Vísir - 10.12.1962, Síða 7
V1SIR . Mánudagur 10. desember 1962.
23
MERKIR ÍSLENDINGAR
Fyrir fimm árum lauk Bókfells-
útgáfan útgáfu ritsafnsins „Merk
ir íslendingar“ og voru þá komin
út sex bindi.
Þá mun ekki hafa verið gert
ráð fyrir frekari útgáfu af þessu
tagi, en Bókfellsútgáfan mun hafa
orðið þess vör, að mikill áhugi
var á ritum þessum, enda ekki
að ástæðulausu, og má segja, að
það sé fyrir áskoranir fjölda
manna, að nú hefir verið ráðizt í
að hefja útgáfu nýs flokks þess-
ara merku bóka.
Það er séra Jón Guðnason, hinn
ættfróði maður, sem fenginn hef-
ir verið til að sjá um þessa nýju
útgáfu, og verður hún því í góð-
um höndum, eins og hin fýrri,
sem dr. Þorkell Jóhannesson há-
skólarektor hafði umsjá með. Höf
undar eru ýmsir, eins og var um
fyrri útgáfuna, en hér skal getið
nokkurra þeirra, sem um er ritað,
svo og höfunda greinanna: Skafti
Þóroddsson lögsögumaður eftir
sr. Janus Jónsson, Björn Einars-
son Jórsalafari eftir sama höf-
und, Jón Árnason Skálholts-
biskup eftir Grím Thomsen,
Snorri Björnsson prestur í Húsa-
felli og Hannes Stephensen pró-
fastur, hvort tveggja eftir Sig-
hvat Gr. Borgfirðing, Þorleifur
Guðmundsson Repp eftir Pál E.
Ólason, Jörgen Pétur Havstein
amtmaður, eftir Jón Aðils, Jón
Borgfirðingur eftir sama höfund,
Jón Stefánsson — Þorgils gjall-
andi skáld, eftir Þórólf Sigurðs-
son, Pétur Jónsson á Gautlöndum
eftir SigfiL Bjarnason, Guð-
mundur Magnússon prófessor eft
ir Sæmund Bjarnhéðinsson og
Magnús Guðmundsson ráðherra
eftir Jón Sigurðsson.
Þessi þurra upptalning sýnir,
að val viðfangsefna hefir verið
valið eins og endranær, og grein-
ar teknar eftir nafnkunna höf-
unda. Er hvort tveggja trygging
þess, að hinn nýi flokkur verður
vinsæll og talinn þörf lesning eins
og hinn fyrri.
Bókfellsútgáfan hefir ekkert til
sparað að gera bók þessa sem
bezt úr garði, en ytri búningur er
unninn í Odda h.f. og Sveinabók-
bandinu h.f.
Gjafabók Almenna bókafélags-
ins að þessu sinni er Galdramálin
í Thisted eftir bókamanninn
mikla Árna Magnússon. Hefur
þessi merkilega bók ekki komið
áður út á íslenzku. Hefur Andrés
Björnsson annazt þýðingu hennar
og ritað formála fyrir henni.
Bókin kom fyrst út í Kaup-
mannahöfn árið 1699 (2. útg.
1891), en tilefni hennar voru
galdramál, sem áttu sér stað í
sveitaþorpinu Thisted á Norður-
Jótlandi og hófust 1696, þegar
sóknarpresturinn þar á staðnum
lýsti yfir í heyranda hljóði, að
kona í söfnuði hans væri djöful-
óð. Dró 1 ' yfirlýsing þann
langa sló
*f'
:n lýst er í bókinni.
Fólk og forlög
Ævar Kvaran, sem undanfarin
ár hefur annazt hinn vinsæla út-
varpsþátt ,,Úr ýmsum áttum“ hef
ur tekið saman bók um þessi
efni. Er bókinni skipt í 20 kafla,
frásagnir af sögufrægum persón-
um og mikilfenglegum atburðum,
sem iíkari eru ótrúlegustu ævin-
týrum, þótt sannar séu. Kemur
lesandinn því víða við. Hann er
viðstaddur, þegar hin fræga Kleó
patra stígur hlæjandi innan úr
teppavafningi fyrir framan hinn
mikla Júlíus Cæsar. Hann ferðast
frægasta gímsteinþjóf Bandaríkj-
anna 1 gervi venjulegs veitinga-
manns. Hann fylgist með hetju-
legri baráttu vísindamannsins
Ponzíos prófessors, föður geisla-
fræðinnar, sem fórnaði hverjum
lim sínum á fætur öðrum í þágu
vísindanna. Og þannig rekur hver
frásögnin aðra. Bókin er 216 bls.
að stærð, gefin út af Skuggsjá.
Galdramáiiu í Thisted hefur ver
ið nefnd merkilegasta sakamála-
saga, sem til sé á dönsku, enda
gefur ritið ekki einungis glögga
mynd af gangi málsins fyrir dóm-
stólunum, heldur einnig af hugs-
unarhætti æðri sem lægri stétta
fólks í Danmörku um aldamótin
1700 og er hinn' merkilegasti ald-
arspegill.
Bókina prýða nokkrar gamlar
galdramyndir og ljósmynd af tit-
ilsíðu fyrstu útgáfu hennar er
gegnt titilsíðu. Prentun hefur ann
azt Félagsprentsmiðian h.f.
Guðmundur Daníelsson.
Tvier fallegar barnabækur eru
komnar út eftir Enid Blyton á
vegum Myndabókaútgáfunnar.
Þessar litluVen skemmtilegu
„Dodda“-bækur eru gott lestrar-
efni fyrir unga lesendur. Þær eru
einnig fagurlega myndskreyttar
með litmyndum — að jafnaði
tveim myndum á hverri opnu.
