Vísir - 10.12.1962, Side 1

Vísir - 10.12.1962, Side 1
Mánudagur 10. desember 1962 BLAÐ II NIELS BOHR Á því er enginn vafi, að Niels Bohr var meðal al- fremstu eðlisfræðinga á fyrra helming þessarar aldar. Hann hafði geysi- mikil áhrif á framþróun eðlisfræði á þessu tíma- bili og mótaði að miklu leyti þann heimspekilega eða þekkingarfræðilega grundvöll, sem viss hluti eðlisfræðinnnar, kvanta- fræðin, byggist á. Honum hefur oft verið skipað á bekk með Albert Einstein. Báð- ir stóðu þeir að gerbyltingu inn- an eðlisfrœðinnar, hvor á sínu sviði. Einstein gerbreytti hug- rrtýndum manna um tfma og rúm, en Bohr var einn af frumherjum kvantafræðinnár, sem gerbreytti hUgmyndum manna um bygg- iijgu., efpisins og hegðun smæstu agna jjessl 'íéír'vöfu þó ekki sam nl&lá *'■ úm; grundvallaratriði kvantafræðinnar, en deildu um þau með fullri og vaxandi vin- semd og virðingu hvor fyrir öðr- um síðustu 30 ár af ævi Ein- steins, sem dó árið 1955. Bohr hefur skrifað um þessar viðræð- ur í riti um Einstein og telur þær hafa átt mikinn þátt í að dýpka skilning sinn á mörgum grund- vallaratriðum. Þessar viðræður ættu að vera öðrum til fyrir- myndar. Þar er ekki verið að reyna að sigra andstæðinginn, heldur að öðlast dýpri skilning á því, sem um er deilt. Eftir prófessor Magnús Magnússon Hér verða ekki rakin ítarlega einstök æviatriði Bohrs. -Þau skipta litlu máli miðað við það, sem hann var og gerði. Hér verða aðeins rakin helztu atriði úr vís- indaferli hans. upphafi þessarar aldar ýmis mjög alvarleg og ilvæg vandamál innan eðlisfræð- innar óleyst. Lausn þeirra krafð- ist nýrra og róttækra hugmynda. Eitt vandamálið, um varmageisl- un, leysti Þjóðverjinn Max Planck með . frumhugmynd kvantafræðinnar. Annað, I raf- segulmagnsfræði, leysti Einstein með hinni afmörkuðu afstæðis- kenningu sinni. Bygging atóms- ins var ókunn, þar til Ný-Sjá- lendingurinn Ernest Rutherford setti fram kenningu sína árið 1911. Loks var það ráðgáta, hvernig ætti að skýra hinn mikla, en þó reglubundna fjölda af Ijóslínum, sem frumefni sendu frá sér. Þetta leysti Bohr árið 1913, þegar hann var hjá Ruther- ford við Manchesterháslcólann í Englandi. Hann sameinaði hug- mynd Rutherfords um byggingu atómsins og hugmynd Plancks. Þær forsendur, sem Bohr byggði kenningu sína á, gengu þó lengra og brutu algerlega í bága við fyrri hugmyndir manna. Einstein sagði um þessa kenningu Bohrs, að á hugsanasviðinu sýndi hún músíkalítet á hæsta stigi. Þess- um sjaldgæfa eiginleika að geta losað sig undan fjötrum rótgró- inna hugmynda hélt Bohr alla ævi. Hvað eftir annað sagði hann í fyrirlestrum eða greinum sín- um, að saga eðlisfræðinnar á þessari öld hafi kennt okkur að vera við því búin að kasta burt hugmyndum, sem voru orðnar svo tamar, að þær virtust aug- Ijóslega sannar. ^tómkenning Bohrs var ákaf- lega frjósöm, og hafði hann frá upphafi forystuna í að "vinna úr henni og endurbæta. Meðal annars skýrði hann út frá henni períódíska kerfi frumefnanna ár- ið 1921. Fyrir það voru honum veitt Nobelsverðlaunin árið 1922. Hann sá samt allra manna gleggst takmarkanir hennar og lét ekki blindast af því, hversu vel tókst að skýra mörg fyrir- brigði með henni, en leitaði sí- fellt eftir dýpri skilningi á henni. Árið 1916 varð Bohr prófessor í eðlisfræði við Kaupmannahafnar- Niels Bohr. voru aðrir menn að