Vísir - 10.12.1962, Side 3

Vísir - 10.12.1962, Side 3
VlSIR . Mánudagur 10.’d'*-"u"r 1962. ry' Silki- og flauelisbönd EruS þið að hugsa um að fá ykkur nýjan kjól fyrir jólin eða gámlárskvöld? Eða eigið þið gaml an kjól sem þið eruð orðnar leið- ar á og langar til að breyta? Ef þið eruð í slíkum hugleiðingum skuluð þið líta á þessa kjóla, sem eru nýkomnir frá París. Og takið eftir, að á þeim öllum eru ein- hvers konar bönd eða slaufur,- Flaueis- eða silkibönd á kjólum eru sem sagt nýjasta tízkan frá París. Böndin eru ýmist í mitt- inu, við hálsmáiið eða yfir öxlina, allt eftir því hvað fer bezt á hverj um kjól og á hverri stúlku. Þegar böndin eða efnin í þau eru keypt. er mikilvægt að hafa í huga að það marg borgar sig að hafa þau úr góðu efni, jafnvel þótt kosfnaðurinn sé nokkur. Bönd og slaufur úr lélegum efn- um krumpast fljótt og verða drusluleg. Sviss er frægt fyrir sín bönd og er okkur sagt að böndin á þessum kjólum séu einmitt það- an — og vfst er, að falleg eru þau. Kjólarnir á myndunum eru frá nokkrum frægustu tfzkuhúsunum í Parfs, Cardin, Dior, Balmain, Goma og Lanvin. 1. Svart flauelisband, bundið í skemmtilega slaufu, gefur hinu síða mitti kjólsins sérkennileg- an svip. Sniðið á kjólnum er mjög einkennandi fyrir vetrar- tízkuna. Gardin. 2. Slaufan f barminum er úr svörtu satfni og á hana er næld rós. Sláin og blússan á kjólnum eru úr svörtu flaueli. Cardin. 3. Beinn kjóll úr svörtu flaueli. Svarta flauelsbandið liggur frá bakinu og fram fyrir hálsinn og á það er fest pífa úr þunnu svartleitu efni. Kjólar úr tvenns konar efnum eru nú mjög í tfzku. Balmain. 4. Á þessum fallega ballkjól er stór satínslaufa og á hana miðja er fest glitrandi næla. Dior. 5. Kjóllinn er sléttur að ofan og með svörtu satínslaufunni má „færa mittið“ upp og niður. Dior. 6. Svart satínband um mittið er bundið í slaufu að framan á þessum fallega sfðdegiskjól, en snið sem þetta hefur náð mikl- um vinsældum. Goma. 7. Stóra svarta slaufan með löngu böndunum fer mjög vel á þess- um kjól, sem er úr hvftu brokade efni. Takið eftir hvem- ig band af henni liggur aftur| og yfir hálsinn. Lanvin. 8. Pliseraðir kjólar eru mjög vin- sælir um þessar mundir. Þessi; er úr svartleitu ullarmússelíni; og slaufan úr svörtu satíni. Dior. t *. ,i I l i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.