Frágangurinn er að öðru leyti
mjög snotur.
mémMtmmmts**
Meðal unglingabóka sem út
koma fyrir þessi jól er bókin
Corro, sem segir frá ævintýrum
mexikönsku hetjunnar Don Die-
go, sem var af spænskum ættum,
í hópi þeirra spænsku landnema,
sem settust að í Kaliforníu, en
snerust síðan gegn spænsku ný-
lendustjórninni og gerði henni
margan grikk. Varð hann síðan
eins konar þjóðhetja hinna fá-
tæku landnama, líkastur hinum
enska Hróa hetti.
Þetta er þýðing á bók sem hinn
kunni teiknari Walt Disney hefur
gefið út, en hér er það Bókaút-
gáfan Vitar, sem gefur hana ýt-
Sagan er sögð af Steve Frazee, en
myndir teiknaði Henry Luhrs.
Bókin er nærri 100 bls. með all-
mörgum teikningum.
ísafoldarprentsmiðja h. f. hefur
gefið út bókina Verkamenn í vín-
garði, viðtöl og þætti eftir Guð-
mund Daníelsson. Þetta er 23.
bók Guðmundar, en önnur við-
talabók hans, hin fyrri kom út
1959 og nefndist í húsi náungans.
í þessari nýju bók Guðmundar
eru 28 þættir og viðtöl við ýmsa
merka menn, svo sem Sigurð Ein
arsson prest og skáld í Holti,
Bjarna Bjarnason á Laugarvatni,
Gunnar Dal skáld, Sigurð Greips-
son í Haukadal, sr. Árelíus Niels-
son og marga fleiri. Af þessu
stutta yfirliti má sjá, að víða er
komið í bókinni, umræðurnar
spanna óravíddir mannshugans,
en auk viðtalanna eru meðal ann
ars 6 ferðaþættir frá Ameríku,
þar á meðal hinn frægi og um-
deildi þáttur Með doktor Stefáni
í lífshættu. í bókinni er mikill
aragrúi af myndurn og til útgáf-
unnar vandað á allan hátt. Bókin
er 256 bls.
Ævar Kvaran.
með heimsins frægustu ferða-
mönnum, Póló-bræðrum, yfir víð-
áttur Asíu á fund hins mikla
Khans. Hann heyrir rödd samvizk
unnar þr-ma yfir Evrópu, þegar
hann fylgist með baráttu Voltairs
, fyrir frelsi og mannréttindum.
Hann rekur ótrúlegan æviferil
ólánsmannsir. Jörundar hunda-
dagakonungs, sem eitt sinn var
æðsti maður íslands. Hann hittir
Ný bók eftir
Jóhannes
Setberg hefur gefið út nýja
bók eftir Johannes Helga. Þetta
er endurminningabók Andrésar
P. Matthíassonar sjómanns í
Keflavík. Matthías segir vel frá
en frásagnarhætti Jóhannesar
Helga kynntust menn í fyrra af
viðtalsbókinni við Jón Engil-
berts
SAGNIR ÚR
Andrés Matthíasson hefur ver-
ið á sjónum alla ævi, en hann er
nú um sjötugt. Hann reri hér
heima og stundaði sjó á nær öll-
um skipategundum, en síðan
sigldi hann um heimshöfin og
meðal annars á gömlu stóru segl
skipunum, en þeir munu nú vera
fáir á lífi hér, sem það gerðu
Hann kynntist miklum fjölda
manna, bæði hér heima og eins
á erlendum skiþum og segir
Út er komið 5. og síðasta bindi
ritsafnsins Svipir og sagnir,
sagnaþáttum úr Húnaþingi, sem
Bókaforlag Odds Björnssonar hef
ir gefið út.
Aðalhöfundar þessa bindis eru
þeir sr. Gunnar Árnason, sem
lengi var prestur að Æsustöðum
en er nú prestur Bústaðasóknar,
Magnús Björnsson á Syðra-Hóli
og Bjarni Jónasson á Blöndudals
hólum, en auk þess eru í ritinu
þættir eftir Björn H. Jónsson,
Jónas B. Bjarnason og Rósberg
G. Snædal.
Um bók þessa má segja í stuttu
máli, að þar fari saman ágætt og
fróðlegt efni, ljós framsetningur
og vönduð bókargerð. Þættirnir
eru meðal annars um slys og
mannskaða, dulsagnir og fyrir-
burði, forspá og fyrirboða, svo
og þættir um einstaka menn og
afkomendur þeirra og staði inn-
an Húnaþings.
Með þessu síðasta bindi rit-
safnsins er nafnskrá yfir það allt
og eykur það gildi þess til rnuna.
Frágangur er allur hinn vandað-
asti á bókinni.
Út er komin önnur útgáfa Is-
lenzkrar bókmenntasögu eftir Er-'
lend Jónsson. Fjallar bókin um
íslenzkar bókmenntir á árabilinu
1750 — 1950. Er hún ætluð til
kennslu í framhaldsskólum lands
ins og er ,það Ríkisútgáfa náms-
Jóhannes Helgi.
margar sögur af þeim og kennir
þar margra þjóðerna. Munu
margar þessara sagna festast i
minni mnna. Bókin er í stóru
broti. Skreytingar 1 bókina gerði
Jón Engilberts, en Atli Már teikn
aði kápuna.
tasaga
bóka sem hana gefur út. Bókin
er 126 síður að stærð mjög mynd
skreytt, og er þar í stuttu máli
fjallað um íslenzka höfunda i
lausu máli og bundnu. Bjarn:
Jónsson hefir teiknað myndir og
skreytingar í bókina.
LVBlMtZ