Vísir - 10.12.1962, Side 8

Vísir - 10.12.1962, Side 8
f4 VISIR . Mánudagur 10. ðeseinuei iiwr ¥■ W4 (0 4 ☆ Montgomery marskálkur hefur hlotið mörg virðingartál.n. M.a. var hann á sfnum tíma kjörinn heiðursforseti knattspyrnuliðs Portsmouth og hefur nokkrum sinnum verið viðstaddur leiki þess. Nú hefur stjórn klúbbsins óskað þess að Montgomery verði ekki oftar viðstaddur. Það hefur sem sé komið í ljós, að liðið hefur tapað hverjum einasta leik, þegar Montgomery var viðstaddur, en unnið hvern leik, sem hann var fjarverandi. * Sofia Loren er nú vinsælasta kvikmyndaleikkonan næst á eftir Elisabeth Taylor. Er þetta metið eftir þeim tekjum sem þær hafa. Tekjur Sofiu á síð- ast ári námu 100 milljón fsl. króna. Selwin Lloyd fyrrum fjármála- ráðherra Breta, sem Macmillan vék svo harkalega úr embætti fyrir nokkru, var óheppinn á dögunum. Hann hafði keypt sér bíl nýlega og borgað til fulls, en þremur klst. síðar tilkynnti núverandi fjármálaráðherra að söluskattur á bílum lækkaði svo mikið að verðið á þeim varð 45% lægra en áður. — Þetta er ekki kurteisislegt af eftirmanni mínum, sagði Lloyd rólega er hann frétti þetta. Serghei Korchagin heitir for- stjóri timburverksmiðju f Rúss- landi, sem nýlega var dæmdur til dauða fyrir að selja timbur- vörur á svörtum markaði og hirða sjálfur gróðann. Með hon- um voru skotnir þrír aðstoðar- menn hans, sem voru meðsekir. »*•** '***' *••••• .......-~~~T.£~'rr4Í' Kona ein í bænum Wickham í Englandi var nýlega handtek- in og tekin til skoðunar. Hún hafði svc mánuðum skipti truflað ró nágranna sinna með því að berja með langri og léttri bambusstöng á glugga þeirra. * Brigitte Bardot hefur lagt fram formlega beiðni um skiln- að frá öðrum eiginmanni sínum Jacques Charrier. Þó er langt síðan hún fór frá honum, en viss tími þarf að líða í Frakk- landi áður en formlegur skiln- aður fæst. Þau eignuðust son í júní 1959 sem heitir Nicolas. Hann dvelst nú hálft árið með föður sfnum og hálft árið með móður sinni. Elvis Presley, sem áður var vörubflstjóri en er nú heims- frægur Rock og Roll-kóngur, hefur látið byggja stóra við- byggingu við hús sitt í Holly- wood. f henni eru eingöngu klæðaskápar og búningsher- bergi. Þá hefur hann fengið sér enskan húsvörð af gamla skól- anum. — Nú loksins finnst mér að ég sé orðinn raunverulegur Gentlemaður segir Elvis Pres- ley. * Joseph Kennedy, faðir Banda ríkjaforseta, fékk slag fyrir einu ári, en þykir nú hafa náð sér furðulega vel eftir þetta á- fall. Hann er nú farinn að mæta á venjulegum skrifstofutíma f skrifstofum sínum í New York. Prjónakeppni var nýlega háð í Kaupmannahöfn. Var hún í því fólgin hver prjónaði lengsta sokkinn á fyrirfram ákveðnum tíma. Sigurvegarinn varð frú Elke Anderson. Hún prjónaði 2y2 metra langan sokk. Igor Stravinsky hið kunna tónskáld er rússneskur flótta- maður. En nýlega var honum boðið til Moskvu og líkuðu honum móttökurnar svo vel, að hann hefur tileinkað Nikita Krúsév nýjasta tónverk sitt. Pierre Larcher og Raymond Rolland, frönsku glæpamennirn ir, sem rændu syni Peugeot franska bíla':'ngsins ' J.