Vísir


Vísir - 07.01.1963, Qupperneq 3

Vísir - 07.01.1963, Qupperneq 3
V í SIR . Mánudagur 7. janúar 1963, 3 Á laugardaginn var fjör og kátína í Brciðfirðingabúð. Húsið dunaði af dansi og söng, Jóla- sveinar einn og átta, sungu bömin og gengu kring um jóla- tré. Þetta voru þau böm sem bera út Vísi í Reykjavík og hafði Vísir boðið þeim til ó- keypis jólafagnaðar. Boðinu tóku börnin vel og komu flest þeirra _til jólaskemmtunarinpar, mörg mcð systkini sín með sér. Fyrst var veitt súkkulaði og rjómapönnukökur áður en dans- inn hófst en síðar voru ýmsar kræsingar og sælgæti á boðstól- um. Jólasveinn var hinn góðkunni gamansöngvari Ómar Ragnars- son. Birtist hann í gerfi Gátta- þefs og kvaðst eiga heima f Esjunni. Þar kvaðst hann bera út Vísi í jólasveinabyggðum og fékk sú tilkynning hinar beztu undirtektir hjá bömunum. Söng hann síðan og sagði sögur og tóku öll börnin undir. Við birtum í dag nokkrar myndir frá þessum jólafagnaði Vísisbarnanna. Jóiafagnaður VÍSIS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.