verki en Bohr, en flestir höfðu þeir verið um lengri eða skemmri tíma við stofnun hans, til dæmis Þjóð- verjinn Werner Heisenberg. I" kvantafræðinni komu fram erfið þekkingarfræðileg vandámál, til dæmis í sambandi við það, að í sumum tilfellum hagar ljós sér sem bylgjur, en í öðrum sem agnir. Bohr átti mestan þátt í að leysa þessi vandamál. Sú lausn byggðist á hugtakinu „komple- mentaritet", það er að þessir andstæðu eiginleikar gætu aldrei komið báðir fram í sama tilfelli og því skapað mótsögn, heldur aðeins annar. Ljósið hefur báða þessa eiginleika, sem útiloka hvor annan, og þeir eru því „komplementer“. Þetta stafar af því, að athuganir á þvl smáa í Institut, og margar sögur eru sagðar frá þeim tfma. Þá voru þar margir eðlisfræðingar, sem voru orðnir eða urðu síðar heims kunnir. Þeir voru flestir ungir og fjörið mikið og ekki einungis hugsað um eðlisfræðileg vanda- mál. Meðal þeirra var Rússinn L. D. Landau, sem fékk Nobels- verðlaun í eðlisfræði í ár. Þar sem nú er bókasafn stofnunar- innar var áður borðtennisstofa, sem óspart var notuð. Frá 1921 til 1932 bjó Bohr með fjölskyldu sinni í einni af bygg- ingum stofnunarinnar, og gerði það að sjálfsögðu sitt til þess að skapa náin tengsl við þá, sem þar störfuðu. Það ár flutti hann svo í Carlsberg heiðursbústaðinn og bjó þar til dauðadags að stríðsárunum undanskildum. vísindaferill hans Niels Bohr. Myndin var tekin i fyrirlestrasal Columbia háskólans f Ne: York, þegar Niels var að vinna að þýðingarmstu uppgötvunum slnum aðeins rúmlega þritugur. háskóla, og árið 1921 tók til starfa Universitetets Institut for Teoretisk Fysik við Blegdamsvej í Kaupmannahöfn, og var Bohr forstöðumaður hennar frá upp- hafi til dauðadags. Fjöldi ungra eðlisfræðinga leitaði til Hafnar til að vinna með Bohr. Á árun- um 1920 — 1930 og jafnvel til 1940 voru allir fremstu yngri teoretískir eðlisfræðingar að minnsta kosti um einhvern tíma í Kaupmannahöfn. Stofnunin á Blegdamsvej, sem almennt er kölluð Bohrs Institut, varð mið- stöð rannsókna í fræðilegum (teoretískum) atómvísindum. Upp úr 1925 kom kvantafræð- in fram í nýjum búningi. Þar náttúrunni, atómum o. s. frv., hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun á þvi, sem athugað er. Ef til dæmis ætti að athuga fyrirbæri, þar sem Ijósið kemur fram sem bylgjur, til að komast að raun um, hvort það væri einn- ig agnir, mundi athugunin valda truflunum, svo að bylgjufyrir- brigðið hyrfi. Þannig er aldrei hægt að skapa mótsögn. Bohr beitti þessu hugtaki víðar en í eðlisfræði, til dæmis í líffræði og sálarfræði, en þar hafa athuganir á lifandi veru einnig truflandi áhrif á hana. Tjessi ár, kringum 1930, voru „gömlu góðu árin“ á Bohrs Þó að gamanið væri mikið á þessum árum, var það aðeins til að létta sér upp milli alvarlegra umræðna. Þær urðu stundum ákafar, eins og eftirfarandi frá- sögn prófessors Rosenfelds, sem nú er í Kaupmannahöfn, sýnir. Síðasta dag febrúarmánaðar 1931 kom Rosenfeld til Hafnar. Þegar hann kom á Bohrs Institut, hitti hann G. Gamow, frægan rúss- neskan eðlisfræðing, sem nú er í Bandaríkjunum. Rosenfeld spurði hann frétta og Gamow dró upp úr vasanum skopteikningu, sem sýndi Landau, sitjandi bund- inn í stól og keflaðan. Yfir hon- um stóð Bohr og sagði: Landau, Framh. á bls. 31.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.