Vísir - 28.12.1962, Síða 15

Vísir - 28.12.1962, Síða 15
V í SIR . Föstudagur 28. desember 1962. 75 Cecil Saint - Laurent: NÝ ÆVINTÝRI KARÓLÍNU lygaáróðurs eins og þér, kæra bam. Það er þess vegna sem ég meðfram treysti á, að þér beit- ið áhrifum yðar mér í hag við mann yðar, þar til sakleysi mitt að lokum sannast. Fyrirtak, hugsaði Karólína, nú liggur það þá Ijóst fyrir hvernig í öllu liggur með hjálp ina mér til handa, en henni fannst það næstum móðgandi, að það var ekki vegna hennar sjálfrar, sem hann hafði bjarg- að henni, heldur ætlaði hann að nota hana sem peð á skák- borði sjálfum sér til bjargar. En þrátt fyrir allt var hún hon- um þakklát. Var það ekki þrátt fyrir allt bezt, að þetta var svona? Og — að menn gerðu hvor öðrum greiða? Lacoste gerði sér grein fyrir, að Karólínu hafði skilist fylli- lega hvernig í öllu lá og fór því út í aðra sálma. — Hin skamma heimsókn yðar var mér til mikillar gleði, sagði hann, er ökumaðurinn klifraði upp í sæti sitt, — og ég á yður miklar þakkir að gjalda. Þér munið kannske ekki eftir því, en dag nokkurn fékk ég yður til þess að segja mér frá leyndarmáli tveggja skólasystra yðar. Þá opnuðust augu mín fyrir því hve órétt- lát sú stjórn var, sem ekki not- aði sér betur sálfræðilega og stjórnmálalega — hæfileika mína. Það var við þetta tæki- færi, sem ég fékk þrek til þess að einbeita mér að því að treysta stoðirnar undir sjálfs- trausti mínu, og það auðnaðist mér að gera svo að það bilaði ! aldrei, þótt byltingarstormar geisuðu og margt hryndi til til grunna. Karólína reyndi að leyna hæðnisbrosi: — Þér eigið við það, að þér hafið sannfærzt um hæfileika yðar og mikilleik, er ég kom upp um stallsystur mína Inezi, sem álpast hafði á braut slæmra siða — en afsakið mig, póstekillinn bíður víst eftir mér. Treystið mér, ég skal beita áhrifum mínum af fremsta megni við manninn minn. Og enn einu sinni — beztu þakkir! 10. kapituli. — Kona? Sagði hún ekki tili nafns síns? Hún hlýtur að vera komin til að finna konu mína. Gaston de Salanches ofursti gekk um gólf fram og aftur í litlu herbergi, sem hann notaði fyrir skrifstofu, en þar var öllu komið fyrir á einfaldan hátt eins og í herbúðum væri. Þar var aðeins vinnuborð, bóka- hilla og beddi. Hann var að tala við þern- una um leið og hann stilkaði fram og aftur. En þernan lét efa hans engin áhrif á sig hafa og svaraði: — Konan vildi ekki segja til nafns síns. Hún sagði hvað eft- ir annað að hún óskaði eftir að fá að hafa tal af herra Gast- on de Salanches. Hún er ákaf- lega falleg, en ef þér viljið hvað sem tautar og raular, að ég geri konunni yðar að- vart .... — Það er engin ástæða til þess, sagði hann af óþolinmæði, — ég verð víst að sinna henni. Þegar þernan var farin tautaði hann fyrir munni sér: Aldrei fær maður að vera í friði, Þetta er sjálfsagt einhver metnaðargjörn móðir, sem er að reyna að koma syni í liðsfor- ingjastöðu, — æ, ég vildi annars, að ég væri kominn aftur til hers ins. Hann settist við vinnuborðið og fór að athuga einn af upp- dráttum herforingjaráðsins. — Hann grúfði sig yfir uppdráttinn og var svo niðursokkinn í það, sem hann var að hugsa um og gera, að hann heyrði ekki er hratt var gengið inn í stofuna, léttilega, en samt