Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 15
V1 S IR . Mánudagur 10. desember 1962. 31 NIELS BOHR - Frh. af bls. 17: má ég segja eitt orð? Tilefni þessarar teikningar var að Land- au og Peierls (nú einn helzti eðl- isfræðingur í Bretlandi) höfðu skrifað grein, sem snerti grund- vallaratriði kvantafræðinnar, og út af henni höfðu spunnizt heitar umræður. Bohr hafði fyrst og fremst áhuga á grundvallaratr- iðum kvantafræðinnar, en skrif- aði ekki mikið um notkun henn- ar á síðari árum. í kjarneðlis- fræði kom hann þó fram með hugmynd um kjarnbreytingar, árið 1936, sem beindi fræðileg- um rannsóknum inn á nýja og árangursríka braut. Þegar tókst að kljúfa úrankjarnann, skrifaði Bohr, ásamt J. A. Wheeler í Princeton, grein um kjarnklof- ann, sem lagði grundvöllinn að fræðilegum rannsóknum á því sviði. Sama ár, 1939, skrifaði Bohr grein, þar sem hann sagði fyrir um mismun á úranísótóp- unum U-235 og U-238 hvað snerti kjarnklofann, löngu áður en sá munur var leiddur í ljós með tilraunum. jpyrstu ár stríðsins var Bohr í Danmörku. Þjóðverjar lögðu fyrir hann margar giidrur til að fá tilefni til að handtaka hann, en hann sá alltaf við þeim. Árið 1943 hófust Gyðingaofsóknir í herteknu löndunum fyrir alvöru. Dag einn barst dönsku and- spyrnuhreyfingunni fregn um, að búið væri að gefa skipun um að handtaka Bohr, sem var Gyð- ingaættar, og varð hann að flýja samdeegurs til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni. Frá Svíþjóð var Bohr fluttur til Bretlands í sprengjuklefa brezkrar Mosquito flugvélar, og þaðan fór hann til Bandaríkjanna. Þá voru rann- sóknir, sem leiddu til smíði kjarn orkusprengjúnnar, vel á veg komnar, og hann tók ekki bein- an þátt í smíði sprengjunnar. Honum varð fljótt ljós hættan á misbeitingu kjarnorkunnar. Allt frá árinu 1944 skrifaði hann ýms um þjóðarleiðtogum varðandi þessi mál. Árið 1950 skrifaði hann svo opið bréf til Samein- uðu þjóðanna, þar sem bent er á nauðsyn og leiðir til þess að skapa gagnkvæmt traust og gagn kvæman skilning milli þjóða vegna þeirra nýju viðhorfa, sem skapazt höfðu við tilkomu kjarn- orkusprengjunnar. Síðustu árin beitti Bohr sér mjög fyrir frið- samlegri hagnýtingu kjarnork- unnar, og átti mestan þátt í því, að nú er risin upp f Danmörku mikil kjarnorkurannsóknastöð í Risö við Roskilde. Það sem einkenndi vísinda- störf Bohrs var djörf hugsun, eins og kom í ljós, þegar hann setti fram atómkenningu sína ár- ið 1913, og djúp hugsun, sem kom fram í þvf, hvernig hann tók á grundvallaratriðum kvantafræð innar. Hann var ákaflega, og jafn vel fram úr hófi, gagnrýninn á bað, sem hann skrifaði. Það tók hann þvf yfirleitt mjög langan tfma að skrifa eina grein, þó stutt væri. Val hvers orðs var vel yfirvegað, og þess var sér- staklega gætt að segja aldrei of mikið. Það er því ekki að undra þótt ritstíll Bohrs hafi ekki verið léttur. Setningar voru oft langar vegna þess að varast varð að nota orð, sem í daglegu tali eða á fræðimáli höfðu fengið merk- ingu, sem gefið gátu rangar hug- myndir. Einn af samstarfsmönn- um Bohrs, Wolfgang Pauli, sagði eitt sinn: Bohr veit mjög vel, hvað hann vill ekki segja. Bohr lét ekkert frá sér fara, hvorki í ræðu né riti, nema hann væri búinn að þaulhugsa það. Það kostaði hann mikla vinnu, en árangurinn var líka oft merki- legur. Til dæmis var hann feng- inn til að flytia ávarp við opnun ráðstefnu ,um ljóslækningar í Kaupmannahöfn árið 1932. Úr þessu varð afar merkilegur og frægur fyrirlestur um Ijós og líf. Árið 1941 var Bohr béðinn að skrifa um 10 blaðsíðna inngang að riti