Vísir - 01.02.1963, Síða 4

Vísir - 01.02.1963, Síða 4
4 V í SIR . Föstudagur 1. febrúar 1963. ViðtaJ við — Hvert er hlutverk Innkaupastofnunar rík- isins? — Að annast öll inn- kaup allra ríkisstofnana á Iandinu? — Hvemig er þeirri starfsemi háttað? — Við bjóðum út þeg- ar um meiri háttar vöru- kaup er að ræða ella könnum við markaðinn til að finna lægsta verð ásamt viðunandi gæð- um, á þeim vörutegund- um, sem kaupa þarf. í þessum tveimur svörum ger- ir Pétur Pétursson, forstjóri Inn kaupastofnunar ríkisins, grein fyrir hlutverki stofnunarinnar Til að kynna okkur starfsemi Pétur Pét- r ríkisins þarf að kaupa, en Innkaupastofn unin sér síðan um kaupin, að undangengnu útboði eða mark- aðsathugun. Samstarfið við ríkisstofnanir. — Hvernig er samstarfi ríkis- stofnana og Innkaupastofnunar- innar háttað, þegar útboð eða innkaup eru undirbúin? — Stofnun, sem óskar eftir því að við önnumst innkaup til- kynnir okkur fyrst og fremst hvað hún vilji kaupa, þ. e. a. s vörutegund, eiginleika, og ým- islegt annað, sem máli kann að skipta. Ef um meiri háttar magn er að ræða fer fram útboð. Stofnunin, sem leitar til okkar, leggur þá fram tæknilega lýs- ingu á því, sem kaupa skal, en við sendum síðan tilkynningar til innflytjenda um útboðið, á- samt lýsingunni, og veitum all- ar aðrar upplýsingar, eftir því sem þeirra er óskað. Eftir að Pétur Pétursson forstjóri, Bandaríkjamenn reikna með að þær spari frá 5—10% miðað við heildarinnkaup. Það er ekki hægt að segja með neinni vissu um spamað Innkaupastofnunar ríkisins, en eins og ég sagði, þá er hann verulega mikill. — Hvers vegna < annizt þið ekki öll innkaup rikisstofnana, í samræmi við lögin um Inn- kaupastofnunina? — Ýmsar stofnanir hafa ekki ennþá notfært sér þá þjónustu, sem hér er veitt, og vilja af ýmsum ástæðum annast þetta sjálfar, sem ég tel ekki hag- kvæmt út frá vinnusjónarmiði. Þegar þessi stofnun er til, þá á hún að annast innkaupin. — Margar af stærstu ríkisstofnun- um landsins kaupa með aðstoð okkar t. d. raforkumálaskrif- stofan, vita- og hafnarmálaskrif- stofan, vegamálaskrifstofan og spítalarnir, svo eitthvað sé nefnt. Þessar stofnanir hljóta að gera þetta vegna þess að þær telja það hagkvæmt. Svo dæmið þyrfti að gerast upp. Ég hef alltaf haft þá skoðun, að þessi stofnun komi ekki að fullu gagni, nema lögin um hana séu útfærð til fulls. Undirstaða hagkvæmra innkaupa. — Hvað er nauðsynlegt að gera frekar? — Til að skapa grundvöll fyr ir sem hagkvæmustum inn- VIRDLAGID ilinn vill selja, en hinn vill kaupa. Sparnaður. t— Reiknið þið með að Inn- kaupastofnunin spari ríkinu mik ið fé? — Já, tvímælalaust. Þær upp- hæðir skipta áreiðanlega fáein- um milljónum. Þó önnumst við ekki nema y3 — y3 af öllum inn- kaupum ríkisstofnana, eða fyrir um 84 millj. á s.l. ári. Sparn- aðurinn myndi auðvitað verða miklu meiri ef við hefðum öll innkaupin á hendi. Langflest ríki Bandaríkjanna hafa sérstak ar innkaupastofnanir, hliðstæða þessari, sem hér um ræðir. — Erfitt að fá menn í lögregluna kaupum verður að skipuleggja samstarf hinna einstöku ríkis- stofnana svo að hægt sé að kaupa sameiginlega inn fyrir þær, þegar svo ber undir. Því meira, sem magnið er þeim mun meiri möguleikar eru á verð- lækkunum. — Hvað lim samstarf um- boðsmanna erlendra verksmiðja og Innkaupastofnunarinnar? — Það hefur verið með ágæt- um. Hér er ekki verið að leggja til að verzlunin verði þjóðnýtt eða verið að gera upp á milli hæfra bjóðenda. Ríkið er aðeins að reyna að spara peninga — og hver getur haft á móti þvi? — á. e. hennar nánar hefur Pétur fall- izt á að svara nokkrum spurn- ingum með þeim ummælum, að það ríki mikill misskilningur um starfrækslu Innkaupastofn- unarinnar: Sumir telja, að sú starfsemi, sem ríkið rekur með þvl að starfrækja sjálft Inn- kaupastofnun, sé einhvers kon- ar þjóðnýting. Slíkt er höfuð- misskilningur, segir