Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 8
8 VIS IR Föstudagur > febrúar 1963, VÍSIB Jtgetandi Blaðaútgátan VISTR Ritstiúrar Hersteinn Pálsson Gunnar G Schram. Aðstoðarritstióri Axei Fhorsteinsson Frétiastiön Þorsteinn 0 rhorarensen Ritstiómarskrifstofui Laugavegi 178 Auglýsmgai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargiald si 55 -rónui á mánuði f lausasölu 4 kr eint — Simi 11660 (5 Mnur). Prentsmiðis Vlsis — Eddf h.f Gerumst aðilar að GATT Nú er aðstaða okkar íslendinga hin sama og annarra Norðurlandaþjóðanna: við vitum ekki hvað gerast muni eftir að de Gaulle hefir skellt dyrum sexveldanna í lás. í gær var gerð hér í blaðinu nokkur grein fyrir þeim möguleikum, sem á dagskrá eru í tollamálum álfunnar, en eins og þar var tekið fram þá er næsta erfitt á þessu stigi málsins að spá um það hver muni verða bandalög framtíðarinnar. Ekki er þó ósennilegt að komið verði á stofn frí- verzlunarsvæði, sem sjöveldin taki þátt i með tilstyrk Bandaríkjanna og Kanada. Það er þessi hugmynd sem var á dagskrá 1957. Þá greiddi ísland atkvæði með tillögum um að stofnun slíks svæðis væri æskileg. Útilokað er annað en afstaða okkar verði hin sama nú og þá, ef málið kemur aftur á dagskrá. Við megum ekki einangrast frá efnahagsstraumum Evrópu. Þótt tengsl við Efnahagsbandalagið komi nú ekki til greina, að minnsta kosti ekki í bili, þá verðum við að taka þátt í viðræðum um þær lausnir, sem aðrar kunna að gjörast í tollamálum þeirra ríkja, sem utan sexveld- anna standa. Og nú er tímabært að ísland sæki um upptöku í GATT, hina alþjóðlegu viðskipta- og tollastofnun. Hún er mikilvægt tæki til tollalækkanna með marg- hliða samningum. Við höfum ekki verið þar aðilar, bótt til stofnunarinnar teljist langflestar þjóðir heims. Við eigum ekki að láta það tækifæri ónotað sem þar býðst til þess að komá skoðunum okkar á framfæri. Ríkið og réttlát lög Á miðvikudaginn gerði f jármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, grein fyrir þeim málum, sem Alþing: fær til meðferðar. Þar eru mörg stórmál og merkismál á ferðinni, svo sem löggjöf um Skálholt, um ferðamál og landkynningu, nýja tollskrá, iðnlánasjóð, ný vega- lög og er þá ekki nema fátt eitt talið. Það er hlutverk ríkisstjórna að sjá um endurskoð un gildandi laga og semja nýja lagabálka um atriði sem þarfnast nýskipunar. Og þetta starf er líklega enn bá þýðingarmeira á íslandi en í flestum öðrum löndum þar sem hér eru þjóðfélags- og tæknibreytingar svo hraðar. Þetta hlutverk hefir núverandi ríkisstjórn leyst vel af hendi. Það er mikilvægt, því að með lögum skal land byggja. Ranglát eða úrelt löggjöf skerðir réttar- meðvitund þegnanna og getur þannig unnið óbætan- legt tjón. Er skemmst að minnast í því sambandi skattalaganna, sem nú hefir loks verið breytt. MINNING: Magnús Einarsson Magnús Einarsson, búfræði- kandidat, lézt með sviplegum hætti 24. þ. m. Hann var sonur hjónanna Jakobínu Þórðardótt- ur og Einars Ásmundssonar forstjóra í Sindra, fæddur í Reykjavík 15. september 1938 og því aðeins 24 -ára, þegar hann lézt. Þrátt fyrir sinn unga aldur var Magnús kominn