nielsen, verzlunarstjóri. í bókinni Gull- kistan, sem er endurminningar Árna Gíslasonar og kom Ut árið 1944, er sagt greinilega frá þess- um þáttaskilum í íslenzkri smá- skipaútgerð. Hér fer á eftir það, sem Ámi. aðalhvatamaður þessa Sextíu ár á morgun frá upp■ hufi vélbátuuldur á íslundi \ í þenna sexæring, Stanley, var sett fyrsta bátavél, sem til landsins barst. Hún kom til ísafjarðar 5. nóvember 1902 og var prófuð í bátnum 20 dögum síðar. — Teikninguna gerði Sigurður Guðjónsson. leggja út í áhættuna, og reyna þessa nýjung. — Gefist þessi hreyfivél vel, sem vér efumst ekki um, er óhætt að gera ráð fyrir, að margar fleiri komi á eftir. Sparar tíma og erfiði. .... Oss Islendinga vantar svo tilfinnanlega vinnukraft, engu síður til sjós en lands, og hefir það reynzt svo hér við Djúp, að margir bátar hafa orð- ið að standa uppi vegna manna- leysis. Með því að brúka olíu- hreyfivél í bátana ætti að mega komast af með mikiu færri á hverjum bát, og væri það ekki Iítill hagnaður fyrir sjávarútveg- inn. Sömuleiðis ættu vélar þessar að koma í góðar þarfir til að spara tímann, þar sem langt er róið og mestur tími fer í að komast á fiskimiðin og heim aft- ur, en til þess þyrfti að leggja á- herzlu á að hafa bátana sem hraðskreiðasta. Það eru heldur ekki smáræðis þægindi fyrir sjómennina, að í stað þess, sem þeir hafa hingað til orðið að 'slfta sér út við að róa á fiskimiðin og aftur í land, geta þeir, ef þeir nota vélar þessar hvflt sig á leiðinni, og eru því óþreyttari til þess að fiska og gera að aflanum, og hefir það ekki litla þýðingu þegar mikill afli er. Auðvitað verður tilkostnaður- inn miklu meiri, en hann ætti að borga sig. Sé hægt að hafa tveim mönnum færra á hverju skipi, myndu þeir tveir hlutir, er við það sparast, vera meira en nóg til að borga vélina og til- kostnað við hana. máls, seglr um það f bók sinni í kafla þeim, sem hann nefnir ..Vélbátarnir og síðasta tímabili íraskipanna f Bolungarvík". Millifyrirsagnir eru frá Vísi.) Breytingin Bð hef jast. „Fyrir og um síðustu aldamót fór að verða breyting á mörgu við fiskveiðar Islendinga. Fiski- skipin stækkuðu og fisk þurfti að ;ækja meira til hafs en áður var. Fyrir aldamótin sóttu er- iend botnvörpuskip mjög á riskimið áraskipanna og skömmu ftir aldamótin bættust innlend botnvörpuskip f þann hóp. Tregða var á að fá nægilegt fólk til róðra hér við Djúp, þvf lítil var hlutarvon. Vildu menn helzt ráða sig upp á fast kaup, og urðu sumir útgerðarmenn að sæta þeim kjörum, að taka menn upp á fast vikukaup, einkum að vorinu. Og þótt kaupið væri ekki hátt, 6—10 krónur á viku, var oft skaði á kaupamönnum fyrir útgerðina.... Um síðustu aldamót stunduðu bátar frá Esbjerg í Danmörku kolaveiðar frá Flateyri við ön- undarfjörð. Bátar þessir voru um 25 smálestir að stærð og höfðu hjálparvélar (mótora). Við kolaveiðarnar notuðu þeir opna smábáta með litlum mótorvél- um. Varð mörgum starsýnt bæði á stærri skipin og smærri bát- ana, sem brunuðu áfram bæði í logni og andviðri. Komu sumir þessir smærri bátar hingað til ísafjarðar til þess að sækja póst, því stærri skipin lögðu aflann í flutningaskip, sem fóru vikulega til Bretlands. Ekki sá ég mótor- vélamar, heldur aðeins bátana, sem brunuðu hér um fjörðinn. Varð ég strax hrifinn af þessari nýjung og óskaði þess, að ég ætti eftir að eignast svona far- artæki. Byrjaði aldamótaárið. Aldamótaárið tók ég að vinna að því að fá mótorvél f sexæring minn. Var hann um tvær smá- lestir að stærð og voru smærfi Esbjerg-bátamir litlu minni en öðru vísi að lagi. Ég átti sex- æringinn hálfan, og var Sophus Jörgen Nielsen verzlunarstjóri sameignarmaður minn........ Ég spurði Nielsen, hvort hann þekkti engan mann í Danmörku, sem gæti gefið okkur nánari upplýsingar um mótorvélar þess- ar. Sagði Nielsen, að það væri hægðarleikur að afla slíkra upp- lýsinga. Hann ætti bróður í Es- bjerg, og skyldi hann skrifa hon- J. H. Jessen frá Esbjerg I Dan- mörku, sem kom til Isafjarðar 16 ára gamall til að setja niður fyrstu vélina. Hann fór aftur til Danmerkur að því verki loknu, en settist siðar að á ísafirði og stofnsetti þar vélaverkstæði, sem hann rak á eigin ábyrgð. Hjá hon um Iærðu margir hinna fyrstu vél stjóra á íslenzkum skipum. Jessen varð ekki Ianglífur, og andaðist hann hér á landi. um með næstu póstskipsferð um þetta. Nokkru ,,sið3t,<.sþarst, Nielsen bréf frá bróður.sfnum, Var hann starfsmaður mótorverksmiðju C. Möllerups f Esbjerg og hældi vélunum á hvert reipi, kvað þær hafa reynzt ágætlega f Danmörku og sagði, að þær útbreiddust óð- um........ Eftir miklar bréfa- skriftir og langan tíma kom þessi mótorvél hingað til Isa- fjarðar 5. nóvember 1902. Vélin kostaði 900 krónur. Til þess að setja vélina niður f bátinn sendi verksmiðjan sextán ára gamlan ungling, J. H. Jessen. Átti hann jafnfrámt að fara með vélina. Ferð hans var okkur kostnaðar- laus, en við urðum að kosta uppihald hans hér. Um áramótin fór Jessen héðan heim til Es- bjerg. Um þennan atburð segir svo í blaðinu Vestra 1. desember . 1902: „Fyrsta olíuhreyfivél í íslenzkum bát. Með sfðustu ferð Vestu fengu þeir Árni formaður Gfslason og kaupm. Sophus J. Nielsen olfu- hreyfivél í róðrarbát, sem þeir eiga saman, og Ámi fer með. Vélin er frá verksmiðjunni C. Möllerup í Esbjerg, og sendi verksmiðjan mann, hr. J. H. Jessen, til þess að hjálpa til að setja hana f bátinn og kenna á hana. Vélin kostar 900 krónur f sett, auk þess sem ýmislegt þurfti að gera við bátinn, sem er algengur íslenzkur róðrarbátur til þess að koma vélinni fyrir. Hún hefir tveggja hesta afl og eyðir 2 pottum af steinolíu, og kostar þvf 20 — 30 aura um tím- ann. Hún hreyfir jafnt aftúr á bak og áfram, og það má láta hana hafa svo lítinn kraft sem vill, og því lafhægt að lenda bátnum og stöðva hann, hvenær sem er. „ ... eins og sex menn róa‘\ Þ. 25. fyrri mánaðar (þ. e. nóv- Árni Gíslason formaður á Stanley fyrsta íslenzka bátnum, sem bú- inn var vél. Ámi varð formaður aðeins 18 ára gamall, stundaði útgerð um 24ra ára skeið, en var sfðan yfirfiskimatsmaður í 27 ár. ember) var búið að setja vélina í bátinn, og var hann því settur á flot og farið að reyna hann. Báturinn var inni á Polli og fór formaður hans ásamt meðeiganda sfnum og nokkrum bæjarmönn- um fyrstu ferðina út í Hnffsdal. Ferðin gekk ágætlega og gekk báturinn álíka og sex menn róa. Hann var 40 mínútur utan úr Hnífsdal og inn á Isafjörð og fór þó sjálfsagt fimm mfnútna krók inn í Djúpið. Þ. 29. f. m. fór Árni Gíslason á sjó til fiskjar og reyndist vélin mjög þægileg. Hann hefir nú aðra olíu til brennslu en fyrst, og gengur báturinn miklu betur með henni og hefir nú góðan gang. 4 Vér óskum eigendum til ham- ingju með þetta nýja fyrirtæki þeirra, og eiga þeir þakkir skilið fyrir að hafa orðið fyrstir til að Lét smíða bát fyrir vélina. Konsúll Sigfús Bjarnason hefir átt von á olíuhreyfivél með fjögra hesta afli f sumar, en hún er ókomin enn, en er væntanleg með næstu ferð. Hann hefir látið smíða nýjan bát fyrir vélina, sem ætlazt er til að sé sérstak- lega lagaður til gangs.“ Ég hefi tekið þessa greinar- góðu frásögn í heilu lagi, þar sem hún mun' vera f mjög fárra manna höndum. Veturinn 1903 reri ég héðan að heiman til páska og aflaði lítið, enda var sjaldan gjöfult sökum óveðra og einnig var fátt um fisk. Ég vildi fara varlega meðan ég var að kynnast mótorvélinni, og fór því f fyrstu fremur stutt. En allt reyndist f góðu lagi, og fór ég þá að sækja á dýpri mið en í fyrstu. Á páskum fór ég til Bolungarvíkur til þess að róa þar yfir vorvertíðina eins og áð- ur. Áflaði ég mjög vel þetta vor, og átti mótorvélin sinn mikla þátt f aflasældinni. Vélin bilaði aldrei. Mér lánaðist vel að fara með mótorvélina, og bilaði hún aldrei, meðan ég átti hana, nema einu sinni að gat sprakk á cyl- inderinn, af þvf kælivatnið fraus í rörinu, en þá gerði við bilunina Albert Jónsson járnsmiður, völ- undur að hagleik, og sú aðgerð entist, meðan vélin var við lýði. Almenn ótrú var á þessu fyr- irtæki okkar Nielsens og í byrjun skopuðust menn að þeirri heimsku að ætla s ér að lenda vélbáti upp f grjótvarirnar í Bol- ungarvík. Ég tók þetta ekki nærri mér, því að ég hafði góða trú á þessari nýbreytni. En ekki varð mér um sel, þegar ég lenti fyrst f Bolungarvík á vélbáti mfnum, og sá hóp af mönnum standa á kambinum, en aðeins örfáir komu til þess að hjálpa Framhald á bls. 10. xasa

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.