Vísir - 28.12.1962, Page 1

Vísir - 28.12.1962, Page 1
52. árg. — Föstudagur 28. desember 1962. — 292. tbl. 80 BRENNUR Mesti löndunardagur í söga Akraness í morgun hafði verið landað nálægt 30 þús. tn. á Akranesi frá klukkan 2 í fyrrinótt og hefur stanz- laust verið landað og er enn. að sinn. Taldi fréttaritar- inn, að ýkjalaust væru komnar á land frá í fyrri- nótt og þar til í morgun (kl. rúmlega 9) 28—29 þús. tunnur Dagurinn í gær var Iangmesti síldarlöndunar- dagur sem þar hefur kom- ið fyrr og síðar, en þá var landað 17.000 tunnum úr 14 bátum. Framh á bls. 5 í morgun hafði lögreglan í Reykjavík gefíð leyfi fyrir nær 80 áramótabrennum víðs vegar um bæinn. Að því er Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn tjáði Vísi, er hér þó ekki um endanlega tölu að ræða, því enn má búast við að komi beiðnir um einhverjar smábrennur hingað og þangað um bæinn. Eftirlitsmaður frá lögreglunni fer á alla þá staði, sem sótt er um leyfi til að halda brennur á, at- hugar staðhætti, eldhættii og þess háttar. í sumum tilfellum bendir hann á þentugri og hættuminni staði og fer fram á að brennan sé færð eitthvað úr stað. Aðalbrennan á gamlárskvöld og sú eina, sem Reykjavfkurborg stend ur fyrir, verður á Klambratúni vest anverðu, á sama eða svipuðum stað og brennur hafa verið á und- anfðmum gamlárskvöldum. Auk þess verða aðrar smærri brennur á Klambratúni. Hringakstur verður um þetta svæði um Rauðarárstíg, Flókagötu, Lönguhlíð og Miklu- braut. Aðrar stærstu brennur verða m. a. í Laugardalnum, syðst á leik- vangssvæðinu við gamla Þvotta- laugaveginn og stendur íþrótta- bandalag Reykjavíkur fyrir henni. Önnur brenna, einnig talsvert stór, verður einnig staðsett í Laugardaln um og verður hún fyrir austan nýju sundlaugina. Við Sörlaskjól verður, eins og áður, stór brenna og tvær aðrar brennur, einnig nokkuð stórar, verða á Ægissíðunni, en þessar brennur við sjóinn hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum. Auk þessa verður fjöldi af smærri brenn um víðs vegar um borgina. Fréttaritari Vísis á Akra nesi sagði frá þessi í morg- un og væru sumir bátar búnir að landa tvisvar á þessum tíma, en aðrir í þann veginn að landa í ann Strax og veður batnaði upp úr jólunum kom f ljós að mikil síld var f Flóanum og þegar bátar komu að landi eftir einnar ur útivist voru þeir drekkhlaðn ir af spriklandi sfld. Á Akranesi voru öll fyrri löndunarmet sleg- in og höfnin f Reykjavík leit út eins og nýr Siglufjörður væri kominn hér við Flóann. Fjöldi ungra stúlkna fékk atvinnu við síldarvinnu og sést ein þeirra hér við að panna sfldlna. í dag um hádegisleytið var flugvél Björns Pálsson ar væntanleg til Reykjavík ur frá Egilsstöðum og hafði hún meðferðis lík ungs Seyðfirðings, sem Stal hákarli lézt í fyrrinótt í fanga- geymslu á Seyðisfirði. Á rannsókn á líkinu að fara fram í rannsóknadeild Há- skólans til þess að komast fyrir um dánarorsakir. Þessi hörmulegi atburður gerðist í fangageymslunni á Seyðisfirði í fyrrinótt. Hinn ungi maður sem hét Magnús Ólafsson hafði verið tekinn- fastur fyrir ölvun seint um kvöldið á annan í jólum og var hann lokaður inni f fangageymsl- unni. Engin föst varðgæzla er í fangageyrrtslunni og með einhverj- um hætti sem ekki er upplýst hefur eldur komizt í dýnu fangans sem hann lá á og þegar komið var að honum í gærmorgun var hann lát- inn. Magnús var 21 árs, ókvæntur og barnlaus, en foreldrar hans og systkini búa á staðnum. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, Er- lendur Björnsson, úrskurðaði að þar sem hann væri yfirmaður lög- reglunnar á staðnum, að hann sjálf- ur skyldi víkja sæti við framhalds- rannsókn þessa máls. Var því á- kveðið að einn af fulltrúum saka- dómarans í Reykjavík, Ólafur Þor- láksson skyldi fara austur og taka að sér rannsókn málsins. Flaug hnn austur í morgun með flugvél Björns Pálssonar. LlK FANGA SEM LtlT I HALDITIL RANNSÓKNAR og riklingi Eitthvert átvagl Reykjavíkur mun hafa fyllt svanginn af stoln- um hákarli og steinbítsriklingi um jólahátfðina, en miklu magni af þessum fæðutegundum var stolið úr hjalll inni f Laugarncsi rétt fyr ir helgina. Hafði verið brotizt inn í hjall- inn og þaðan stolið heilum hest- burði af hákarli, eða 80—100 kg. Þetta voru stórar lengjur af skyr- hákarli. Þá hafði þjófurinn enn fremur afgreitt sjálfan sig með 40 —50 kg. af steinbítsriklingi, sem einnig hékk uppi í hjallinum. Ef enn er eitthvað eftir af þess- um matarleifum og einhver kynni að hafa orðið var við þær, eða þá ferðir þjófsins, er sá vinsamlegast beðinn að tilkynna það rannsókn- arlögreglunni. Yfirnefnd Inuk störfum í gærkvöld: Meialfískverð hækkar um 9,5 % Yíirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins gekk endanlega frá fisk- verði fyrir árið 1963 á fundi sínum í gærkvöld og HÆKKAR meðalfisk verð í landinu til sjó- manna og útvegsmanna um 9*/2% frá síðasta ári. Verð á þorski og ýsu í fyrsta flokki A, miðað við slægðan fisk með haus, hækkar um 39 aura pr. kíló, eða úr kr. 3,21 í kr. 3,60, sem er nær 12% hækkun. Verð á þorski og ýsu í fyrsta flokki B verður kr. 3,16 og í öðrum flokki kr. 2,59. Þessi verðhækkun kemur til framkvæmda um ára- mótin. Segja má að unnið hafi verið sleitulaust síðan f byrjun des- ember að undirbúningi ákvarð- ana um fiskverð á næsta ári. Verðlagsráð sjávarútvegsins sat á stöðugum fundum fram yfir miðjan mánuð og gekk frá ýms- um veigamiklum atriðum og út- reikningum, nn vísaði siðan til endanlegrar ákvörðunar yfir- nefndar 18. desember. Yfirnefnd in hefir unnið að málinu þar til í gær að hún gekk endanlega frá ákvörðunum sfnum. Gunnlaugur G. Bjömsson, bankafulltrúi, var tilnefndur með samkomulagi for maður yfimefndar, en aðrir í nefndinni eru Helgi Þórarinsson framkvæmdastjóri Reykjavik, Guðlaugur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Vestmannaeyjum, Sigurður Pétursson útgerðarmað ur Reykjavík og Tryggvi Helga- son sjómaður Akureyri.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.