drjúgan spöl áleiðis á þeirri braut, er hann hafði markað sér i lífinu. Á unglingsárunum valdi hann sér lífsstarf og hóf síðan af mikilli festu að afla sér mennt- unar til þess áð verða sem hæfastur til framtíðarstarfsins. Þessi borgfæddi unglingur valdi sér að lífsstarfi yrkingu jarðar- innar, hann vildi leggja hönd á plóginn með þeim, sem „ristu í sundur brunabörð og breyttu þeim í græna jörð“. Að loknu gagnfræðaprófi hélt Magnús austur til Laugarvatns og lauk stúdentsprófi við menntaskólann þar, I þeim fræð um, sem tilskilin eru til kandi- datsnáms í búfræði. Að þvl loknu hóf hann búnaðarnám við bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan kandidatsprófi árið 1959. Þá hafði Magnús, 21 árs að aidri, náð fyrsta áfanganum á leið sinni til starfa fyrir ís- lenzkan landbúnað. Síðan lá leið hans til Skotlands, þar sem hann stundaði háskólanám aðallega í þeirri grein, sem hann hafði ákveðið að sér- mennta sig í, en það var ali- fuglarækt. Námi sfnu í alifugla- rækt Iauk Magnús á tveimur árum og kom hingað heim aft- ur á sl. sumri og tók við starfi sínu, sem ræktunarráðunautur f Kjalarnesþingi. En varla var við þvf að búast um jafn áhugasaman og sí- kvikan mann og Magnús var, að hann sæti lengi um kyrrt. Hug- ur hans stefndi að þvf að fram- kvæma, hefja raunhæf störf og hagnýta sérþekkingu sína. Og nú sem áður brást honum ekki djarfur og síkvikur hugur. Á- samt Ólafi Ásgeirssyni, bú- fræðing, hóf hann undirbúning að stofnun og rekstri alifugla- bús í Krísuvfk. Voru þær fram- kvæmdir vel á veg komnar, þegar Magnús lézt svo skyndi- lega. Draumur borgarbarnsins var að rætast, hönd hans var á plógnum og landið beið. Framundan voru verkefnin og Iffsglöð lund hans hafði enga eirð í sér að taka þátt í önnum dagsins. Hann eygði ljóslega þá þýðingu, sem alifuglaræktin getur haft fyrir íslenzkan land- búnað. Með fráfalli Magnúsar missti fslenzki bóndinn góðan liðsmann, sem hefði vafalaust tekið sér stöðu f forystusveit- inni og unnið ötullega að upp- byggingu og framförum með ráðum sfnum og störfum. Hin mikla lífsgleði Magnúsar samfara Ijúfu geði mun þeim eigi úr minni falla er kynntust honum. Hann var sfkátur og broshýr og vildi hvers manns vanda leysa. í vinahóþi var hann hrókur alls fagnaðar og hvers manns hugljúfi Hann hafði mjög bjarta og fallega söngrödd enda söngmaður í karlakórnum Fóstbræður Hesta mennsku sturidaði hann einnig talsvert og var jafnan mikil á- nægja að ríða út með honum, þvf þar sem annars staðar, kom fram hin mikla lífsgleði hans. Hvenær sem menn hittu Magn- ús að máli eða á götu var þessi ljómandi lífsgleði eitt sterkasta einkenni hans. Hlýtt brosið á vörum hans og f bláum augun- um, standa í minningunni eins og heiðrík blóm á Gleym mér ei. Hin mikla hamingja og gleði sem einkenndi Magnús svo mjög, átti vafalaust að miklu leyti rætur sfnar að rekja til' fjölskyldu hans. Skilningsríkir og umhyggjusamir foreldrar á- samt sjö systkinum veittu hon- um þá ást og stuðning, sem hverjum manni er svo nauð- synlegur til lífsfyllingar. Sam- heldni og djúpstæð fjölskyldu- bönd tengdu þau öll saman f órofa heild. Hjá