hann. Þjónustustofnun. — Innkaupastofnanir, heldur Pétur áfram, hvort sem ríki eða borgir1 reka þær, eru auðvitað fyrst og fremst þjónustustofn- anir, þar sem starfsfólkið er sérhæft í því einu að annast innkaup ýmissa vörutegunda, og sjá um alls konar samninga- gerðir fyrir aðrar stofnanir, sem eru sérhæfðar á öðrum sviðum, svo sem að leysa tæknileg vandamál eða annast sérstakar. framkvæmdir. — Forráðamenn þeirra eru auðvitað fyrst og fremst sérfræðingar á sínu séí- staka sviði t. d. vegamála, hafn armála, raforkumála o. s. frv. Sérfræðingar eiga ekki að standa í alls konar bréfaskrift- um og viðskiptaviðræðum varð- andi pantanir. Þeir taka sínar tæknilegu ákvarðanir, gera tæknilega lýsingu á þvi, sem tilboðin hafa borizt leggur við- komandi ríkisstofnun gæðamat á tilboðið ,og er það haft ti) hliðsjónar, ásamt verðlagi, þeg- ar ákvörðun er tekin um það hvaða tilboði skuli taka. Ef um minni háttar innkaup er að ræða og þýðingarlítið að bjóða kaup- in út, kannar Innkaupastofnun- in markaðinn í nokkrum lönd- um og lehar samninga um Iægsta verðlag. Meginkostirnir. — Hverjir eru meginkostir þessa fyrirkomulags? — Útboðin skapa framleið- endum og umboðsmönnum fyllstu samkeppni. Bjóðendur geta verið viðstaddir, þegar til- boðin eru opnuð. Kaupandi og bjóðendur geta yfirfarið og rætt um hin ýmsu atriði, sem upp kunna að koma. Mikið magn gerir bjóðendur áhugasama, og það er tryggt að ríkið þarf ekki að eyða meiru en nauðsynlegt er vegna kaupanna. Útboðsfyr- irkomulagið hefur leitt til mik- illa verðlækkana á ýmsum vöru- tegundum. Innkaup á einni hendi. — Geta ekki einstakar rlkis- stofnanir annazt þetta sjálfar? — Þegar á allt er litið er augljóst að heppilegast er að hafa innkaupin öll á hendi sömu stofnunarinnar. Starfsfólk Innkaupastofhunarinnar er þjálf að í innkaupum, sem er sér- stakt svið, óskylt söiutækni. Ýmis kostnaður við útboðin og innkaupin verður miklu minni en ella. Og það er líklegt að sér- jrjálfuð stofnun nái betri árangri í samningum um vörukaup en fyrirtæki, sem getur ekki eitt, vegna óhæfilegs tilkostnaðar, annazt markaðskönnun og gert yfirgripsmikinn samanburð á verðlagi, en hvort tveggja er nauðsynlegt. Sérhæfð innkaup. — Á þetta eins við um inn- kaup sérhæfra tæknilegra hluta? -- Tvímælalaust. Ég byggi þetta t. d. á innkaupum ýmissa lækningatækja vegna nýja Landsspítalans. Þar tókst að fá verulega verðlækkun eingöngu með samningum, Hið sama á við um ýmis önnur sérstök og sérfræðileg innkaup. Sérfræðing ar viðkomandi stofnana ákveða auðvitað hvaða tæki eða vörur eigi að kaupa. Eftir að það hef- ur verið gert, getur Innkaupa- stofnunin gert tvennt: I fyrsta lagi bent á fleiri framleiðendur og í öðru lagi tekið upp samn- inga um verðlækkun og skil- mála, sem oftast nær bera ein- hvern árangur, þegar annar að- Það ætlar að ganga mjög erfið- lega að fá menn til að fylla í skörð in hjá lögreglunni, því að þar vant- ar nú um tuttugu menn. Vísir hefur átt stutt samtal við Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóra um þessi mál. Hann auglýsti fyrir nokkru eftir umsöknum um lög- regluþjónastöður, en umsóknir urðu sárafáar, og ekki að vita, hversu margir umsækjenda koma til greina. Það eru einkum launa- kjörin, sem menn setja fyrir sig, því að lögreglan stendur illa að vígi I samkeppni um vinnuaflið, þegar vinna er eins^geysilega mikil og nú. En verði veruleg breyting til batnaðar á launakjörum lög- reglumanna á næstunni, eins og á launum annarra opinberra starfs manna, en þau mál eru f deiglunni, eins og lesendum Vísis er kunn- ugt, ætti að verða auðveldara að fá menn til starfa I lögreglunni. Er það og mikið nauðsynjamál fyrir allan almenning, að í lögreglunni sé valinn maður I hverju rúmi, svo að hún sé sem hæfust til að gegna hlutverki sínu I þágu öryggis borg- aranna. ma

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.