Vísir - 10.12.1962, Side 14

Vísir - 10.12.1962, Side 14
30 V í S IR . Mánudagur 10. desember 1962. ERU jyjargar konur halda því ákveðið A fram, að karlmannlegir menn séu mjög sjaldgæfir. Það er líka oft talað um það, að kynin séu farin að líkjast hvort öðru æ meira í lifsviðhorfum og lifnað- arháttum, sérstaklega á síðustu áratugum. Menn segja að konurnar verði stöðugt karlmannlegri og karl- mennirnir ... ja, kannski ekki kvenlegri -— en ókarlmannlegri. Konurnar halda þvi fram að karlmaðurinn hafi á þessum síð- ustu umrótatímum styrjalda og efnahagslegra og tæknilegra bylt inga tapað miklu af sjálfsvirðingu sinni og karlmannlegu sjálfs- trausti. Sannleikurinn er sá, að á þessum umbrotatímum hafa karlmennirnir verið íhaldssamari en konurnar, verið seinni til og átt erfiðara með að breyta við- horfum sínum og lífsvenjum en konumar. Cpurningin er þá einfaldlega ^ þessi: — Era yfir höfuð enn- þá til karlmannlegir karlmenn? Kannski eru konurnar ósanngjarn ar þegar þær era að leita að í ímynd konunnar verður hinn karlmannlegi maður að hafa til að ,bera fyrst og fremst mikla samkvæmishæfileika, hann þarf að vera stór, sver og kraftalegur, baráttudjarfur og hetjulegur eins og Gunnar á Hlíðarenda, sem barðist einn gegn þrjátíu. En slik- ar hetjur eru auðvitað ekki til nú á dögum. Jjó eru auðvitað til hetjur í nú- tímalífinu. íþróttamenn sem setja met og sigra andstæðinga sína og út um allan heim kappar eins og hnefaleikamenn og öku- gikkir. Þeir virðast allir uppfylla það skilyrði að vera sterkir og djarfir. En ef maður kynnist þess um köppum, sem skara svo fram úr, kemur aftur í Ijós, að þeir eru taugaveiklaðir og fullir af komplexum, sem gera þá ekki sérlega karlmannlega. Samt er auðvitað til mesti fjöldi karlmannlegra manna, en það er erfitt að finna þá og til þess verður að beita öðrum mæli kvarða en glansmynd kvikmynd arinnar, og þeir geta verið ólíkir, sinn með hvorum hætti. sannfært þá um jafnvel ótrúleg- ustu hluti. /■"kg það er hægt að treysta ^ þeim í starfi. Hafi þeir tekið eitthvað verkefni að sér þá fram kvæma þeir það vandvirknislega. Þeir standa öruggir með eigin- konum sínum og börnum, ef þau hafa hegðað sér í samræmi við vilja hans, mannsins. En geri börnin það lýstur upp hinu gamla fjölskyldubáli. Þeir styðja fjölskyldur sínar, en eru henni þó ekki alltaf trúir. Þar sem þeir brynverja venjulega hjarta sitt getur stundum litið ,svo út sem brynjan bresti utan af því, ef þeir lenda í verulegri geðshræringu, einkum í sambúð sinni við konur en venjulega þekkir hinn karl- mannlegi maður skyldur sínar og vfkur ekki undan þeim þó hann verði að ganga í gegnum æsing og harmleik. Það er hetja í hon- um. J£ona sem vill umgangast karl- mannlegan mann verður fyrst og fremst að gæta sfn á einu. Hann kærir sig ekkert um ein- lægni eða trúnað. Hann gerir konuna ekki að trúnaðarmanni sínum. Hann vili vera sjálfur á- fram terra incognita, óþekkt land. Og leynimakk hans er oft hlægilegt. Hann vill eiga sitt læsta skrifborð og hann vill geta farið út af heimilinu kvöld og kvöld án þess að konan þurfi að vita hvert ferðinni er heitið. — Kannski er þetta aðeins svolítill varnargarður í heimi þar sem eig inmenn eiga lítið friðland eftir. Umgengni við karlmannlega menn er því oft erfið og það eru varla nema kvenlegustu konum sem tekst að sigra þá og halda þeim hamingjusömum allt lífið. þeim og þykjast hvergi finna þá. Þær virðast þá hafa einhverja framstæða og barnalega ímyndun um það, hvemig karlmenn eigi að vera, ímynd sem þær hafa skapað sér eftir auglýsingum og kvikmyndum. Þær sjá fyrir sér hina sólbrúnu kvikmyndastjörnu, íþróttamannlegan vöxt, glæsileika í framgöngu, pípu í munnvikinu, sterklegar hendur á stýri lúxus- bíla. 