Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 15
VTSTR . Fostudagur 1. fébrúar 1963. 15 Cecil Saint - Laurenf: NÝ ÆVINTÝRI KARÓLÍNU koma þeim til Maroukin, en sjálfur neitaði hann að fara með og brást hinn versti við, er Georges lagði að honum. Áform Georges var að halda áfram samdægurs. Hann greiddi þegar þá upphæð, sem um var samið, en þa& varð ekkert af því að lagt væri af stað sam- dægurs, og Karólína og Georges urðu að búa í kofa, sem hann vísaði þeim á, þar til lagt yrði á stað. Og þannig liðu fimm dagar. Kofinn var svo bágborinn, að þeim leið verr en þeim hafði liðið undir beru lofti í frum- skóginum. Þau höfðu engan sér til aðstoðar, því að blökkumenn- irnir tveir höfðu lagt af stað til Cayenne, eftir að þeir höfðu krafizt — og fengið — auka- þóknun vegna dauða leiðsögu- mannsins. En þau Georges og Karólína höfðu ekki annað að nærast á en tvíbökur og þurrt kjöt — og urðu að treina sér það, eins og sakir standa, því að Indíánar höfðu lagt bann við að þau hleyptu skoti úr byssu. Þeim var það mikið áhyggju- efni hversu burtför þeirra dróst, en svo gerist það um miðja nótt að þeim er skipað að klæðast í skyndi og búa sig til brottfar- ar. Fyrir dyrum úti stóðu fjórir Indíánar, sem báru í pinklum á höfðum sér allt, sem þeir höfðu meðferðis. Foringi Indí- ánanna benti í áttina til fljótsins og sagði: — Allt er tilbúið — af stað! Ekki vildi hann fyígja þeim niður að fljótinu, hvað þá að hann færi lengra, gekk svo inn í kofa sinn og lét svo aftur dyrn ar að baki sér. Þau komu niður á fljótsbakk- ann í birtingu, þar sem bátarnir biðu þeirra. Allur farangurinn var settur í annan bátinn og tveir Indíánanna fóru í hann, en hinir tveir og Georges og Karó- lína í hinn. í morgunskímunni hálfmókti Karólína, en ekki gat hún ann- að en dáðst að leikni Indíán- anna. Þeim virtist mjög létt um róðurinn. Brátt var sólin kom- in upp fyrir hæstu trjátoppa og kliður barst að eyrum frá fugl- um og öpum inni í skóginum. Stundum bárust annarleg hljóð að eyrum og stundum flugu hegrar og fuglar, sem þau ekki báru kennsl á, með þungum vængjaslætti yfir höfðum þeirra. — Ég veit ekki hvað er að mér, sagði Georges. Ég held, að ég sé með hita, og mig verkjar sáran í fótinn. — Vertu hughraustur. Hið versta er að baki ög nú geturðu hvílt fótinn. Nú finnst mér ég vera sterk og til alls fær, er við fjarlægjumst meira og meira allar ógnir frumskógarins — og aðrar ógnir. Hún stakk hendinni í fljótið til að kæla hana, en annar Indí- áninn greip snarlega í hana og kippti henni irin, — og Karólína sá vatnborðið ýfast allt í einu, og risastór krókódíll leið fram hjá bátnum. Þau höfðu kveikt bál til þess að steikja tvo fugla, sem Georg- es hafði skotið. Eldurinn var slokknaður. Georges og Karó- lína hvíldu hlið við hlið undir sama feldi á fljótsbakkanum. Þannig notuðu þau tækifærið hverju sinni, eftir að rennt hafði verið að fljótsbakkanum, til að neyta máltíðar. En þetta var að- eins hægt að degi til, því að næturlagi áræddu þau ekki að hafast þar við vegna hættunn- ar, sem stafaði frá villidýrun- um, og lögðu þau þá bátnum við akkeri í einhverjum stokkn- um við ána. Georges var veikur. Hann hafði vafið óhreinum tuskum um fótinn. Hann dró andann ótt og títt. Hann var horaður orð- inn og kinnfiskasoginn og næst- um örmagna. Hann mælti í hvísl ingum, því að hann hafði ekki þrótt til þess að mæla hátt: — Mig verkjar í allan skrokk- inn, af því að sitja í sömu stell- ingum allan daginn. Ég er viss um, að mér mundi líða betur og ná mér, ef við gætum hvílzt um sinn á landi. Með þeim hraða, sem við förum, ættum við að geta náð til strandar á tveim til þrem dögum, og ég skil ekki hvers vegna ... að Indíánar, þessi börn náttúr- unnar, sem hann svo kallaði, væru ekki allt af blíð, þótt vel væri að þeim farið — og greip nú byssuna og skaut af henni nckkrum skotum í þá átt, sem örvarnar komu úr. Þetta hafði tilætluð áhrif, en aðeins í bili, því að undir kvöld- ið fór að sækja í sama horf og var skotið jafnvel af enn meiri ákefð en áður. Og engum varð svefnsamt um nóttina. Þetta var líka skelfingarnótt, og þegar birti brá Karólínu mjög, er hún sá hvernig Georges