Vísir - 30.11.1962, Page 6
FORSON WELLES var nýlega
1 staddur 1 París og bárust hon-
Íum þá boðsmiðar að nýju Ieik-
riti, sem verið var að sýna þar.
| Fór Welles í leikhúsið með
rj kunningja sínum.
Fyrsti þáttur var mjög leiðin-
legur, svo leiðinlegur að Orson
Weiles stóð upp að honum lokn
um og sagði við kunningja sinn
að hann gæti ekkl setið þar
lengur.
— Þú getur ekki verið þekktur
Ífyrir að fara, þar sem þú situr
hér á boðsmiöa.
— Jæja, það var nú verra, sagði
Orson og settist aftur. En annar
þáttur var engu betri og f lok
hans stóð Orson aftur upp og
kvaðst verða að fara.
— Já, en þú ert á boðsmiða,
sagði kunninginn.
— Mér ^r alveg sama, ég ætla
samt að fara, en ég get farið í
aðgöngumiðasöluna og borgað
miðana.
JDONNA REED kvikmyndaleik-
konan bandariska á heima i
milljónavillu í Beverley Hills
skammt frá HoIIywood. Hún fór
fyrir nokkru i skemmtiferð til
Mexíkó. Þegar hún kom aftur
varð hún þess áskynja að þjóf-
ar höfðu brotizt inn í villu henn
ar og stolið frá henni skart-
gripum að verðmæti um milijón
krónur.
[jlAMES MEREDITH, svertinginn
sem sótti um inngöngu f há-
skólann 'f Mississippi og mestu
æsingamar urðu út af hefur nú
gert samning um að skrifa kvik
myndahandrit um atburðina i
Oxford.
EVGENI ANDREJEV heitir rúss-
neskur fallhiifahermaður, sem
hefur nú sett heimsmet f fail-
hlífarstökki. Þetta var i 1510.
stökki hans. Hann stökk út úr
25 þúsund metra hæð og lét sig
falla fallhlífarlaus niður í 1 þús-
und metra. Þá loksins opnaði
hann fallhlífina og kom lifandi
niður. En við sama tækifæri Iét
félagi hans, Pjort Golgov, Iífið,
þvi að fallhlíf hans opnaðlst
ekki.
í ALASKA auglýsti herstjórnin
eftir sjálfboðaliðum, sem vildu
gangast undir tilraun hvernig
hermenn ættu að lifa í heim-
skautaveðráttu. Mörg tilboð bár
ust en því miður var fæstum
þeirra hægt að taka, þar sem
87 umsóknlr höfðu komlð frá
Eskimóum.
I BANDARlKJUNUM varð kona
ein að nafnl Mrs Shore vör við
það er hún ók stórri Kadillac
bifreið sinni, að eitthvað var
óeðlllegt við bfl hennar. Það
virtist eitthvað skrölta f honum.
Svo að hún ákvað að aka á
æsta viðgerðarverkstæði. Þar
kom það líka f ljós að eitthvað
var að. Bifreið af smábflategund
hékk föst aftan í Kadillak-bfl
hennar.
ANDRÉ MAUROIS franski rit-
höfundurinn frægi er enn hinn
brattasti þótt aldurinn stígi yfir
hann. Hann heldur oft erindi f
Parísarútvarpið. Nýlega sagði
hann í útvarpið:
— Ég skal segja ykkur hver er
munurinn á tímanum, þegar ég
var að alast upp og nútfmanum.
Hann er þessi: — I gamla daga
voru menn hræddir við að verða
fátækir. I dag eru menn hrædd-
ir við að verða ekki ríkir.
BRIGITTE BARDOT hefur unnið
merkilega samkeppni f Frakk-
landi. Gallupstofnunin þar í
landi lagði þessa spumingu fyr
ir franska karlmenn: — Með
hvaða konu vilduð þér helzt
bjargast upp á eyðiey í Kyrra-
hafinu. Yfirgnæfandi meirihluti
þeirra svaraði: — Með Brigitte
Bardot.
GRACE FURSTAFRÚ af Mónakó
hefur slitið öllu stjórnmálasam
bandi við Frakkland sfðan tolla
striðið við Mónakó hófst. Hún
mun héðanífrá hætta að kaupa
tízkufatnað í Parfs og ennfrem-
ur hefur hún boðið 400 fermetra
íbúð sína f Avenue Foch 32 i
París til sölu.
1 TOKÍÓ notar lögreglan sjálfvirk
tæki til að mæla hraða bifreiða
og markast hraði þeirra á lítið
pappaspjald. Nýlega stöðvaði
lögreglan leigubíl sem ók með
of miklum hraða. — Sjáið
spjaldið hérna, sagði lögreglu-
þjónninn við leigubilstjórann
Ryozo Yada. Það sýnir að þér
hafið gerzt brotlegur við um-
ferðarlögin. — Já lof mér sjá,
sagði leigubílstjórinn, tók spjald
ið og át það og þar með var
þetta mál úr sögunni.
¥ í SIR . Föstudagur 30. nóvember 1962.
artinsson fær
mans-verðlaun
MAURICE CHEVALIER er mlkill
vinur Englands, en þó getur
hann stundum laumað út úr
sér bröndurum á kostnað Eng-
lendinga. Nýlega sagði hann eft-
irfarandi:
— Blað eitt hefur heitið Iesend
um sínum verðlaunum og eru
verðlaunin þessi: — Fyrstu verð
laun vikudvöl í Englandi. —
Önnur verðlaun hálfsmánaðar-
dvöl í Englandi. — Þriðju verð-
laun mánaðardvöl í Englandi.