ána nú langa fangelsisdóma, en báðir vinna þeir að því í fangelsinu að skrifa endurminningar sínar og er þess vænzt að það verði metsölubækur. Guðlaugur Einursson, lögfræðingur: Spírítisminn n ekkert skylt við krístindóm og vísindi Að undanförnu hafa staðið yf- ir allsnarpar deilur f sambandi við trú og vfsindi milli nokkurra þjóðkunnra manna, sem þátt tóku í umræðuþætti útvarpsins „Spurt og spjallað". Hafa umræð urnar nú færzt yfir á vettvang dagblaða. Þessi málefni snerta bókstaflega hvert mannsbarn og það getur því ekki talizt óeðli- leg framhleypni, þó ég leggi orð f belg. Sigurjón Björnson, sálfræðing- ur, ritaði athyglisverða grein f Mbl. þ. 27. nóv. s. 1. og gerði þar grein fyrir sínum sjónarmiðum gagnvart kenningum spíritista og afstöðu þeirra til Kristindóms og vísinda. Ekki kveðst hann geta fallizt á, að trú og vísindi séu „ósættanlegar ándstæður". Hér sé um að ræða tvær megin- stoðir menningarþjóðfélags, sem umfram allt megi ekki lenda í árekstrum innbyrðis. Þetta er hyggilega mælt. Sigurjón Iýkur grein sinni með þvf að hvetja til andófs gegn hvers konar hjátrú, þ. á m. spíritismanum, sem sé „hinn mikili fjötur um fót krist- innar trúar og vfsindamennsku". ★ Síra Sveinn Víkingur svaraði þessari grein Sigurjóns í Mbl. 1. des. Presturinn leitast við að skýra og rökstyðja mikilvægi sálarrannsókna og spfritisma, sem hann segir vera sitt hvað. Þannig kveður hann sálarrann- sóknir vera vísindagrein, en spíri tisminn hafi upphaflega verið heimspekistefna, en sé nú orðið rökstudd tilgáta, um að mörg dulræn fyrirbæri stafi frá sam- bandi við framliðna menn. í grein sinni kallaði sálfræðingurinn þessi „tvíþættu" málefni „hræri- graut". í Biblíunni er slíkt kukl Iagt að jöfnu við galdur, spár, fjölkyngi, töfra, gjörninga, og særingar, og einu nafni nefnt svfvirðing. Aðalinntak greinar sr. Sveins eru tilraunir hans til að renna stoðum undir skilgreiningu sína á sálarrannsóknum og spíritisma og réttlæta kenningar og stefnu- mið þeirra manna, sem fást við þessi efni. ★ í Biblfunni, Hebr., 11. kap. seg- ir: „Trúin er fullvisa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá“, og enn fremur að „án trúar er ómögulegt að þóknast Drottni . . . “. Hér er það full- komlega skilgreint, hvað sé trú. Orð Drottins er óraskanlegt, en skv. þvf er mönnum boðað eilíft líf, ef þeir trúi, því „án trúar er ómögulegt að þóknast Drottni". ÖIl mannaboðorð verða hjóm eitt og hismi, ef þau á nokkurn hátt raska Orði Guðs. Leit að sönn- unum f þessu efni lýsir hryggi- legri vantrú, og sá sem það gerir getur ekki talist kristinn. í Opin- berunarbókinni, 22. kap. er þeta staðfest, því þar stendur, að „leggi nokkur við þau (þ. e. orð Bíblíunnar), mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað f þessari bók. Og taki nokk- ur burt nokkuð af orðum spá- dómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré Iffsins og borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók“. ★ Þeir menn sem gera spíritis- mann að trúaratriði og tengja hann Kristindómi sitja á bekk með þeim, sem ekki hafa höndlað trúna, því orð Drottins segir að enginn geti nokkru við bætt, breytt eða fellt niður úr heilagri ritningu, án þess að verða and- kristinn. Sr. Sveini hljóta að vera þessi sannindi Ijós, hvað svo sem veld ur fráhvarfi hans. Presturinn hneyklast á þvf, að sálfræðingur- inn skuli halda því fram í blaða- grein sinni, að „spíritisminn sé afsprengi efahyggjunnar, sem krefst sannanna", og að spfritism inn reyni að „sanna það, sem ekki á að sanna og ekki þarf að sanna, ef menn trúa“. Það mætti GuSlaugur Einarsson. máske skilja aðhlátur og athuga- semd prestsins við þessu svo, að hann teldi, þrátt fyrir skýlaust Orð Guðs, að maðurinn þyrfti að afla sér sannana, áður en hann gæti öðlast trúna. Presturinn tek ur fram að sjálfsagt geti menn deilt um það, hvort rökin fyrir kenningum spíritista séu nægi- lega sterk og sannfærandi. Enn segir hann, að grundvöllur allrar Vísindalegrar þekkingar sé að ef- ast og krefjast sannana. Þessi ummæli prestsins sýnist mér bein línis vera staðfesting á þvf, að spíritismi