leit út. Hann leit út eins og örvasa gamal- menni og átti erfitt með að mæla. Játaðu, að þú hafir orðið hrædd, Karólína, er þú sást hvernig ég lít út? Hún tautaði eitthvað samheng islaust og.hann mælti af furðu- miklum styrk, næstum hrana- lega: — Þú heldur að ég deyi — er það ekki? Og það þá og þeg- ar? — Hættu nú að tala um þetta, Georges. — Ég get ekki fengið Indíánana til þess að slá upp búðum. Þeir harðneita, því að þeir vilja ekki sofa í landi, og ætla vitlausir að verða af hræðslu hverju sinni, er þeir heyra trumbuslátt inni í skóg- inum, en það benti til að bar- dagar væru í aðsigi milli frum- skógabúa. Og þau höfðu heyrt í stríðsbumbunum annað veifið undangengnar nætur og það hafði sín áhrif á taugar þeirra allra, nema Georges, en hann hafði bitið það í sig, að frum- skógabúar ætluðu að halda ein- hverja hátíð, en tilgangurinn væri alls ekki að heyja stríð. j Hann skelfdist því ekki held- ur, er þau allt í einu heyrðu í bumbunum mjög nærri landi, og var það, þegar þau voru á bökk- unum. Karólína reis upp ótta- slegin og Indíánarnir fjórir ruku að bátunum. Einn þeirra dró Georges með sér nauðugan og fór heldur hranalega að honum, enda hugði hann mikla hættu á ferðum, og það reyndist líka svo að bátarnir voru ekki fyrr komn ir út á mitt fljótið er örvum rigndi yfir áningarstaðinn á bakkanum. Karólína titraði af angist, en Georges varð nú acj horfast í augu við þá staðreynd, Hún svaraði engu. Þetta kvöld neitaði Georges að borða kjöt og bað Indíánana um fisk, og Karólína reyndi að fá þá til að verða við beiðni hans, en þeir horfðu inn í skóginn, dauðskelk- aðir á svip. — Við skulum ekki vera að nauða á þeim, sagði Karólína. — Við skulum grípa til okkar ráða og reyna að veiða fisk. Georges bandaði þreytulega með hendinni: — Æ, það skiptir engu, Karó- lína, hvort við fáum fisk eða ekki. Flann þagnaði, en hélt svo á- fm ffiír , , —" Þú^limrf rétt fyrti>»þér —' þessi frumskógur er hræðilegur. Hann bakar mér nú meiri kvöl en veikindin. Ef ég aðeins hefði fengið að deyja heima í Frakk- landi. En undir morgun gátu þau blundað. Og eins og vanalega vaknaði hún við söng fuglanna. Hún teygði sig varlega til þess að vekja ekki mann sinn, og til þess að báturinn færi ekki að rugga, en samt varð hún þess þegar vör, að hann var léttari en vanalega. Hún fór að at- huga þetta. Georges svaf fyrir T A R 1 A N 0.19-59+2 SAIP LET ME GO TO THE VUI7U VILLAGE ALONEv" “ THEAPE-MAN. PEKHAPS X CAN E THINGS // JCHN CíMlO "5UT WHA ... you CAN'T?" ARSUEF BILL. "THEY C0UL7 TORTURE YOU— klLLYOUl" Tarzan: „Leyfðu. mér að fara í friði og ró“. vel drepið þig“. un, geturðu sent menn þína til einum til VUDU-mannanna. Ef Bill: „Ef þú nú getur það ekki? Ef ég verð ekki kominn á morg VUDU þorpsins til að hefna mín“ til vill gæti ég gert út um málið Þeir gætu misþyrmt þér og jafn Þú hefur ekki undan neinu að kvarta — þú ert f forsælu! Þér skuluð ekki taka yður þetta nærri — þetta er daglegur við- burður hjá okkur hér í herdeild- inni! aftán hana, en nokkurn hluta farangursins vantaði. Hún skim- aði eftir hinum bátnum, sem allir Indíánarnir fjórir voru van- ir að sofa í að næturlagi. Hann var horfinn. Indíánarnir höfðu flúið og tek ið nokkurn hluta farangurs þeirra. Hún flýtti sér að vekja Georges, en honum veittist erf- itt að opna augun, augnalokin voru eins og samanlímd. Augn- gljáinn sem er einkenni hitasótt- innar var horfinn úr augum hans, og hann tautaði: — Ég er ekkert hissa á þessu. Við erum glötuð. Mér hefur ver- ið það ljóst undangengna fjóra daga. Það veldur mér ekki á- hyggjum sjálfs mín vegna, held- ur þin vegna, Karólína. Það skiptir engu hvort ég dey hér eða í Maroukin, en þín vegna ... Honum veittist erfitt að mæla: — 'Ó, þessi fuglakliður, ég vildi að þeir vildu hætta. Ég þoli ekki hávaða, svækjuhita og óþef, æ, fyrirgefðu mér, ég veit varla hvað ég er að rausa, en ég mundi deyja rólegur, ef ég vissi þig örugga, en hvernig gætir þú, í þessu loftslagi — heyrirðu — heyrirðu í bumbunum? Þeir eru byrjaðir aftur. — Nei, Georges, þér misheyr- ist — það er ekki barið á neinar Ódýr vinnuföt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.