DARIO MORENO heitir einn
frægasti dægurlagasöngvari
Frakka. Nú 1 haust hefur lag
hans „Skartgripum mínum hef-
ur verið stolið" slegið í gegn í
París og er nú eitt vinsælasta
Iagið. Það kemur þvf engum á
óvart að Dario varð fyrir því
um daginn, að þjófur brauzt inn
í íbúð hans og stal öllum skart-
gripum hans og konu hans.
CARLIE CHAPLIN er nú eins og
allir vita aö skrifa endurminn-
ingar sínar. Hann hefur nú skýrt
frá því, að þegar hann hefur
lokið við þær ætli hann að
skrifa skáldsögu.
*
LEOPOLD fyrrum Belgíukonung-
ur er mikill sportmaður og ferð-
ast víða í fjallgöngur og dýra-
veiðar. Hann er nú staddur í
Amazon frumskógunum og tek-
ur þátt í belgískum landkönn-
unarleiðangri.
Sænska blaðið Dagens Ny-
heter hefur skýrt frá því, að
hin svokölluðu Bellmansverð-
laun, sem sænska akademfan
veitir, verði í ár veitt rithöf-
Harry Martinsson
undinum Harry Martinsson, og
er það í annað skipti, sem hann
hlýtur þessi verðlaun, hann
fékk þau árið 1951.
í fyrra voru verðlaun þessi
í fysta skipti veitt höfundi í
annað sinn, hlaut þau þá skáld
ið Gunnar Ekelöf, sem áður
hafði fengið þau 1953. Eru verð
launin til komin fyrir frum-
kvæði hjónanna Emmu og
Anders Zorn, sem mæltu svo
fyrir, að þau skyldu aðeins
veitt þeim skáldum, er veru-
lega sköruðu fram úr. Akadem-
ían hefur látið þau orð falla,
að vegna þess. hve fá skáld
geti með réttu kallazt afburða-
skáld, hafi verið gripið til þess
ráðs að veita þau sama skáldi
oftar en einu sinni. Þau sænsku
skáld sem hlotið hafa verðlaun
til þessa, auk þeirra sem þegar
eru nefndir eru: Bo Bergman,
Pár Lagerkvist, Sigfried
Siwertz, Anders Osterling,
Evert Taube, Erik Blomberg,
Johannes Edfelt, Rabbe Enc-
kell, Olof Lagercrantz, Erik
Lindegren, Werner Aspen-
ström og Karl Vennberg.
Þess skal að lokum getið, að
verðlaunaupphæðin er hvorki
meira né minna en 30 þúsund
sænskar krónur eða um 250
þúsund íslenzkar krónur.
Fimm hagfræðings
styrkir veittir
Vísir fékk þær fregnir í viðskipta
málaráðuneytinu í morgun að
Éfnahags- og framfarastofnunin i
París (OECD) hafi ákveðið að veita
Islendingum allt að 5 styrki til
framhaldsnáms í hagnýtri hag-
fræði, svo sem gerð þjóðhagsáætl-
ana, þjóðhagsreikninga og hag-
skýrslna, búnaðarhagfræði og
stjórnsýslu. Styrkirnir fela í sér
greiðslu á ferðakostnaði, skóla-
gjöldum, fæði og húsnæði. Eru
styrkirnir miðaðir við 3 — 24 mán-
aða nám er hefjist haustið 1963.
Geta umsækjendur valið á milli
námskeiða við ýmsar stofnanir í
Evrópu og Bandaríkjunum.
Umsóknir um styrki þessa þurfa
að berast ráðuneytinu fyrir 15.
desember n.k. vegna náms í Banda
ríkjunum, en fyrir 1. marz 1963
vegna náms í Evrópu.
Hlustunarskilyrði
hafa stórbatnað
Eins og menn eflaust muna var
lengi talað um það, hve illa send-
ingar Ríkis varpsins bærust til
Austurlands og Norðurlands. Ó-
hætt er að segja að úr þessu hafi
verið bætt.
Á síðasta ári voru settar upp
nokkrar litlar endurvarpsstöðvar á
Austurlandi og seinna á Norðaust-
urlandi. Hafa þær gefið góða raun.
Segir útvgrpsstjóri, Vilhjálmur Þ.
Gíslason, að kvartanir hafi ekki
borizt. Þó veit Ríkisútvarpið um
að hlustunarskilyrði eru ekki sem
allra bezt innst inni í dölum eða á
stöðum allfjarri endurvarpsstöðv-
unum.
Kúbukosfnaðurinn varð
100 milljón dollarar
mm
í Washington er tilkynnt, að
kostnaður Bandaríkjastjórnar
vegna sérstakra ráðstafana í
október og nóvember af hafn-
banninu á Kúbu og ýmsu í því
sambandi muni nema um 100
milljónum dollara. Megnið af
þessu fé fer til greiðslu mála
varaliðsmanna, sem kallaðir
voru til vopna, svo og her-
manna, sem urðu að vera leng-
ur í herþjónustu en ella vegna
þessa þáttar Kúbudeilunnar.