um menningu Danmerkur. Það tók hann meira en hálfan annan mánuð að ganga frá hand- ritinu, þótt hann ynni frá morgni til kvölds. Ekki var þá öllu Iokið, því að prófarkirnar urðu 7 tals- ins. Slík vandvirkni er fágæt, og það sem er svo gagnhugsað, á að lesa með mikilii athygli. J persónulegri umgengni var Niels Bohr ákaflega vingjarn- legur og alúðlegur. Andinn á stofnun hans var alltaf framúr- skarandi góður og hópurinn, sem þar vann, var eins og ein stór fjölskylda. Vissar hefðir sköpuð- ust, til dæmis var tekin mynd af „fjölskyldunni" á hverjum af- mælisdegi Bohrs, og fyrir hver jól var jólaskemmtun. Bohr og kona hans létu sér einnig mjög annt um fjölskyldur þeirra, sem unnu á stofnuninni, en margir þeirra voru útlendingar. Um jól- in var jólatrésskemmtun á heim- ili þeirra, sérstaldega fyrir börn starfsmannanna, þó að foreldr- arnir væru að vísu með. Bohr lét sér mjög annt um börnin, sér- staklega þau litlu og gretti þess, að þau yrðu ekki útundan. Niels Bohr var mikiil maður og góður maður í fyllstu merk- ingu þeirra orða. Gvendarbrunnar — Framh. af 21. síðu. inni, þegar opnað er fyrir krana á neðri hæðunum". Nýtt vatnsból við Grafarholt. — En svo að við snúum okk- ur að öðru — hvað er að frétta af nýja vatnsbólinu — Bullaug- um — fyrir ofan Grafarholt? — Þar virðist um verulegt vatnsmagn að ræða, og að undan förnu hafa þar farið fram bor- anir til athugunar á því. Sjálf- rennsli þar nemur um 200 lftr- um á sekúndu, og úr tveim hol- um af þrem, sem þegar hafa ver-- ið boraðar, mun fást álíka mik- ið magn, en alls er ætlunin, að þarna verði boraðar minnst fimm holur til að byrja með. Óþarfi er að bora djúpt þarna, því að dýpsta holan er aðeins rúmlega 40 metrar. Þarna fæst þvf mikið vatn til viðbótar því, sem Gvend arbrunnar gefa, en það er 700- 750 I.’trar á sekúndu, þegar dæl- um er beitt, og að nokkru háð notkuninni í borginni. — Er samband milli þessara tveggja vatnsbóla, BuIIaugna og Gvendarbrunna? — Undanfarin tvö ár hefir Jón Jónson, jarðfræðingur, gert all- víðtæka athugun á jarðmyndun þess svæðis, sem vatnsveitan mun f framtíðinni fá vatn frá. Eitt fyrsta verkefni hans var að gera jarðsprungukort af svæð- inu frá Úlfarsfelli suður fyrir Kaldársel, og má af þvf sjá, að allar lindir á þessu svæði eru tengdar jarðsprungum. Við bor- anir þær, sem gerðar hafa verið, hefir það komið f ljós, að vatns er helzt að vænta í jarðmyndun- um frá ísaldartímabilum þeim, sem yfir landið gengu fyrir þús- undum ára. Nauðsynlegt er þess vegna fyrir vatnsveituna að afla sem víðtækastar vitneskju um þessar jarðmyndanir, og mun verða unnið að þvf með borunum og öðrum aðferðum eftir þvf sem þörf krefur. Af því, sem hér hefir verið sagt, má með nokkurri vissu á- lykta, að nokkurt samband sé milli Gvendarbrunna og Bull- augna. ^ Líklegt má teljast, að vatnið úr Gvendarbrunnum verði virkjáð djúpt f jörðu niðri innan mjög margra ára. Aðalæðar fluttar til. — Hvaða framkvæmdir eru annars í undirbúningi hjá vatns- veitunni um þessar mundir — umfram þær, sem þér hafið þeg- ar getið? — Við munum neyðast til að gera breytingu á aðalæðum fyrir innan bæinn vegna malarnáms í Blesugróf. Við verðum að taka upp þrjár æðar, sem þar liggja sunnan við Elliðaár — 22ja, 12 og 10 þumlunga víðar pípur — og Ieggjum í staðinn 32ja þuml. (800 millimetra) leiðslu norður yfir árnar hjá Árbæjarstíflunni og niður með þeim að norðan- verðu, að nokkru um það land, sem hitaveitan hefir þar til um- ráða, en síðan munu leiðslur þess a liggja vestur yfir árnar við hliðina á hitaveitustokknum, sem þar