brakaði í gólf inu. Svo rétti hann úr sér og varð svo bylt við, er hann sá hver komin var, að hann velti um opinni blekbyttu, svo að flaut úr henni yfir allt Holland. — Karólína! Hann opnaði faðm sinn og án þess að mæla orð af munni hnetgoriKaróIína grátandi að barmi hans, en hann stóð sem stirðnaður, en hélt þó um herðar henni. Er grátinum linnti mælti hún til hans ástarorðum, en hann gat aðeins hvíslað í móti: Hefurðu nokkuð á móti því að við tökum Leo með? — Hann er líka skotinn í mér. — Karólína, þú lifir! Hann hörfaði nú frá henni aftur á bak og að vinnuborðinu og hallaði sér að því, og Karó- li’na, sem vissi ekki hvort hún átti að hlæja eða gráta, hrópaði til hans: — Varaðu þig á blekinu — þú gætir fengið blett í fötin þín! Gaston var náfölur, þögull. Svo brá fyrir í augum hans leiftri ískaldrar reiði og hann gekk til hennar með nístandi augnaráði: — Karólína, hvernig gastu gert þetta — að láta mig lifa í þeirri trú, að þú værir dáin, að láta mig .... Karólína var á svipinn eins og hann hefði móðgað hana stór- lega. — Guð minn góður, andvarp- að hún, ásakandi! Hvað þú ert líkur sjálfum þér. Frá þér er allt af hægt að búast við ásökunum, jafnvel á endurfundarstund. Ég hafði sannast að segja hugsað A R Z A A RAGINS SANF"- STOZfk THKEATENEP’ TO SUFFOCATE THE APVENTUfcEKS.BUT TARZAN'S ÓUICK THINKINS CONCEIVE7 AFUAN FOR SUKVIVAL. mér þennan endurfund allt öðru vísi. Og því í ósköpunum hélstu, að ég váeri dauð? Henni veittist erfitt að finna samhengi í það, sem hann sagði, er hann hálfstamandi minntist á aftöku, hjúkrunarheimili Bel- homme og að hann hefði verið við útför hennar . . . og svo fór hún allt í einu að átta sig á öllu og óttaðist nú afleiðingar hugs unarleysis síns, er hún með brögðum slapp frá Belhomme. Blekkingin hafði auðsjáanlega haft víðtækari afleiðingar en Heilsuvernd Næsta námskeið í tauga- og vöðvaslökun og öndunaræfingum fyrir konur og karla, hefst 7. janúar. Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson íþróttakennari CílAKrO Skyndilega gerði ógurlegan sand Tarzan var fljótur að átta sig. framhjá. „Hérna, hrópaði hann til þig, það getur ef til vill bjargað storm og allt lauslegt fór í kaf, Hann náði í tvær tunnur sem fuku Teits prófessors. Settu þetta yfir okkur“. menn, dýr og dauðir hlutir. En Barnasagan KALLB og super filmu- fiskurinn Hið dularfulla hvarf Kalla upp- lýstist fljótt. „Láttu þig renna nið ur eftir höfði hvalsins, meistari", hrópaði Kalli. Meistarinn hlýddi og einmitt þeoar hann hélt að hann væri að detta niður í vatnið náði hann fótfestu á neðri vör hvalsins. Hvalurinn opnaði ginið og meistarinn rann inn í það og stanzaði við fætur Kalla. „Það er ekki svo mikið sem eitt sjókort um borð“, sagði Kalli súr á svip. „Hvað eigum við að gera“ sagði mestarinn dapur í bragði. Sjómenn ina tvo rak stjórnláust niður eftir fljótinu innan í hvalnum, og það sem verra var, þá rak þar að sem hópur mjög undarlega búins fólks var. SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR Höfum ávallt á biðlista kaupendur að öllum smærri og stærri teg- undum bifreiða. SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR Leikfungu- murkuður

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.