Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 1
53. árg. — Föstudagur 1. febrúar 1963. — 27. tbl. Mikil vinna við höfnina ■ Eyjum Fjórir togarar þegar hlaðair og þrír bíða í gær og í morgun var mikið um að vera i Vestmannaeyja- Mikil síid í Skeiðarárdjúpi eu veðar hamlar veiðurn höfn, vegna tilkomu síldarinnar. í gær voru tveir togarar hlaðn ir síld. í morgun var verið að ljúka við að ferma tvo togara til viðbótar og enn biðu þrír togarar fyrir utan og verður farið að hlaða þá seinnihluta dagsins ef síldin sem veiddist í nótt reynist nógu mikil og góð. Það kom sér sannarlega vel Framhald á bls. 5. Allmikið síldarmagn er í Skeiðarárdjúpi, en afl- inn undir veðurguðun- um kominn. Þetta sagði Jakob Jakobsson í morg un er Vísir leitaði frétta hjá honum, en Jakob er nú í rannsóknarleið- angri á Ægi fyrir sunn- an land. í nótt fengu 14 bátar 9200 tn. og fóru með aflann til Vest- Síidarbátur á fullri ferð inn á Vestmannaeyjahöfn í gær. Börnin / stöðugum lífsháska í umferðinni BROTNAÐIA BÁÐUM FÓTUM Ólafur Guðmundsson lögreglu- maður hefur orðið að beiðni Vísis um að láta álit sitt i té um vanda- mál umferðarinnar í sambandi við bömin i Reykjavík. I þeim efnum er Ólafur allra manna kunnugastur þvi að umferðarmál er sérsvið hans innan lögreglunnar, auk þess sem hann hefur um 13 ára skeið annast umferðarkennslu í barna- skólum borgarinnar og að ein- hverju Ieyti einnig í gagnfræða- skólunum. — Nú er lögreglan hætt þessari kennslu í skólunum, sagði Ólafur. Það er búið að taka hana upp sem skyldunámsgrein samkvæmt um- ferðarlögunum nýju og nýlega hefur Rikisútgáfa námsbóka gefið út ágæta kennslubók um umferðar- mál. Ég held, bætti Ólafur við, að enda þótt ég geti ekki sannað neitt með tölum, að þessi kennsla í barnaskólunum og leiðbeiningar um það hvernig fólk eigi að haga sér í umferðinni, hafi orðið að miklu gagni. Ég hef tekið eftir þvi á ýmsa lund. Börnin eru stórkostlegt vanda- mál i umferðinni, og í þeim efnum hefur lögreglan tölur, sem tala sínu máli. Þannig fékk götulög- reglán til meðferðar 65 slys á börn um innan fermingaraldurs á árinu sem leið. Þar af var meiri hlutinn innan 10 ára. I desembermánuði Framhald á bls. 5. I morgun, snemma á 9. tíman- um varð umferðarslys á Snorra- i braut. Þar varð kona fyrir bifreið og slasaðist. Konan heitir Jóhanna Pálsdóttir til heimilis að Snorrabraut 69. Hún hafði farið út til að sækja mjólk og var á leið vestur yfir Snorrabraut gegnt húsinú sem hún átti heima í þegar bifreið bar að, sem ekið var norður götuna. ísing var á götum í morgun og Óiafur Guðmundsson víða flughálka, og mun hún hafa átt sinn þátt í þessu slysi, því að þegar ökumaðurinn ætlaði að sveigja aftur fyrir kon- una, jafnframt því að hemla, snerist bíllinn á hálkunni og aftur- hluti hans sennilega skollið á kon- unni. Hún féll í götuna og var þegar flutt í slysavarðstofuna. Þar kom í ljós við rannsókn að báðir fótleggir hennar vera brotnir og var hún flutt í Landspítalann. 93 nýir áskrifendur Níutíu og þrír nýir áskrif- endur hafa nú bætzt við I hóp kaupenda Vísis á Akranesi. Hefir áskrifendasöfnunin að- eins staðið í þrjú kvöld og hafa undirtektir Akumesinga verið afbragðs góðar eins og þessi tala ber með sér. Söfnun heldur áfram í kvöld og næstu kvöld en tak- markið er að safna 200 nýj- um áskrifendum að Vísi í bænum. > > ■. ", ...\vv\v.. .í/.i.V '1 ‘ ''

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.