Vísir - 24.11.1962, Page 10
V1SIR . Laugardagur 24. nóvember 1962.
w
œmm
\ Höfum kaupanda að amerfskum tveggja
dyra 8 cyl. bíl. Má vera sjálfskiptur.
Hafnarfjörður—
Hafnarfjörður
Ungling vantar til að bera út Vísi í Hafnarfirði,
Upplýsingar í síma 50841.
Afgreiðslan, Garðaveg 9, uppi.
Bíla og búvélasalan
S E L U R
Bíla og búvélasalan
V/MIKLATORG — Sími 2 31 36.
tliolbarðaverkstæðid Millan
Opin alla daga frá kl. 8 að morgni til kfc 11 að kvöldi.
Viðgerðir á alls konar hjólbörðum. — Seljum einnig allar
stærðir hljóbarða — Vönduð vinna. — Hagstætt verð.
M I L L A N Þverholti 5.
— B í L A V A L -
FORD '■
Nýir bílar, allar tegundir til sölu hjá okkur
Skoðið sýningarbíla á sölusvæði okkar. Nýir
og notaðir bílar ávallt til sýnis á staðnum.
Salan er örugg hjá okkur.
BÍLAVAL
Laugavegi 90—92 . Símar 18966, 19092 og 19168
Sextíu úr —
Framhald af bls. 4.
okkur að hífa skipið, hinir gengu
hlæjandi burtu. Þetta var ólíkt
Bolvlkingum, en svona voru
fyrstu móttökurnar, sem mótor-
vélin fékk þar.
Flýgur
fiskisagan.
Þessi ótrú á mótorvélinni fékk
skjótan enda. Daginn eftir var
gott veður, og fór ég á sjó eins
og allir aðrir og var kominn í
land aftur um hádegi með hlað-
afla. Þar sem veðurútlit var gott,
beitti ég þá strax aðrar lóðir, og
fórum við fjórir á sjóinn, þegar
beitingu var lokið, en ég skildi
eftir einn hásetann til þess að
gera að aflanum.
Um kvöldið kom ég úr annarri
sjóferðinni með engu minni afla
en í þeirri fyrri.
Þessi fiskisaga flaug fljótt um
Bolungarvíkur-Malir, og kom
fjöldi manna til þess að fullvissa
Chervolet station ’55 Consul 315 62, Austin Gipsy ’62 diesel Vörubílai
Volvo '55—’58. Mercedes Benz ’55, ’60, '61. Chervolet ’52, ’55, '59 og
'61 Lóð undir cinbýlishús í Kópavogi. Góð kjör. Bíll óskast í skiptum.
Gamla
bílasalan
hefir alltaf til sölu mikið
árval af nýjum og eldri
bílum, af öllum stærðum
og gerðum og oft litlar
æm engar útborganir.
Gomla
bjlasolan
//Rauðará Skúlagötu 55
Sími 15812.
Húsmæður «
einsfaklingar
Látið ^.ckur annast
slcyrtuþvottinn.
Þ V T 1 AHÚSIÐ
Skyrtur & sloppar
irautarholti 2. Sími 15790
SMÁLFUNDAFÉLAGIÐ
ÓÐINN
Félag sjálfstæðismanna í launþegasamtökum. Aðal-
fundur félagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu
n. k. sunnudag 25. þ. m. kl. 2 e. h.
DAGSKRÁ:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Tillaga stjórnar og trúnaðr>»
\ mannaráðs um lagabrev' ’
3) Önnur mál.
Stjórnin.
sig um áreiðanleik hennar.
Upp frá þessu varð snögg
breyting á áliti almennings á
mótorvélinni. Nú vildu allir
hjálpa við lendingu, eins og áður
og fá að sjá þenna undragrip,
sem ég hafði fengið.
Tók 28 farþega
í ferð.
Um helgar, þegar ég fór heim
til Isafjarðar, var fyrir fram
pantað far af fleirum en ég gat
flutt. Tók ég fimmtíu aura í far-
gjald báðar leiðir, frá og til Bol-
ungarvíkur. Vanalega munu hafa
verið 28 farþegar í hverri ferð,
meðan nýbreytnin var mest hjá
fólkinu. Ég lét fargjaldið ganga
til þess að borga olíu, sem átti
að greiðast af óskiptum afla, og
nam það vel fyrir olíueyðslunni
um vorið.
Skipti á vélbát mínum var í
níu staði, eins og áður var á
sexæringunum, en ég hafði ein-
um manni færri, og fékk vélin
þann hlut, sem við það sparaðist.
Lendingin lánaðist alltaf vel, og
má heita, að skip hafi sjaldan
brotnað í lendingu í Bolungarvík.
Allir vildu
þá vélar.
Þegar fyrsta reynslan var
fengin, vildu allir fá mótorvélar.
Við Nielsen urðum umboðsmenn
fyrir Möllerups-mótora, og strax
sumarið 1903 var byrjað að
panta vélar og smíða nokkur
skip undir vélar. Fyrstur tíl þess
að panta vél hjá okkur varð
Guðmundur bátasmiður og Ágúst
sonur hans. — Mátti heita, að
hver vélarpöntunin ræki aðra, og
urðu þær miklu fleiri en við
mátti búast.
Fyrstu tvö árin, 1903—05,
voru mest keyptar vélar frá
Möllerup í Esbjerg og frá Dan-
mótorverksmiðjunum í Kaup-
mannahöfn. Eftir það hófust
kaup á Alpha-mótorum frá Frið-
rikshöfn. Þóttu Alpha-vélarnar
taka hinum fram, og þær urðu
um tíma mest notuðu mótorvél-
arnar hér við Djúp og á Vest-
fjörðum.