og sálarrannsóknir séu í rauninni óskyldar Kristindómn um. Spfritisminn miðar að þvf að brjóta niður og spilla eðlilegu trú arlífi manna. Kenning hans er eitt hættulegasta viðfangsefni mannshugans. Spíritismi starfar f skjóli trúar og vísinda, en er í innsta eðli sínu hvorugu skyldur og á engan rétt á sér. ★ Jesú Kristur boðaði eilíft líf hverjum þeim sem trúir og án trúar er ómögulegt að þóknast Guði. Hvergi er þess krafist f fagnaðarboðskapnum, að maður inn sjálfur sanni, að til sé áfram haldandi líf, eftir jarðneskan dauða. Að mínu viti er spíritism inn ein samfelld eyðimörk, þar sem ekki festir annað rætur en efasemdir og vantrú. Sr. Sveinn*segir f grein sinnl að færustu vfsindamenn á sviði sálarrannsókna, telji að almennar og óyggjandi sannanir fyrir fram haldslífi skipti miklu máli „til þess að hafa gagnger áhrif til hlns betra á lífsviðhorf manna og breytni, ábyrgðartilfinningu og siðgæði“. Af þessu verður gagn ályktað, að ekki telji þessir vís- indamenn að boðskapur Jesú Krists áorki slíku nægilega með- al mannanna. Það er mikið al- vörumál, að þeir menn skuli fyrir finnast, sem sérstaklega boða „gagnger áhrif til hins betra“ á bókstaflega öllum sviðum mann- legs lífs, þegar og ef fram komi óyggjandi sannanir fyrir fram- haldslífi frá framliðnum mönn- um, en sinna engu um eilífðar boðskap Kristindómsins, sem þó er hinn sannni boðskapur, sem einn getur komið að gagni. Sr. Sveinn kveðst stórfurða sig á þeirri . yfirlýsingu Sigurjóns Björnssonar, sálfræðings, að telja rannsóknir dulrænna og sálrænna fyrirbæra vera „vanhelgun á trúnni, móðgun við vísindalega hugsun og f fyllsta máta óheiðar- Iega“, þar sem „margir heims- kunnir vísindamenn, sem notið hafa trausts og virðingar, ekki aðeins f heimalöndum sfnum, heldur um allan heim“, hafi feng ist og fást enn við slíkar sálar- rannsóknir. Þannig byggir prest- ur rökleiðslu sína á þvf, hvað „heimskunnir vísindamenn“ telji. Hitler og Stalin voru t. d. báðir heimskunnir menn m. a. fyrir grimmd og hryðjuverk, og þeir nutu „trausts og virðingar" í sfn um hópi. Mér sýnist það hald- lítil rökfærsla hjá presti, ef þesar staðreyndir um einræðisherrana sálugu ættu að réttlæta það, að maður drepi náunga sinn. ★ í ritningunni, V. Mosebók, 18. kap. er tekið fram, að „eigi skal nokkur finnast hjá þér . . . er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá er slíkt gjörir er Drottni andstyggilegur og fyrir slfkar svfvirðingar rekur Drottinn, Guð þinn, þá burt á undan þér“. Sjálf ur Guð leggur þannig algjört bann við athöfnum spfritista. Jesú Kristur kom til að uppfylla lög- málsorð Guðs og staðfesta þau. Þannig segir í Matt., 5. kap.: „Ætlið ekki að ég sé kominn til þess að niðurbrjóta lögmálið eða spámennina, ég er ekki kominn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að uppfylla". Hér fer ekert á milli mála og mennirnir fá engu um þokað. ■k Spíritistar gera engan mun a því framhaldslífi, sem þeir leit- ast við að sanna og eilífðarboð- skap Jesú Krists, en þar er um tvennt, öldungis óskylt að ræða. í þessu sambandi mætti minna á „andaverur vonzkunnar í himin- geimnum", sem um er rætt i ritningunni. Það er ugglaust, að ekki leita spíritistar samneytis við slíkar andaverur viljandi, en eins er jafnvfst, að þeir séu að gera það með kukli sínu. Og spíri tistar virðast enga áherzlu leggja á það, að afla upplýsinga um upp runa og heiðarleik þeirra fram- liðnu manna og kvenna, sem þeir hafa samband við. Það er einung is leitað sannanna fyrir fram- Framh. á 27. síðu. whwi.o*1--

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.