er rétt hjá Skeiðvellin- um. Á nokkrum kafla verða not- aðar aftur 22ja og 10 þumlunga leiðslur, sem fyrir eru í Sogaveg inum, en sfðan tekur 32ja þuml. leiðsla við á ný, þegar komið er að Miklubraut austan Grensás- vegar, og nær hún að Kringlu- mýrarbraut, en greinist þá til norðurs og suður. Leiðslan, sem liggur þar f suður, mun verða tengd nýja geyminum á Litlu- hlíð. Þegar þessi breyting hefir fram farið, nýi geymirinn verður fulgerður og framtíðardælustöð tekin til starfa í Háaleitishverf- •inu, ætti endanlega að vera búið að sigrast á vatnsleysi og lágum þrýstingi á Skólavörðuholti, sem oft er kvartað yfir og bætt hefir verið úr að nokkru, eins og ég hafði getið fyrir skömmu". Virkjun BuIIauga. — En hvað um leiðslu úr Bullaugum til að nýta vatnið þar? — Sú Ieiðsla mun verða lögð eins fljótt og þörf verður fyrir hana, og eftir að ný aðalæð er komin norðan Elliðaánna frá Ár- bæjarstfflunni, er aðeins 2,7 km. leið upp í Bullaugu, auk þess sem pípurnar úr Blesugróf nægja að miklu Ieyti f þá lögn, og má því segja, að tilfærsla aðalæð- anna sé einn þátturinn f virkiun Bullaugna. En ég tel að öðru leyti eigi tímabært að ræða þann þátt málsins nánar, fyrr en frek- ari ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdir. Eins og lesendur sjá af þess- um fróðlegu upplýsingum Þór- odds Th. Sigurðssonar vatns- veitustjóra, hefir mikið verið unn ið að þessum málum upp á síð- kastið og margt er á ýmsu stigi undirbúnings til að tryggja, að Reykjavík fái — framvegis sem hingað til — nóg af góðu drykkjarvatni, því bezta, sem nokkur höfuðborg mun eiga völ á. Verzl. Efstasundi 11, auglýsir FyrSr karSmenii: Skyrtur, sem ekki þarf að strauja, tereljm og perlon bindi, vasaklútar, sokkar, vettlingar, nærfatnaður, vinnubuxur o. m. fl. Fyrir konur: Golf-treyjur, peysur, alls konar, undirfatnað- ur úr nylon og prjóna-silki, í gjafa-umbúðum t. d. undirpils, náttkjólar, náttföt, greiðslu- sloppar, enn fremur annar nærfatnaður í miklu úrvali, slæður, sokkar, sem ekki kem- ur lykkjufall á, og margar aðrar tegundir, síð- buxur úr nylon-styrktum ullarefnum o. m. fl. Fyrir drengi: Peysur, vesti, skyrtur, hvítar og mislitar, nærfatnaður í miklu úrvali, sokkar, vettling- ar, gallabuxur, úlpur, jakkar o. m. fl. SFyrir felpur: Síð-buxur, köflóttar og röndóttar, peysur, golftreyjur alls konar, nærfatnaður, slæður, vasaklútar, sokka-buxur, sokkar og hosur í miklu úrvali o. m. fl. Fyrir ungbörn: Peysur, sokka-buxur, gamosíu-buxur, kjólar mjög fallegir og ódýrir, náttföt, verð frá kr. 57/—, alls konar nærfatnaður o. m. fl. Gjafa-vörur: Ódýr leikföng í mjög fjölbreyttu úrvali, skart gripir, burstasett, skyrtu-hnappa-sett, snyrti- vörur o. m. fl. Jélu-vörur: Jóla-kort, jóla-merki, jóla-bönd, loft-skraut, jóla-límbönd, jóla-pappír o. m. fl. Bækur: Myndabækur, litabækur, dúkkulísur, föndur- bækur, minningabækur, ritföng í miklu úr- vali o. m. fl. VefnuÖurvuru Kjólaefni, nýjar gerðir í miklu úrvali, terelyn- kjólaefni, terelyn-buxnaefni, léreft, flónel, sirts-efni, poplin-skyrtu-efni, gluggatjalda- efni, í miklu úrvali, sængurvera-damask hvítt og mislitt, borðdúka-damask o. m. fl., einnig alls konar smávörur fyrir saumaskap. Plusf-ef ni: Nú geta viðskiptavinir okkar fengið jóla- gjafir fyrir alla fjölskylduna á einum og sama stað, hvort sem þeir gefa fatnað, leikföng, skartgripi eða annað. Gjörið svo vel og lítið inn og kynnið yður verð og vöruúrval hjá okkur. — Póstsendum. VerzEun r ásgeirs ^orlákssonar EFSTASUNDI 11, RVÍK. SÍMI 36695

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.