Aldan var
óstöðvandi.
Þeir menn voru ekki fáir, sem
þótti þarna geyst farið og
spáðu, að þetta nýjabrum myndi
skammt endast. En slíkar raddir
náðu engu veðri. Ekkert gat
stöðvað þá þungu öldu, sem risin
var með mótorvélunum. Eftir
þrjú ár frá því að fyrsta mótor-
vélin kom hingað til Iands, voru
allir sexæringar 1 Bolungarvík
komnir með mótorvélar, tveggja
til fjögurra hestafla... Breyt-
ingin skapaði nýja tíma og nýtt
líf. Menn urðu að trúa á fram-
tíðina, og annað hvort var að
duga eða drepast í þessu kapp-
hlaupi ....
Bílcs-
búvélasalan
Selur: Mercedes Benz 219 '57
og Mercedes Benz 190 ’57 og
Opel Capitan ’57. Allir bílarnir
nýkomnir tii landsins.
Bíla- o§
Húvélasalan
við Miklatorg, sími 23136
Þrjú fyrstu ár vélbátaútgerðar-
innar, sem ég geri hér að um-
talsefni, voru sögurík að mörgu
leyti. Eins og vita mátti, gekk
mönnum ærið misjafnt að fara
með mótorvélarnar. Sumir voru
fljótir að læra meðferð þeirra, og
hirtu þær prýðilega, aðrir voru
kærulausir og lögðu sig ekki
fram með meðferð vélanna og
urðu hjá, þeim tíðar bilanir,
margar vegna trassaskapar.
Verkstæði
stofnað.
Fjórum árum síðar en fyrsta
mótorvélin kom hingað til lands,
tók til starfa mótorverkstæði hér
á ísafirði, og var það hið fyrsta
á landi hér. Forstöðumaður þess
og eigandi var J. H. Jessen, pilt-
urinn, sem sendur var hingað til
að setja hiður fyrstu mótorvél-
ina, og fyrr er frá sagt. Gengu
fjórtán útgerðarmenn og Jón
Laxdal verzlunarstjóri sá fimmt-
ándi í 15 þúsund króna ábyrgð
til þess að koma verkstæðinu á
fót. Veitti sparisjóðurinn hér lán
þetta, og mun það hafa verið
stærsta lánið, sem sú stofnun
veitti fram að þessum tíma. Ekki
man ég með vissu, hve margar
mótorvélar voru þá komnar í
fiskibáta hér við Djúp og í
næstu byggðarlögum, en þær
munu hafa verið upp undir
hundrað. Var því hin mesta þörf
á mótorverkstæði, enda strax
mikil aðsókn að því.
Jessen var lipurmenni og góð-
ur vélsmiður. Varð hann fljót-
lega sem íslendingur, enda
kvæntist hann íslenzkri konu,
Sigþrúði Guðmundsdóttur (báta-
smiðs).
Fyrstu
vélstjórarnir.
Jafnframt því sem mótorverk-
stæði þetta bætti úr aðgerðar-
þörf vélbátaútvegsins, varð það
grundvöllur og upphaf inn-
lendrar vélaþekkingar og vél-
stjórnar. Lærðu margir hjá
Jessen, sem síðar gátu sér ágæt-
an orðstír sem vélstjórar eða
vélsmiðir. Má meðal þeirra nefna
Gísla Jónsson, þingmann Barð-
strendinga, Hallgrím Jónsson,
yfirvélstjóra á Dettifossi, Sören-
sen, yfirvélstjóra á Brúarfossi,
Gunnlaug Fossberg, vélfræðing,
Ágúst Guðmundsson og Kjartan
Tómasson, sem báðir eru vél-
stjórar við Rafveitu Reykjavíkur,
og Þorstein Árnason, núv. fé-
hirði Vélstjórafélags Islands.
Afkoma vélbátaútgerðarinnar
fyrstu árin var auðvitað ærið
misjöfn. Margir græddu talsvert
fé a skömmum tíma, aðrir töp-
uðu meira og minna, oftast fyrir
sérstök óhöpp og stundum fyrir
slóðaskap. En óhikað má segja,
að ísfirzk sjómannastétt hafi á
þessum árum lyft Grettistaki, og
á hún fyrir það alþjóðarþökk. Tel
ég, að vélbátaútvegurinn, sem
nú er aðalútgerð Vestfirðinga.
hafi reynzt happadrjúgur og
heiliaríkur. Hann hefir stöðugt
færzt í aukana — skipunum
/jölgað og þau stækkað, eftir
því sem kringumstæður hentuðu
og reynslan kenndi mönnum
bæði um stærð og allan útbúnað
skipanna. Undanfari þess fríða
vélbátaflota, sem landsmenn eiga
nú, voru litlu bátamótorarnir.
sem hér bar að landi í byrjun
aldarinnar."
Þeir Árni og Nielsen seldu
síðar Stanley, og var'-kaupandi
Bjarni Sigurðsson bóndi 5 Borg
í Skötufirði. Þau urðu endalok
bátsins, að hann rak á land í
Borgarbót í norðanveðri og
brotnaði í spón. Sökk vélin op
náðist aldrei, en Fiskifélag ís-
lands átti lengi vel landmótor
sömu gerðar og var í Stanley,
og á hana ef til vill enn.