þeim er nú mestur missirinn, einn hlekkur þeirrar keðju kærleiks, sem tengdi þau saman er nú fallinn úr. Minningin um bjart brosið Veðurstofa Bandaríkjanna hef ur Iátið hafa það eftir sér, að þessi vetur væri sá versti, sem komið hefði á ýmsum stöðum í Iandinu á þessari öld. Alls hafa komið sex miklar kuldabylgjur á þessum vetri, og er það miklu meira en menn eiga að venjast á ýmsum stöð- um í landinu, þar sem veður eru annars hörð að vetrarlagi. En auk þess hvað kuldabylgj- urnar eru tíðar, ná þær enn lengra suður í landið en jafnan áður og gera þess vegna mik- inn usla f ýmsum fylkjum. Fannkoma hefur verið meiri en dæmi eru til í ýmsum "ylkj- um og kuldar einnig í algeru hámarki. Samgöngur eru þess vegna mjög örðugar víða, og menn eru þegar farnir að kvfða og hinn lúfa dreng mun ávallt orna hjartanu. — Ég sendi foreldrum Magnúsar og systkin- um hans einlægar samúðar- kveðjur. Har. Teits. f Það eru hörð örlög, þegar ungur maður f blóma lífsins deyr, fullur lífslöngunar og lffs- bróttar. Við mennirnir fáum víst seint skilið hvern tilgang slíkt hefur. En gott er að minnast manns eins og Magn- úsar Einarssonar. Það eru engár skuggar sem falla á minning- una. Allt vitnar um líf og glað- uærð. Hann var fæddur 15. septem- ber 1938. Sonur hjónanna Jako- bínu Þórðardóttur og Einars Asmundssonar. Ólst upp f föð- urhúsum við gott atlæti og aga. Lauk prófi frá búnaðarskólan- um á Hvanneyri og stundaði framhaldsnám f Skotlandi. Þeg- ar heim kom varð hann búnað- arráðunautur í Kíalarnesbingi. Hann hafði byrjað alifuglarækt í Krísuvfk með skólabróður sínum og var mikill hugur f honum, að bar mætti vel takast. Hann var óragur við að reyna sig og gerði lítið úr erfiðleikun- um enda hinn mesti bjartsýnis- maður og þá nokkuð fljóthuga eins og títt er um slíka menn. Magnús var óvenju aðlaðandi og átti kfmnigáfa hans og leik- andi lund þátt f að gera hann eftirsóknarverðan félaga. Söng- maður var hann góður og hafði starfað með Fóstbræðrum nokkur ár, og undi sér vel í beirra hóp. Foreldrar og sytkini eiga um sárt að binda við sviplegt frá- fall Magnúsar, en góðar minn- ingar munu græða sárin. Við sem þekktum hann þökkum forsjóninni fyrir að hafa feng- ið að verða honum samferða þennan stutta spöl. lslenzk tunga á einföld og falleg orð til að lýsa góðum sonum landsins. Ég veit þau eiga við um Magnús. Hann var drengur góður. Frændi. miklum flóðum, vandræðum og tjóni með vorinu, ef leysingar verða snöggar. En við þessu mun ekkert vera hægt að gera að þessu sinni. Tjón á alls konar uppskeru, sem er viðkvæm fyrir kuldur?- mun verða meira en dæmi eru til áður — skipta jafnvel hundr- uðum milljóna dollara. Einkum eru það alls konar „snrue* ávextir, svo sem appelsfnur, sítrónur o. þ. h. aldin, sem verða fyrir skemmdum af völd- um frostanna. Svo er til dæmis í Suður-Kaliforníu, þar sem menn eru öldungis óvanir frost- um, og syðst f Texas, Florida og víðar. Tjón hefir einnig orðið á vetrarhöfrum og byggi á slétt- unum miklu og allt suður til Texas. Versti vetur sem kom- ið hefur á þessari öld

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.