'T'ökum til dæmis einn sem er A viðkvæmur. Hann er útvarps- virki, iðinn starfsmaður og hefur tilhneigingar uppgötvunarmanns- ins. Hann er kyrrlátur og hlédræg ur maður, sem nýtur álits. Að líkindum vantar hann tíma til að geta átt marga vini. Hann hefur kvænzt seint, Ijóshærðri konu, sem virðir hann, já dýrkar hann næstum því og hefur hann upp til skýja. Þarfnast hinn karlmann legi maður einhverrar sem virðir hann og viðurkennir skilyrðis- laust? — Já, hann þarfnast slíkr- ar konu, hann þarfnast konu sem er kvenleg, frúarleg, móðurleg. Slík kona getur orðið hamingju- söm með honum og hún verður að kunna að skilja og meta fá- mælsku hans. Karlmannlegur maður er ekki sérlega viðkvæmur fyrir gagn- rýni. Honum er sama hvað er talað og hann lætur sér fátt um finnast þegar rætt er um hæfi- íeika manna til einhvers. Það er annað sem skiptir máli fyrir hann, heilbrigði, rósemi, útivera. Aðeins eitt er verulega mikilvægt og það er vinnan. |Tinn karlmannlegi maðurinn -*--*■ er kennari. Hann álítur held- ur ekki að einkamál sín skipti neinu verulegu máli, ekki heldur eigin gleði eða áhyggjur. Hann elskar konu sína innilega og það sést á augum hans í hvert skipti sem hún kemur inn og á ósjálf- ráðu brosi þegar hann heyrir að hún er inni í öðru herbergi að tala um börnin þeirra. Hann er kennari af eldmóði. Nemendurn- ir eru stundum hræddir við það hvað hann er skarpur og kald- hæðinn. Það er erfitt að finna hjartahlýju hjá honum í starf- inu. Þess vegna eignast hann ‘ fremur aðdáendur en vini. Gerir karlmennskan menn ein- mana? Já líklega. Karlmannlegir menn eiga svo erfitt með að stofna til kynna. Þeir eru sein- teknir, krítiskir, og jafnvel áhuga Iausir. Það er erfitt að sannfæra þá, það er að segja, ef þeir hafa ekki fest tryggð við einhvern. En ef þeir bera traust til ein- hvers þá getur sá auðveldlega Silenskor Ifésmæður Séro Sveinn Víkingur bjó til prentunar. Úr formálsorðum: Orðið „ljósmóðir“ er eitt af allra fegurstu heitum á íslenzkri tungu. Ekki er vitað um ald- ur þess né höfund. En svo hafa sagt mér fróðir menn, að það muni koma fyrst fyrir á prenti í Guðbrandsbiblíu. Ekki greina heldur fornar ís- íenzkar heimildir margt um nöfn eða störf ljósmæðranna á fslandi, og munu þó konur hafa veitt aðstoð og hjálp við fæðingar hér, allt frá land- námsöld og til þess einkum valizt þær konur, er öðrum voru fremri, að handlagni, nærgætni og fórnarlund. Saga flestra þessara kvenna er nú löngu gleymd og verð- ur því aldrei skráð. En um nafnlausa minningu þeirra leikur fögur birta, ekki síður en um heitið, sem þeim var valið — ljósmóðir. ■k En til þess að gefa nokkra hugmynd um starf þessarar stéttar og starfsskilyrði á síðastliðnum hundrað árum, er þessi bók gefin út. Hún á að bregða upp sönnum myndum af starfi erfiðleikum og fórnfýsi Ijósmæðranna á þessu tímabili, jafnframt þvi, sem hún leyfir lesendum að skyggnast ofurlítið inn á sveitaheimilin, eins og þau voru, og sjá ögn af þeirri erfiðu lífsbaráttu, sem þar var háð. ★ í bókinni ÍSLENZKAR LJÓSMÆÐUR eru 26 frá- ’söguþættir, hvaðanæfa að af landinu, sem segja hver sína margbreytilegu sögu, ritaðar af ýmsum aðilum og nokkrar ; af ljósmæðrunum sjálfum. Þetta er jólabók konunnar í ár. ★ Kvöldvökiiútgáfan

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.